Morgunblaðið - 06.10.1983, Page 46

Morgunblaðið - 06.10.1983, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983 46 Á fimmta þúsund úrlausnir GÍFURLEG þátttaka var í verft- launagetraun Morgunblaðsins sem lauk nú í vikunni. Alls bárust okkur 4.368 seftlar og var mikill meirihluti þeirra meö rétt svör. í gær var dregið úr réttum lausnum og í blaöinu á morgun munum við birta nöfn þeirra heppnu — sem unnu sór íþrótta- búning aö eigin vali. Það bréf sem kom lengst aö kom alla leið frá Þýskalandi, þann- ig aö greinilegt er aö getraunin hefur veriö vinsæl og nokkuö á sig lagt aö taka þátt í henni. Viö feng- um mikið af skemmtilegum bréfum meö getraunaseðlunum og þökk- um við fyrir þau. Margt af unga fólkinu lýsti yfir ánægju sinni meö getraunaleik þennan og gat þess aö þaö heföi áhuga á aö fleiri slíkir fylgdu í kjölfariö. Bréf bárust alls staöar aö af landinu — og voru bæöi drengir og stúlkur dugleg aö senda okkur úrlausnir. Fyrsti seö- illinn sem dreginn var úr bunkan- um var frá Albert Þorbergssyni, Holtaseli 22, Reykjavík, en Albert er níu ára gamall. Hann er því einn þeirrra heppnu, en nöfn hinna 49 veröa birt í blaöinu á morgun. Íþróttahátíð á Selfossi: Margt til skemmtunar SAMTÖK íþróttafréttamanna halda á sunnudagskvöldift veg- lega hátíft í íþróttahúsinu á Sel- fossi. Þar verður keppt í innan- hússknattspyrnu, og verða flestir bestu knattspyrnumenn þjóðar- innar þar á meðal þátttakenda. Þá veröa skemmtlatriði á dagskrá. Þarna fer fram hraömót í knattspyrnu og eru átta liö sem þátt taka i því. Eru þaö Fram, Sel- foss, KR, Valur, UBK, Víkingur og ÍA, auk þess sem íþróttafrétta- menn munu mæta galvaskir til keppni. Leikiö veröur í tvisvar sinnum tíu mínútur, og er þegar búiö aö draga hvaöa liö leika sam- an. Fram mætir Breiöabliki, Sel- foss leikur gegn KR, Valur gegn Víkingi og Akurnesingar fá þaö erfiöa hlutverk(l) aö leika gegn íþróttafréttamönnum. Leikiö verð- ur meö útsláttarfyrirkomulagi — lið fellur úr keppni viö fyrsta tap. Verðlaun eru ekki af lakara taginu, en keppt er um glæsilegan ADIDAS-bikar. Hátíöin hefst kl. 19.30 á sunnu- dagskvöldiö og er aögöngumiöa- veröi stillt í hóf, 100 krónur fyrir fulloröna og 50 krónur fyrir börn. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. í gærkvöldi var dregiö í verölaunagetraun Morgunblaösins. Þaö var Ásdís Höskuldsdóttir, starfsstúlka á blaðinu, sem dró 50 réttar lausnir. Á myndinni hefur hún dregið fyrsta miöann og á honum stóð Albert Þorbergsson, Holtaseli 22. Albert er níu ára gamall. í blaðinu á morgun verða nöfn þeirra 50 sem fá knattspyrnubúning í verðlaun fyrir réttar lausnir. David Turner, körfuknattleiksdómari, hélt dómaranámskeið hér á landi á dögunum eins og sagt var frá í gær og heppnaðist þaö mjög vel. Turner þessi, sem nú er hættur að dæma á alþjóöavettvangi, hefur verið einn besti dómari í heimi undanfarin ár. Hann dæmdi t.d. úrslitaleik ólympíuleikanna í Moskvu, úrslitaleik í Evrópukeppni landsliða síðast, svo og í Evrópu-keppni félagsliða svo nokkrir leikir séu nefndir. í kveöjuskyni færöi Körfuboltasambandið honum íslenska lopapeysu og minjagrip „til að taka svolítið af íslandi með þér heim,“ eins og Einar Bollason sagði er hann færði Turner peysuna. Turner kvaddur. Morgunblaðiö/F r i d þ jóf u r. Leikur Sigurlás í Svíþjóð? SIGURLÁS Þorleifsson, knatt- spyrnumaöur úr Vestmannaeyj- um sem lék meö liði Selfoss síð- asta keppnistímabil, mun halda utan til Svíþjóðar á föstudag. Sig- urlás hefur fengið boð frá sænsku 2. deildar liði til þess aö koma og skoða aðstæður. Liðið sem er frá Stokkhólmi vantar til- finnanlega mikinn markaskorara og hafði samband við Sigurlás. hann ætlar út að skoða aðstæður þar sem hann fær feröina og upp- ihald sér aö kostnaöarlausu. Sigurlás Þorleifsson Bruch kastaði 67.08 SÆNSKI kringlukastarinn Ricky Bruch, sem er talinn til þekktari íþróttamanna seinni tíma, eink- um þó á Noröurlöndum, geröi sér lítiö fyrir og kastaði kringlu 67,08 metra á miövikudag, sem er hans langbezti árangur um langt ára- bil. Ricky var frá æfingum og keppni um árabil, en hóf æfingar að nýju í fyrra. Hann var upp á sitt | bezta fyrir áratug og jafnaði heimsmetið á sínum tíma, fyrir 11 árum. Eftir kastið góöa í Malmö á miö- vikudag sagðist Ricky telja sig jafnvel betri en nokkru sinni fyrr og lýsti yfir því aö næsta ár, Ólympíu- áriö, yröi sitt bezta. Ricky er fræg- ur fyrir yfirlýsingar af ýmsu tagi, og nú er aö sjá hvort hann reynist sannspár, en hann verður 38 ára á næsta ári. — ágás

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.