Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 79 ur óskyld fyrirtæki. Fyrirtækin hafa neitað að verða við dóms- kröfu um þúsundir skjala sem sýna viðskipti þeirra. Marc Rich greiðir daglega sekt sem nemur 50.000 dollurum fyrir það. Allar eigur hans í Bandaríkjunum hafa verið frystar, þar á meðal 50% hlutur hans í kvikmyndafyrirtæk- inu 20th Century Fox, en fyrir- tækið Marc Rich International var „selt“ mjög skyndilega og með mikilli leynd í sumar. Það heitir nú Clarendon Ltd. Svo vill til að höfuðstöðvar þess eru í sama húsi og Marc Rich AG í Zug og engar breytingar hafa verið gerðar á rekstri fyrirtækisins síðan „nýju“ eigendurnir tóku við. Bandarísk dómsvöld telja einnig að Marc Rich AG hafi átt viðskipti við Khomeini og hans fylgifiska í íran þegar íranskir stúdentar höfðu bandaríska sendiráðsmenn í haldi árið 1980. Þau grunar að Fyrirtæki eins og Marc Rich AG eru oft milliliðir aðila sem þykjast ekkert vilja hvor með hinn hafa. Ekki er ólíklegt að Marc Rich selji t.d. svörnum óvinum Suður- Afríku málma þaðan og hjálpi Suður-Afríku um eitthvað sem hún á erfitt með að útvega sér. Vegna „þjónustu" sem þessarar er leynd mjög mikilvæg fyrir þessi stóru vöruviðskiptafyrirtæki og þau vilja frið við sitt starf og samningagerð. Og Sviss er tilvalið land fyrir þessi fyrirtæki. Zug er ekki nema 20.000 manna bær. Hann er hálftíma keyrslu frá flugvellinum í Zurich og þar eru hagstæð skattalög í gildi. Bærinn og kantónan hafa grætt mikið á milljarðafyrirtækjum sem hafa kosið að setjast þar að og yfirleitt skiptir fólk sér lítið af viðskipta- furstunum. Varla nokkur virðist t.d. þekkja Marc Rich og þeir sem gera það vilja ekkert um manninn á ágóða fyrirtækja, en þau greiða ekki nema um 1 til 1 Vz% í skatt. Tillagan var felld með % hluta at- kvæða. Ráðamönnum í bænum kemur yfirleitt vel saman við eig- endur og starfsmenn fyrirtækj- anna og eiga margir sæti í stjórn nokkurra þeirra. Allt gefur þetta stórfyrirtækj- um öryggistilfinningu og afstaða svissneskra yfirvalda í máli Marc Rich nú eykur þá tilfinningu. En spurningar vakna hvort það sé rétt fyrir svissneska ríkið að halda verndarhendi yfir fyrirtæki sem er grunað um lagabrot og meiri háttar skattsvik í öðru landi. Þingmaður frá Zug svaraði því á þá leið að ein ástæðan fyrir því að svissnesku kantónurnar tengdust og stofnuðu sjálfstætt ríki hafi verið til þess að setja sinn eiginn lagabókstaf og koma í veg fyrir að önnur ríki gætu sagt þeim og þegnum þeirra fyrir verkum. Marc Rich International hafi keypt og selt þessa olíu en það væri brot á banni sem Jimmy Carter setti við öllum viðskiptum við íran á þessum tíma. Marc Rich neitar að hafa brotið bandarísk lög en einn starfsmaður fyrirtæk- isins í Zug viðurkennir að þeim hafi orðið á í messunni. Sérstak- lega þegar fyrirtækið reyndi að smygla tveimur stórum ferðakist- um fullum af skjölum frá New York til Sviss á hlýrri sumarnóttu í ágúst. Einhver lak þessum áformum í yfirvöld og öryggislög- reglan greip kisturnar glóðvolgar á Kennedy-flugvelli. „Til þess var Sviss stofnað“ Þegar hér var komið sögu hófu svissnesk yfirvöld afskipti af mál- inu. Svissneska ríkisstjómin fjall- aði um það og komst að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri fyrir svissneskt fyrirtæki að verða við kröfu bandarískra dómsvalda og afhenda þeim sín skjöl. Bent var á svissneskan lagabókstaf um leynd og viðskiptanjósnir og Marc Rich AG bannað að afhenda Bandaríkjamönnum skjölin. Skjölin hafa ekki aðeins upplýs- ingar um viðskipti Marc Rich AG og Marc Rich International heldur einnig um þriðju og fjórðu aðila sem eru máli Marc Rich óviðkom- andi og gætu komið bandarískum yfirvöldum inn á nýtt spor. segja. Hann leyfir ekki að láta taka mynd af sér og hefur aðeins einu sinni gefið viðtal í fjölmiðl- um. Hann talaði við þýskumælandi útvarpsstöðina í Sviss og sagði að sér og fjölskyldu sinni líkaði vel í Zug. Hann vildi ekkert um dóms- málið segja en leit víst út eins og fólk er flest og var viðkunnanleg- ur. Hann talar ensku, frönsku, þýsku og spænsku og heyrst hefur að hann muni jafnvel sækja um ríkisborgararétt á Spáni ef hann getur ekki snúið aftur til Banda- ríkjanna. Hann hefur ekki endan- lega ákveðið hvort hann mun fara og vera viðstaddur réttarhöldin en einn frægasti lögfræðingur Bandaríkjanna, Edward Bennett Williams, sem varði John Conn- ally í mjólkurskandalnum á sínum tíma, fer með mál hans. Höfuðstöðvar Marc Rich AG eru í heldur ljótri blárri kassa- byggingu, sem kölluð er „Dallas- húsið“, í leiðinlegri hluta Zug. Nokkur tré standa þar fyrir utan, þau voru víst keypt sérstaklega frá Noregi fyrir um 20.000 sv. franka stykkið, óvinir Marc Rich segja að það hafi verið gert til að telja fólki trú um að hann hafi áhuga á umhverfinu og velferð fólks. Vinstrisinnar í Zug hafa að sjálfsögðu mesta ímugust á fyrir- tæki Marc Rich og hans likum. Fyrir nokkrum árum fór fram undirskriftasöfnun í kantónunni og kosning um að hækka skattana Og þar við situr. Mál Marc Rich verður næst tekið fyrir í Banda- ríkjunum 3. október. Flóttamaðurinn Marc Rich fær spænskan ríkisborgararétt Marc Rich og Pincus Green voru ekki vióstaddir þegar sakargiftir á hendur þeim voru lesnar fyrir rétti í New York á fimmtudag. Lögfræó- ingur þeirra var heldur ekki mættur í réttinum. Þeir eru þar meö orðnir eftirlýstir flóttamenn og bandarísk yfirvöld geta hafist handa viö aö reyna aö fá þá framselda. En Marc Rich flækti málið enn nú í vikunni. Hann geröist spænskur ríkisborgari og bandarísk stjórnvöld veröa því að fást vió spænsk yfirvöld til aö fá hann framseldan. Spænsk yfirvöld þurfa ekki að framselja hann frekar en þau vilja, samkvæmt gömlum samningi milli þeirra og Bandarfkjamanna um framsal flóttamanna. Marc Rich mun því væntanlega flytjast búferlum frá Sviss til Spánar innan skamms, þótt fyrirtækiö veröi áfram í Zug. Svissnesk lög, sem tóku gildi um síðustu áramót, gátu flýtt fyrir flutningunum. Þar er svissneskum stjórnvöldum heimilað aó handtaka flóttamenn og ha' þeim föstum á meóan ósk a’ ^P.s lands um framsal er athuguö. Vestur-þýskt litsjónvarpstæki 20 tommu til sölu. Nokkra mánaöa gam- alt, alveg ónotað. Verö kr. 22.000. Uppl. í síma 27557. ÞRETTÁN 13 hljómplötu- og kasettuverslanir á höfuðborgarsvæðinu. EURQCARD TIL DAGLEGRA NOTA HAUSTTILBOÐ Viö bjóöum eitt þúsund króna afslátt af 12 mynda myndatöku og einni stórri stækkun í stæröinni 30 X 40 cm. Verö meö afslætti er kr. 2.600.- Ath. Tilboð þetta stendur aðeins til 15. október. Pantiö því tíma strax. oarna&fjölsk/ldu- Ijósmyndir Austurstrœti 6, sími 12644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.