Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÖBER 1983
77
—
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
fí hf //*-*! á/j/Tri M l!
Þessir hringdu . . .
*
Osanngjörn
gaganrýni
6307—2990 hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: — Mig langar
aðeins til að leggja orð í belg út af
hundamálinu svokallaða. Þegar
aflífun hundsins fór fram þarna
vesturfrá, var lögreglan ítrekað
búin að biðja fólkið um að fara í
burtu. Samt er verið að tala um
ómannúðlegar aðferðir lögreglu-
mannanna, þegar þeir neyðast til
að lóga hundinum á staðnum.
Þetta finnst mér að öllu leyti
ósannbörn gagnrýni. Það sama er
upp á teningnum, þegar slys
verða, t.d. í umferðinni. Þá eiga
lögregla og sjúkralið oft í hinum
mestu erfiðleikum með að athafna
sig fyrir forvitnu fólki, sem drífur
að úr öllum áttum og reynir að
troðast sem næst vettvangi. Fólk
sem er að setja út á störf lögreglu-
manna ætti í alvöru að kynna sér
aðstöðu þeirra. Það er ýmislegt
sem þessir menn lenda í að þurfa
að vinna og oftast nær fá þeir litl-
ar eða engar þakkir fyrir.
Fagnet og múlband
Lesandi hringdi og hafði eftir-
farandi aðsegja: — Ég verð að
furða mig á því þegar ég las lýs-
ingarnar af atburðinum á Fram-
nesvegi, að lögreglumennirnir
skyldu ekki vera með fagnet og
múlband í bílnum, til þess að
grípa til, ef á þyrfti að halda. Með
hjálp þessara tækja hefði verið
unnt að fjarlægja dýrið án áhættu
fyrir lögregluþjónana og við-
stadda og losna við að grípa til
örþrifaráða á staðnum. Ég hef séð
þau notuð í útlöndum.
Hvað verður um
samræmdu prófin?
Kennari í 9. bekk í ensku og
dönsku hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Nú eru sam-
ræmdu prófin í ensku og dönsku í
endurskoðun og átti að taka
ákvörðun um það snemma í sept-
ember, hvort nemendur skyldu
þreyta þessi próf. Þessi ákvörðun
er enn ekki komin frá ráðuneytinu
núna síðast í september og hlýtur
hver maður að sjá, að slíkt er óvið-
unandi fyrir nemendurna. Þeir
vita ekkert við hverju þeir mega
búast núna í febrúar og þar af
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til fdstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
leiðandi ekki heldur hvernig þeir
eigi að undirbúa sig. Það er því
ekki að undra, þó að börnin séu
orðin óróleg og þyki þetta van-
virða við sig. Við kennararnir höf-
um legið í prófanefnd til þess að
reyna að fá úr því skorið, hvert
framhaldið verði, en án árangurs.
Ákvörðun ráðuneytisins vantar og
á meðan getur enginn sagt neitt
um, hvað verður.
Kærar þakkir fyrir grein-
ar Hermanns Þorsteinssonar
Jóhann Guðmundsson, Seltjarn-
arnesi, hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Greinar Her-
manns Þorsteinssonar frá heims-
þingi Alkirkjuráðsins í Kanada
hafa vakið óskipta athygli. Orð
Hermanns um að Morgunblaðið
eigi í vandræðum með langt mál
vekur undrun okkar lesenda þess.
Ekki virðist skortur á síðum þegar
huglæknar eru auglýstir, indversk
fræði, leiðbeinendur Samhygðar
og þess háttar „speki“ er á ferð.
Hið alvarlega ástand og það
hvernig austantjaldsþjóðirnar
þrengja að og deyfa salt kirkjunn-
ar er nauðsynlegt að kynna. Lát-
um ekki deyfilyfseinkenni ná tök-
um á okkur, andlega talað. Her-
mann segir lifandi frá og í sam-
ræmi við þá kristnu trú, sem fólk-
ið í landinu hefur treyst, en er í
dag í varnarstöðu vegna þrýstings
andstæðinga hennar. Eg skora á
Morgunblaðið að leyfa okkur les-
endum að lesa meira úr penna
Hermanns Þorsteinssonar. Þar er
skýrt talað og af karlmennsku
hins trúaða manns. Kærar þakkir
fyrir þær greinar sem birst hafa
og við væntum áframhalds.
Óþarfi fyrir Eyja-
menn að fara nú að
leika í 3. og 4. deild
Ásgrímur Björnsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
er óskaplega ósáttur við, hvernig
farið er með Vestmanneyinga í
sambandi við knattspyrnumálin,
og langar mig til að koma á fram-
færi við þá úrlausn, sem ég held,
að henti þeim ágætlega. Nú er lag
fyrir þá að láta gamlan draum
rætast með því að segja upp
stjórnmálasambandi við megin-
landið. Það er algjör óþarfi fyrir
þá að fara nú að leika i 3. og 4.
deild íslandsmótsins. Eftir úr-
sögnina yrði að sjálfsögðu ein-
göngu um landsleiki að ræða milli
Eyjamanna og fastalandsmana.
Eyjamenn eru sjálfum sér nógir í
framleiðslu, og æðri menntun og
annað slíkt geta þeir alveg eins
sótt til Færeyja og Danmerkur
eins og hingað.
Utanferðir rfkisstarfsmanna hafa kostað 30 milljónir það sem af er árinu:
Hægt að gera þetta
á ódýrari hátt
— með því ad skipU við einkafyrirUrkin, segir formaður Kélags íslenskra ferðaskrifstofa
KOOTNAÐIIR »ó uUnlandnferóir o
■ fynrtu álU
þMna ám nam um 30 millyónum króna. rífWfa áætlaó. aó Mfa Þáráira G.
Matthiawtonar. ritara ulanfaranefndar rikiman.
I tanfaranefndm hefur á árinu feagió 733 eríadi til meóferóar Hua hefur
namþykkt 670 eriadi óbreytt en beeytt eAa ayajaó 53. þar af kefur um þaó bil
skipti hagstæð fyrir Ferðaskrif-
stofu ríkisins.
Steinn Lárusson, formaður Fé-
lags islenskra ferðaskrifstofa,
sagði i samtali við fréttamann
•* ferðaskrifstofur í
Vísa vikunnar
Fulltrúinn og forstjórinn
flakka mikið utan.
Einnig hérna, Albert minn,
áttu að nota kutann.
Hákur
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þeir hafa birt aðvaranir
Rétt væri: Þeir hafa birt viðvaranir.
(Á íslensku er sagt að vara við, ekki að vara að.)
S2? SIGGA V/GGA £
OLAFSBOK
ÁSKRIFTARSÍMI17165
Opið til kl. 20 í kvöld og næstu kvöld
SPARISKÍRTEINIRÍKISSJOÐS: solugengi miðai vii 4,5% vexli umfram verilr. pr. 100 kr.
1.FLOKKUR 2. FLOKKUR
Utg. Sölugengi pr. 100kr. 4,5% vextirgildatil Sölugengi pr. 100kr. 4,5% vextir gilda til
1970 1971 13.822 15 09.1985 15.848 05.02.1984
1972 12.770 25.01 1986 10.361 15 09 1986
1973 7.939 15.09 1987 7.723 25.01 1988
1974 5 023 15.09 1988 - -
1975 3.758 10.01 1984 2.784 25.01 1984
1976 2.516 10.03 1984 2.103 25.01 1984
1977 1.821 25.03 1984 1.541 10 09 1984
1978 1.235 25.03 1984 985 10 09 1984
1979 848 25.02.1984 638 15.09.1984
1980 556 15.04.1985 430 25.10.1985
1981 369 25.01 1986 275 1510 1986
1982 258 01 03 1985 192 01.10 1985
1983 148 01.03.1986 -
VEÐSKULDABRÉF
VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ
Með 2 qjalddöqum á ári Með 1 qialddaqa á ári
Láns- Ávöxtun Soluqenqi Söluqenqi
timi Sölu- umfram 18% 20% 18% 20%
ár: gengi Vextir verötr. ársvextir ársvextir HLV" ársvextir ársvextir HLV"
1 95,18 2 9 70 71 81 60 61 71
2 92,18 2 9 58 60 73 50 51 64
3 90,15 21/2 9 51 52 68 43 45 59
4 87,68 21/2 9 45 47 65 38 40 56
5 85,36 3 9 41 43 62 35 37 53
3 91/4
7 80.60 3 91/4 Athugið að sölugengi veðskuldabrefa er háð
8 77,72 3 91/2 gjalddögum þeirra og er sérstaklega reiknað ut
9 75,80 3 91/2 fyrir hvert bréf sem tekiö er i umboðssolu
10 72,44 3 10 1) Hæstu leyfilegu vextir.
-issask.—
4,5%
9-10%
Getur bú ávaxtað betur bitt pund?
Notíærðu þérþá möguleika sem verðbréfa viðskipti bjóða.
- þú verðtryggir sparifé þitt og getur fengið allt að 10% ársvexti
þar ofan á
- vaxandi verðbrefaviðskipti auðvelda endursölu verðbréfa ef
þú vildir losa fé fyrr en þú ráðgerðir.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!
ÞETTR
KRLLRR R LR6
FREKRR EN KRRFTRj
V/ENR MÍN
rzjl 1 ív/''