Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
Svisslendingar halda
hlíflskyldi yfír milljóna-
mæringnum Marc Rich
Hann er grunaður um lögbrot og gífurleg skattsvik í Bandaríkjunum
Ljósmyndh af Marc Ricb eru nær
ófánnlegar. Þeasi er sú eina sem
birst befur í blöðunum.
Marc Rich er sagður vita allt
um vöruviðskipti. Reyndar
ekki um kaup á eplum og app-
elsínum úti í búð heldur kaup
og sölu á olíu, tini, kopar, áli og
hverju sem er í miklu magni
milli heimshluta. Fyrirtæki
hans, Marc Rich & Co. AG er
annað stærsta fyrirtæki sinnar
tegundar í heiminum. Höfuð-
stöðvar þess eru í Zug, sem er
iítill bær sunnan við Ziirich í
Sviss. Það hefur skrifstofur út
um allan heim en kaus nýlega
að losa sig við dótturfyrirtæki
sitt Marc Rich & Co. Internat-
ional í New York. Fáir aðrir en
viðskiptavinir fyrirtækisins
þekktu til þess fyrir nokkrum
mánuðum. Nú er það næstum á
hvers manns vörum og Marc
Rich sjálfur að verða álíka
frægur og Howard Hughes
heitinn.
Gamli bærinn í Zug er mjög fallegur. Milljardafyrirtækin fá ekki að reisa sína kassabyggingar þar.
(Myndir atb.)
Fyrr í þessum mánuði var
dómsmál gegn Marc Rich AG,
Marc Rich sjálfum og Pincus
Green, meðeiganda hans, tekið
fyrir rétt í New York. Þeir eru
meðal annars sakaðir um að hafa
svikið 48 milljónir dollara undan
skatti í Bandaríkjunum 1980—'81.
Það er meira en nokkur annar hef-
ur verið sakaður um hingað til.
Lögfræðingar bandarísku ríkis-
stjórnarinnar segja að þeir gætu
sannað að upphæðin sé tvisvar
sinnum hærri ef þeir fengju þau
skjöl í hendurnar sem þeir hafa
krafið fyrirtækið um. En þar
stendur hnífurinn í kúnni. Marc
Rich neitar að afhenda gögnin og
svissneska ríkið hefur skorist í
leikinn og tilkynnt Bandaríkja-
mönnum að þeir geti ekki heimtað
að svissneskt fyrirtæki láti gögn
af hendi, jafnvel þótt bandarískur
dómari kveði svo á. Fyrirtækið
hefur þurft að greiða 50.000 doll-
ara i sekt á dag síðan í lok júní
fyrir að verða ekki við úrskurði
dómarans. En það eru ekki svo
miklir peningar fyrir þá sem aldr-
ei versla fyrir minna en nokkrar
milljónir dollara í einu.
Ungur innflytjandi
sem gerði það gott
Marc Rich forðast fjölmiðla eins
og heitan eldinn. Fátt er vitað um
hann persónulega. Þó það að hann
er 48 ára og af gyðingaættum.
Hann flúði Belgíu ungur með for-
eldrum sínum á stríðsárunum.
Þau settust að í New York. Faðir
hans vann við pokagerð. Strákur-
inn talaði ekkert nema frönsku
þegar til Bandaríkjanna kom og
gekk heldur illa í skóla. Hann hóf
háskólanám en lauk því aldrei.
Þess í stað réð hann sig í vinnu til
vöruviðskiptafyrirtækisins Phil-
ipp Brothers Inc. en það er nú
viðskiptaarmurinn á Phibro-Sal-
omon Inc., sem er stærsta vöru-
viðskiptafyrirtækið í heimi og hef-
ur höfuðsetur í Zug.
Gamlir þýskir gyðingar voru á
hverju strái hjá Philipp Brothers.
Þeir tóku þennan unga mann að
sér og kenndu honum allt um
málmviðskipti og listina að versla
með aðrar fjarlægar vörur. Hann
var áhugasamur og fljótur að
læra. Ekki leið á löngu þangað til
hann varð stjarna fyrirtækisins
og græddi fyrir það milljónir.
Hann hafði sérstakan áhuga á
olíuverslun og kom olíudeild á
laggirnar í fyrirtækinu. Honum
tókst að losa það úr ýmsum
málmsamningum við lönd fyrir
botni Miðjarðarhafs og samdi í
staðinn um olíuviðskipti við ýmis
önnur lönd, þar á meðal íran og
írak. Þetta var á árunum
1973—1974 þegar önnur fyrirtæki
börðust um olíu en Philipp Broth-
ers áttu alltaf nóg. Rich vann sér
inn yfir eina milljón í bónus með
þessum klókindum sínum en bón-
usinn var aldrei borgaður. Yfir-
menn hjá Philipp Brothers sögðu
að enginn einn starfsmaður „ætti
skilið að fá sjö tölustafa bónus“.
Marc Rich reiddist þessu og
sagði Philipp Brothers stríð á
hendur. Hann fékk nokkra góða
samstarfsmenn sína og þar á með-
al Pincus Green í lið með sér og
stofnaði sitt eigið fyrirtæki í Zug
árið 1974. Nokkrir fyrri viðskipta-
vinir Philipp Brothers fylgdu hon-
um en fyrirtækin börðust hart um
aðra. Sagt er að þau hafi hvort
sent njósnara í herbúðir hins og
yfirleitt reynt að gera hvort öðru
lífið leitt eftir fremsta megni.
Listin að kaupa ódýrt
og selja dýrt
Marc Rich AG gengur ótrúlega
vel. Það hafði 450 manns í vinnu á
síðasta ári í 40 skrifstofum út um
allan heim og gerði viðskipti fyrir
10 milljarða dollara. Hreinn gróði
af fyrirtækinu árið 1980 var
406.492.600 dollarar. Það starfar
sem milliliður milli þjóða eða
fyrirtækja sem vilja selja málma
og önnur hráefni í stórum stíl og
þeirra sem vantar þessi efni.
Fyrirtækið reynir að borga sem
allra minnst fyrir vörunar hvar
sem það kaupir þær og fá sem
allra mest fyrir þær þegar það sel-
ur þær aftur.
Marc Rich vinnur sjálfur 14
tíma á dag og þekkir heimsmark-
aðinn út og inn. Hann rífur oft
telexskeyti af prentvélunum þegar
þau koma inn og stendur yfir öðr-
um þegar þeir vinna sín verk.
Hann hefur góða tilfinningu fyrir
sveiflum á markaðnum en leynd-
ardómurinn að velgengni hans er
sagður sá að hann er alls óhrædd-
ur við að taka áhættu, jafnvel að
hafa áhrif á markaðinn ef svo ber
undir.
Verð á tini lækkaði mjög á
heimsmarkaðnum árið 1981. Efna-
hagslíf Malasíu er að miklu leyti
komið undir tini og því var stofn-
að í hættu þetta ár. Marc Rich er
góður vinur Abdul Rahaim Aki,
fv. forstjóra Námufyrirtækis Mal-
asíu. Rich er grunaður um að hafa
staðið að baki áformum um að
hækka tinverðið sjálfur. Hann
keypti upp mest allar birgðir af
tini og sat á þeim þangað til eftir-
spurn fór að aukast og verðið að
hækka. Hann ku hafa grætt
drjúgan skilding á þessu þangað
til Bandaríkjamenn gripu til þess
ráðs að skella allnokkru af sínum
tinbirgðum á markaðinn svo verð-
ið féll aftur.
Ágóðinn bókaður þar
sem skattar eru lágir
Dómsvöld í Bandaríkjunum
hófu rannsókn á viðskiptum Marc
Rich AG og Marc Rich Internat-
ional fyrir einu og hálfu ári. í
gögnum sem starfsmenn FBI hafa
lagt fram kemur í ljós að Marc
Rich International tapaði 110
milljón dollurum á olíuviðskiptum
sem það átti við Marc Rich AG
1980 en hélt þó viðskiptunum
áfram. Dómsvöld telja að tapið
hafi verið af yfirlögðu ráði til að
koma peningum frá Bandaríkjun-
um til Sviss. Skattar eru lágir þar
og hagstæðara fyrir móðurfyrir-
tækið í Zug að greiða skatta en
fyrir dótturfyrirtækið í New York.
Rannsókn FBI leiddi í ljós að
Marc Rich International keypti
hvað eftir annað olíu af Marc Rich
AG fyrir hátt verð og seldi seinna
fyrir mun lægra verð og kom
þannig út með tapi. Eitt dæmi er
um olíu frá Alsír sem Marc Rich
AG seldi Marc Rich International
þegar hún var rétt komin um borð
í olíuflutningaskipið „Kriti Star".
Marc Rich International greiddi
42 dollara fyrir fatið, sem var
nokkuð hátt verð með tilliti til
þess að móðurfyrirtækið bjó yfir
feikilegum birgðum af olíu og
hefði getað boðið dótturfyrirtæki
sínu hagkvæmari kjör. Marc Rich
International fann kaupanda að
olíunni 20 dögum seinna en fékk
þá ekki nema 27 dollara fyrir fat-
ið. Á þessum viðskiptum einum
tapaði Marc Rich International
rúmlega 8 milljón dollurum.
Dómsvöld telja að Marc Rich Int-
ernational hafi á þennan hátt
komið 20 milljón dollurum sem
það fékk í tekjur árið 1980 til Sviss
og komist hjá að greiða skatta af
þeim í New York.
Bæði fyrirtækin neita þessum
ásökunum og segjast hafa átt
lögmæt viðskipti eins og hver önn-