Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÖBER 1983 59 Innbrotsþjófi dæmdar bætur Nottingham, 30. september. AP. INNBROTSÞJÓFI nokkrum, Anthony Sharpe, voru í dag dæmdar bætur að upphæð 512 sterlingspund. Þegar hann var staddur á inn- brotsstað, heimili áttræðrar ekkju, en þangað var hann kominn í því augnamiði að stela tiltækum verð- mætum gömlu konunnar, kom ná- granni hennar, William Greenwood, að Sharpe og öðrum þjófi og skaut Sharpe í mjöðmina. Sharpe höfðaði skaðabótamál á hendur Greenwood og hafa nú fengist niðurstöður úr því. Greenwood lýsti undrun sinni og hneykslan með dóminn og sagðist telja að hann hefði aðeins gert borg- aralega skyldu sína og að hann myndi bregðast við á þennan hátt aftur ef þannig skipuðust mál. Sharpe var svo dæmdur í 50 sterl- ingspunda sekt og þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir inn- brotstilraun. Hraðamet (ierlach, Nevada, 30. september. AP. BREZKI ökuþórinn Richard Noble ók hraðar en gildandi heimsmet í hrað- akstri, en árangur hans fæst ekki stað- festur, þar sem meðaltalsárangur úr tveimur ökuferðum er látinn gilda. Noble náði 996,48 kílómetra hraða á klukkustund í fyrstu tilraun en gildandi heimsmet er 995,84 km/klst. og er það í eigu Bandaríkja- mannsins Gary Gabelich, sett 1970. Noble gat aðeins ekið einu sinni vegna bilana í benzínkerfi bifreiðar sinnar, og í dag rigndi óvænt í Svartaklettseyðimörkinni, svo fresta varð tilrauninni enn á ný. Reyndar verður ekki nýtt heims- met í hraðakstri staðfest nema það eldra sé bætt um 1%, og verður Noble því að ná um 1.005 km meðal- hraða til að eignast heimsmetið. Bif- reið hans er knúin þotuhreyfli. Haglabyssur og rifflar Eigum eftirtalda riffla til á lager mjög takmarkað magn. Hinar margeftirspurðu CBC-einhleypur eru komnar. 3“ magnum með sjálfvirkum útkastara. 30“ hlauplengd. Verö aöeins 4.950. Remington Model 700 BDL Heavy Barrel cal. 222, verö 37.652. Model 700 ADL standard hlaup cal. 222, varö 29.980. Model 788 cal. 222 og 223, verð 23.568. Model 572 cal. 22-pump act- ion, verö 14.960. Model 581 cal. 22 — 6 skota magasin, verö 12.536. Model 582 cal. 22 — 17 skota magasin, verö 14.996. Model CBC cal. 22 — 6 skota magasin, verð 6.505. Hafið samband við viðkom- andi útsölustaði: Ólafur H. Jónsson hf. Sundaborg 31, simar 83518, 83555, 83144. Vaaturröat, Laugavagi 178. Útilif Glsesibm. Verzl. Axala Sveinbjörnssonar, Akra- nesi. Eyfjörö hf.„ Akureyri. KHB Seyöiafirói. KHB Reyöarfiröi. Skipasmiöastöö Maraelíuaar Bern- haróssonar, íaafiröi. Hef flutt lækningastofu mína í Domus Medica, Egilsgötu 3. Engin breyting á bókuöum tímum. Tímapantanir og viötöl í síma 11614. Ellen Mooney, húösjúkdómalæknir. Tveir hestar töpuöust frá Þúfu í Kjós um síðastliðin mánaöamót. Annar er grár meöal hestur, dekkri á tagl og fax. Hinn er rauöur meö litla stjörnu og dekkri á tagli. Báðir hestarnir eru klipptir ÞV á síöu sem gæti verið oröiö óskýrt. Þeir sem hafa oröiö varir viö hestana, vinsamlega hafiö samband í síma 91—24576. Til sölu einbýlishús á Raufarhöfn og Ólafsvík Tilboö óskast í eftirfarandi húseignir: Ásgötu 10, Raufarhöfn, stærö hússins er 367,8 m3. Húsiö veröur til sýnis í samráöi viö sr. Guöm. Örn Ragn- arsson Raufarhöfn. Ennisbraut 14, Ólafsvík, stærö hússins er 571 m3. Brunabótamat er kr. 1.731 þús. Húsiö veröur til sýnis í samráöi viö sr. Guðm. Karl Ágústsson, Ólafsvík. Tilboðseyðublöð liggja frammi í ofangreindum húseign- um og á skrifstofu vorri. Kauptilboö þurfa aö hafa borist skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. miövikudaginn 12. október nk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartuni 7. simi 26844 Sitvur siálf virkninnar Einkarádmafi ritarans Með Silver Reed EX 55 hefur sjálfvirknin verið kórónuð á skrif- stofunni. Hraðari prentun, villulaus og áferðarfalleg verður leikur einn með • sjálfvirku línuminni • sjálfvirkri leiðréttingu á tveimur línum í fullri lengd • sjálfvirkri endurprentun á leiðréttum línum • sjálfvirkri línufcerslu • sjálfvirkri undirstrikun og síritun • sjálfvirkum miðjuleitara og • sjálfvirkum dálkastilli Yfirburðimir em síðan undirstrikaðir með hljóðlátri prentun, mörgum tegundum leturhjóla og hönnun sem hæfir nútímalegustu skrifstofum. '7$' SKRIFSTOFUVELAR H.F. i/i *»• Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.