Morgunblaðið - 06.10.1983, Side 20

Morgunblaðið - 06.10.1983, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 Gólfflísar og sólbekkir Standard stæröir, einnig smíöaö eftir máli BYGGIR hf. Grensásvegi 16, sími 37090. TOLVU l U LVUVFElj IN G undirbúningur og f ramkvæmd Stöðugt fleiri fyrirtæki taka ákvörðun um kaup á tölvubúnaði til notk- unar við fjárhags-, viðskipta-, launa-, birgðabókhald og framleiðslu og verkstýringu. Dæmin sýna og sanna að fátt er mikilvægara en réttur undirbúningur þegar tekin er ákvörðun um með hvaða hætti sé ráðlegast að tölvuvæða fyrirtækið. MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS er að gera þátttakendur færa um að skilgreina kröfur og þarfir eigin fyrir- tækis og kynna fyrir þeim helstu lausnir sem koma til greina. EFNI: - Hvað er tölva - hvernig vinnur tölva. - Hvaða rekstrarþætti er hagkvæmt að tölvuvæða - stjómun, fjármála- svið, birgðastýring, framleiðslustýring. - Undirbúningur tölvuvæðingar - úttekt á þörfum fyrirtækisins, skil- greining á kröfum fyrirtækisins til tölvulausnar. - Söfnun upplýsinga - gerð útboðsgagna, samanburður tilboða, val hug- búnaðar og vélbúnaðar. - Framkvæmd tölvuvæðingar - fjármögnun, námskeið, samningur við seljendur. - Áhrif tölvuvæðingar á starfsfólk og stjómun. - Sýning á nokkrum tölvukerfum. Sérstaklega verður fjallað um framboð á hugbúnaði og vélbúnaði á ís- lenska markaðnum. ÞÁTTTAKENDUR: Stjómendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana er hafa með höndum ákvörðun um val tölvubúnaðar og umsjón með framkvæmd tölvuvæð- ingar. LEIÐBEINENDUR: Gunnar Ingimundarson, við- skiptafræðingur, próf í við- skiptafræði frá Háskóla ís- lands, 1981, starfar sem ráð- gjafi hjá Félagi fslenskra iðn- rekenda við undirbúning og framkvæmd tölvuvæðingar. Páll Kr. Pálsson, hagverkfræð- ingur, próf f hagverkfræði frá Tækniháskólanum f V-Berlín 1980, deildarstjóri tæknideild- ar Félags fslenskra iðnrekenda og stundakennar við Háskóla íslands. TÍMI: 17.-19. október 1983 kl. 13-18, samtals 15 klst. TILKYNNIÐ ÞATTTOKU ÍSÍMA 82930 ATH: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunnarsjóður Starfsmanna ríkisstofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkomandi skrifstofur. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS !S«23 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON SAMBÚÐ ÞÝSKU RÍKJANNA BATNAR SKIPTING l'ýskalands í tvo hluta á milli austurs og vesturs er þungamidjan í valdakerfi sem varð til í Evrópu eftir síðari heims- styrjöldina. Fram undir lok sjöunda áratugarins kölluðu Sovét- menn og fylgifiskar þeirra stjórnendur Vestur-Þýskalands „hefnd- arsinna“ og gáfu þar með til kynna að þeir ætluðu að feta í fótspor Hitlers og hefna ófara hans í styrjöldinni. „Ostpolitik" eða „austur- stefnan" sem mótuð var undir forystu jafnaðarmannsins Willy Brandt með stuðningi kristilegra demókrata í kringum 1970 breytti samskiptum Vestur-Þjóðverja við kommúnistaríkin. í Vestur-Þýskalandi líta stjórnmálamenn hvar 1 flokki sem þeir standa svo á að mikið skuli á sig leggja til að treysta tengslin við Austur-Þýskaland. Þetta sannaðist gleggst í júní sl. þegar ríkisstjórn Helmut Kohl, fyrsta kanslara kristilegra demókrata í rúman áratug, veitti Austur-Þjóðverjum stór- lán, 1 milljarð marka eða rúma 10 milljarða ísl. króna. Lánveitingin sem slík vakti ekki einungis alheimsathygli heldur einnig aðferðin sem Helmut Kohl beitti við hana, að fá Franz Josef Strauss, forsæt- isráðherra í Bæjaralandi og formann bræðraflokks kristi- legra demókrata þar, til að beita sér fyrir að fé fékkst hjá einkabönkum i lánið, fara til Austur-Þýskalands og ræða málin við Erich Honecker, leið- toga austur-þýskra kommún- ista. Hafi einhver verið illi and- inn í vestur-þýskum stjórnmál- um undanfarin ár og síðustu áratugi að mati Kremlverja er það Franz Josef Strauss, sem nú er orðinn bjargvættur Austur- Þýskalands. En fjárhagur þessa kommúnistaríkis er bágborinn eins og annarra sovéskra lepp- ríkja, skulda Austur-Þjóðverjar vestrænum bönkum 6,3 millj- arða doilara eða 180 milljarða íslenskra króna. Vestur-Þjóðverjar meta ekki fjárútvegun fyrir Austur- Þjóðverja einvörðungu með peningalegri mælistiku heldur líta á fyrirgreiðsluna sem fjár- festingu í mannúðlegri stjórn- arháttum í kommúnistaríkinu og þar með sem stiklu á leiðinni að því sameiginlega markmiði allra vestur-þýskra stjórnmála- flokka að þýsku ríkin tvö sam- einist í eitt. Nú virðist vera að koma í ljós, að lánið frá því í júní hefur haft mildandi áhrif á austur-þýsk stjórnvöld. Sjálf- virkar byssur að austanverðu við „innri“ þýsku landamærin hafa verið fjarlægðar og sú regla hefur verið afnumin að börn og unglingar undir fjórtan ára aldri sem koma frá Vestur- Þýskalandi til Austur-Þýska- lands þurfi að greiða 25 mörk eða rúmar 250 krónur fyrir hvern dag sem þau dveljast fyrir austan. Um miðjan september birtist í bandaríska blaðinu Wall Street Journal grein sem sögð var byggja á leynilegu skjali um framtíðaráform austur-þýskra stjórnvalda í samskiptum við Vestur-Þjóðverja. Þar kom m.a. fram: — Haldið verður áfram að selja pólitíska fanga til Bonn. Erich Honecker Um 1000 til 1500 eru seldir ár- lega, fyrir 40 til 100 þúsund mörk hver (400 þús. til 1 millj. ísl. kr). Stjórnvöld í Bonn segj- ast ekki vilja kaupa afbrota- menn sem voru um 30% af þeim fjölda sem stjórnin undir for- ystu jafnaðarmanna keypti. — Hraðbrautin frá Berlín til Vestur-Þýskalands verður endurbætt og einn af járnbraut- arteinunum til Berlínar verður rafvæddur. — Haldið verður áfram að efla tengslin milli löggjafar- þinga Vestur- og Austur-Þýska- lands. Kristilegum demókrötum er í nöp við þetta þingmanna- samstarf. Þeir telja austur- þýska þingið ekki sambærilegt við hið vestur-þýska og segja sem svo að 17 milljónir Aust- ur-Þjóðverja megi ekki um frjálst höfuð strjúka fyrir af- skiptum Sovétmanna. — Póstþjónusta milli ríkj- anna verður endurbætt — Fallist verður á tillögu Vestur-Þjóðverja um að þeir leggi fram 18 milljónir marka (180 millj. kr.) til að byggja hreinsistöð við Rödená skammt frá þorpinu Grenzlust við norð- austurlandamæri Bæjaralands. Mengunin í þessari á hefur eyðilagt rækv.að land í Vestur- Þýskalandi. — Viðræðum um afvopnun- armál verður haldið áfram. — Viðræður um menningar- samskipti hefjast að nýju. Heinrich Windelen, ráðherra þýskra samskipta í Bonn, benti á það nýlega að fleiri mennta- skólanemendur frá Vestur- Þýskalandi færu nú yfir til Austur-Þýskalands í stuttar ferðir en áður. 800 tóku sér slíka ferð á hendur árið 1979 en um eða yfir 6000 í ár. Og í ár Franz Josef Ntrauss heimsækja um 1200 austur- þýskir skólanemendur Vestur- Þýskaland. Vestur-Þjóðverjar vilja efla slík tengsl og telja þau besta merkið um að sambúð þýsku ríkjanna sé viðunandi. í grein sem James M. Mark- ham, fréttaritari New York Times, ritaði nýlega um þetta mál sagði hann, að í Vestur- Þýskalandi teldu menn, að Er- ich Honecker, kommúnistaleið- togi Austur-Þjóðverja, hefði meira svigrúm nú en áður til sjálfstæðra ákvarðana án af- skipta Moskvu vegna óvissunn- ar í Póllandi. Kremlverjar líti á Austur-Þjóðverja sem besta bandamann sinn í hernaðar- málum og efnahagsmálum í Austur-Evrópu. Um þessar mundir er litið á allar hræringar í samskiptum austurs og vesturs i samhengi við Evrópueldflaugarnar. Er talið að sú áhersla sem nú er lögð á að bæta samskipti þýsku ríkjanna sé staðfesting á því að hvað svo sem gerist í eldflauga- málinu muni það ekki spilla þessu sérstaka sambandi. Heinrich Windelen, vestur- þýski ráðherrann, sagði að Austur-Þjóðverjar hefðu engan sérstakan áhuga á því að eld- flaugaandstæðingar settu allt á annan endann í Vestur-Þýska- landi. „Þeir þurfa á okkur að halda," sagði ráðherann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.