Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 Eftir yndislega Mývatnsdvöl ar lagt upp 6 ný árla morguns og feröinni heitiö yfir Kjöl. Yfir kaldan eyðisand var ferðinni heitið undir forustu Guðmundar Jónassonar, hins landsþekkta brautryðjanda í ferða- og samgöngumálum. Starf sitt hóf hann fyrir rúmum 50 árum á litl- um Ford en nú hefur hann 20 farþega bíla í eigu sinni og rekur öfluga ferða- skrifstofu þar sem boðið er upp á ferðir jafnt um laglendi sem hálendi. í fyrrasumar hóf Guðmundur sumaráætlunarferðir yfir Sprengisand og að Mý- vatni, og þessa leið vildi hann nú bjóða okkur blaða- mönnum og ferðamálafólki. Kynna undur óbyggð- anna, sem við höfum látið erlenda ferðamenn að mestu eina um að skoða í sumar, meðan við höfum gengið stúrin um gólf og kvartað yfir votviðri og sumarleysi. En september er kominn og sumarið með og það var ósvikinn sumardagur sem við fengum til ferðalagsins. Lagt var af stað í bíti laugardags og áður en menn voru búnir að ná stírunum úr augunum var borgin að baki og sandar, fjöll og jöklar blöstu við svo langt sem augað eygði. Það lá við að við gætum séð þvert yfir landið til Mývatns, svo heiðskír var himinninn og bjart yfir öllu. Guðmundur þekkti leiðina sem við ókum um eins og fingur sér og hann miðlaði okkur óspart af vitn- eskju sinni. Sérhver staður, sandalda og lækjar- spræna átti sér nafn og sögu. Og eftir því sem við komumst lengra inn í óbyggðirnar og hver víðáttan af annarri opnaðist, varð manni æ ljósara hversu ísland er ríkt af fegurð og náttúruundrum, og hvað mikið maður á óskoðað. fdaglegu borgaramstrinu sjáum við landið í mesta lagi á plakötum og litprentuðum bækl- ingum, með dönskum, enskum eða þýskum texta og það gleymist næstum að þetta er litla landið sem við búum á, og er það hreint ekki svo lítið. Um miðjan dag var áð í Nýjadal, og nestispökkum útdeilt, það var ekki seinna vænna, þvi garnagaul farþeganna var farið að yfirgnæfa vélarhljóð rútunn- ar, enda klukkan rúmlega þrjú. Ferðalagið var rólegt þennan dag, oft stoppað til að teygja úr löppunum, njóta veðurblíðunnar og skoða merka staði. Á einum stað voru teknar fram skóflur og sett upp viðvörunar- merki við veginn þar sem Guðmundi þótti hann var- hugaverður. Við komum í byggð á ný, nú norðan- lands, og nálguðumst Mývatn. Sólin var að setjast þegar við keyrðum í kvöldkyrrðinni meðfram vatninu og sló á það roðagylltum blæ. Mývatnssveit á engan sinn líka og gestrisni íbú- anna er einstök. í Hótel Reynihlíð beið okkar ekki aðeins kvöldmatur heldur veisla, og að henni lokinni var yndislegt að geta lagst til hvíldar eftir viðburða- ríkan dag. Blaðamenn voru snemma á fótum daginn eftir, við höfðum lagt á ráðin um að fara í sund eða öllu heldur svaml í Stórugjá, og létum verða af því þó kalt væri úti svo snemma morguns. Við vorum eldhress eftir morgunbaðið og Þegar samferðafólk okkar mætti til morgunverðar höfðum við þegar setið þar góða stund. Við kvöddum Mývatn með trega en hlökkuðum þó til heimferðarinnar, þar sem við höfðum með fjölda áskorana fengið Guðmund til að fara yfir Kjöl á heimleiðinni. Við gerðumst því æði víðförul þessa einu helgi, enda í góðum höndum þar sem Guðmundur er annars vegar og Mývetningar hins vegar og gjarnan hefði tíminn mátt vera lengri, svo vel undum við okkur borgarbörnin í óbyggðunum. me. Öldurnar rísa og falla á sandhafinu svo langt sem augad eygir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.