Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 Combi Camp Hausttilboð Bjóðum nokkur stykki af tjaldvögnum á sérstöku haust- tiiboöi. Verö frá 45.000.- Hagstæðir greiösluskilmálar. Benco Bolholti 4. Sími 21945 — 84077. MARKAÐSOG SOLUSDORNUN MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að gera grein fyrir helstu verkefnum við markaðs- og sölustjórnun í fyrirtækjum og hvernig vinna má skipulega að markaðsmálum. Stefnt er að því að þátttakendur geti tileinkað sér helstu hugtök í markaðsstjörnun ogsjái dæmi um hvernig virk sölustjórn- un skilar góðum árangri. EFNI: A námskeiðinu verður m.a. fariðyfir eftirfarandi: - (írundvallarþættir markaðsstjórnunar. - Skipulagning sölustarfseminnar. - Persónuleg sölumennska í ljósi nýrrar sjónarmiða í markaðsmálum. Mótun markaðsáætlunar. Raunvt*rkefni og hópæfingar. Ný viðhorf í markaðsmálum. PÁTTTAKENDUR: Námskeið þetta er einkum ætlað síilustjórum og þeim aðilum sem ábyrgð bera á undirbúningi og framkva*md markaðsmála í fyrirtækjum. LEIÐBEINENDUR: Johannes Bred«.l cand. jur. Hann hefur starfað við inn- kaupa- og síilustjórnun í ýms- um dönskum fyrirtækjum. stjórnað nániskeiðahaldi fyrir danska iðnrekendafélagið og v i n n u mál asamband ið og re k u r nú eigin raðgjafaþjonustu ásamt öle Hvidt Jensen. Ole Hvidt Jensen H.I). Hann hefur starfað við markaðs- stjórnun bæði í stórum og smáum fvrirtækjum, og á ár- unum 1967-1979 sá hann um námskeiðahald i markaðs- málum fyrir danska iðnrek- endafélagið og danska vinnu- veitendasambandið. Hann rekur nú eigin ráðgjafaþjón- ustu ásamt Johannes Bredal. Námskeiðið fer fram á dönsku. STAÐUR OG TIMI: Kristalssalur Hótels Diftleiða 17.-18. október kl. 8.30-16.30. TILKYNNIÐ PÁTTTÖKU í SÍMA 82930 AIH Verslunarmannafélag Reykjavikur og Starfsmenntunnarsjoður Starfsmanna nkisstolnanna greiðir þatttökugjald fýrir félaga sina a þt'ssu namskeiði. Upplvsiíigar gefa \ iðkomandi skrifstofiir. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSIANDS ifiá23 Afmæliskveðja: Margrét Jóns- dóttir - Ferstiklu í sumar varö 90 ára Margrét Jónsdóttir fyrrum húsfreyja á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd. Hún var fædd 4. júlí 1893 á Þverá í Norðurárdal í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar henn- ar voru Jón Ágúst Jónatansson og Björg Jónsdóttir, er síðar bjuggu á Núpi í Laxárdal. Þar ólst Margrét upp, ásamt sjö systkinum sínum. En fermingarárið hennar dundi reiðarslag yfir heimilið, faðir hennar drukknaði í sjónum fram- an við Blönduós, ásamt tveimur öðrum mönnum, hvolfdi bátnum með þeim í stjórsjó og í nátt- myrkri. Eftir þetta slys kom los á heimilið og varð Margrét að fara að vinna fyrir sér. Hún réð sig sem kaupakonu að Snæringsstöðum í Svínadal, og lofaði hún það heimili mikið síðan. Veturinn 1914 fór hún svo í Kvennaskólann á Blönduósi og var þar í tvo vetur. Þaðan fékk hún gott veganesi fyrir lífsstarfið. Blönduósskóli var talinn mjög góður skóli og var því viðbrugðið hvað þangað völdust góðar kennslukonur. Þar lærði Margrét m.a. karlmannafatasaum og stundaði hún saumaskap á vet- urna, en var í kaupavinnu á sumr- in. Vegna gamalla kynna við Mar- gréti er mér ljúft að minnast hennar, en þau kynni byrjuðu þeg- ar ég var drengur innan við ferm- ingu á Stóru-Borg í Víðidal. Þang- að réðst hún kaupakona sumarið í NÆSTA mánuði er væntanleg á bókamarkaðinn önnur minningabók Jóhannesar R. Snorrasonar flug- stjóra, en fyrri bók hans, Skrifað í skýin, kom út árið 1981 og var með söluhæstu bókum það ár. Þessi bók, sem ber sama nafn og fyrri bókin, er 335 blaðsíður og prýdd miklum fjölda mynda, þ.á m. mörgum fögr- um litmyndum frá Grænlandi. Efni þessarar bókar hefst þar sem frá var horfið í fyrri bókinni, árið 1946, og nær allt fram til upphafs sjöunda áratugsins. í þessari bók er m.a. fjallað um upphaf millilandaflugs íslendinga 1916 og átti þar heima í fimm ár. Frá þeim tíma hélst alltaf vin- skapur við foreldra mína og frændfólk á því heimili. Margrét var glæsileg stúlka, glaðlynd og skemmtileg, sem alla laðaði að sér og ekki síst okkur krakkana, meðal annars vegna þess að hún notaði sína frítíma einn veturinn, til þess að kenna okkur að dansa. Ég hefi oft hugsað um það síð- an, hvað þessi danskennsla hafði mikla þýðingu fyrir mig, þegar ég fór að fara á skemmtanir. Þá öf- unduðu jafnaldrar mínir mig af því. Þeir voru feimnir að bjóða stelpunum upp, af því þeir kunnu svo lítið að dansa. Árið 1921 fer Margrét alfarin úr Norðurlandi, til Reykjavíkur. Þar starfaði hún við saumaskap í tvö ár. En árið 1923 fer hún í kaupa- vinnu að Ferstiklu og þar með var hennar framtíð ráðin. Því árið 1925 giftist hún bóndasyninum þar, Búa Jónssyni. Hann var mik- ill myndar- og dugnaðarmaður og þau mjög samtaka við búskapinn. Jörðin er í þjóðbraut og var þar mikill gestagangur og komu marg- ir þangað þreyttir og svangir. Sér- staklega á fyrri árum, áður en bíl- arnir komu til sögunnar, þar sem aðalfarartæki. Þá reyndi oftast mest á húsmóð- urina og létu þau hjón ekki sitt eftir liggja, að veita gestum sínum alla þá aðhlynningu sem hægt var, og greint frá nokkrum æfintýra- legum ferðum á frumbýlisárum þess, tveim eftirminnilegum sjúkraflugum, lendingu á hafísn- um nálega miðja vegu milli Græn- lands og íslands, birgðaflutning- um upp á hájökul Grænlands og upphafi Grænlandsflugsins á Katalinaflugbátunum, svo eitt- hvað sé nefnt. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf., kápan gerð á teiknistofu Gísla B. Björnssonar. Snæljós sf. gefur bókina út. Kréttatilkynning og stundum varð að leggja nótt við dag. Það sagði mér gamall maður, sem oft kom að Ferstiklu, þreyttur eftir langa dagleið: „Það var eins og öll þreyta færi úr mér þegar ég for að tala við hjónin, því þau voru bæði svo kát og hress í viðmóti." Margrét og Búi eignuðust þrjú börn, tvo syni, þá Ágúst Gísla og Vífil, sem báðir eru bændur á föð- urleifð sinni og eina dóttur, sem heitir Kristín Ríkey og er hún bú- sett í Kópavogi. Barnabörnin eru sextán. Á afmælisdaginn var Margrét stödd í félagsheimilinu Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Þangað heim- sóttu hana hátt á annað hundrað manns, sveitungar og aðrir vinir og vandamenn víðsvegar að, til að þakka henni og samgleðjast. Margrét hefir alltaf unnað æskustöðvum sínum fyrir norðan, og áttu allir Húnvetningar góðu að mæta á hennar heimili. Þau hjónin komu líka stundum á skemmtanir, sem Húnvetninga- félagið í Reykjavík hélt, og sýndu með því hug sinn til sýslunnar. Við mér blöstu birkihlíðar blikuðu fjöll í sólareldi, telur skáldið Helgu Haraldsdóttur hafa sagt, þegar hún var stödd í Harðarhólma, sem er í Hvalfirði skammt frá Ferstiklu. Gæti mað- ur ekki látið sér detta í hug, að unga húsmóðirin hafi hugsað eitthvað svipað þegar hún kom í þetta sérkennilega og fagra um- hverfi og sólarlagið á vorin hafi minnt hana á björtu vornæturnar fyrir norðan. Þessi síðbúna afmælisgrein á fyrst og fremst að vera þakklæti fyrir gömul kynni og óskir um bjart ævikvöld. Margrét býr nú á dvalarheimil- inu Höfða á Akranesi. Hún er heilsugóð, létt í spori og stálminn- ug og heldur bæði sjón og heyrn. Þótt hún hafi að baki 90 árin, má enn sjá á andliti hennar bros ungu stúlkunnar, sem ég sá fyrir rúm- um 60 árum, og kenndi mér að dansa. Við hjónin sendum henni okkar bestu afmæliskveðjur. Dýrmundur Ólafsson Önnur minningabók Jóhannesar R. Snorra- sonar flugstjóra Aðeins á gólfinu ______er ódýrara að sofa Hagsýnn velur þaö bezta HÚSGAGNAHÖLIIN BlLDSHÖFOA 20-110 REYKJAVfK S 91-81199 og 81410 Verö með dýnum og náttboröi 13.510 3ja ára ábyrgð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.