Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 06.10.1983, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 14 Norröna í siglingar milli Kiel og Korsör UM MIÐJAN mánuðinn hefur fær- eyska ferjan Norröna áætlunar- siglingar milli Korsör í Danmörku og Kiel í V-Þýskalandi. Verður hald- ið uppi reglubundnum siglingum þar á milli tvisvar á dag í vetur og fram- vegis. Norröna mun næsta sumar sigla á milli íslands og Danmerkur, með viðkomu í Færeyjum, Noregi og Skotlandi, eins og sl. sumar og Smyrill gerði mörg undanfarin ár. A meðan verður fengið annað skip í siglingarnar á milli Korsör og Kiel, að sögn Jónasar Hallgrímssonar, bæjarstjóra á Seyðisfirði, en hann hefur komið fram fyrir hönd aust- firskra hluthafa í útgerðarfélaginu Smyril Line. „Það er verið að ganga frá nokk- urra ára framhaldi á þessum áætlunarferðum," sagði Jónas, „enda hugsum við Austfirðingar og Færeyingar til lengri tíma, lát- um okkur ekki nægja að líta rétt fram fyrir nef okkar. Færey- ingarnir hafa haft um þetta sam- vinnu við aðila í Korsör og í Kiel og vænta góðs af þessu starfi. Þeir telja þetta árennilegan kost — á milli Danmerkur og Þýskalands er mikil umferð, bæði vöruflutn- ingabílar, fólksflutningabílar og svo einstakir ferðamenn. Þetta er ekkert síðri kostur en að fara til Travemíinde. Ferðin þennan legg tekur um fjóra tíma og frá Kaup- mannahöfn til Korsör er um klukkustundar akstur eftir hraðbrautinni, svo þetta er í þjóð- braut." Jónas sagði að rekstur Norröna í sumar hefði gengið vel, farþegar hefðu verið um sextíu þúsund og þeir ekki kvartað yfir aðbúnaði um borð. Skipið myndi hefja sigl- ingar milli Islands og Danmerkur næsta vor, og líkur væru á að þeg- ar væri búið að tryggja annað skip til að sigla milli Danmerkur og Þýskalands yfir sumarið. Fyrsta ferðin yrði farin 14. október en Norröna væri nú í slipp í Flens- borg. Tilkynninga- skyldan sjó- mönnum mikið öryggistæki — segir Haukur Bergmann, sjómaður, sem í sumar hefur unnið í Tilkynningaskyldu íslenzkra skipa í afleysingum „ÞAÐ skiptir mig engu hvort ég er á sjó eða að vinna við Tilkynningaskyld- una. Ég er alltaf sama sinnis, hún á fullan rétt á sér. Tilkynningaskyldan er sjómönnum mikið öryggistæki og hefur vissulega orðið til þess að koma í veg fyrir slys. Þó stundum sé erilsamt að vinna hér hef ég kunnað vel við mig og verið með góðu fólki,“ sagði Haukur Bergmann, sjómaður, sem í sumar leysti af hjá Tilkynningaskyldu íslenzkra skipa, í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef verið um 35 ár á sjó og þekki því vel til öryggismála og veit hve mikið öryggi Tilkynn- ingaskyldan veitir okkur sjómönn- um. Ég var til dæmis á sjónum, þegar leitað var að Stíganda árið 1967 að mig minnir. Ekkert var vitað um staðsetningu skipsins, en þegar var farið að óttast um það í landi var farið að leita. Þegar áhöfn skipsins fannst loksins hafði hún verið um fjóra sólar- hringa í björgunarbátum. Hefði Skyldan verið komin til, hefðu þeir örugglega fundizt fyrr og í þessu tilfelli var bara blíðviðri að þakka að ekki fór verr. Það var upp úr þessu, sem Skyldan var sett á laggirnar og þá að tilhlutan sjómanna. Það er oft erilsamt hjá okkur og mikið um það að við veitum út- gerðum og ástvinum sjómanna í landi upplýsingar um ferðir og staðsetningu skipanna. Það er anzi algengt að við veitum þessar upplýsingar, þegar þarf að ná símasambandi við skipin, því ekki er sama um hvaða strandstöð er farið. Þá er oftast mikið að gera þegar skipin og bátarnir tilkynna sig, frá 10 á morgnana til 13.30 og 20 til 22 á kvöldin. Auk þess er okkur ætíð tilkynnt um það hve- nær skipin koma til hafnar og halda út. Það er því margt á okkar könnu og nánast orðið ómögulegt að handvinna þetta allt saman. Daglegar tilkynningar skipta hundruðum. Þá er auðvitað enn við lýði gamli vandinn vegna hinn- ar mannlegu gleymsku. Það kem- ur allt of oft fyrir að menn gleyma að láta vita af sér og veldur það w r JUDO r /Efingar fyrir byrjendur og lengra l komna eru aö hefjast. Upplýsingar l í símum 39414 og 36331. ) Júdófélag Reykjavíkur <5^ I* Brautarholti 18. Henan-listfimleikahópurinn frá Kína sýnir í Laugardalshöll Laugardaginn 8. október kl. 20.30 Sunnudaginn 9. október kl. 1^.00 og 20.30 Þriöjudaginn 11. október kl. 20.30 Miövikudaginn 12. október kl. 20.30 Forsala aðgömgumiða er á Lækjartorgi í dag, 6. október. Verð 250 kr. fyrir fullorðna og 100 kr. fyrir 12 ára og yngri. Fimleikasamband íslands. Kínversk-íslenska menningarfélagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.