Morgunblaðið - 06.10.1983, Side 37

Morgunblaðið - 06.10.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 37 og áhuga, en þeir urðu fleiri, fyrst á heimamiðum en síðar bæði á Austfjörðum og í Vestmannaeyj- um. Ekki lét hann sjóferðina eina nægja en vildi vita meira um sjó- mennsku en það sem verkmennt- unin gefur, svo hann aflaði sér skipstj óraréttinda. Svo eitthvað sé nefnt um félags- málaáhuga hans var hann einn af stofnfélögum ungmennafélags sinnar sveitar, einnig var hann stofnfélagi slysavarnardeildar Þingeyrarhrepps. Eins og áður var sagt kvæntist Steinþór 4. okt. 1930 Sigríði Guðrúnu Bjarnadóttur frá Fjallaskaga í Djúpafirði. Eignuð- ust þau 5 börn og öll eru þau mesta dugnaðarfólk og vel gift. Tvær dæturnar búa á Akureyri, sú elsta og sú yngsta, Svala og Vig- dís, en þær eru báðar þegnar heil- brigðisstéttarinnar og vinna á sjúkrahúsinu þar. Sigríður býr á Þingeyri, gift Tómasi Jónssyni, fyrrum skólastjóra en núverandi sparisjóðsstjóra. Synirnir tveir eru dýrfirskir bændur, orðlagðir dugnaðarmenn. Svo það má með sanni segja að þau hjón eigi barnaláni að fagna. 16 eru barna- börnin og langafa- og langömmu- börnin eru nú orðin 6. Það má því segja að Lambadalsættin sé frjó- söm ætt sem búin er að skila þjóð- félaginu sínum þegnum út í lífs- baráttuna. Það er að segja eldri kynslóðin. Alla sína búskapartíð bjuggu þau hjónin Sigríður og Steinþór í Lambadal og mun það hafa verið erfitt fyrstu árin, engir vegir sem auðvelduðu samgöngur, túnið þýft og erfitt viðureignar, húsakostur lélegur miðað við nú- tímakröfur og fleira vantaði sem telst til sjálfsagðra þæginda í dag. Allt gekk þó vel hjá Steina því hann hafði dugnað mikinn, hann hafði lag á að gera mikið úr litlu. Ekki var Sigga síðri, hún var afbragðs húsmóðir. Þau unnu því vel saman hjónin. Svo fljótt sem unnt var var hafist handa við að slétta tún, bæta húsakost og færa á betri veg eftir því sem tími og efni leyfðu. Sjómennsku stunduðu þeir bræður sem hliðargrein við búskapinn, svona sem heimilisbú- bót og áttu þeir bát sjálfir, enda betra því ekki var annarra kosta völ en fara sjóleiðina til að komast í kaupstað, engir voru vegir né bíl- Ég vil með orðum sálmaskálds- ins kveðja Steinþór vin minn. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." Að endingu bið ég góðan Guð að blessa eftiriifandi eiginkonu Steinþórs, Sigríði Bjarnadóttur, og afkomendur þeirra. Hanna Kolbrún Jónsdóttir Minning: Lýður Sigtryggs- son í Noregi Við áttum saman fjóra dásam- lega daga í nóvember síðastliðn- um, er ég heimsótti Lýð og konu hans eftir að ég hafði verið á nám- skeiði lengra norður í Noregi. Þetta var í níunda sinn sem ég dvaldi hjá frænda en fremur stutt í þetta sinn. Ég var orðin 7 ára er ég sá Lýð í fyrsta sinn, en þá kom hann í fermingu systur minnar. Það er ekki að orðlengja það að ég fékk ofurást á þessum útlenda frænda mínum og hvort sem hon- um líkaði betur eða verr þá sat daman öllum stundum í fanginu á honum eða hélt í höndina á hon- um. Það liðu fimm ár þar til ég sá frænda næst og allan þann tíma skrifaði ég samviskusamlega mörg og löng bréf til hans svo ég gæti verið viss um að hann gleymdi mér ekki. Bestu og skemmtilegustu endur- minningarnar í lífi mínu eru frá sumrinu ’75, en þá var ég þrjá og hálfan mánuð hjá frænda í Cirkus Merano og ferðaðist með honum um landið endilangt. Þá breyttist álit mitt á Lýð í meira og annað en bara góðan frænda. Hann var strangur og ég komst ekki upp með neitt, enda sá ég fljótt að lífið í sirkus er enginn leikur. Starfs- fólki hélt hann vel og fann ég að hann var vinsæll. Við vorum á þönum út um allt allan daginn en á kvöldin áttum við oft góðar stundir saman, Klara, Lýður og ég. Hlýddi hann mér þá yfir norskukunnáttu mína eða sagði mér sögur. En þær voru ófáar sögurnar sem hann kunni, um gömlu Akureyri, fólk og at- burði úr stríðinu. Efnið var kannski nauðaómerkilegt en frá- sögnin var oftast þannig að við veltumst um af hlátri, og þá spurði Klara hvað væri svona fyndið og Lýður varð að endurtaka allt á norsku aftur og ekki varð sagan verri við það. Þetta sumar var landsleikur milli Norðmanna og íslendinga og frændi vissi ekki með hvoru liðinu hann átti að halda, frekar þó Norðmönnum af gömlum vana. Við límdum okkur fyrir framan sjónvarpið þennan dag, vel birg af góðgæti og ekki leið á löngu þar til fólk í næstu húsvögnum var farið að gægjast út til að athuga hvað gengi á. Þið hefðuð átt að sjá hann, og trúðaatriðið í sirkusnum fannst mér lélegt eftir þetta. Eftir þetta sumar fór ég nærri ár hvert til Noregs og dvaldi alltaf eitthvað hjá þeim hjónum eða Lill-Ann dóttur þeirra. Það verður tómlegt næst, en þá fyrst held ég að ég Látinn er í Reykjavík Hilmar Kristjónsson, fyrrum yfirmaður veiðarfæradeildar fiskveiðiaðstoð- ar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm. Hilmar lauk viðskiptafræði frá Háskóla íslands og prófi í vélaverkfræði frá University of California. Hann gerðist síðan framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglu- firði um skeið í lok stríðsins. Líf sitt helgaði Hilmar starfi við upp- byggingu fiskveiða þróunarland- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, og var hann brautryðjandi í því starfi. Hann vann hjá FAO um þrátíu ára skeið frá 1952 til 1982 er hann lét af störfum vegna ald- urs. Lengst af var hann yfirmaður veiðarfæra- og veiðitæknideildar, en einnig var hann um tveggja ára skeið framkvæmdastjóri þróunar- aðstoðar í Indónesíu. Kunnastur mun Hilmar víða um heim fyrir þrjú mikil ritverk er hann ritstýrði, „Modern Fishing Gear of the World“ I, II og III, gefin út af Fishing Books Ltd., uppgötvi að elsku frændi er farinn og kemur aldrei aftur, ég á mjög erfitt með að sætta mig við þá hugsun. En nú vona ég bara heitt og innilega að minn góði og elskulegi frændi sé á góðum stað og að hon- um líði vel og að það sé til annað líf svo við getum hist aftur og hlegið að nokkrum góðum sögum. Gdda Hermannsdóttir Lýður Sigtryggsson er ekki lengur á meðal vor. Með honum er genginn gegn og góðviljaður mað- ur, dugandi starfsmaður, sem kunni í öllu vel til verka, og mað- ur, sem bar hlýju til samborgara sinna. Lýður varð aðeins 63 ára gamall. Eftir stendur opið og ófyllt skarð öilum þeim, sem kynntust honum og fengu tæki- færi til að starfa með honum. Lýður fæddist í Hrísey 6. júlí 1920 en flutti til Akureyrar á barnsaldi með foreldrum sínum Önnu Lýðsdóttur og Sigtryggi Sig- urðssyni. Þar ólst hann upp til 18 ára aldurs en fór þá til náms við Musikkonservatoriet í Osló í 4 ár. Lýður settist að hér í Noregi og átti hér heima til dauðadags. Hann varð snemma kunnur virtúós á hljóðfæri sitt, harmon- ikkuna, og voru það þá einkum klassísk verk, sem hann lék. Árið 1946 varð hann Norðurlanda- meistari í samkeppni, sem haldin var í harmónikkuleik, þar sem komu þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum. Árin þar á eftir ferðaðist Lýður víða og hélt hljómleika og gat sér auk þess gott orð sem frábær undirleikari hjá kunnum norskum söngvurum. En Lýður átti sér fjölmörg áhugamál, og eitt af þessum áhugamálum hans varð þess vald- andi að hann réðst starfsmaður í sirkus, fyrst sem hljómlistarmað- ur en síðar sem framkvæmda- stjóri. í norskum sirkus-heimi var hann eins og klettur úr hafinu, styrkur og staðfastur, allt frá því hann hóf þar störf um 1950 og þar til hann lést svo skyndilega. Lýður miðlaði okkur samstarfsmönnum sínum af þekkingu sinni og starfsvilja. Þegar Cirkus Merano hóf starf sitt fyrir níu árum vissi ég, að við hlið mér hafði ég þann starfsmann sem fremstur var í grein sinni í öllum Noregi, og ég fékk notið þeirrar gleði að starfa með honum allt til dauðadags. Hann var helsti aðstoðarmaður minn og hægri hönd en auk þess góður vinur. Hann naut sannrar gleði í öllu lífi sínu og einkum veitti tónlistin honum mikla ánægju. Sem ungur maður í heimalandi sínu var hann dugandi íþróttamaður. Alla tíð var ísland hjarta hans næst, þótt hann ynni hinu nýja heimalandi sínu einnig. Lýður bjó yfir mikilli þekkingu um tónlist, sögu og menningu, og þessi þekking hans og innsæi gæddu sögu hans lífi og svip sem aldrei gleymist. Lýður Sigtryggsson var hvort tveggja í senn, hugsjónamaður og fjölskyldumaður, sem sinnti fjöl- skyldu sinni af alúð en gaf sér einnig tíma til að veita samferða- mönnum sínum hvatningu og um- hyggju í daglegu stríði. Lýður kvæntist eftirlifandi konu sinni Klöru, fædd Strand, 1. mars 1947 á Akureyri. Þau eignuð- ust eina dóttur, Lill-Ann, sem nú býr í Noregi. Allir sem þekktu Lýð Sig- tryggsson, bæði vinir hans og ætt- ingjar, munu sakna mannsins og starfsbróðurins. Friður sé með honum og minningunni um hann. Knut Dahl, sirkus- direktör, Noregi. Hilmar Kristjóns- son látinn London, og mun hið fyrsta þeirra rita hafa verið brautryðjandi á þessu sviði. Kona Hilmars er Anna Ólafs- dóttir og lifir hún mann sinn ásamt þremur uppkomnum börn- um þeirra hjóna. Útför Hilmars Kristjónssonar verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 6. okt. 1983 kl. 13.30. Vid minnum á vetrar skoounina 0SKODA 3.0 t verð m/ssk. kr. 1.086 4.0 t kr. 1.447 . - „ 4cyl. 6cyl. 3.0 t 3.5 t kr. 1.086 kr. 1.266 |CHRYSLER 8 cyl. 4.0 t kr. 1.447 Markús Úlfsson, móttökustjóri þjónustu- deildar. tekur við bókunum og veitir allar frekari upplýsingar um vetrarskoðunina. Með fullkomnum rafeindamælitækjum sem tengd eru við vélina og rafkerfi hennar mé mæla oll gangstig af mikitti nákvæmni Auk þess sem „Vetrarskoðunin" ætti að fyrirbyggja alis kyns hugsanleg óþægindi sem óneitanlega fylgja vetrarakstri, er ástæða tif að vekja athygli bifreiða- eigenda á þeim bensínsparnáði sem rétt stillt vél hefur í för með sér. Vanstillt vél getur hæglega kostað eigandann þúsundir króna í óþarfan bensínkostnað á tiltölulega skömmum tíma. JÖFUR hf Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.