Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
29
hræðsluáróður mun magnast.
Bandaríkjastjórn leggur kapp á
það að menn átti sig á hinu rétta
andliti Sovétmanna, svo að þeir
komist ekki upp með undanbrögð
og þeim takist ekki að ala á rang-
hugmyndum. Jafnframt erum við
reiðubúnir til að ræða við fulltrúa
Sovétstjórnarinnar í því skyni að
ná samkomulagi á viðunandi for-
sendum — í Madrid sat ég til
dæmis í 350 klukkutíma á einka-
fundum með sovésku sendinefnd-
inni á þeim þremur árum sem
ráðstefnan stóð.
í Genf sitja fulltrúar Banda-
ríkjastjórnar á fundum með Sov-
étmönnum og ræða við þá um af-
vopnunarmál og það er ekkert
mikilvægara en að ræða um hætt-
una á kjarnorkustyrjöld og hvern-
ig megi afstýra henni. En hvernig
verður það best gert? Ég bendi á
þrjú grundvallaratriði sem hafa
verður í huga:
I fyrsta lagi er nauðsynlegt að
Vesturlönd standi saman og séu
einhuga. Enginn vafi er á því að
Sovétmenn vilja reka fleyg á milli
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins. Sovétmenn reyna að telja
mönnum trú um að Sovétríkin
standi andspænis Bandaríkjunum
en hins vegar megi finna meðalveg
þar á milli og hann eigi að fara.
Ég ætla að skýra það sem fyrir
þeim vakir með dæmi: í friðsælt
bæjarhverfi þar sem íbúarnir hafa
búið án löggæslu flyst uppivöðslu-
samur óaldarlýður. Nágrannarnir
vilja bregðast hart við og stöðva
yfirganginn. Þá koma aðrir sem
vilja að reynt sé að ná sáttum og
finna málamiðlun sem að lokum
leiðir til þess að friðnum er var-
anlega spillt. Samið hefur verið
um undanslátt sem í raun byggist
á því að bæjarhverfið er ekki leng-
ur friðsælt.
í öðru lagi verður Sovétmönnum
að vera ljóst að þeir geti ekki
vænst þess að Vesturlönd dragi
svo úr viðbúnaði sínum, hvorki
hernaðarlega né efnahagslega, að
þau standist sovésku hernaðarvél-
inni ekki snúning. Með öðrum orð-
um verða Vesturlönd að vera
þannig í stakk búin að þau fæli
Sovétmenn frá því að gera áras.
í þriðja lagi er ekki nóg að halda
aftur af Sovétmönnum á hernað-
arsviðinu það þarf einnig að knýja
þá til að skera niður herafla sinn
og einkum kjarnorkuheraflann.
Bandaríkjastjórn hefur einmitt
lagt fram tillögur um niðurskurð
heraflans og þær eru nú til um-
ræðu í Genf.“
— Hvernig metur þú stöðuna í
afvopnunarviðræðunum með þessi
þrjú grundvallarsjónarmið I
huga?
„Tökum viðræðurnar um Evr-
ópueldflaugarnar sem dæmi —
INF-viðræðurnar svokölluðu. Sov-
étmenn eiga nú 1050 kjarnaodda í
SS-20 eldflaugum sem miðað er á
allar höfuðborgir Vestur-Evrópu
og önnur skotmörk sem þeir telja
mikilvæg. Við höfum sagt, aðild-
arríki Atlantshafsbandalagsins
hafa sagt við Sovétmenn: Þið eigið
að fjarlægja þessar eldflaugar, en
gerið þið það ekki munum við í
byrjun desember næstkomandi
byrja að setja upp bandarískar
kjarnorkueldflaugar í Vestur-
Evrópu sem andsvar við þeim.
Sovétmenn hafa margitrekað
lýst því yfir að þeir geti aldrei
fallist á það að fjarlægja SS-20
eldflaugarnar. Þess vegna höfum
við gert þeim tilboð um að semja
við þá um fækkun.
Ég hitti Paul Nitze, aðalsamn-
ingamann Bandaríkjanna, í Genf
Frá fundi þeim sem Samtök um
vestræna samvinnu og Varðberg
efndu til meö Mas Kampelman í
medan hann dvaldist hér á landi.
á dögunum. Nitze var einn þeirra
manna sem lögðu grundvöllinn að
SALT 1-samkomulaginu og hann
vill ekkert frekar en að löngum
starfsferli sínum ljúki með sam-
komulagi í Genf, en hann var
vondaufur þegar ég hitti hann. Að
mínu mati er Sovétmönnum ekk-
ert kappsmál að ná samkomulagi,
þeir eru í áróðursstríði en ekki
samningaskapi. Þeir lifa enn i
þeirri von að með tilstyrk
svonefndra friðarhreyfinga takist
að koma í veg fyrir að bandarísku
eldflaugarnar verði settar upp i
Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og
Ítalíu. Ég tel rangt að hindra upp-
setningu eldflauganna, þvi að til-
vist þeirra knýr Sovétmenn til að
hætta áróðursstríðinu og hefja
samninga.
Á lokafundinum í Madrid sagði
George Shultz, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, að Bandaríkin
vildu samkomulag í Genf, næðist
það ekki fyrir desember yrðu
eldflaugarnar settar upp og samn-
ingaviðræðum haldið áfram í
þeirri von að unnt yrði að setja
skorður við fjölda eldflauganna og
jafnvel fjarlægja þær þótt síðar
væri.
Með þetta í huga held ég að
hræðsluáróðurinn og hótanirnar
muni magnast hjá Sovétmönnum
á næstu vikum og mánuðum. En
það ekki að láta undan þeim.
Besta svarið er að koma eldflaug-
unum fyrir í Vestur-Evrópu."
Bj.Bj.
berg þriðjud. 11. okt. frá kl. 5—7.
Sr. Hreinn Hjartarson.
Grensáskirkja
Vorfermingarbörn 1984 i Grens-
ásprestakalli komi til viðtals og
skráningar i Safnaðarheimili
Grensáskirkju við Háaleitisbraut
miðvikudaginn 5. október milli kl.
5 og 6 sd. Sr. Halldór S. Gröndal.
Fríkirkjan í Reykjavík
Fermingarbörn ársins 1984 eru
beðin að koma í kirkjuna við Frí-
kirkjuveg, laugardaginn 1. október
kl. 14. Börnin hafi með sér Nýja
testamenti, fermingarkverið: Líf
með Jesú, stílabók og penna. Sr.
Gunnar Björnsson.
Hallgrímsprestakall
Væntanleg fermingarbörn í Hall-
grímskirkju eru beðin að koma til
innritunar miðvikudaginn 5. okt.
kl. 6. Sr. Karl Sigurbjörnsson og
sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Háteigskirkja
Fermingarbörn ársins 1984 komi
til viðtals og skráningar í kirkj-
unni þriðjudaginn 4. október kl. 6
sd. og hafi með sér ritföng. Prest-
arnir.
Kársnesprestakall
Fermingarbörn 1984 komi í Kópa-
vogskirkju miðvikud. 5. okt. kl. 6
sd. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja
Fermingarbörn Langholtssóknar
1984 mæti til innritunar þriðju-
daginn 4. okt. kl. 18.00 í Safnað-
arheimilinu við Sólheima. Sr. Sig-
urður H. Guðjónsson.
Laugarneskirkja
Fermingarbörn ársins 1984 komi
til viðtals í kirkjuna þriðjudaginn
4. okt. og miðvikudaginn 5. okt.
milli kl. 16 og 17. Sr. Ingólfur Guð-
mundsson.
Neskirkja
Væntanleg vorfermingarbörn í
Nessókn komi til skráningar og
viðtals í kirkjunni nk. föstudag 7.
okt. milli kl. 13 og 15. Prestarnir.
Seljasókn
Fermingarbörn Seljasóknar mæti
í Ölduselsskóla þriðjudaginn 4.
okt. kl. 20.00 og i Seljaskóla mið-
vikudaginn 5 okt. kl. 20.00. Vin-
samlega komið með skriffæri.
Sóknarprestur.
Kirkja Oháða safnaðarins
Sr. Emil Björnsson biður væntan-
leg fcrmingarbörn í Óháða söfnuð-
inum árið 1984 að koma til viðtals
í kirkju Óháða safnaðarins kl.
5.30, fimmtudaginn 6. okt.
&
ivrciouni i
SIGGEIRSSOn HF.
LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870
Opið á fimmtudögum til kl. 21, á
föstudögum til kl. 19 og til hádegis
á laugardögum.
Höganas
stendurafsér
frost og f una
Höganás framleiðir sérstakar flísar fyrir íslenskar aðstæður,
þæreru hálkufríar, hrjúfar, mattarog aðsjálfsögðu frost-
þolnar. Þær eru ætlaðar á stéttar og tröppur. En það er líka til
mikið úrval annarra frostþolinna Höganásflísa í fjölbreyttum
litum. Allar Höganásflísar eru eldfastar.
Höganás hefur um áraraðirframleitt eftirsóttan eldfastan
stein, bæði fyrir kamínur og til iðnaðarnota.
Skoðið Höganás úrvalið í sýningarsal okkar, þarfinnið þið
réttu flísarnar.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI2, REVKJAVÍK