Morgunblaðið - 06.10.1983, Qupperneq 48
Tölvupappír
^^^skriftar-
síminn er 830 33
jrcgtfttlrliifrifr
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983
llll FORMPRENT
Hvertisgotu 78. simar 25960 - 25566
Bergmálsmæl-
ingar á þorski
FYRIR skömmu komu Hafþór og
Rjarni Sæmundsson til hafnar eftir
20 daga rannsóknir á stofnstærö
þorsks. í fvrsta sinn voru gerðar til-
raunir með bergmálsmælingar á
þorski hér viö land, en einnig voru
geröar stofnmælingar á þorski, sem
byggðust á því aö fariö var meö troll
vítt og breitt um landgrunniö og
heildarmagnið reiknaö út eftir
ákveðinni formúlu.
Þetta var í fjórða sinn á tveimur
árum að stofnmælingu hefur verið
beitt. Nú eru fimm ár síðan
bergmálsmælingum var fyrst
beitt í nágrannalöndum okkar og
þykja þær hafa gefið góða raun.
Að sögn Einars Jónssonar, fiski-
fræðings, þá er enn of snemmt að
segja til um niðurstöður, en með
þessum aðferðum er verið að
þreifa sig áfram og styðja við eldri
aðferðir til að mæla stofnstærð
þorsks.
Á annað hundrað lestir af selkjöti í loðdýrafóður:
Veiðilaun nema
hálfri milljón kr.
HRINGORMANEFND hefur nú
greitt veiöilaun fyrir um 3.000 seli á
þessu ári og er þaö nokkru meira en
á sama tíma í fyrra. Þá hafa nú mun
11
Þjófurinn“
varð því fegn-
astur þegar
lögreglan
gómaði hann
MAf)UR nokkur að noröan
hugöist heimsækja vin sinn
vestur á Seltjarnarnes á föstu-
dag. Honum gekk erfiðlega að
finna rétta húsiö og endaði með
því, að hann fór inn í mannlaust
íbúöarhús. Krakkar í nágrenn-
inu uröu þessa varir og gerðu
sér Ijóst að þar fór óboðinn gest-
ur. Þeir hringdu umsvifalaust á
lögregluna og tilkynntu aö inn-
brotsþjófur væri á feröinni.
Hinn óboðni gestur gerði
sér grein fyrir mistökum sín-
um og gekk út. Þar voru þá
fyrir sex vaskir strákar, um 12
ára gamlir og þeir voru ekki á
þeim buxunum að láta „þjóf-
inn“ sleppa heldur veittu hon-
um eftirför. „Innbrotsþjófur-
inn“ tók til fótanna en náði
ekki að hrista strákana af sér.
Þreyttur og slæptur varð
hann því fegnastur þegar
lögregluna bar að garði og
bjargaði honum frá hinum öt-
ulu „lögreglumönnum" á
Seltjarnarnesi.
fleiri fullorðnir selir veriö veiddir en
í fvrra eða um helmingur alls og er
þaö þegar meira en allt árið í fyrra.
Greiðslur fyrir kjöt og veiöilaun
nema nú um hálfri milljón króna og
er reiknað með, aö loödýrabændur
hafi fengið á annað hundraö lesta af
selkjöti til fóöurgeröar.
Að sögn Björns Dagbjartssonar,
formanns Hringormanefndar, eru
veiðilaun annaðhvort greidd sam-
kvæmt þunga skrokkanna eða
samkvæmt sýnishornum. Síðan
greiddu loðdýrabændur frystihús-
unum fyrir frystingu og geymslu
skrokkanna og næmi það um 2
krónum á hvert kíló. Reiknaði
Björn með því að mikill meirihluti
skrokkanna hefði farið til vinnslu
loðdýrafóðurs. Selkjötið væri talið
mjög gott loðdýrafóður og fengju
bændur það ódýrara en sláturúr-
gang. Það mætti því segja að sel-
veiðarnar væru loðdýrabændum
talsverður búhnykkur, en þeir
hefðu nú fengið á annað hundrað
lesta af selkjöti. Veiðilaun og
greiðsla fyrir kjöt gæti nú verið
um hálf milljón króna.
Morgunblaðið/Ævar Auðbjörnsson.
Síldarstemmning á Austfjörðum
UM TVEIR tugir báta voru aö sfld-
veiöum viö Austurland í gær. Þeg-
ar Mbl. haföi síðast fréttir aö aust-
an í gærkvöldi höföu 5 bátar til-
kynnt afla, alls um 400 tonn, en í
fyrradag veiddust um 500 tonn.
Ágúst Guðmundsson var þá á
leið til Hornafjarðar með 140
tonn, sem hann hafði veitt í
hringnót í Vopnafirði. Ólafur
Magnússon var kominn til Seyð-
isfjarðar með 70 tonn og Jón
Finnsson til Neskaupstaðar með
130 tonn, sem þeir höfðu veitt (
hringnót í Vopnafirði. Þá var
Þinganes komið til Seyðisfjarðar
með 35—40 tunnur af síld, sem
veiðst hafði í reknet í Norðfjarð-
arflóa. Einnig hafði Jakob Val-
geir tilkynnt 40 tonn sem hann
ætlaði að landa á Eskifirði.
Ævar Auðbjörnsson fréttaritari
Mbl. tók meðfylgjandi myndir á
Eskifirði í gær er verið var að
salta fyrstu síldina sem þar hef-
ur verið landað á vertíðinni.
Vanskil 20—30 skipa viö Fiskveiðasjóð:
Krafíst uppgjörs eöa
tryggingar — uppboð ella
Dregið í
getraun
DREGH) var í verölaunagetraun
Morgunblaösins í gær, en 4.368
lausnir bárust frá börnum alls staö-
ar á landinu og ein lausn kom er-
lendis frá.
Nöfn vinningshafanna 50 verða
birt í Morgunblaðinu á morgun, en
á íþróttasíðu blaðsins í dag er
mynd af því er ein starfsstúlka
blaðsins dró úr réttum lausnum og
sagt nánar frá keppninni.
STJÓRN Fiskveiðasjóös hefur nú
tekiö þá ákvöröun að senda eigend-
um þeirra skipa, sem eiga 9 milljónir
eöa meira í vanskilum hjá sjóðnum,
kröfu um uppgjör innan tilskilins
tíma eöa greiðslutryggingar, sem
sjóöurinn telur fullnægjandi, að öör-
um kosti verði viðkomandi skip sett
á uppboö. Samkvæmt heimildum
Morgunblaösins mun hér vera um á
þriöja tug skipa aö ræöa og vanskil
þeirra eru á bilinu 9 til 42 milljónir.
Alls er hér því um hundruö milljóna
króna aö ræöa.
Morgunblaðið bar þetta undir
Óskar Vigfússon, fulltrúa Sjó-
mannasambandsins í stjórn sjóðs-
ins. Sagði hann þetta rétt, væri
þetta fyrsta skrefið í þessa átt og
síðan kæmi að skipum, sem skuld-
uðu undir 9 milljónum króna.
Þetta væri mjög alvarlegt ástand
og hann hefði ekki trú á því að
nokkur gæti keypt þessi skip, en
eitthvað yrði að gera. Hæpið væri
að grípa til þeirra ráðstafana að
gera eigendum þessara skipa
kleift að gera þau út með afskrift-
um á skuldum eða einhverju þess
háttar. Hvers ættu þá þeir, sem í
skilum stæðu, að gjalda. Þetta
væri hið versta mál og vart ábæt-
andi á þessum síðustu og verstu
dögum hjá okkur.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins í gærkvöldi munu eftir-
talin skip vera meðal þeirra, sem
hér er rætt um: Ottó N. Þorláks-
son RE, Hilmir SU, Kolbeinsey
ÞH, Sölvi Bjarnason BA, Sigur-
björg ÓF, Sjávarborg GK, Arin-
björn RE, Óskar Magnússon AK,
Elín Þorbjarnardóttir ÍS, Bjarni
Herjólfsson ÁR, Eldborg HF,
Júpíter RE, Sigurfari II SH, Gígja
RE og Heiðrún ÍS.
Tjón í hvassviðrinu
í GÆRKVÖLDI gekk upp í suö-
austan hvassviöri sunnan- og suö-
vestanlands. Þakplötur og ýmis-
legt lauslegt var farið að fjúka
undir miðnætti í Árbæ og Breið-
holti en engar skemmdir höföu
orðiö, þegar Mbl. fór í prentun í
nótt. Þakplötur fuku af nýbygg-
ingu Byggingarvöruverslunar
Kópavogs en ekki urðu skemmdir
af þeirra völdum.
Sama var upp á teningnum á
Suðurnesjum. Ymislegt lauslegt
hafði fokið í hvassviðrinu án
þess þó að valda skemmdum, það
frést hafði. Spáð var suð-austan
stormi og búist við að veðurhæð-
in næði hámarki um miðja nótt,
en í dag er spáð suð-vestan
stinningskalda með rigningu.