Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 23 - — Þegar menn tala um aðlögun eiga þeir við það, er maður, sem tilheyrir minnihlutahópi reynir að laga sig að menningu meirihlut- ans. Ég held að slíkt sé rangt. Maður á að vera það sem maður er, standa á sinni rót, en reyna ekki að laga sig að annarri þjóð, fyrir þær sakir að hún er fjöl- mennari eða voldugri en hans eig- in. Við skulum nefna dæmi. Það skiptir mig ekki máli, hvort þú veizt allt um Shakespeare. En ef þú veizt allt um Shakespeare og vilt ekki vita neitt um gyðinga eða rithöfunda þeirra, þá held ég að þú sért að reyna að vera eitthvað annað en þú ert — reyna að laga þig að voldugum meirihluta. Frá siðferðilegu sjónarmiði tel ég þetta rangt. Þetta stangast einnig á við mannlega reisn. Það er manni ekki sæmandi að afneita heimili sínu og reyna að apa eftir og eigna sér það sem aðrir eiga. Með öðrum orðum: Maður á for- eldra, heimili og tungu, en segir: — foreldrar mínir, heimili og tunga eru einskis virði, en foreldr- ar granna míns eru merkilegir, heimili hans er merkilegt, tunga hans er merkileg. Slíkur maður hefur enga reisn. Um viðurkenningu — Þú hefur fengið geysimikla viðurkenningu sem rithöfundur. — Ekki get ég neitað því, en ég vinn ekki í þeim tilgangi að hljóta viðurkenningu. Það var ekki í þeim tilgangi sem ég gerðist rit- höfundur. Eg hefði skrifað, þótt engin viðurkenning hefði fallið mér í skaut. Vitaskuld hef ég glaðst yfir ýmsu sem mér hefur hlotnazt, en viðurkenning og pen- ingar eru ekki alit sem máli skipt- ir. — Föður þínum mun hafa verið lítið um veraldlegar bókmenntir gefið. — Hann var mjög andvígur þeim. Taldi þær syndsamlegar. Ég gerðist rithöfundur af því að ég gat ekki annað. Það kostaði bar- áttu vegna þess að ég elskaði for- eldra mína, átti erfitt með að rísa gegn þeim og vissi að þau vildu mér allt það bezta. En við vorum bara ekki á einu máli um, hvað mér væri fyrir beztu. Þau lásu iít- ið eftir mig og gagnrýndu það litla sem þau lásu. — Heldurðu að þau myndu hafa hneykslast á því sem þú hefur skrifað? — Ég er þess fullviss, að væri faðir minn á lífi, myndi hann ekki hafa lesið neitt eftir mig. Hann myndi segja, að ég hefði eyðilagt líf mitt. Móðir mín væri sjálfsagt umburðarlyndari, en þó ekki svo mjög. — Hver er munurinn á losta- fullum bókmenntum og klámrit- um? — Klámhöfundur er að minni hyggju sá sem skrifar til þess eins að æsa upp hvatir fólks og hefur engan tilgang annan. Einu sinni reyndi ég að skrifa klámbók. Það er leiðinlegt, þreytandi og auðgar bókmenntir ekki á nokkurn hátt. Boccacio kunni að skrifa um kyn- líf. Bæði er efnið heillandi, en ekki síður sá búningur, sem hann færir það í. Afhending skírteina á morgun <fl mánudaginn 3. okt. ] L BRLLEÍ5KÓLI SIGRÍÐRR RRmflnfl SKUIAGÖTU 32-34 <►<><► Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! JTtor^imliTníi 1 NÍTJÁN 19 kjörbúðir og stórmarkaðir á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.