Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 43 Varmo- snjóbræðslurör Varmo-snjóbræöslurörin fást hjá okkur. Nú fara aö veröa síöustu forvöö aö búa sig undir hálku vetrarins meö affallsvatniö og Varmo-snjóbræöslu- rörin aö vopni! B909ÍngAvdruvarx(ao TrjggvA Hannetiooar SIOUMÚLA SíMAR 83290-63360 Elisabeth prinsessa af Toto skaðabætur? Hvað hef ég gert, sem ég þarf að gjalda fyrir með bótum. Amín hvítnaði af reiði. — Heyrðu nú! — sagði hann. — Þetta er enginn réttarsalur. Á meðan hann lét móðan mása, horfðist ég í augu við Lule, og sá að hann var skelfingu lostinn. Ég sá, að allir hinir voru skelfingu lostnir líka. Ég gerði mér grein fyrir því, að ég varð að halda mér saman. Svo spurði ég einskis frekar og fékk leyfi til að hverfa á brott. En ástandið var óþolandi. Ég var undir eftirliti 24 tíma á sól- arhring. Morgun nokkurn komu Walusimbi frænka mín og Em- anuel bróðir minn eldsnemma til mín og voru mjög alvarleg í bragði. Sjónvarp og dagblöð höfðu birt ljósmyndir af nakinni konu, sem fullyrt var að væri ég. Frændfólk mitt var orðið alvar- lega óttaslegið um minn hag, og vildi að ég reyndi að komast úr landi. Að sjálfsögðu sá ég glöggt, hvað vakti fyrir Amín. Nú ætlaði hann að hefna sín. Nú hélt hann að hann gæti notað þessa nekt- armynd, sem hafði þirzt í Das Bild 11. janúar 1977, til að koma fram hefndum á mér. Ég vissi að nauðsyn krafði þess að ég hyrfi á brott hið bráðasta. Ég varð að taka ákvörðun í snatri um það, hvort ég ætti að ná fundi Amíns áður en ég reyndi að flýja eða flýja strax. Walusimbi ráðlagði mér að taka síðari kostinn. Við ákváðum að móðir mín skyldi gefa þá skýr- ingu á fjarveru minni, að ég ætl- aði að dveljast eina helgi í Toto. Svo lögðum við af stað á gömlum Morris sem frænka mín átti. Við fórum ýmsar krókaleiðir, en bið- um svo myrkurs, og héldum þá til Jinja í austurhluta landsins. Ég lá i aftursætinu alla leiðina þangað. Næsta dag komst ég yfir landamærin til Kenya, dulbúin sem venjuleg sveitastelpa. Þegar við komum til Naíróbí fórum við beint á skrifstofu Patricks bróður míns, en hann hafði fengið skilaboð um að vera þar á ákveðnum tíma. Kenyatta forseti hafði jafnan metið störf mín mikils og litið á mig sem dóttur sína. Hann bauð mér nú hæli í landinu, og Margarete dóttir hans ráðlagði mér að hringja til Amíns, og láta hann vita af mér, svo að hann hætti að angra fjölskyldu mína. Ég varð við því. Þegar Amín var kominn í símann sagði ég við hann: — Yð- ar hátign. Ég er í Naíróbí, en þangað kom ég með Iest frá Toto. Ég óskaði honum alls hins bezta og sagðist ekki hafa horn í síðu hans né stjórnar hans. — En get- urðu ekki komið aftur? — sagði hann þá. — Þú getur orðið ráð- herra aftur og fengið húsið þitt. Ég sagðist frekar vilja vera hjá bróður mínum í Naíróbí, en yrði honum þakklát ef hann sýndi fjölskyldu minni vinsemd. For- setinn fullvissaði mig um, að hann myndi ekki skerða hár á höfði ættingja minna. Við vorum mjög vinsamleg hvort við annað í þessu samtali. Og frá því var síð- an skýrt í útvarpi og sjónvarpi að ég hefði hringt til Amíns frá Naíróbí og hann hefði boðið mér mitt fyrra starf. ATLAS vetrardekk Gæöadekk á góöu verði P P P P A78x 13 B 78 x 13 155 R 13 165 R 13 G 78 x 14 E78x 14 195/75 R 14 205/75 R 14 205/75 R 15 225/75 R 15 H 78 x 15 700 x 15 700 x 16 750 x 16 a kr. 2.629 m/sölusk. a kr. 2.673 m/sölusk. a kr. 2.379 m/sölusk. a kr. 2.484 m/sölusk. a kr. 3.112 m/sölusk. a kr.3.291 m/sölusk. a kr.3.549 m/sölusk. a kr.3.711 m/sölusk. a kr.3.980 m/sölusk. a kr.4.374 m/sölusk. a kr.4.936 m/sölusk. a kr.4.935 m/sölusk. a kr. 5.590 m/sölusk. a kr.7.390 m/sölusk. BIFREIDADEILD SAMBANDSINS VARAHLUTAVERSLUN HOFÐABAKKA 9-SIMI 85539 @□0 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐA VÖRUM SHefjgtnifrltifcife Gákm daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.