Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
< Iðfl. iv>r>il Prw SyndiciU
„ v/eré a%> dlrv*ga. frv* fimm sby fyrir ab
akfr. (yr'ir Kc>m íx tveimur iyoLum. "
— Og hér cr orkumálanefnd
þingsins á fundi!
Með
morgunkaffinu
Þessir vagnar hafa stórlega aukið
umsetninguna í þeim verslunum
sem þeir eru notaðir!
HÖGNI HREKKVlSI
„ pETTA ER LeyNI-ÚTÓAMúUR TIL A£> KÚAtASf
HJA ATROPNINÚI AÐD'aENPA "
Mundi halda í þetta síð-
asta vígi með kjafti og klóm
væri ég í sporum karla
„... Meöan við sjálfar högum okkur eins og mýs undir fjalaketti, þá er
komið fram við okkur eins og mýs. Við eigum að halda fram okkar eigin
ágæti og vera óhræddar við að opna munninn, hvort sem er á fundum eða
almennt á vinnustað.“
Björg Sigurvinsdóttir skrifar:
„Ekki get ég lengur orða bundist
yfir svokölluðum jafnréttismál-
um. Það virðist vera gersamlega
ómögulegt að ná fram jafnrétti í
launamálum þrátt fyrir lög þar að
lútandi.
Þetta kom glöggt fram á nýaf-
staðinni ráðstefnu um þessi mál á
Seltjarnarnesi laugardaginn 24.
september sl. Eins og við heyrðum
í sjónvarpsviðtali við Jóhönnu
Sigurðardóttur virðist vandinn
vera tvenns konar. Annars vegar
eru svokölluð hefðbundin kvenna-
störf, sem metin eru til lægri
launa en hefðbundin karlastörf.
Hins vegar er farið kringum lögin
með yfirborgunum og (gervi)
stöðuheitum fyrir karlmenn.
Viðvíkjandi fyrra atriðinu er
óskiljanlegt af hverju vöðvaafl er
metið til meiri peninga en t.d.
fingralipurð (vélritun) og hjarta-
hlýja (hjúkrunar- og fóstrustörf).
Ef til vill er lausnarinnar ekki
að leita í harðari og einstreng-
ingslegri lögum. Ef til vil liggur
vandinn mest hjá almenningsálit-
inu og um leið hjá okkur konum
sjálfum.
Það er grundvallaratriði, að við
konur gerum okkur fullkomlega
grein fyrir því sjálfar, að við erum
ómissandi engu síður en karlar.
Um leið og við fáum það sjálfs-
traust, sem karlar hafa í svo rík-
um mæli, þá leiðir það af sér, að
vinnuveitendur okkar verða að
taka tillit til okkar. Meðan við
sjálfar högum okkur eins og mýs
undir fjalaketti, þá er komið fram
við okkur eins og mýs. Við eigum
að vera óhræddar við að halda
fram okkar eigin ágæti og
óhræddar við að opna munninn,
hvort sem er á fundum eða al-
mennt á vinnustað.
Við þurfum heldur ekki endilega
að vera sá aðilinn á vinnustað,
sem hellir upp á könnuna, skýst í
búðina eftir kringlum eða þvær
upp í kaffistofunni. Ef karlarnir á
vinnustað gera slíkt ekki jafnt og
við, þá skulum við bara láta það
eiga sig.
Eitt er alveg makalaust í sam-
bandi við vinnuráðningar. Hús-
móðurstörf eru minna metin en að
vera ung og fögur! Sjálf hef ég
verið yfirmaður húsmæðra sem
annarra og þær eru langbesti
vinnukrafturinn. f fyrsta lagi eru
þær samviskusamar og ábyrgðar-
fullar. í öðru lagi kunna þær
skipulagningu og vinnuhagræð-
ingu. í þriðja lagi eru þær mestu
diplómatar í heimi, enda vanar að
umgangast fólk á mismunandi
þroskastigi. Hins vegar vantar
þær oft sjálfstraust, og grimmur
yfirmaður getur hreint hrætt úr
þeim líftóruna. Ég held, að tíu ára
húsmóðurstörf jafngildi 20 ára
starfsreynslu á sérhæfðu sviði.
Ég hef oft velt því fyrir mér,
hvort þessi tregða við að viður-
kenna okkur til fulls á vinnumark-
aðinum eigi ekki rætur sínar að
rekja til allt annarra hluta en
vinnuhæfni okkar. Það skyldi nú
ekki vera eitthvað sálrænt hjá
blessuðum körlunum okkar?
Sennilega finna þeir til gífurlegr-
ar minnimáttarkenndar hvað við-
víkur viðhaldi tegundarinnar. Þeir
eiga þar ágætan þátt í getnaði, þar
sem báðir aðilar eru jafnir, en
hvað svo? Svo gengur konan með
afkvæmið í níu mánuði, fæðir það
og hefur á brjósti, en hvar er fað-
irinn? Hann skiptir svo sem ekki
ógurlega miklu máli, nema til að
sjá fyrir maka og afkvæmum.
Væri það ekki voðalegt fyrir elsku
karlana okkar, ef við gætum nú
líka gert það? Hvað er þá eftir
fyrir þá, blessaða?
Ég verð að viðurkenna hrein-
skilnislega, að væri ég í karla
sporum myndi ég halda í þetta síð-
asta vígi með kjafti og klóm! Og
það eru þeir einmitt að reyna.
Lausnin á öllu þessu öngþveiti
er ekki eins flókin og ætla skyldi.
Við eigum að gefa körlunum líka
valkosti: Þeir eiga að fá að vera
húsmæður jafnt og við, hugsa um
börnin sín og njóta þeirra en ekki
vera neyddir til „að koma sér
áfram". Þegar að því kemur, að
bæði karlar og konur, hver að sín-
um óskum, geta valið heimilið
fremur en vinnustaðinn, án þess
að setja niður í augum almenn-
ings, þá leiðir það af sjálfu sér, að
launamisrétti hverfur.
En þá þurfa líka allir, karlar og
konur, vinnuveitendur og launþeg-
ar, hið opinbera og almenningur
að meta heimilisstörfin að jöfnu
við hverja aðra heiðarlega at-
vinnu.
Kannski er hræðilega, hræði-
lega langt i að það verði.
Ferð með Eddunni:
Vistin um borð í skip-
inu öll hin ömurlegasta
Margrét 6385-0454 skrifar 29.
september:
„Rammafrétt á baksíðu Mbl. í
dag um að ms. Edda muni sigla
aftur næsta sumar varð mér
hvatning til að rifja upp ferð
okkar hjónanna frá Newcastle til
Reykjavíkur í ágúst sl., fólki til
umhugsunar, sem kynni að hyggja
á Eddusiglingar í framtíðinni.
Ferðin byrjaði nú ekki glæsilega
með 5 tíma seinkun í Newcastle,
sem engin haldbær skýring fékkst
á, þótt eftir því væri gengið af far-
þegum sem ráfuðu um eirðarlaus-
ir. í fáum orðum sagt var vistin
um borð í skipinu öll hin ömurleg-
asta. Klefi okkar var þröngur,
þægindalaus, og það sem verst
var, loftlaus, en klóakfýlan fyllti
vit manns. Kefinn var sturtulaus,
og þegar við höfðum paufast gang-
inn á enda í almenningssturtu, var
lítið sem ekkert heitt vatn. Þegar
nær dró háttatíma varð erfitt að
feta sig um ganga skipsins vegna
bakpokafarþega, sem þar höfðu
hreiðrað um sig og fylltu hvern
krók og kima í svefnpokum sínum.
Kvöldvaka með þjóðkunnum
skemmtikröftum hafði verið aug-
lýst með pompi og pragt og átti að
bjarga stemmningunni, en hún
frestaðist til síðasta dags vegna
almennrar sjóveiki um borð, enda
lét skipið illa í sjó og valt mikið.
Flestir héldu sig því neðan þilja og
áttu leiða vist, enda munu sumir
þeirra vart hafa reist höfuð frá
kodda á leiðinni. Kvöldvakan, sem
varð að siðdegisskemmtu á Faxa-
flóa á þriðja degi, var með ein-
dæmum vandræðaleg, þrátt fyrir
góða viðleitni skemmtikrafta og
gesta.
Furðu gegnir, að farþegar skuli
ekki almennt hafa látið í ljós
óánægju sna og vanþóknun með
þetta skip og allan aðbúnað þess.
Þetta var enginn lúxus, eins og
skilja mátti af auglýsingum, og að
öllu samanlögðu heldur enginn
sparnaður, og vonbrigði farþega
mikil. „Um borð í þennan dall stíg
ég aldrei framar," sagði maðurinn
minn, þegar við skreiddumst í
land í Sundahöfn. Við teljum
okkur ekkert lúxusfólk, en viljum
njóta lágmarksþæginda á ferða-
lögum. Ms. Edda er bílaferja og
aðeins nothæf sem slík. Næst þeg-
ar við förum í frí, veljum við sól-
arlandaferð, sem áður hefur
reynst okkur vel.