Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 FLJÚGANDI VÍKIVilR Hiö löngu gleymda flug Albin Ahrenbergs yfir Atlantshafið — eftir Svein Eggen „Odinn" við Skaftárós, myndin tekin úr flugvélinni „Sverige". Dráttartaug- arnar gerðar klárar. Frá vinstri: Sigurd Malm, Albin Ahrenberg, Axel Flodén, Robert Ljunglund. Snemma sumars 1929 fékk ég að sigla með varðskip- inu „Óðni“ frá Akureyri austur um land til Reykjavíkur, en þar átti ég svo að fara um borð í gufuskip- ið „Lyru“ frá Bergenska skipafé- laginu og sigla með henni heim til Noregs. í mínum augum voru þetta einkar frumleg og skemmti- leg lok á skólaárinu 1928—1929, en ég var þá í öðrum bekk ungl- ingaskólans á Akureyri. Um hálf eitt leytið aðfaranótt mánudags- ins 10. júní vakna ég við það, að uppi er fótur og fit um borð í skip- inu. Óðinn sveigir af leið og siglir nú skyndilega á fullri ferð í aðra átt. Þegar ég skömmu síðar er kominn upp á þilfar, sé ég að við siglum hraðfara í áttina að flutn- ingaskipinu „Magnhild" frá Berg- en, sem liggur við akkeri þarna spölkorn frá. Við erum út af Skaftárósi. Undan landi sézt flugvél koma fljúgandi I lítilli hæð, og snögglega sezt hún beint á hvítfextar haföldurnar, rétt utan við löðrandi brimgarðinn, sem bjarmar af við ströndina að baki. Flugsamgöngur voru um þetta leyti ennþá í algjörri frum- bernsku, og mér var á þessari stundu víst alls ekki ljóst, að þarna urðum við vitni að nauð- lendingu í sögufrægri flugferð. Menn gerðu sér þá heldur ekki grein fyrir, að það var einungis eins og fyrir hreinasta kraftaverk að komið hafði verið í veg fyrir meiriháttar slys. Flugvélin var einshreyfils Junkers W-33, búin flotholtum, með einkennisstafina SE-ABX og bar hið stolta nafn „Sverige". Flugmaðurinn, Albin Ahren- berg, var einn af frumkvöðlunum í sænsku póstflugi, og hafði hann með sér til aðstoðar flugvirkjann Axel Flodén og loftskeytamann- inn Robert Ljunglund. Draumurinn um „víkingaleiðina“ Þegar Charles Lindbergh tveim- ur árum áður hafði unnið það mikla afrek sitt að fljúga einn síns liðs yfir Atlantshafið, fékk Ahrenbeg hugmyndina um að opna nýja flugleið yfir hafið með styttri og öruggari áföngum en á þeirri leið, sem Lindbergh hafði valið, það er að segja frá Stokk- hólmi um Bergen, Reykjavík, Ivigtut, Quebec og til New York. Á slíkri flugleið ætti að vera hægt að flytja gegn greiðslu, farþega, póst og vörur, áleit Albin Ahrenberg. Eftir tveggja ára undirbúning og stofnun nauðsynlegra birgða- stöðva á viðkomustöðunum, gat flugvélin hafið sig á loft að morgni hins 9. júní árið 1929 frá sjóflug- höfninni Lindarángen í Stokk- hólmi. Eftir að millilent hafði verið í Bergen, þar sem eldsneytistank- arnir voru fylltir, hélt Ahrenberg ferðinni áfram kl. 14 sama dag til næsta áfangastaðar, Reykjavíkur. Með horskum huga og áætluðum 130 km klst. flughraða héldu þeir af stað út á sjálfa vesturleiðina hina fornu, víkingaleiðina, sem svo marga flugmenn dreymdi um. Ahrenberg lýsir sjálfur þessari stóru stundu á eftirfarandi hátt: „Atlantshafið! Loksins höldum við í vesturátt, út á vit ævintýranna! Augu manns döggvuðust, hend- urnar gripu fastar um stjórnvöl- inn og brjóst mitt fylltist gleði- blandinni auðmýkt, andspænis því verkefni, sem beið okkar. Þarna lá þá leiðin, leið forfeðranna til land- anna handan sjóndeildarhrings- ins, til íslands, Grænlands og Vínlands. Mér fannst allt í einu sú mynd, sem greypzt hafði hið innra með mér, öðlast líf og verða kvik; ég þóttist sjá þá þarna fyrir neð- an, víkingaknerrina, með sín rák- óttu segl og stolt, ægifögur dreka- höfuð í stafni, er horfðu mót vestri..." Ef til vill má líta á frásögnina sem einum um of tilfinningaríka, en sjálft orðavalið gefur líka greinilega I skyn, hve margt það var, sem menn áttu fyrir höndum að reyna og upplifa á þessum fyrstu árum millilandaflugsins; hlutir og kringumstæður, sem nú á dögum eru orðnar daglegt brauð, þótt árdagar flugsins séu raunar ekki fjær en svo, að þeir eru enn margir til, sem muna þá daga. Slæmir fyrirboðar Strax í upphafi flugsins yfir Harðangursheiðum í Noregi hafði mótorinn tekið upp á því að fara að hósta og hiksta; hann tók hvert feilpústið af öðru og stanzaði loks með öllu, eftir að hafa gefið frá sér snöggan smell. Þótt enginn sjálfræsir væri í vélinni, tókst fíugmanninum samt að hnykkja mótornum aftur I gang, en þetta gat ekki talizt annað en slæmur fyrirboði. Fleiri áttu eftir að fylgja I kjölfarið. Hin gleði- þrungna auðmýkt flugmannsins átti eftir að víkja fyrir annarri til- finningu — vaxandi áhyggjum og óróleika, eftir því sem fleiri örðug- leikar tóku að koma í Ijós. Yfir Færeyjum losnaði annað púströr- ið og hvarf út í buskann með eld- ingarhraða. Afgaslogarnir frá strokkunum sleikja nú I ákafa ytra byrðið á benzíntanknum, gló- andi Öyksur af asbestklæðningu benzíntanksins taka að losna frá og flögra af stað út í veður og vind. Það var ekkert annað að gera en að taka þessu með jafn- aðargeði. Það næsta, sem fór úr- skeiðis var kveikjurofinn, og Ahrenberg reyndi það „kænsku- bragð“ að láta hreyfilinn ganga dálitla stund á lágkveikju til þess að brenna kertin hrein. Það kom ekki að miklu gagni við að bæta úr afar skrykkjóttum gangi hreyfils- ins. Sendistöðin hélzt í lagi og það var áfram hægt að senda út, en nú reyndist ekki lengur unnt að taka á móti tilkynningum frá miðun- arstöðinni í Reykjavík. NauÖlending undirbúin Af einhverjum þeim ástæðum, sem engar skýringar fengust á, tók snúningshraði mótorsins nú skyndilega að lækka. En mesta áfallið fyrir þá var samt sem áður hin mikla eldsneytisnotkun mót- orsins. Þegar áhöfn vélarinnar sá loks bjarma fyrir Vatnajökli á þessari sumarnótt eftir níu klukkustunda flug frá Bergen, hefðu þeir átt að eiga eftir nægi- legt benzín til fimm tíma flugs I viðbót; þegar að var gáð reyndist aðeins vera eldsneyti eftir til eins klukkutíma flugs eða jafnvel tæp- lega það. Ahrenberg tók nú að horfast í augu við þann möguleika að þurfa brátt að nauðlenda og stýrði því vélinni í áttina að vík- inni við ósa Skaftár, skammt suð- ur af Vatnajökli. Ljunglund loft- skeytamaður sendi þá eftirfarandi tilkynningu til Loftskeytastöðv- arinnar í Reykjavík: „Nauðlendum við Skaftárósa, benzínið búið, reynið að senda bát hingað með benzínið okkar.“ Ahrenberg hrósaði happi yfir því, hve vel honum hefði tekizt að velja lendingarstað. Ströndin leit vel út í hans augum, og hann áleit, að ef hann kæmist nægilega langt, ætti samkvæmt kortinu að vera fyrir hendi einkar hentugt lón eða ármynni, rétt innan við sjálfan ósinn og það virtist vera mjög vel til lendingar fallið. Honum gæti vart hafa skjöplast meir. Ströndin við Skaftárós er opin og berskjölduð fyrir Atlantshaf- inu, því þar eru engar eyjar úti fyrir til varnar né firðir, sem sker- ast inn I ströndina, enda er þessi strandlengja sannkallaður skipa- grafreitur. Einustu mannvirkin á margra mílna svæði upp frá ströndinni eru eitt og eitt skip- brotsmannaskýli, sem reist hafa verið til þess að veita þeim far- mönnum og sjómönnum hæli og skjól til bráðabirgða, sem kynnu að komast lífs af, eftir að hafa orðið skipreika þarna við strönd- ina. Landsvæðið niður að mynni Skaftár heitir Landbrot og flák- arnir við kvíslótt ármynnið eru kallaðir Landbrotsvötnin. Nafnið Landbrot gefur ljóslega í skyn, um hvers konar landkosti þarna er að ræða, það er að segja óbyggilegur berangur og illur yfirferðar, land- ið sorfið niður og sundurtætt af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.