Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 13 Pólýfónkórinn og kórskólinn hefja vetrarstarf Frumflutningur hérlendis á tveim þekktum kórverkum á dagskrá HÉR FER á eftir í heild fréttatil- kynning frá Pólýfónkórnum um vetrarstarf o.fl. Eftir umfangsmikið tónleika- hald og glæsilega hljómleikaför til Spánar 1982 tók Pólýfónkórinn líf- inu með ró á síðasta starfsári, en tekur nú upp þráðinn að nýju með endurnýjuðum krafti, bæði við þjálfun söngfólks og flutning fag- urra tónverka, sem eru hér ókunn. Ráðgert er að flytja hina fögru jólaoratoríu Heinrich Schtitz í desember en Stabat Mater Rossin- is á næsta vori með hljómsveit og einsöngvurum. Áður hefur kórinn flutt stærsta kórverk hans, hina fögru Helgimessu (Petit Messe Solonelle). Þar eð verkið eftir Schutz, sem var fyrirrennari Bachs, er að talsverðu leyti fyrir karlakór, er flutningur þess háður því að takist að styrkja karlaradd- ir kórsins verulega, en tekið er við góðu söngfólki í allar raddir kórs- ins. Tæplega 100 manns er nú skráð- ir félagar Pólýfónkórsins og hafa tilkynnt þátttöku í vetrarstarfinu. Æfingar fara fram í Vörðuskóla við Barónsstíg eins og áður, og er æft 2 kvöld í viku, mánudag (ten- ór, bassi) eða þriðjudag (sópran, alt) og miðvikudaga samæfingar. Ingólfur Guðbrandsson hefur stjórnað Pólýfónkórnum frá stofnun og heldur því nú áfram með aðstoð Harðar Áskelssonar, organista. Elísabet Erlingsdóttir, sópransöngkona og fleiri þekktir söngkennarar munu aðstoða við raddþjálfun kórsins ásamt söng- stjóra. Offramboð af tónlist og hækkaðar kaupkröfur hljóð- færaleikara veikja starfsgrundvöllinn Flutningur hinna stærstu kór- verka með hljómsveit og einsöngv- urum er kostnaðarsamt fyrirtæki, sem borið hefur verið uppi af að- gangseyri og framlögum einstakl- inga en ekki opinberum styrkjum. En kostnaðurinn hefur hækkað miklu meira en aðgangseyririnn, og nú er svo komið að nærri er útilokað að efna til hljómleika af þessu tagi nema í samvinnu við opinbera aðila og samtök hljóð- færaleikara. f góðri samvinnu við hljóðfæraleikara og aðra kóra tókst að flytja Mattheusarpassí- una óstytta í fyrsta sinn á íslandi og gefa út í heild á hljómplötum, og lítur Pólýfónkórinn svo á, að þar hafi menningarverðmætum verið bjargað frá glötun. Spænskur styrkur — en enginn íslenzkur Kórinn naut styrks frá Spán- verjum til hljómleikaferðar um Andalúsíu í fyrra, þar sem m.a. voru frumfluttir kaflar úr óra- toríu Jóns Leifs, Eddu, og voru ummæli öll hin lofsamlegustu. Þekktur gagnrýnandi i Sevilla komst svo að orði eftir lokahljóm- leikana: „Þetta fólk ætti ekkert að gera annað en ferðast um heiminn og syngja!" Nú hafa tilmæli borizt frá Spánverjum um þátttöku í tónlistarhátíðinni í Granada 1984, en þar söng kórinn einmitt í fyrra meðan tónlistarhátiðin stóð yfir og hlutu tónleikarnir meiri aðsókn en nokkurt annað atriði á hátíð- inni. Stjórn Pólýfónkórsins leitaði snemma í vor eftir samstarfi við listahátíðarnefnd Reykjavíkur um aðild að listahátíð 1984. Svar hef- ur enn ekki borizt, og á fundi, sem boðaður hafði verið með nefndinni og stjórn kórsins í síðustu viku mætti enginn úr listahátíðar- nefnd. Pólýfónkórnum hefur samt boðizt fyrirgreiðsla við tónleika á Ítalíu, þ.á m. í Rómaborg. Ef næg- ur stuðningur fæst innan lands og utan, er stefnt að því að flytja H- moll messu Bachs bæði á íslandi og á Ítalíu árið 1985 á 300 ára afmæli Bachs og ári tónlistarinn- ar í Evrópu. Kórstarfið er mjög fjölbreytt og lifandi, og verður nú einnig ýmislegt gert til að efla fé- lagslífið með þátttakendum. Kórskólinn — ódýr leið til söngnáms Endurnýjun söngfólks í Pólý- fónkórnum hefur einkum komið úr kórskólanum, sem nú hefur verið starfræktur í áratug við ágæta aðsókn, og hafa þar komið fram mörg ágæt söngvaraefni. Má til gamans geta þess, að í fyrsta árgangi kórskólans var t.d. Krist- inn Sigmundsson, baritón, sem síðan söng í mörg ár með kórnum og er nú orðinn í tölu fremstu söngvara landsins. Marga aðra mætti nefna, sem hófu söngferil sinn í Pólýfónkórnum og starfað hafa þar lengur eða skemur, en eru nú þekktir söngvarar hér heima eða hafa jafnvel rutt sér braut erlendis. Flest árin hafa nemendur kórskólans hafa verið um 100 manns, og hafa þeir notið leiðsagnar hinna hæfustu kenn- ara. Tilhögun er með því móti, að kennt er 2 stundir á mánudags- kvöldum í 10 vikur, og hefst kennslan að kvöldi 10. október. Námsgreinar eru rétt öndun og beiting raddarinnar, en í annarri kennslustund fer fram æfing í nótnalestri, takt- eða rytma- þjálfun, tónheyrnaræfingar og til- sögn í undirstöðuatriðum tón- mennta. Þarna verður bæði um byrjer^dakennslu að ræða og fram- haldsflokk. Hér bætist kórskólan- um 'nýr starfskraftur, sem er Helga Gunnarsdóttir, einn af stofnendum Pólýfónkórsins, sem að loknu almennu kennaranámi og tónlistarkennaranámi hér heima, hefur stundað nám í 6 ár við Há- skólann í Uppsölum og lokið það- an kandidatsprófi í tónlistarfræð- um. Hún er nú starfandi kennari við Kennaraháskóla íslands og Leiklistarskóla íslands. Söng- kennslu og raddþjálfun í kórskól- anum annast Sigurður Björnsson, óperusöngvari, Elísabet Erlings- dóttir, sópransöngkona og kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, Margrét Pálmadóttir, söngkona og tónlistarkennari menntuð í Vínar- borg og á Ítalíu, ásamt söngstjór- anum Ingólfi Guðbrandssyni, sem hefur umsjón með starfi kórskól- ans. Hæfileikinn til að syngja blundar í mörgu fólki, án þess að því sé gaumur gefinn, og löngunin er oftast fyrir hendi til að fegra, stækka og slípa hið göfugasta og tjáningarfyllsta allra hljóðfæra, mannsröddina. Einmitt núna, þeg- ar pyngja margra er létt, er þetta kærkomið tækifæri til auðvelds söngnáms með ódýrasta hætti, því að þátttökugjaldið er aðeins kr. 750 fyrir allan tímann. Innritun nemenda í kórskólann, svo og um- sóknir um inngöngu í Pólýfónkór- inn fer fram í síma 26611 á skrif- stofutíma, en eftir það og um helg- ar í símum 82795, 43740, 45799 eða 39382. BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.