Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 2
50 Svipmynd á sunnudegi: YITZAK Shamir, næsti forsætisráðherra ísraels, er einn af fáum eftirlif- endum frumherjakynslóð- arinnar í forystusveit lahdsins nú, sem komu til Palestínu á árunum 1930—’40 og áttu drýgst- an þátt í að Ísraelsríki varð að veruleika. Öllum ber saman um, að stefnu- breyting í utanríkis- eða innanlandsmálum verði varla í stjórnartíð hans og margir líta á val hans í embættið sem eins konar málamiðlun eða bráða- birgðaráðstöfun. Helztu kostir hins nýja for- sætisráðherra eru sagðir vera nákvæmni hans og ósérhiffni, mannþekking sem meðal annars kemur fram í því, að hann hefur ákaflega hæfa menn nærri sér. Andstætt kannski við Begin um sumt, sem hallaði sér meira að þeim sem hann vissi að myndu lúta vilja hans í einu og öllu. Þó að Shamir sé skapríkur og ein- arður fer hann vel með geðslag sitt, aldrei hefur neinn séð hann missa stjórn á skapi sínu og hann forðast innantóm glamur- yrði í málflutningi sínum. Margir hafa sagt að hann sé enn meiri harðlínumaður en Begin. Benda þá til dæmis á að hann var mjög andsnúinn því, að Sadat forseti Egyptalands kæmi til ísraels 1977, og var á móti friðarsamningi Egypta og ísra- ela 1979. Hann sagði á árinu 1976 að ísraelar ættu að svipta „nazistagrímunni" af Sadat áður en honum tækist að slá ryki i augu Bandaríkjamanna. Hann átti þar ugglaust við heldur vin- samlega afstöðu Sadats til Hiti- ers í seinni heimsstyrjöldinni, sem kunn er. En í þessu er fólgin mótsögn, sem hefur nú verið rifjuð upp. Samtök and-fasista, ættingjar fórnardýra Helfarar- innar og þeirra sem sátu í búð- um nazista en lifðu af, sendu skeyti til Chaim Herzog, forseta ísraels, þar sem þau báðu hann koma í veg fyrir, að Shamir yrði forsætisráðherra. Þau byggðu áskorun sína á því að „efni hefði verið birt sem gæfi vísbendingu um, að Shamir hefði reynt að ná einhvers konar sambandi við opinbera fulltrúa nazistastjórn- arinnar í Þýzkalandi meðan ofsóknir á hendur gyðingum stóðu sem hæst á stríðsárunum. Yitzak Shamir er fæddur 15. október 1915 í Austur-Póllandi. Hann hóf laganám við Varsjár- háskóla en gaf það upp á bátinn og hélt til Palestínu tvítugur að aldri og vann þar ýmis störf. Síðan innritaðist hann í Hebre University í Jerúsalem. Hann gekk til liðs við neðanjarðar- hreyfinguna Irgun Zvai Leumi sem starfaði í landinu og vildi losna við Breta en þeir fóru með umboð í Palestínu á þessum ár- um. Árið 1940 slitnaði upp úr samvinnu með þeim Menachem Begin sem var forystumaður samtakanna. Shamir sneri sér þá til annars hryðjuverkahóps, róttækari en Irgun, Lohamei Herut Yisrael, stundum nefndur Stern-bófaflokkurinn, eftir stjórnanda hópsins, Abraham Stern. Shamir lét mjög að sér kveða innan samtakanna og mörg og Ijót verk voru framin að tilhlutan þessa hóps. Þessi hópur stóð fyrir morðinu á Polke Bernadotte, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og vakti sá verknaður skelfingu meðal gyðinga sjálfra og viðbjóð víða. Shamir var handtekinn að minnsta kosti tví- vegis en slapp úr landi og komst til Djibouti. Síðan fékk hann hæli í Frakklandi. Eftir að Israel varð sjálfstætt riki og Ben Gurion veitti öllum hryðjuverkamönnum sakarupp- gjöf hélt Shamir heim á ný og starfaði þar við ýmis fyrirtæki til ársins 1955 að hann varð einn af yfirmönnum Mossad, ísra- elsku leyniþjónustunnar, og hafði það starf með höndum í tíu ár. Um það tímabil talar hann aldrei, enda hefur verið um hann sagt að hann búi yfir leyndar- málum, sem hann segi ekki einu sinni sjálfum sér. Eins og áður segir hafði slitn- að upp úr samvinnu og vinskap þeirra Begins á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þar sem báðir mennirnir eru Iangræknir þarf engan að undra þótt það tæki tímana tvo að gróa um heilt milli þeirra. En um 1970 virðist sem sættir hafi tekizt með þeim og Shamir gerðist félagi í Her- ut-flokknum. Hann var þá 56 ára gamall og menn hentu gaman að því að hann ætlaði að snúa sér að stjórnmálum á gamals aldri. Shamir tók spauginu létt og sagði: „Ég hef aldrei verið fljót- fær maður." Hann var kjörinn í Knesset árið 1973, og þegar Likud komst til valda 1977 varð hann forseti þess. Fyrir tveimur og hálfu ári gerði Begin hann að utanríkisráðherra. Þegar Shamir tók við því starfi hafði Begin gegnt því um hríð, eftir að Moshe Dayan hafði látið af embætti í styttingi. Shamir varð vinsæll meðal sam- starfsmanna í utanríkisráðu- neytinu enda þóttu vinnubrögð hans og allt viðmót skipulagðara og jákvæðara en meðan Moshe Dayan gegndi starfinu. Hann lagði sig í framkróka við að setja sig inn í þau mál, sem undir ráðuneytið heyrðu og hann gaf sér góðan tíma til að hlusta á það sem samstarfsmenn hans höfðu til málanna að leggja. Fyrir þetta varð hann vel liðinn hjá undirmönnum sínum framan af, en svo virðist sem heldur hafi kólnað sambúðin á þeim bæ smám saman. Yitzak Shamir hefur aldrei dregið dul á andúð í garð araba. Hann er mjög afdráttarlaus í skoðunum og heldur þeim til streitu, hversu umdeildar og öfgakenndar þær kunna að vera í annarra augum. Hann hefur aldrei hvikað frá þeirri sannfær- ingu sinni, að aðgerðir ísraela í Líbanon í fyrra hafi ekki aðeins verið réttlætanlegar, heldur beinlínis bráðnauðsynlegar og sjálfsagðar. Enda naut hann við formannskjörið í Herut á dögun- um ötuls stuðnings Ariels Shar- on, fyrrverandi varnarmálaráð- herra. Shamir var einn þeirra sem fékk ofanígjöf hjá Kahan- rannsóknarnefndinni, sem kann- aði morðin í flóttamannabúðun- um í Beirut. Sannað er að Mor- dechai Zipori, samgönguráð- herra, hafði samband við Sham- ir að morgni föstudags 17. sept- ember og sagði honum, að upp- lýsingar hefðu borizt um það frá Beirut, að falangistar væru að fremja fjöldamorð meðal óbreyttra palestínskra borgara. Samkvæmt skýrslu Kahan- nefndarinnar lét Shamir sér fátt um finnast og brást ekki við svo sem sæmdi ábyrgum utanríkis- ráðherra að mati nefndarinnar. Meðan Shamir hefur verið ut- anríkisráðherra hafa samskipti ísraela við ýmis lönd í Afríku og Mið- og Suður-Ameríku stór- batnað. Hins vegar er ekki hægt að segja hið sama um samband ísraela við fyrri stuðningsmenn í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um, og það er ekkert í svipinn sem bendir til að hann hafi áhuga á að reyna að breyta því til betri vegar. Yitzak Shamir er hlédrægur maður og feiminn í aðra rönd- ina, en hiklaus og ákveðinn í hina. Hann er seintekinn, hefur alltaf þótt vinnuþjarkur, en hann hefur aldrei átt auðvelt með að vingast við fólk og hann hefur ekki búið yfir þeim sér- stæðu persónutöfrum sem fleyttu Menachem Begin áfram, þrátt fyrir allt sem var honum andsnúið. Shamir er maður stál- minnugur og greindur og að flestra dómi gæddur mikilli skipulagsgáfu. Hann er frábit- inn tildri og sýndarmennsku í hverju sem slíkt birtist og þó að hann hafi verið í sviðsljósinu með annan fótinn býsna lengi, er margt á huldu í fortíð hans og nútíð. Hann er óvenjulega lág- vaxinn maður, 152 cm á hæð og kemur dálítið kúnstuglega fyrir. Hann er kvæntur og tveggja barna faðir. Hann hefur áhuga á bókalestri í frístundum, einkum ævisögum og bókum um sagn- fræðilegt efni. Hann talar reip- rennandi rússnesku, pólsku, þýzku og frönsku auk hebresk- unnar. Kann eitthvað fyrir sér I spönsku og síðustu árin hefur hann bætt kunnáttu sína í ensku. Eins og í upphafi sagði er ólíklegt að Shamir geri neinar breytingar á stjórnarstefnu Likud á næstunni og ekki fjarri að ætla að hann muni hugsa til kosninga áður en mjög langt um líður. Einhver orðaði það svo að beginismi myndi áfram ráða í ísrael. Þó er aldrei að vita, þessi lágvaxni metnaðarfulli maður hefur stigið út úr skugganum og hefur án efa hug á að hann gleymist ekki í samtímasögu lsraels. (Heimildir NYT — Jerusalem Post: Benny Morris. Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir.) Seltirningar og nágrannar Höfum opnað hórsnyrtistofu aö Austurströnd 1, Seltjarnar- nesi. Viö bjóöum upp á alla alhliöa hársnyrtingu. Gjöriö svo vel aö reyna viöskiptin. Pöntunarsími 26065. Ath. Opið á laugardögum frá 9—12. Salon 'eS AUSTURSTRÖND 1 SELTJARNARNESI ® 26065 Hárgreiöslumeistarar: Helga Jóhannsdóttir Sigríður Garöarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.