Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 17 leiðsla sjávarafurða um 13% á ári; að á 5 ára tímabili (’77—’81) jókst butnfiskaflinn um 60%; að á árinu ’81 hreppti sjávarútvegurinn sér- stakan happdrættisvinning, sem var rífleg styrking dollarans, sem við fáum borgað fyrir fiskinn með. En það var einmitt á þessu ári 1981 — þegar sett var Islandsmet í afla og viðskiptakjör bötnuðu — sem hallarekstur og skuldasöfnun útflutningsgreinanna keyrði úr hófi, þannig að enn er ekki séð fyrir endann á. Hins vegar tíundar Steingrímur skilmerkilega aflasamdrátt og sölutregðu sjávarafurða áranna 1982 og ’83. Það er rétt, en hrekkur ekki til skýringar á því, hversu grátt útflutningsgreinarnar voru leiknar, meðan allt lék í lyndi. Skýringin á því er fiskveiðistefna og fjárfestingarafglöp Steingríms Hermannssonar á stóli sjávarút- vegsráðherra og hringlandaháttur fyrrverandi ríkisstjórnar í allri hagstjórn (einkum í gengis- og vísitölumálum). Hrun ríkisfjármála ■ Steingrímur minnir á aðkomu Alberts í fjármálaráðuneytinu. Albert hafði ekki fyrr lofað Arn- alds upp 1 hástert, fyrr en hann fékk á borðið úttekt á hruni ríkis- fjármála. Síðan hefur Albert og hjálparkokkar hans verið að bjástra við 3ja milljarða niðurskurð á ríkisútgjöldum, og vantar þó milljarð enn, að óbreyttum skött- um. Ríkissjóður stóð að vísu bæri- lega meðan verðbólgan var kynt á fullu, erlendar lántökur streymdu inn og sólund og innflutningsæði var í hámarki. Um leið og gengis- fellingar og ítrekaðar kjaraskerð- ingar fyrrverandi ríkisstjórnar fóru að segja til sín, dró úr inn- flutningsæðinu (öðruvísi orðað: létt á viðskiptahallanum) og af- koma ríkissjóðs fór hríðversnandi. Ríkissjóður dafnaði nefnilega eink- um á sláttumennsku, viðskiptahalla og verðbólgu, sem á sama tíma var að leggja afkomu atvinnuvega og hcimila í rúst. Þetta þótti fín fjár- málastjórn hjá Arnalds. Arnalds viðurkenndi aldrei að hallarekstur og skuldasöfnun helztu opinberra stofnana og fyrirtækja kæmi fjár- hag ríkissjóðs neitt við. Það skal játað, að Albert gat ekki haldið áfram svikamyllu Arnalds. Til skamms tíma er það svo, að fjármálaráðherra, sem stöðvar erlendar lántökur, dregur úr viðskiptahalla og verðbólgu'— hann stendur uppi með stórt gat. Um leið var það vopn slegið úr hendi núv. ríkisstjórnar að bæta launþegum upp færri krónur í launaumslaginu með umtalsverðri lækkun skatta — nema með niður- skurði ríkisútgjalda í svo stórum stíl, að hann er óframkvæmanleg- ur á einu ári. í skugga atvinnuleysis ■ Loks minnir Steingrímur áheyr- endur sína á, að suður-amerísk verð- bólga var í þann veginn að koll- varpa stórskuldugum fyrirtækjum og hefði leitt til atvinnuleysis með haustinu. Verðhækkanir á tólf mánaða tímabili til maí/ júní voru yfir 100%. Verðbætur á laun 1. júní (22%) hefðu aukið verðbólguhrað- ann upp í 130—140%. Allt er þetta satt og rétt. Það er líka rétt, að án aðgerða hefði þessi kollsteypa leitt til stöðvunar út- flutningsfyrirtækja, verklegra framkvæmda á vegum sveitarfé- laga og samdráttar í opinberum framkvæmdum. Til þess að forða atvinnuleysi hefði rúllettan haldið áfram: Hækkað fiskverð, hrikaleg gengisfelling, tilfærsla frá vel reknum fyrirtækjum til gjör- gæslufyrirtækja gegnum gengis- munasjóð (Steingrímstogarar), hækkun búvöruverðs, hækkun innflutningsverðs og hrikaleg hækkun fjármagnskostnaðar. Enginn hefði verið neinu bætt- ari. Vísitölubæturnar hefðu horfið úr vasa launþega á nokkrum vik- um. Hækkun rekstrar- og fjár- magnskostnaðar hefði eytt áhrif- um gengisfellingarinnar á hag út- flutningsfyrirtækja á örskömmum tíma. Ný og ennþá óviðráðanlegri holskefla hefði tekið við. Aðeins stóraukin sláttu- mennska erlendis hefði getað sleg- ið hruni og atvinnuleysi á frest. En í þetta skipti hefðu þau lán ekki fengizt — lánstraustið hefði verið þrotið. í þeim skilningi hafði Framsóknaráratugurinn runnið sitt skeið á enda 1. júní sl. Komið að skuldadögum Þetta er í stórum dráttum lýs- ing Steingríms Hermannssonar á viðskilnaði síðustu 4ra ríkis- stjórna Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags og að hluta til sjálfstæðismanna sl. þrjú ár. Þessi lýsing á neyðarástandi við lok Framsóknaráratugar er jafn rétt fyrir það, þótt formaður Framsóknarflokksins, flokks- bræður hans og fóstbræður í Al- þýðubandalagi hafi verið seinastir manna til að viðurkenna þessar staðreyndir og játa hvert stefndi: Það stefndi í hrun atvinnulífs og glötun efnahagslegs sjálfstæðis lýðveldisins. Það er sitt hvað, að lýsa ástandi hlutlægt eða að greina orsakir þess, læra af mistökunum og grípa til að- gerða, sem skila varanlegum árangri. Þegar Steingrímur Hermanns- son spyr á fundum sínum: „Hvaö er ríkisstjórnin að gera fyrir þig?“ — þá er svarið ágreiningslaust: Hún er að krefja launþega í land- inu um greiðslu á vanskilaskuld- um Framsóknaráratugarins: Nú á að borga fyrir við- skiptahallann, erlendu skuld- irnar, glataða sparifjármyndun, Steingrímstogarana, sem gerðir hafa verið út á ríkissjóð, offramleiðsluna í landbúnaðin- um, niðurgreidda og arðlausa fjárfestingu í nafni rangnefndr- ar byggðastefnu, fjárfest- ingarmistök í orkumannvirkj- um, árangursleysi Hjörleifs í samningum um hækkun orku- verðs, tapað fé i Grundartanga vegna kröfu þjóðernissinna um meirihlutaeign í áhættusömum stóriðjurekstri o.s.frv. Hér með hefur samanlögðum fórnarkostnaði Framsóknaráratug- arins verið framvísað með vöxtum og vaxtavöxtum til þjóðarinnar með þeim rökum, að þetta hafi hún kosið yfir sig. Tvær spurningar Úr því sem komið er spyrja menn bara um tvennt. f fyrsta lagi: Er óhjákvæmilegum byrðum jafn- að niður á gjaldendur eftir efnum og ástæðum? Eða er þeim sem minnst hafa burðarþolið ætlað að axla meginþungann? Um réttlæti spyr enginn. Þeir, sem sannanlega bera ábyrgð á óförum okkar, verða ekki dregnir til ábyrgðar. Þvert á móti. Þeir segjast núna stjórna skiptaréttin- um. í öðru lagi: Munu aðgerðir ríkis- stjórnarinnar bera varanlegan árangur? Eða verða fórnirnar færðar til einskis? Svarið við þeirri spurningu ræðst af sjúkdómsgreiningunni: Stafar verðbólgan af of háum launum? Er þá hægt að ná henni niður með varanlegum hætti með því að ætla launþegum að greiða hana niður með lægra kaupi? Eða er sprengirými verðbólgunnar að finna annars staðar í hagkerfinu? I rányrkjustefnu í sjávarútvegi og landbúnaði? í of mikilli fjárfest- ingu, sem skilar of litlum arði? f úreltu og spilltu stjórnkerfi, sem hyglar hefðbundnum forréttinda- hópum á kostnað almennings og þjóðarheildarinnar? Eru þetta hinar heilögu kýr Framsóknarára- tugarins? Um það verður fjallað í næstu grein. Jón Baldvin Hannibalsson er al- þingismaður Alþýðuflokks fyrir Keykjavíkurkjördæmi. flutning á Grafarvogssvæðinu, segir svo m.a.: „Þá er ég þeirrar skoðunar að deiliskipulagi norðan Grafarvogs verði ekki um kennt hve fáir þáðu úthlutun í því hverfi. Deiliskipu- lag 1. áfangans vakti almenna ánægju umsækjenda, enda í fyrsta sinn í mörg ár, sem skilmálar gera lóðahöfum kleift að byggja hús að eigin ósk, hvað varðar stærð þess og útlit. Eins og áður er getið er skýringuna fyrst og fremst að finna í erfiðu efnahagsástandi." Staðreyndin er sú, að í skipu- lagsmálum rekast á grundvallar- sjónarmið sjálfstæðismanna og alþýðubandalagsmanna. Eðli Al- þýðubandalagsins er að skammta sem flest, að leyfa sumt en banna annað. Stjórnlyndi þeirra eru eng- in takmörk sett. Við sjálfstæðis- menn trúum því hins vegar að sem flest sé best komið í höndum fólksins sjálfs, að því sé best treystandi til að ráða sínum mál- um, þ.á m. því hvort það byggir stór hús eða lítil. Eftirspurn eftir lóðum fullnægt Nú hefur það gerst í Reykjavík, í fyrsta sinn um margra áratuga skeið, að lóðaeftirspurn hefur ver- ið fullnægt. Nægt framboð er af einbýlis- og raðhúsalóðum í Graf- arvogi, Selási og Seljahverfi og auk þessa hefur verið úthlutað 466 íbúðum undir fjölbýli það sem af er kjörtímabilinu í Selási, Nýjum miðbæ og Ártúnsholti. Nægilegt framboð lóða hefur þá þýðingu að verulega dregur úr spennu á bygg- ingarmarkaðinum, byggingar- og lóðakostnaður lækkar og væntan- legir húsbyggjendur þurfa ekki lengur að lifa í stöðugum ótta um það hvort þeir fái lóð eða ekki. Reyndar ætti það að vera sjálf- sögð skylda hvers sveitarfélags að sjá til þess að nægilegt framboð sé af lóðum. Þeir, sem þurfa að fá lóð, eiga að geta gert það á hvaða tíma ársins sem er, en ekki ein- ungis átt möguleika á því einu sinni árlega, eins og tíðkaðist á tímum ófullnægðrar eftirspurnar. Þótt Alþýðubandalagið telji það af hinu slæma að nægilegt framboð sé af öllum tegundum íbúða, er ég viss um, að mikill meirihluti Reykvíkinga er á annarri skoðun. Punktakerfið afnumið Hið illræmda punktakerfi vinstri meirihlutans hefur nú ver- ið afnumið, öllum til mikils léttis. Punktakerfið, sem gilti við úthlut- un íbúðarlóða hjá vinstri meiri- hlutanum, er einn helsti minnis- varði um hugsanagang vinstri manna á stjórnarárum þeirra í Reykjavík 1978—1982. Ekki ein- ungis endurspeglaði það vilja þeirra um að aldrei ætti að full- nægja lóðaeftirspurninni heldur sýndi það á eftirminnilegan hátt hve stjórnunarkúnstir þeirra geta oft á tíðum verið misheppnaðar. f lóðaskorti vinstri meirihlutans verkaði punktakerfið eins og olía á eld. Sala á úthlutuðum einbýlis- húsalóðum varð arðvænleg atvinnugrein. Af einhverjum ástæðum ákváðu nokkuð margir einstaklingar, sem fengu úthlutað eftir þessu kerfi, að selja lóðirnar. Þetta geta vafalaust ýmsir fast- eignasalar staðfest. Þeir geta sennilega einnig staðfest, að þegar kunnugt varð um stóraukið fram- boð á sérbýlishúsalóðum, lækkaði markaðsverð þessara lóða veru- lega, eða þær hreinlega seldust ekki. Vonandi þurfa borgarbúar aldr- ei framar að upplifa lóðaskort, punktakerfi, ofskipulag íbúðar- hverfa og almennt fyrirhyggju- leysi í skipulagningu þeirra. Reynslan af vinstristjórnarárun- um i Reykjavík ætti að vera öllum víti til varnaðar í þeim efnum. \ ilhjálmur Þ. Yilhjálmsson er borgarfulltrúi Sjilfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður skipulags- nefndar horgarinnar. Ert þú að leita að hillum í stofuna, barnaherberqið, qeymsluna, laqerinn eða verslunina? Þetta er lausnin. KII IDI IUII I I ID rUrÍUn LLUn Hillustærðir: 30x80 og 50x80 Uppistöður: 61, 112 og 176 cm. Stofuhillur á geymsluhilluverði. Utsölustaðir: REYKJAVÍK: Liturinn, JL-Húsið, KÖPAVOGUR: BYKO, Nýbýla- vegi 15, HAFNARFJÖRÐUR: Málmur, Reykjavíkurvegi, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga, STYKKISHÓLMUR: Husið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbuð Jónasar, BOLUNGARVÍK: Jón Fr. Einarsson, iSA- FJÖRÐUR: Húsgagnaverslun ísafjarðar, BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Verslunin Dröfn, REYÐARFJÖRÐUR: Verslunin Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Verslunin Pór, VlK I MÝRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.A. Hefur þú kynntþér verðið á O GROHE GROHE-gæðin þekkja allir, en færri átta sig á því að GROHE tækin eru líka ódýrust. Objekt-tækin frá GROHE eru ódýrustu blöndunartækin á markaðnum. Samt eru þetta alvörutæki frá GROHE! X Zjr* GROHE NO: 25355 Kr.: 1.126.30 CROHH NO: 21244 Kr.: 1.438.80 ÚV \ V % \ GROHE NO: 21245 GROHE NOT31767 Kr.: 934.90 Kr.: 1.007.75 Að auki býður GROHE 12 verðflokka fyrir mismunandi blöndunartæki. Berðu saman verðið á Objekt-tækjunum og öðrum og hafðu GROHE-gæðin í huga! B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HUSIÐ)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.