Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
Rætt við Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi fulitrúa á skattstofu Hafnarfjarðar
Viðtal: Bragi Oskarsson
Jón Sigurgeirsson, fyrrum fulltrúi á Skattstofu
Hafnarfjarðar, man tímana tvenna. Hann var
fæddur á öldinni sem leið, hinn 8. september 1890,
að Fallandastöðum, Staðarhreppi í Húnavatns-
sýslu. Hann er orðinn 93 ára en ber aldurinn vel og
kann frá mörgu að segja, því margt hefur drifið á
dagana svo löng sem ævin er orðin. Eg byrja á því
í upphafi viðtals okkar að spyrja Jón út í bernsku
hans og unglingsár.
Foreldrar mínir voru bláfátæk
og áttu nokkur börn fyrir þegar ég
fæddist. Þau höfðu ekki ráð á að
hafa mig á sínu framfæri, sagði
Jón. Þess vegna var það að móð-
ursystir mín tók mig í fóstur fimm
ára gamlan og fluttist ég til henn-
ar að Brandagili þar sem hún bjó
með dugnaðar manni. Þar var ég
framundir það að ég var tíu ára,
að hún missti heilsuna. Þá fór ég
að Fossi í sömu sveit sem sendi- og
snúningastrákur.
Erfið bernska
Ég byrjaði að sitja hjá níu ára
gamall og leiddist það alveg voða-
lega. Það var alltaf þoka og súld
og engin hafði ég hlífðarfötin. Á
Fossi var mér fenginn gamall
jakki af húsbóndanum og hlífði
hann mér að vísu þokkalega að
ofan, en oft var ég gegnblautur
upp í klof dögum saman. Mér leið
illa þarna, en samt var heimilið
gott. Nú er Foss farinn í eyði fyrir
mörgum árum.
Þarna var ég fram yfir ferm-
ingu. Það var lítið um skólagöngu
á þessum tíma og mátti ég teljast
heppinn að fá einhverja tilsögn.
Elzta dóttir bóndans á Fossi var
jafnaldra mín. Það var tekinn
kennari á heimilið í tvo mánuði
veturinn áður en við fermdumst,
og fékk ég að njóta kennslunnar
ásamt henni. Svo gengum við til
prestsins fyrir ferminguna en þar
með var menntabrautin á enda.
Um þetta leyti voru foreldrar
mínir komnir í húsmennsku í
Miðfirði og vorið eftir að ég
fermdist ákvað ég að fara að finna
þau. Það var rigning og dumbung-
ur er ég lagði af stað en þegar ég
kom á heiðina skipti um, því hins
vegar var sólskin og gott veður.
Þetta varð til þess að ég ákvað að
flytjast í Miðfjörð, og tókst mér að
fá mig ráðinn þar á bæ sem vinnu-
mann. Þar líkaði mér ekki alls-
kostar að vera, húsbóndinn þar
var nokkuð harður og heldur dauf-
leg vistin. En þarna eignaðist ég
samt mína fyrstu peninga, ég fékk
35 kr. útborgaðar eftir árið. Þetta
þótti sæmilegt vinnumannskaup,
því uppihaldið var ókeypis. Ofaná
þetta fékk maður líka svokallaðan
skyldufatnað, sem voru buxur,
jakki og sitthvað fleira. Svo var
alltaf séð fyrir því að maður hefði
skó og væri sæmilega búinn til
fótanna.
En þér líkaði ekki vistin?
Vinnumennska
og sjósókn
— Nei, mér fannst ekki gott að
vera þarna. Ég frétti að hjón sem
bjuggu á Dalgeirsstöðum vantaði
vinnumann. Þau voru öldruð orðin
og voru ein við búskapinn. Til
þeirra réðist ég. Þar var afskap-
lega gott að vera enda var ég hjá
þeim í fimm ár. Þarna eignaðist ég
reiðhest og dálítið af kindum.
En ég fann alltaf til þess að mig
skorti þekkingu og langaði til að
fara í skóla. Þegar skóli var
stofnsettur á Hvammstanga, sá ég
möguleika til að láta þann draum
rætast. Þessi skóli var rekinn með
svipuðu sniði og Hvítárbakkaskól-
inn og var nokkurs konar alþýðu-
skóli. Þarna var um veturinn 21
nemandi, 19 piltar en aðeins 3
stúlkur. Ég tel mig hafa haft af-
skaplega mikið gagn af þessari
skólavist, m.a. lærði ég nokkuð í
ensku, sem átti eftir að koma mér
að miklu gagni.
Eftir þetta byrjaði ég að stunda
sjóróðra fyrir sunnan um vetur.
Eg réri frá Gufuskálum í Leiru, en
sá staður er mitt á milli Keflavík-
ur og Garðs. Ég réri þarna á átt-
æringi og líkaði vel. Þarna voru
miklir tóbaksmenn og ég man að
fyrri veturinn sem ég réri voru sjö
baukar á skipi, ég var sá eini sem
ekki tók í nefið. Seinni veturinn
lærði ég svo að brúka neftóbak,
hvað ég gerði alla ævi þar til ég
fluttist hingað á Hrafnistu.
Jú, ég kunni sjómennskunni
alltaf vel. Alls réri ég 4 vetrarver-
tíðír og 2 vorvertíðir. Það var
samt töluvert sem maður hafði
fyrir þessu og ferðirnar suður og
heim aftur voru nokkuð strangar.
Fóruð þið þetta á hestum?
Strangar dagleiðir
— Nei, mikil ósköp. Það var
farið um vetur og snjór yfir öllu.
Við fórum þetta gangandi og bár-
um allar okkar föggur. Þetta voru
strangar dagleiðir, sérstaklega
þegar færðin var vond. Fyrst gist-
um við venjulega á Grænumýri.
Næsti áfangi var svo yfir Holta-
vörðuheiði og fórum við annað
hvort í Fornahvamm eða Sveina-
tungu, eftir því hvernig heiðin var
yfirferðar. Næsta dagleið var svo
að Svignaskarði en þaðan gengum
við í Borgarnes. Frá Borgarnesi
fórum við á skipi til Reykjavíkur.
í Reykjavík vorum við vanir að
stoppa í tvo daga til að fara í bíó
og á samkomur hjá Hjálpræðis-
hernum. Það þótti góð skemmtun
að fara á Herinn á þessum árum,
og kostaði heldur ekki nema tíu
aura.
Þegar til Reykjavíkur var komið
áttum við einn erfiðasta áfangann
eftir. Vegurinn út í Keflavík var
ekki vagnfær og ólíkt verra að
ganga hann en að ganga í snjó eða
á landi. Einu sinni man ég eftir
því að fæturnir á okkur voru orðn-
ir svo bólgnir eftir gönguna úteft-
ir að við ætluðum varla að geta
dregist áfram. Það var heldur
óskemmtilegt ferðalag.
Nú hafðir þú einhver kynni af
Sólheimamóra á þessum árum,
var það ekki?
— Nei, það var miklu fyrr og
reyndar hef ég mínar eigin skoð-
anir á því máli og þeim draug.
Þegar ég var barn var ég hreint
brjálaður í myrkfælni því ég hélt
að þær væru raunverulega til
þessar óvættir. Þannig var það
líka með fólkið á bæjunum þar
sem ég var. Það trúði að þessir
draugar væru til í raun og veru.
Sólheimamóri
Á Brandagili bjuggu tveir bræð-
ur og þar var ég um skeið sem
krakki. Úti á túninu fyrir framan
bæinn var skemmurúst og stóðu
moldarstrýtur upp úr veggjunum
eins og oft er í nýlegum rústum.
Eitt kvöldið erum við Þorsteinn
gamli að fara í fjósið eftir myrkur
en sæmilega ratljóst var því tungl
óð í skýjum. Þá verður honum litið
til skemmurústarinnar og sé ég að
hann stirðnar allur upp. „Nú,
hann er þá kominn þarna," segir
hann og er sýnilega brugðið.
„Hver?“ spyr ég en hann anzar
því engu. En þegar við erum
komnir í fjósið trúir hann mér
fyrir því að hann hafi séð Sól-
heimamóra úti á túninu hjá rúst-
inni. Ég varð altekinn ótta og
skelfingu en þegi eins og steinn,
því hann tók mér strangan vara á
að segja frá þessu. Stúlkurnar
yrðu svo hræddar ef þær vissu það
að þær þyrðu ekki að mjalta.
Nú, að loknum gegningum för-
um við Þorsteinn inn í bæ en þá
fer svo að einhver vinnukonan
heyrir að hann er að segja kerling-
unni sinni frá þessu, að hann hafi
séð Sólheimamóra úti á túninu.
Við þetta urðu allir á bænum
óttaslegnir og ég man að stúlkurn-
ar, sem voru að skammta, urðu
svo logandi hræddar að þær þorðu
ekki um þvert hús. Þá var gripið
til þess ráðs að kveikja á mörgum
ljósum um allan bæinn og grútar-
Iampa stungið í vegg í göngunum
til að lina hræðsluna hjá fólkinu.
Móri gerir vart við sig
Ekki löngu seinna bar nokkuð
við sem sumir kenndu Móra. Það
var karl þarna sem átti meri og
hafði handa henni hey í kofahrófi
úti á túninu, en inngangurinn þar
var svo þröngur að hann varð að
skáskjóta sér inn. Einn morgun-
inn þegar fólkið kom út var merin
komin inn í tóftarbrotið og sat þar
föst. Hún hafði ekki pláss til að
snúa sér þar inni og komst ekki út
af eigin rammleik. Það var nú far-
ið til með mannskap að losa mer-
ina og reyna að neyða hana aftur-
ábak út, sem þó reyndist með öllu
ógjörlegt því hún spyrnti alltaf á
móti. Síðast varð að taka þakið af
kofanum og lyfta henni upp. Því
trúðu margir að þetta væri verk
Móra. Ég held að það hafi verið
sama vetur sem kýr hengdist á
bási í fjósinu á Bálkastöðum og
var sagt að Móri hefði framið það
ódæði.
Sjálfur þóttist ég einu sinni
verða var við Móra. Það var um
vetur og var ég að renna mér á
sleða fyrir neðan bæjarhúsin á
Brandagili, en þar mynduðust
mikil svell í frostum. Heyri ég þá
mikla dynki frá húsunum. Varð
alveg logandi hræddur og hljóp
heim með sleðann. Þegar ég sagði
fólkinu frá þessu var það ekki frá
því að þarna hefði ég heyrt til Sól-
heimamóra.
Einum karli man ég eftir sem
átti í töluverðum útistöðum við
Móra. Þetta var reyndar hálfgerð-
ur bjáni og mikið hlegið að ýmsum
tiltækjum hans. Þessi maður var
óvenju mikið loðinn á brjóstinu og
mynduðu hárin eins konar kross,
sem þjóðtrúin taldi óbilandi vörn
gegn draugum, og trúði hann
þessu sjálfur statt og stöðugt. Sá