Morgunblaðið - 06.10.1983, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983
32
Kínnock hyggst leiða
Verkamannaflokkinn til
valda og virðingar á ný
NEIL KINNOCK, nýkjörinn leift-
togi brezka Verkamannaflokksins,
á örðugt verkefni fyrir höndum.
Hann hefur lýst yfir þeim ásetn-
ingi sínum að hefja Verkamanna-
flokkinn til vegs og virðingar á ný
eftir þær hrakfarir, sem flokkur-
inn mátti þola í þingkosningunum
í júní. Víst er, að Verkamanna-
flokkurinn hefur ekki átt jafn litiu
gengi að fagna hjá brezku þjóðinni
um langt skeið og einmitt nú að
undanförnu. Því er von, að margir
Bretar spyrji með sjálfum sér: „Er
Kinnock vandanum vaxinn?“.
Kinnock er úr vinstra armi
Verkamannaflokksins. Hann
þykir mjög vel máli farinn og
Ijóst er, að Verkamannaflokkur-
inn bindur miklar vonir við hann
eftir margra ára ósigra og
vonbrigði. Kinnock er nú aðeins
41 árs. Hann er því yngsti
stjórnmálamaðurinn, sem
nokkru sinni hefur gegnt stöðu
flokksleiðtoga hjá nokkrum af
stóru flokkunum í Bretlandi á
þessari öld. Hann hefur aldrei
gegnt ráðherrastöðu meðan
Verkamannaflokkurinn hefur
farið með völd í Bretlandi.
skjöldu Verkamannaflokksins
sem hagsýnni stjórnmálamaður
en hann hefur áður verið, reiðu-
búinn að brjóta á bak aftur
vinstri öfgasinna innan flokks-
ins og að taka upp baráttuna
fyrir því að ná völdum í landinu
á nýjan leik í stað þess að sóa
kröftum flokksins í áframhald-
andi deilur um hugmyndafræði,
sem reynzt hafa fánýtar og áttu
örugglega stóran þátt í fylgis-
tapi flokksins í þingkosningun-
um í júní sl. „Ég get starfað með
hverjumn þeim innan Verka-
mannaflokksins, sem hefur
áhuga á að sigra," er haft eftir
Kinnock.
Hann kunngerði ákvörðun
sína um að verða í kjöri sem
leiðtogi Verkamannaflokksins,
eftir að forveri hans, Michael
Foot, sem er sjötugur að aldri,
ákvað að segja af sér eftir ósig-
urinn í júní sl., en þá hlaut
Verkamannaflokkurinn minna
fylgi en í nokkrum þingkosning-
um síðan 1918.
„Betri en Foot — en
er hann nógu góöur?“
Hvort Kinnock á eftir að leiða
komst hið óháða blað Financial
Times að orði fyrir skömmu:
„Enda þótt hann kunni að vera
betri en Foot, þá eru margir
þeirrar skoðunar, að hann sé
ekki nógu góður."
Kinnock hefur jafnan verið
óspar í gagnrýni sinni á íhalds-
flokkinn, sem málsvara eigna-
stéttanna í þjóðfélaginu. Samt
hefur hann ekki hikað við að við-
urkenna nú, að eigi Verka-
mannaflokkurinn að komast
nokkru sinni til valda aftur, þá
verði flokkurinn einnig að ná til
hinna efnameiri í þjóðfélaginu.
„Flokkurinn verður að rúma þá,
sem eitthvað eiga jafnt sem
eignalausa," sagði hann í frétta-
viðtali fyrir skömmu.
Eftir þingkosningarnar í júní
hefur Kinnock skipt um skoðun í
varnarmálum og að mestu leyti
horfið frá þeirri stefnu, að Bret-
land eigi að afvopnast einhliða
með tilliti til kjarnorkuvopna, en
sú stefna er talin hafa kostað
flokkinn mörg atkvæði í þing-
kosningunum. Jafnframt virðist
hann ekki leggja á það nándar
nærri eins mikla áherzlu og áð-
hann var 29 ára gamall, en þeir
lifðu það að sjá einkason sinn
kjörinn til neðri deildar brezka
þingsins árið áður, fyrir kjör-
dæmið Islwyn, sem hann er enn
þingmaður fyrir.
Kinnock hefur lýst því, hve
bergnuminn hann varð, þegar
hann fór 8 ára gamall með föður
sínum til þess að hlýða á Aneur-
in Bevan, hinn kunna forystu-
mann Verkamannaflokksins í
Wales, sem átti mestan þátt í því
að koma á fót ríkissjúkrasam-
lagi í Bretlandi eftir heimsstyrj-
öldina síðari, sem allir áttu að-
gang að. Hann var ekki heldur
nema 14 ára, þegar hann gekk í
Verkamannaflokkinn.
í meðallagi
sem námsmaður
Kinnock reyndist aðeins meðal
námsmaður, bæði í barnaskóla
eða framhaldsskóla. Hann náði
þó að ljúka prófi í sagnfræði við
háskólann í Cardiff, höfuðborg
Wales, en það tókst þó ekki fyrr
en í annarri tilraun. Að svo búnu
fór hann í námsþjálfun sem
kennari.
Neil Kinnock — orðheppinn og
brosmildur
neinum kosningum."
En hann var allt annað en
heppinn á sunnudagsmorgun,
þegar hann og kona hans voru að
stilla sér upp fyrir ljósmyndara
á ströndinni við Brighton. Alda
féll að landi og þegar Kinnock
reyndi að forða konu sinni und-
an öldunni, tókst ekki betur til
en svo, að hann datt sjálfur aft-
ur á bak með þeim afleiðingum
að buxur hans gegnblotnuðu.
„Fjandans aldan lenti á mér,“
varð honum að orði, þar sem
hann stóð og sjórinn draup úr
buxum hans. „Eg þori að veðja,
að þetta gæti aldrei komið fyrir
Maggie."
Hattersley — fulltrúi
hægri armsins
Helzti keppinautur Kinnocks
um formannsstöðuna í Verka-
mannaflokknum var Roy Hatt-
ersley, sem tilheyrir hægri armi
flokksins. Enda þótt hann hafi
beðið ósigur fyrir Kinnock var
hann samt kjörinn varaformað-
ur með talsverðum meirihluta.
Roy Hattersley (til vinstri) við brottför á Reykjavíkurflugvelli í nóvember 1975, er hann og hinir brezku Kinnock ásamt konu sinni, Glenys, og börnum þeirra tveimur, Stephen
fulltrúarnir í landhelgisviðræðunum þá héldu heim í fússi eftir aðeins 40 mínútna fund, eftir að slitnað hafði upp og Rachel.
úr viðræðunum.
„Ef vega á menn og meta eftir
þeim mælikvarða, þá hefði John
F. Jennedy aldrei orðið forseti
Bandaríkjanna," er haft eftir
Kinnock nýlega, er hann var
minntur á þessa staðreynd. Þar
vísaði hann alfarið á bug allri
gagnrýni þess efnis, að hann
væri of reynslulítill og kvaðst
reiðubúinn til þess að taka að sér
embætti forsætisráðherra Bret-
lands, ef Verkamannaflokkurinn
kæmist til valda á nýjan leik.
Rauðhærður og brosmildur
Rauðhærður en brosmildur og
gæddur góðri kímnigáfu hefur
Kinnock einkum tekizt að ná
góðu valdi yfir sjónvarpinu, þar
sem framkoma hans og leiftr-
andi andsvör njóta sín vel. Hann
á ættir sínar og uppruna að
rekja til kolanámumanna í Wal-
es, sem gjarnan hafa verið ein
öflugasta stoð Verkamanna-
flokksins og styrkir það að
sjálfsögðu stöðu Kinnocks nú
sem leiðtoga flokksins.
Kinnock gengur nú fram fyrir
Verkamannaflokkinn aftur til
valda í Bretlandi í næstu þing-
kosningum er óvist, en þær eiga
ekki að fara fram fyrr en 1988.
En í samanburði við Foot, sem
mátti sín lítils gegn frú Margar-
et Thatcher, forsætisráðherra,
er umræður hörðnuðu á þingi,
má búast við að Kinnock eigi eft-
ir að reynast henni miklu harð-
ari andstæðingur. „Við kusum í
vonleysi til þess eins að lifa
krjúpandi á hnjánum." Þannig
hefur Kinnock orðað þá röksemd
Verkamannaflokksins, að Bretar
hafi fremur greitt atkvæði af
uppgjöf en af von um annað
kjörtímabil með aðhaldsstefnu
frú Thatcher í efnahagsmálum.
„Hún var montin áður. Nú held-
ur hún, að hún sé algerlega full-
komin," er haft eftir Kinnock,
sem þykir orðheppinn og sér-
staklega laginn við að senda
andstæðingum háðsglósur, sem
hitta í mark og það svo, að marg-
ir hafa sagt, að dómgreind hans
væri alls ekki í réttu hlutfalli við
hnyttni hans í tilsvörum. Þannig
ur, að Bretland segi sig úr Efna-
hagsbandalagi Evrópu.
Kinnock ólst upp í námudölum
Wales, sem frá fornu fari hafa
verið eitt sterkasta vígi Verka-
mannaflokksins. Hann vakti
fyrst verulega athygli innan-
lands sem stjórnmálamaður, er
hann varð talsmaður Verka-
mannaflokksins í menntamálum
eftir ósigur flokksins í þingkosn-
ingunum 1979. Þá gerði hann í
ræðu og riti harða hríð að
brezku einkaskólunum, sem
hann telur vera einn helzta
hornstein hinnar langlífu stétta-
skiptingar í Iandinu. „Þeir eru
sementið í veggnum, sem klýfur
brezka þjóðfélagið," sagði hann
þá einu sinni í ræðu.
Neil Gordon Kinnock er fædd-
ur í Tredegar í Suður-Wales. Frá
heimili foreldra hans var örstutt
til kolanámunnar, þar sem faðir-
inn vann. Foreldrar hans höfðu
mikla ást á syni sínum, sem var
einkabarn þeirra, og ólu með sér
mikinn metnað fyrir hans hönd.
Báðir foreldrar hans dóu þegar
Hann átti hins vegar strax
gengi að fagna í stjórnmálum á
háskólaárum sínum og var kjör-
inn forseti málfundafélags há-
skólans og einnig forset' félags
stuðningsmanna jafnaðarmanna
þar. í háskólanum kynntist hann
verðandi eiginkonu sinni, Glynis
Parry, sem nú er kennari fyrir
þroskaheft börn. Þau eiga tvö
börn, Stephen, 13 ára, og Rachel,
sem er 11 ára.
Helztu áhugamál Kinnocks
utan stjornmálanna eru rugby,
hann var eitt sinn þjalfari í
þeirri íþrótt, og en einnig tónlist
og þá einkum sönglist. Hann
hefur t. d. mikið dálæti á mörg-
um kórsöngvum frá heimalandi
sínu, Wales, en einnig á tónlist
Beethovens og lögum Elvis
Presleys.
Eftir að hafa komizt ómeiddur
úr bifreið sinni, þegar hún valt á
miklum hraða í júlí sl., varð
Kinnock að orði: „Einhverjum
þarna uppi hlýtur að geðjast að
mér. Ef lánið léki alltaf svona
við mig, þá myndi ég aldrei tapa
Hattersley er sennilega kunnari
íslendingum en flestir aðrir
brezkir stjórnmálamenn, sem nú
eru í fararbroddi. Hann var að-
stoðarutanríkisráðherra Breta í
þriðja þorskastríðinu 1975 og að-
alsamningamaður þeirra þá í
viðræðunum við íslenzk stjórn-
völd.
Hattersley tók þátt í samn-
ingaviðræðum Breta við Efna-
hagsbandalag Evrópu, þegar
Bretland gekk í bandalagið og
það kom mörgum á óvart, að
hann skyldi ekki segja skilið við
Verkamannaflokkinn á sínum
tíma og ganga í hinn nýstofnaða
jafnaðarmannaflokk, SDP.
Hattersley lét það engu að síður
skýrt í ljós í kosningabaráttunni
í vor, að hann væri á öndverðum
meiði við hina róttæku kosn-
ingastefnuskrá flokksins. Þann-
ig er hann andvígur einhliða af-
vopnun Breta og er því fylgjandi,
að þeir verði áfram aðilar að
EBE.
(Samantekt: Magnús Sigurðsson. Heim-
ildir: Associated Press, Economist o.fl.)