Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983
Agnar Bogason
In memoriam:
Menn voru snemma á fótum
vestur á Sólvallagötu þegar Bogi
Ólafsson bjó á númer 15 en Árni
frá Múla á 12. Húsbændur ekki
gefnir fyrir að dorma frameftir,
— trúðu á morgunstund og sóttust
ritstörf og hverskonar hugverk
best fyrir rismál. Agnar Bogason
fór á fætur með föður sínum og
sat á rúmstokknum hjá mér þegar
ég vaknaði, var stundum búinn að
bíða lengi eftir að komast út að
leika sér. Þetta var árið 1927.
Agnar var sami morgunhaninn
þegar við hittumst aftur í fjórða
bekk Menntaskólans tíu árum síð-
ar. Ekki reif hann sig þó að jafn-
aði upp fyrir allar aldir til að lesa
meiri latínu undir fyrsta tíma eða
kúra í öðrum fögum Lærða skól-
ans, — ekki svo nojið með það, —
enda mörgu mikilsverðara að
sinna eins og títt er með æsku-
mönnum. Eftir skóla þurfti t.d. að
spila mikið á grammófón því að
Agnar var músíkalskur og átti
snemma stafla af Armstrong og
Fats Waller og þeim frændum.
Hann fór meira að segja einu
sinni að læra að spila á píanó, og
þykir víst mörgum sem bara
kynntust hrjúfu hversdags-við-
móti Agnars skrítið að frétta af
honum við slaghörpuna heima 1
Tjarnargötu 39, að telja einn og
tvo og einn og tvo í taktinn í
fingraæfingum eða stautandi
gegnum 45 sónatínur.
Bogi Ólafsson hafði reist sér og
sínum stórhýsi á horni Skothús-
vegar og Tjarnargötu, og þar voru
skólabræður Agnars boðnir og
velkomnir í kaffi og kræsingar,
með ómældum fortölum og ávítum
húsbóndans þegar honum þótti
allnokkuð skorta á námsafrek og
iðni bekkjarbræðranna. En það
var eins með hið hrjúfa viðmót yf-
irkennarans og sonar hans, það
var bara á yfirborðinu, — þetta
var þeirra fas. Undir var hlýja og
húmor, og oft hífandi stemmning
við kvöldborðið þegar frú Gunn-
hildur bauð öllum viðstöddum í
mat. Þar ríkti málfrelsi og marg-
vísleg hugðarefni reifuð. Einu
sinni var fjallað um nýjasta
áhugamál Ágnars: reiðhesta.
Ræddu þeir feðgar málið ákaflega,
— sannaði Agnar nauðsyn þess að
hafa gæðinga til taks í Tjarnar-
götu 39 til þess að eiga hægar með
að sækja Menntaskólann við
Lækjargötu í illviðrum á vetrum,
en þeysa svo með glæsibrag í góð-
viðrum um stræti og torg og beita
hrossunum á Austurvelli meðan
maður skryppi á Borgina. Bogi
andmælti kröftuglega og fór ekki
að hlæja fyrr en riddarinn tilvon-
andi sló út síðasta trompinu: — ef
allt um þryti mætti sem best hafa
fákana í matinn. Ekki varð af
hrossakaupum í það skipti, en
seinna eignaðist Agnar reiðhesta.
Og hvað sem mönnum annars
finnst um hestamennsku í þunga-
vigt, sat ekki nokkur maður gæð-
inga sína betur en Agnar Bogason,
og sópaði að honum teinréttum í
söðli.
Úr Tjarnargötu 39 var stutt í
miðbæinn, í bíóin tvö og aðra sam-
komustaði höfuðborgarinnar á
fyrri hluta aldarinnar, en ennþá
styttra niður á Tjörn. Agnar gat
spennt á sig skautana heima á
tröppum, og varð einhver flottasti
skautahlaupari bæjarins, — hár
og grannur á fleygiferð fram úr
öllum, eða lipur dansari í áttunni
og keðjunni og öllum krúsídúllun-
um á svellinu. Allskonar kúnstir,
sem vöfðust fyrir flestum
mönnum virtist Agnar kunna af
sjálfum sér, því manninum var
margt til lista lagt. Hann var til
dæmis afbragðs teiknari, dró upp
á augabragði smáportrett og kar-
íkatúra af vinum og kunningjum,
og skrípamyndir af athyglisverð-
um fyrirbrigðum lífsins, en datt
aldrei í hug að sinna slíku i alvöru,
hvað þá að læra neitt í listinni.
Auðvitað tók Agnar Bogason
jafnmörg núll og hver annar í
harðvítugri setningafræði og
myrkri hljóðgliðnunarspeki ís-
lenskukennara, þótt hann væri
fæddur og uppalinn við móður-
málið klárt og kjarngott eins og
það var talað í Tjarnargötu 39 og
kynni það af sjálfum sér. Hann
hafði líka gaman af að slá um sig í
fornsagnastíl, og hugðu margir að
karlinn faðir hans hefði troðið í
hann íslendingasögunum með
harðri hendi. En svo var ekki, —
Agnar lá í sögunum frá barnæsku,
fyrst í bardögum og vígaferlum
eins og aðrir strákar, en seinna
tungutaki forfeðranna — og þótti
honum víst síðan fátt um aðra
höfunda.
Á skólaárum var Agnar Boga-
son á síld á sumrin með aflakóng-
um á Allíansi-togurum, — útgerð-
in var í ættinni, og faðir hans
gamall togarajaxl. Bogi Ólafsson
var fullorðinn maður þegar hann
ákvað að ganga menntaveginn og
kominn á fertugsaldur þegar hann
lauk stúdentsprófi. Agnar var ekki
orðinn 19 ára þegar við urðum
stúdentar vorið 1940, og varla von
að hann væri búinn að planleggja
framtíðina. Hann sagði gjarnan
þegar Gunnhildi móður hans
þóttu undarlegir ungir menn sem
ekki vissu hvað þeir ætluðu sér í
lífinu: Þú verður að gæta þess
móðir sæl að heimsstyrjöldin hef-
ur komið róti á hugi okkar æsku-
manna. En með stríðinu komst
Ameríka á dagskrá, og Agnar var
einn fjölmargra sem sigldu vestur
til náms. Hann innritaðist í
læknadeild suður í Texas með
tannlækningar í sigti, en festi ekki
hugann við það. Kom heim og
sigldi aftur og kom heim á ný og
er gömlum vinum hans nokkrum
ógleymanleg jazzvaka sem hann
bauð til heima í Tjarnargötu eitt
kvöld. Hún hófst í Cottontail og
lauk á Koko, en þar á milli önnur
helstu snilldarverk Ellingtons á
gullöld meistarans um 1940. Agn-
ar hafði keypt þetta í New York
fyrir sinn síðasta eyri og flutti
með sér heim fínasta jazzplötu-
safn í Evrópu.
Svo sigldi Agnar einu sinni enn
og nú í blaðamennskunám. Að því
búnu kom hann heim og var á
Morgunblaðinu um skeið, —
kenndi jafnframt ensku í Mennta-
skólanum, en 1947 kom Mánudags-
blaðið.
Þá kom sér vel að ritstjórinn
kunni að vakna á morgnana, og nú
var hann stundum kominn á rúm-
stokkinn hjá manni fyrir allar
aldir eins og forðum tíð á Sólvalla-
götu, með fangið fullt af nýbökuð-
um vinarbrauðum og stundum
eitthvað kraftmeira út í kaffið á
leið í prentsmiðjuna með handrit
og prófarkir. Aldrei virtist honum
liggja neitt á og margir héldu að
hann gerði aldrei nokkurn skapað-
an hlut. Hann sat löngum á kaffi-
húsum með vinum og kunningum,
blandaði geði við hvurn mann á
opinberum skemmtistöðum, var
hvarvetna hrókur alls fagnaðar og
aldrei að sjá að honum yrði neitt
meint af samkvæmislífi borgar-
innar. Og honum tókst það sem
reynst hefur öðrum og liðfleiri
ofraun, — að gefa út vikublað
reglulega í áratugi án þess að hafa
annað aðstoðarfólk en sína nán-
ustu. Og nú kom sér vel að kunna
málið, ekki hafa aðrir ritstjórar
skrifað betur blöðin sín á síðustu
áratugum, og heiðarlegri leiklist-
argagnrýni buðu ekki önnur blöð
og tímarit. En ritstjórinn ungi
stóð ekki einn í Mánudagsútgáf-
unni, — öðru nær.
Árið 1949 giftu þau sig Jóhanna
Pálsdóttir og Agnar Bogason.
Hanna var manni sinum samhent,
og samvinna hjónana varð enn
nánari þegar strákarnir þeirra
þrír komust á legg og meiri tími
aflögu til að vinna saman að út-
gáfu og auglýsingum og öðru
stússi sem fylgir blaðamennsku.
Einnig grunar mann að Sigurður,
yngri bróðir Agnars, hafi lagt
margt gott til blaðsins, og ekki
hafi þá Gunnhildur móðir þeirra
látið sitt eftir liggja meðan henni
entist þrek og heilsa.
Fyrir tæpum tíu árum veiktist
Agnar hastarlega og lamaðist þá
illa. Hann reis þó upp ódeigur inn-
an skamms og virtist ætla að
hrista þetta af sér, — og lærði að
skrifa upp á nýtt með vinstri
hendi. En þá tók að herja á hann
annar sjúkdómur og ekki betri,
þótt ekki væri það að merkja á
sjúklingnum lengi vel, — hann var
jafnan hress í bragði og svalur
eins og á morgnana forðum tíð. En
svo fór að hann varð að leggjast
tvisvar, þrisvar í viku í gervinýra
uppi á Landspítala, og þar lést
hann nýorðinn 62ja ára. Ég þykist
mega mæla fyrir munn okkar
gömlu bekkjarsystkinanna í
Menntaskólanum og fleiri vina
Agnars Bogasonar þegar ég sendi
samúðarkveðjur Jóhönnu Páls-
dóttur og sonum þeirra, Boga, Páli
og Sturlu, Sigurði Bogasyni, og frú
Gunnhildi Jónsdóttur heima í
Tjarnargötu 39.
Jón Múli Árnason
Agnar Bogason, ritstjóri, dó
langt fyrir aldur fram, samkvæmt
þeim almenna skilningi, að lang-
lífi sé eftirsóknarvert. Hann hafði
þó lokið göngu sinnar starfsævi
keikur og hress. Af heilsufars-
ástæðum lá það fyrir, að hann gat
ekki notið ellinnar. Hvíldin er
þreyttum og þjáðum líkn. Þess
vegna kveð ég tryggan vin með
eftirsjá en hryggðarlaust.
Á sviði íslenzkrar blaða-
mennsku ruddi Agnar með Mánu-
dagsblaðinu nýjar brautir. Hann
markaði þannig spor, sem lengi
mun gæta. Enda þótt fleiri en
Agnar rituðu í blað hans, var
Mánudagsblaðið fyrst og fremst
Agnar Bogason. Hver sá, sem ætl-
ar sér að segja bæði kost og löst á
litlu samfélagi, mun ævinlega
fremur gjalda þess síðarnefnda en
njóta hins. Ekki fór Agnar var-
hluta af því, og vitanlega var hann
ekki óskeikull fremur en aðrir
menn.
Nokkrir greinarhöfundar Mánu-
dagsblaðsins urðu um langt skeið
næstum lifandi persónur utan
manntals vegna dulnefna. Þeir
voru almennt umræðuefni og get-
um leitt að mönnum að baki skrif-
anna. Þagmælska Agnars um þau
efni var sjálfsagt nauðsynleg en
hann brást ekki trausti, sem hon-
um var sýnt.
Agnar Bogason var mikill gleði-
maður. Hann var mikill hesta-
maður og jafnan vel hestfær.
Lífslánið var þó ef til vill mest f
góðri konu og myndarlegum
drengjum. Agnar var mikill gæfu-
maður. Guð veitti honum hvíld,
þegar heilsunni hrakaði til mikilla
muna.
Fjölskylda mín og ég vottum
Hönnu og drengjunum, sem og
Gunnhildi móður Agnars og Sig-
ríði bróður hans, samúð við fráfall
þessa trygga vinar.
Bragi Sigurðsson
0 jerum, jerum, jerum,
o quae mutatio rerum.
Það fækkar hægt og bítandi í
stúdentahópnum, sem útskrifaðist
úr gamla menntaskólanum í
Reykjavík hernámsárið 1940. Nú
síðast kvaddi Agnar Bogason, rit-
stjóri.
Mér er það ljúft að minnast
hans, því við lásum allmikið sam-
an árin okkar í Menntaskóla,
ásamt þriðja félaga okkar, Skúla
heitnum Hansen, tannlækni.
Seinna fórum við allir til Banda-
ríkjanna, Agnar til náms við
Chicago-háskóla, en við Skúli við
ríkisháskólann í Iowa. Þó vega-
lengdir séu langar í Bandaríkjun-
um, þá var tiltölulega skammt á
milli okkar og við hittumst oft.
Þannig vorum við Agnar saman í
Chicago lýðveldissumarið 1944.
Var þá oft glatt á hjalla, enda
Agnar skemmtilegur félagi, vel
gefinn og orðheppinn, bæði í
mæltu og rituðu máli.
Eftir að heim kom og önn
hversdagslífsins tók við, skildust
leiðir nokkuð. Við hittumst þó
alltaf annað veifið, rifjuðum upp
gamlar minningar, eða ræddum
atburði líðandi stundar.
Ég veit að orð þessi eru fátæk-
legri en ég hefði óskað, en það er
erfitt að skrifa um genginn vin, án
þess að hlaða hann oflofi, og það
veit ég að væri Agnari síst að
skapi.
Að endingu sendi ég eftirlifandi
Sinur siálfvirkninnar
SILVER-R
Einkarádnfafi ritarans
Með Silver Reed EX 55 hefur sjálfvirknin verið kórónuð á skrif-
stofunni. Hraðari prentun, villulaus og áferðarfalleg verður leikur einn
með
• sjálfvirku línuminni
• sjálfvirkri leiðréttingu á tveimur línum í fullri lengd
sjálfvirkri endurprentun á leiðréttum línum
sjálfvirkri línufterslu
sjálfvirkri undirstrikun og síritun
• sjálfvirkum miðjuleitara og
• sjálfvirkum dálkastilli
Yfirburðimir eru síðan undirstrikaðir með hljóðlátri prentun, mörgum
tegundum leturhjóla og hönnun sem hæfir nútímalegustu skrifstofum.
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthölf 377