Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
53
miklum hlaupum í Skaftá, sér-
staklega i sambandi við eldsum-
brot uppi undir jöklinum.
Það var einmitt á þessu svæði,
sem Ahrenberg hugðist lenda.
Jafnvel á íslandi er erfitt að finna
landsvæði, sem talizt getur síður
til þess fallið að lenda flugvél á.
Glópalán
Um leið og Ahrenberg flugmað-
ur býst til að nauðlenda, slundrast
eitt af kertunum svo að postulínið
mölbrotnar og þeytist á víð og
dreif, og um leið gerir hann sér
ljóst, að sjálft ármynnið er í reynd
hreinasta gildra og með öllu óhæft
til lendingar. Vatnið í „lóninu" er
allt of grunnt, og alls staðar getur
að líta oddhvassar hraunstrýtur,
sem teygja sig upp úr grynningun- I
um.
Hann stígur benzínið aftur í
botn, og á síðustu dropunum af
eldsneyti tekst honum að knýja
vélina, sem nötrar öll og hristist,
til að strjúkast rétt með naumind-
um út fyrir stórhættulegan brim-
garðinn og lenda vélinni úti á
opnum sjó. Lendingin tekst vel og
vélin sezt langs á ölduhreyfing-
una, en það fer hrollur um fluglið-
ana, þegar þeir koma auga á alla
skipshlutana við ströndina en
sums staðar getur að líta nakin og
nöguð refti úr heilum skips-
skrokkum. Það er vart hugsanleg-
ur mjórri munur á að þarna yrði
slys. Svo er forsjóninni fyrir að
þakka, að flutningaskipið
„Magnhild" liggur einmitt þarna
rétt fyrir utan við akkeri, og
skipverjarnir eru þess albúnir að
veita hinum nauðstöddu flugliðum
alla hjálp þegar í stað.
Þannig standa málin, þegar
varðskipið „Óðinn" kemur á vett-
vang. Það er skotið út bát frá
flutningaskipinu og dufli lagt við
akkeri, svo unnt er að binda flug-
vélina og koma í veg fyrir, að hana
ræki undan veðri og vindi upp á
land. Það var mikill léttir fyrir
áhöfn vélarinnar að komast um
borð í varðskipið og geta teygt al-
mennilega úr sér. Ahrenberg hafði
setið eins og njörvaður niður í
sömu stellingum í tíu klukku-
stundir, og allir voru þeir þreyttir
og soltnir. En nú var flugvélin að
minnsta kosti rammlega bundin
við baujuna, og eftir að flugliðarn-
ir höfðu tekið rösklega til matar
síns, gátu þeir sofið í örfáa tíma.
Þeir gátu slegið öllum þeim
óleystu vandamálum á frest í bili,
sem skapazt höfðu í sambandi við
nauðlendinguna. En spurningin
var bara, hve lengi?
Úr öskunni
í eldinn
Eldsneytið, sem „Sverige" not-
aði var fokdýrt, sérunnið og al-
gjörlega vatnslaust benzol; í
Reykjavík voru birgðirnar í vörzlu
Hjalta Björnssonar, umboðs-
manns Junkers-verksmiðjanna, og
flutningaskip eitt, sem bar hið
stórskrýtna nafn „Fylla", var búið
af stað í skyndi með eldsneyti
handa flugvélinni og nauðsynleg-
ustu varahluti. En það var ljóst,
að skipið myndi verða um það bil
einn sólarhring á leiðinni austur
að Skaftárósi. Veður var gott þá
stundina, en það var greinilegt, að
flugvélin var mjög svo berskjölduð
fyrir veðri og vindum, ef hann
færi að hvessa aftur.
Það myndi líka verða að teljast
hið mesta glæfrafyrirtæki að
hefja flugvélina á loft fyrir opnu
hafi, og mátti því segja, að
„Sverige" væri aðeins komin úr
öskunni í eldinn.
„Sverige“ í togi
úti á rúmsjó
Jóhann Jónsson, skipherra á
„óðni“ hjó á hnútinn með því að
bjóðast til að draga flugvélina til
Vestmannaeyja til móts við
„Fyllu". Þetta var um það bil einn
þriðji af leiðinni til Reykjavíkur
og það fylgdi því ný áhætta að láta
draga flugvélina um það bil 150
km leið úti á rúmsjó, en samt virt-
ist uppástunga skipherrans vera
vænsti kosturinn eins og málin
stóðu.
Klukkan fimm um morguninn
hófst svo þessi undarlegi dráttur.
Allur stýrisútbúnaður vélarinnar
var reyrður fastur, og auk drátt-
artauganna var fest lína í væng-
hökin til að koma í veg fyrir, að
flugvélinni slægi flatri á toginu.
Línurnar lágu beint upp í „óðinn",
svo það var hægt að stýra flugvél-
inni þaðan. Allur dráttarbúnaður-
inn reyndist óaðfinnanlegur, jafn-
vel þótt vélin fengi við og við
hressilegustu gusur af söltum sjó
yfir sig meðan á drættinum stóð.
Það var spennandi fyrir ungl-
ingspilt eins og mig að fá að halda
sig í nánd við þessa dirfskufullu
karla; en ég verð að segja eins og
er, að í mínum augum var samt
mesti ævintýraljóminn horfinn af
þessum farkosti loftsins, þar sem
vélin drattaðist á eftir „Óðni“ í
þessu smánarlega helsi. Ahren-
berg hafði hugsað sér komu vélar-
innar á annan veg: Á skrokk vél-
arinnar var máluð þessi metnað-
arfulla áletrun First Air Mail
Stockholm — New York. Viðtak-
endur þess pósts hafa vissulega
orðið að brynja sig með þolin-
mæði. Eftir að vélin hafði verið 11
tíma í togi vorum við þó að
minnsta kosti komnir til Vest-
mannaeyja.
Brátt var „Fylla“ líka komin inn
á höfnina með véiaviðgerðarmann
frá Junkers-verkstæðinu innan-
borðs. Það varð að framkvæma
nokkrar minni háttar viðgerðir á
vélinni og skipta um öll kerti i
mótornum. Til þess að gera flug-
takið auðveldara tók vélin aðeins
200 lítra af eldsneyti. Þegar hreyf-
illinn var prófaður, reyndist samt
sem áður ennþá skorta 100 snún-
inga á hámarksafköst við fulla
eldsneytisgjöf, en eftir nokkra erf-
iðleika komst vélin þó á loft. Ferð-
in til Reykjavíkur gekk greiðlega
og tók 35 mínútur.
FagnaÖarlæti
í Reykjavík
Flugvélin var bundin við dufl
inni á Innri-höfninni, og var duflið
skreytt sænska fánanum. Allir
bæjarbúar, með borgarstjóra og
borgarstjórn í broddi fylkingar,
höfðu safnast saman á hafnar-
bakkanum þetta fagra júníkvöld
til þess að hylla hinar langþráðu
flughetjur með húrrahrópum,
ræðum, blómum og kvæði.
„Alþýðumaður" hafði sent
Morgunblaðinu eftirfarandi
sléttubönd til birtingar í þessu til-
efni:
Til Ahrenbergs
Flýgur breiðan Atlantsál,
arnar leiðir spannar,
smýgur greiður skýjaskál
skæran heiður kannar.
Leiðangurinn hafði um langan
tíma hlotið mikla og ítarlega um-
fjöllun í blöðunum. íslendingar
bundu miklar vonir við hið nýja
tímaskeið, sem nú virtist vera að
hefjast. Morgunblaðið hafði þetta
að segja í ritstjórnargrein:
„Takist hinum sænsku flug-
mönnum að fljúga til New York í
næstu viku, og það eru allar líkur
til að svo verði, þá hefur flug
þeirra orðið okkur Islendingum til
mikils gagns."
Það var búizt við, að þeir yrðu
aftur á leiðinni til baka þegar eftir
fáar vikur, og flestir fóru að
reikna með því, að reglubundnar
flugferðir milli Ameríku og Evr-
ópu með viðkomu í Reykjavík
væru í þann veginn að hefjast
fyrir alvöru.
En það var margt, sem bjátaði á
hjá Ahrenberg. Dagarnir liðu við
flugtakstilraunir, sem sífellt mis-
tókust; væru eldsneytistankarnir
fullir, skorti stöðugt þó nokkuð á,
að hreyfillinn sýndi þau hámarks-
afköst, að flugvélin gæti hafið sig
fullhlaðin til flugs. Ástandið fór
að verða hreinasta martröð.
Hvað varð
af skrúfunni?
Það er sagt, að Reykvíkingar
séu stundum fljótir að skipta um
frá hrifningu yfir í vissar efa-
semdir. Hrifningin rann fljótt af
þeim, þegar það fór að verða ljóst,
að millilandaflug um Reykjavík
myndi enn um sinn verða eintómir
draumórar. Viðhorfin til sænsku
flugmannanna tóku brátt að
breytast úr lotningarfullri aðdáun
yfir í vorkunnlátt umburðarlyndi.
Þetta varð flugliðunum mjög
þungbært, og Ahrenberg hafði ek-
ki minnstu löngun til að gefa
drauminn um hið mikla afrek sitt
upp á bátin.
Einn hvassviðrisdag var nánast
í örvæntingu ákveðið að minnka
eldsneytisbirgðir flugvélanna um
Vs, það er að segja úr birgðum,
sem endast áttu í 22ja klukku-
stunda flug niður í 15 klst. flug, —
en það varð að teljast algjört lág-
mark — og halda ferðinni áfram
til Grænlands. Hafnargarðarnir í
Reykjavíkurhöfn náðu mjög langt
út; utan þeirra brotnuðu brimöld-
urnar, en inni á innri-höfninni var
sjórinn fremur sléttur. Hver metri
af flugtaksleiðinni var nýttur og
loks, við innsiglinguna, var vélin
komin á nægilega ferð til þess að
geta hafið sig á loft. Á sama and-
artaki skall brotsjór á vélinni —
og síðan enn einn í viðbót, sem
fossaði dúndrandi yfir alla vélina.
Hreyfillinn stanzaði þegar í stað
og vélin varð að hjálparvana leik-
soppi náttúruaflanna. Með einu
handtaki var allt eldsneytið látið
renna af tönkum vélarinnar, og
það lægði nokkuð öldurnar. En án
vélarafls varð vélin að dansa og
skoppa eins og korktappi á öldun-
um, aftur á bak og út á hlið, og
hana rak loks inn á lygnari sjó,
þar sem vélbátur með flugvirkj-
ann um borð kom til aðstoðar.
En hvar var flugvélarskrúfan?
Hún var horfin — týnd og tröllum
gefin.
Kaffitúrinn
Nú tóku aðstandendur flugsins
að fyllast örvæntingu; allt benti
til þess, að heppilegast væri að
hætta við alla fyrirætlunina: Með
þessari flugvél væri ekki unnt að
komast til Vínlands. En Ahren-
berg var ekki á því að gefa gaum
að slíkum hversdagslegum
raunsæisþönkum. Honum fannst,
að nú væri hans persónulegi flug-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Þessi mynd var tekin þegar
Ahrenberg kom til Reykjavíkur. Á
steinbryggjunni tóku bæjarbúar á
móti köppunum og þessar þrjár
stúlkur færðu þeim blóm. Mynd-
ina fundum við í bók Arngríms
Sigurðssonar: Annálar íslenskra
flugmála, og fundum við út að
nöfn stúlknanna eru Katrín
Ólafsdóttir Hjaltested, Ingunn
Jónsdóttir og Laufey Snævarr. Við
Færðu
Ahrenberg blóm
höfðum upp á þeim stöllum og
spurðum þær hvort þær myndu eft-
ir þessu atviki, þó rúm fimmtíu ár
væru liðin síðan. Þær hlógu nú
mikið þegar þær sáu myndina en
aðeins Katrín mundi eftir þessu.
— Laufey: Ég hefði naumast
trúað því að ég hefði verið þarna,
ef ég ekki hefði þekkt mig á þess-
ari mynd.
— Katrín: Þegar ég hugsa um
þetta rifjast það upp fyrir mér að
það var hringt til móður minnar og
ég beðin um að afhenda Ahren-
berg blóm. Ég fékk svo þær Ing-
unni og Laufeyju í lið með mér og
hef líklega drifið þær af stað eins
og þær stóðu í flýtinum. Frá af-
hendingunni sjálfri man ég svo
ekki annað en það að kappinn rak
mér rembingskoss fyrir blómin.
Seinna gerðist ég einkaritari Agn-
ars Kofoed-Hansen um nokkurra
ára skeið og sagði ég honum ein-
mitt frá þessu ævintýri okkar
stelpnanna, og benti honum á að
ég hefði þannig aðeins komið við
sögu flugmála áður.
— Ingunn: Mér sýnist við nú
vera ósköp fúlar á þessari mynd.