Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
KöDum Sovétstjómina
tíl ábyrgðar
Max Kampelman hefur tekiö þátt í störfum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum og á árinu 1980 skipaði Jimmy
Carter, þáverandi Bandaríkjaforseti, hann til aö vera fulltrúa stjórnar sinnar á Madrid-ráöstefnunni. Eftir aö
repúblikaninn Konald Reagan settist að í Hvíta húsinu var Max Kampelman endurskipaður. Hann kom við á
íslandi á heimleið að lokinni ráðstefnunni í Madrid og þá átti blaðamaður Morgunblaðsins það viðtal við hann
sem hér birtist.
Max Kampelman,
sendiherra Banda-
ríkjastjórnar á
Madrid-ráðstefn-
unni um öryggi og
samvinnu í Evrópu, var oft
ómyrkur í máli þegar hann kvaddi
sér hljóðs á fundunum í Madrid.
Þeir stóðu með hléum í um það bil
þrjú ár og oftar en einu sinni not-
aði Kampelman ræðustólinnn til
að minna fulltrúana sem komu frá
öllum Evrópulöndum — nema
Albaníu — Bandaríkjunum og
Kanada á grimmdarlega stjórn-
arhætti Sovétmanna sem eru í
hróplegri andstöðu við mannúðar-
ákvæðin í lokasamþykktinni frá
Helsinki sem undirrituð var við
hátíðlega athöfn 1975 en á grund-
velli hennar hófst ráðstefnan í
Madrid 1980 og lauk henni nú í
byrjun september.
Eftir ráðstefnuna ferðaðist Max
Kampelman til níu borga í Vest-
ur-Evrópu og hélt þar ræður um
viðhorf sitt til samskipta austurs
og vesturs í ljósi Madrid-ráðstefn-
unnar. Hann heimsótti ísland og
flutti ræðu í Reykjavík á vegum
Samtaka um vestræna samvinnu
og Varðbergs laugardaginn 24.
september. Niels P. Sigurðsson,
sendiherra og fulltrúi fslands á
Madrid-ráðstefnunni, kynnti Max
Kampelman á fundinum og stað-
festi lýsing hans að Kampelman
var burðarás á ráðstefnunni og
óþreytandi talsmaður mannrétt-
inda og lýðræðislegra stjórnar-
hátta.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti Max Kampelman að máli á
meðan hann dvaldist hér og spurði
hann fyrst, hvað hann segði um
hugtakið „détente" sem á íslensku
hefur verið kallað „slökunarstefn-
an“ — hvernig á það væri litið af
honum sem bæði hefði starfað
sem fulltrúi ríkisstjórnar Jimmy
Carters og Ronald Reagans í
Madrid.
„Þegar við ræðum um „dé-
tente“,“ sagði Max Kampelman
sem er lögfræðingur að mennt og
hefur mestan hluta starfsaldurs
síns sinnt lögmannsstörfum,
„verðum við fyrst að gera okkur
ljóst að merking orðsins er ekki
alls staðar hin sama. í Bandaríkj-
unum var litið þannig á orðið eftir
forsetatímabil Richard Nixons að
í „détente" fælist slökun á spennu
í samskiptum austurs og vesturs
og með slíkri slökun væri stigið
mikilvægt skref til friðsamlegra
samskipta á alþjóðavettvangi.
Sovétmenn litu „détente" hins
vegar allt öðrum augum. Þeir
skoða slökun sem framhald á póli-
tísku og hugmyndafræðilegu bar-
áttunni við auðvaldsheiminn. Ég
held að Sovétmenn hafi viljað
koma málum þannig fyrir á slök-
unarskeiðinu að við slökuðum á og
gættum ekki sömu varkárni og áð-
ur í öryggismálum á meðan þeir
notuðu tímann til að efla hernað-
armátt sinn eftir öllum leiðum.
Sovétmenn létu ekki við það eitt
sitja að vígbúast heldur hvöttu
þeir aðra til hernaðarátaka. Þeir
hvöttu Egypta til dæmis til að
gera árás á Israel. Þeir sendu kúb-
anska hermenn til Afríku og
þannig mætti áfram telja.
Vestur-Þjóðverjar litu þannig á
„détente" að þeir gætu vegna slök-
unarinnar treyst tengslin við
Austur-Þjóðverja með endursam-
einingu Þýskalands sem loka-
markmið.
Engin viðtekin og algild skil-
greining á „détente“ er til. í fyrstu
ræðu minni á Madrid-ráðstefn-
unni komst ég þannig að orði, að
væri innrásin í Afganistan og kúg-
un þjóðarinnar þar með meira en
100 þúsund sovéskum hermönnum
liður í framkvæmd slökunarstefn-
unnar og væru mestu ofsóknir
sovéskra stjórnvalda í garð and-
ófsmanna síðan 1975 liður í slök-
unarstefnunni þá værum við and-
vígir „détente". Hins vegar kysum
við ekkert frekar en dregið yrði úr
spennu, vígbúnaðarkapphlaupinu
yrði hætt og minni áhersla yrði
lögð á vígbúnað en meiri á gagn-
kvæma afvopnun. Einhliða af-
vopnun væri fráleit að mati
Bandaríkjastjórnar."
— Hvernig metur þú stöðuna að
þessu leyti að lokinni Madrid-
ráðstefnunni?
„Það er fráleitt að menn geti lit-
ið til þess sem gerðist í Madrid og
fyllst von um að öllu sé borgið í
samskiptum austurs og vesturs.
Með því sem samþykkt var í
Madrid höfum við skapað háttern-
isreglur fyrir ríki ef svo má að
orði komast, við höfum komið
okkur upp mælistiku og innan
hennar verða ríki að halda sér,
líka Sovétríkin, ef þau vilja kom-
ast hjá gagnrýni annarra. Engin
refsiákvæði eru í samþykkt Madr-
id-ráðstefnunnar frekar en í sam-
þykkt Helsinki-ráðstefnunnar frá
1975.
Okkar hlutverk er að minna
sovésk stjórnvöld sí og æ á nauð-
syn þess að þau standi við þær
skuldbindingar sem fulltrúar
þeirra staðfestu með samþykktun-
um í Madrid og Helsinki. Við verð-
um að láta Sovétmönnum líða illa
hlaupist þeir undan þeim merkj-
um sem þar voru reist. Á Madrid-
ráðstefnunni var ekki aðeins ein-
hugur þeirra 17 ríkja sem mynda
Atlantshafsbandalagið og Evr-
ópubandalagið (Efnahagsbanda-
lag Evrópu) heldur áttu sjónarmið
þessara bandalagsríkja verulegu
fylgi að fagna meðal hlutlausra
ríkja utan bandalaga og Páfa-
garðs.
Sovétríkin sættu harðri gagn-
rýni, fulltrúum þeirra leið illa.
Undir lok ráðstefnunnar var jafn-
vel svo komið að Sovétmenn voru
að einangrast meðal aðildarríkja
Varsjárbandalagsins. Við létum
ekkert tækifæri ónotað á ráðstefn-
unni sjálfri eða í fjölmiðlum til að
vekja athygli á því, að sovésk
stjórnvöld hefðu haft mikilvæg
ákvæði Helsinki-samþykktarinnar
að engu.
Ég var spurður að því á fundi í
Zúrich eftir ráðstefnuna, hvernig
ég gæti mælt með því að gengið
yrði til samkomulags við Sovét-
menn um nýja samþykkt í Madrid
sem þeir ættu áreiðanlega einnig
eftir að hafa að engu. Ég svaraði á
þann veg, að engum dytti í hug að
kasta Biblíunni fyrir róða, þótt
vitað væri að margir kristnir
menn hefðu mikið af því sem í
henni stæði að engu. Við verðum
að átta okkur á því að í alþjóða-
málum eins og á öðrum sviðum
þurfum við að setja okkur reglur
sem miða að háleitu markmiði og
stuðla vonandi að því að bæta sið-
menninguna þegar til lengdar læt-
ur. Við getum litið svo á að með
samþykktunum í Helsinki og
Madrid höfum við verið að mata
tölvu hjá Sovétstjórninni á hegð-
Max Kampelman
unarreglum sem okkur eru að
skapi. Yrði einhvern tíma breyt-
ing til batnaðar í Sovétríkjunum
og ráðamönnum þeirra dytti hug
að vinmælast við lýðræðisþjóðirn-
ar með afdráttarlausum hætti
gætu þeir farið í þessa tölvu og
lagað sig að þeim reglum sem þar
er að finna."
— I Helsinki-samþykktinni
voru ákvæði um að hana ætti að
gefa út í öllum þátttökuríkjunum,
eru svipuð ákvæði í Madrid-sam-
þykktinni?
„Já, þátttökuríkin hafa skuld-
bundið sig til að gefa Madrid-
samþykktina út, hvert á sínu
tungumáli. Á sínum tíma var
Helsinki-samþykktin birt í heild í
sovéskum blöðum. Það eitt hafði
mikil áhrif þar í landi., Ég fékk
bréf frá sovéskri móður ungs
manns sem hafði verið dæmdur í
fangelsi fyrir að starfa í samtök-
um Sovétborgara sem ætluðu að
fylgjast með því, hvernig Kreml-
verjar stæðu að því að framfylgja
ákvæðum Helsinki-samþykktar-
innar. Ég las þetta bréf á ráð-
stefnunni í Madrid.
Móðirin sagði að sonur sinn
hefði trúað því sem þjóðarleiðtog-
ar ráðstefnuríkjanna undirrituðu
við hátíðlega athöfn í Helsinki. En
þar stóð meðal annars að hann
hefði frelsi til að framfylgja skoð-
unum sínum og sannfæringu og
einmitt þess vegna gekk hann til
liðs við Helsinki-hópinn, eins og
þeir hafa verið kallaðir sem innan
Sovétríkjanna hafa leitast við að
halda stjórnvöldum við efni sam-
þykktarinnar. Nú væri það hins
vegar meðal annars Bandaríkja-
stjórn að kenna að hann sæti í
fangelsi, ef Helsinki-samþykktin
hefði ekki verið undirrituð hefði
hann aldrei lent á þessari óheilla-
braut.
Þetta er dapurleg saga um mik-
ið hugrekki. Hið eina sem ég get
sagt um hana er að vonandi verði
stöðug sókn okkar á öllum sviðum
og endurtekin gagnrýni á sovésk
stjórnvöld til þess að þau láti sér
segjast og sjái að það sé þeim í
hag að breyta um stefnu og taka
upp mannúðlega stjórnarhætti."
— Þegar borinn er saman mál-
flutningur vestrænna ríkisstjórna
og Sovétstjórnarinnar um sam-
skipti austurs og vesturs kemur í
ljós, að Sovétmenn leggja á það
höfuðkapp að telja mönnum trú
um að kjarnorkustyrjöld sé á
næsta leiti og í sömu andránni
hafa þeir uppi alls kyns hótanir í
vígbúnaðarmálum. Hver er ástæð-
an fyrir þessu að þínu mati?
„Eg er þeirrar skoðunar að á
síðari árum hafi orðið áherslu-
breyting í áróðri Sovétmanna sem
staðfestir einmitt það mat sem
fram kemur í spurningunni. Þeir
hafa tekið til við að hóta lýðræðis-
þjóðunum og telja þeim trú um að
kjarnorkustyrjöld sé yfirvofandi
og þar með heimsslit, þessi
Fermingarbörn og barnastarf
í Reykjavíkurprófastsdæmi
Með haustdögum og fyrsta and-
blæ vetrar breytist fleira en laufið á
trjánum. í kirkjum og safnaöar-
miðstöðum tekur starfið á sig annan
svip. Harnasamkomur hefjast með
því margþætta yfirbragði, sem þeim
fylgir, þar sem saman fer fræðsla og
léttleiki umvafið þeirri helgi, sem
boöskapnum sæmir. En sérstök at-
hygli er vakin á því, að í sumum
söfnuðum fer barnastarfið fram á
laugardögum, en í öðrum á sunnu-
dögum, þarf því að gaumgæfa til-
kynningar safnaðanna í blöðunum.
Og nú í næstu viku ber ferming-
arbörnum næsta árs að mæta í
fyrstu tímana. Á þetta við börn,
sem eru fædd árið 1970 og skiptir
ekki máli, hvort áformað er, að
ferming fari fram að vori eða
hausti, öll eiga börnin að byrja í
spurningum núna. Prestarnir til-
kynna nánar, hvenær börnin eiga
að koma, en gott er, að þau hafi
ritföng með sér. Síðan hefjast
spurningarnar, sem standa allan
veturinn, og er samhliða þeim lögð
mikil áherzla á kirkjugöngu vænt-
anlegra fermingarbarna á heigum
dögum. Fer það líka áberandi í
vöxt, að fjölskyldan sækir kirkju
sérstaklega vel, þegar eitthvert
barnanna undirbýr fermingu. Séu
einhverjir í vafa um sóknarmörk,
er hægt að fá upplýsingar um það
á skrifstofu minni, síma 37801 eða
37810.
Ólafur Skúlason
Árbæjarprestakall
Væntanleg fermingarbörn í Ár-
bæjarsókn á árinu 1984 eru beðin
að koma til skráningar og viðtals í
Safnaðarheimili Árbæjarsóknar
fimmtudaginn 6. okt., stúlkur kl. 6
sd. en drengir kl. 6.30, og hafi
börnin með sér ritföng. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
Ásprestakall
Væntanleg fermingarbörn mæti í
Langholtsskóla kl. 4, miðvikudag-
inn 5. okt. og hafi með sér ritföng.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtsprestakall
Fermingarbörn í Breiðholtssókn
1984 komi til innritunar í anddyri
Breiðholtsskóla (hjá salnum)
þriðjudaginn 4. október milli kl. 16
og 17. Sr. Lárus Halldórsson.
Bústaðakirkja
Væntanleg fermingarbörn eru
beðin að mæta í kirkjunni þriðju-
daginn 4. okt. kl. 6. sd. og hafi með
sér ritföng. Sr. Ólafur Skúlason,
dómprófastur.
Digranesprestakall
Þau börn í Digranesprestakalli
sem eiga að fermast 1984 eru beð-
in að koma til innritunar í Safnað-
arheimilið við Bjarnhólastíg mið-
vikudaginn 5. okt. kl. 3—5. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan
Fermingarbörn sr. Þóris Steph-
ensen komi í kirkjuna mánudag-
inn 3. okt., kl. 5 sd. en fermingar-
börn sr. Hjalta Guðmundssonar
komi í kirkjuna 4. okt. kl. 5 sd.
Börnin eru beðin að hafa með sér
skriffæri.
Fella- og Hólaprestakall
Fermingarbörn ársins 1984, sem
ekki hafa þegar verið innrituð,
komi til viðtals í skrifstofu mína í
menníngarmiðstöðinni við Gerðu-