Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983
51
Tónverk sf.:
Nýtt þjónustufyrirtæki
fyrir tónlistarfólk
„ÞAÐ MÁ SEGJA aö tilgangur þessa nýstofnaða fyrirtækis sé tví-
þættur. Annars vegar aö safna saman upplýsingum um tónleika vetr-
arins til birtingar í fjölmiölum og víðar, og hins vegar að sjá um
skipulagningu og undirbúning tónleikahalds fyrir þá sem þess óska,“
sögöu þær Rut Magnússon og Kristín Sveinbjarnardóttir, en þær hafa
nýlega stofnað fyrirtækiö Tónverk sf., sem er þjónustufyrirtæki fyrir
tónlistarfólk.
„Það hefur lengi verið talað
um, að æskilegt væri að yfirlit
og upplýsingar um tónleika
vetrarins væru fyrir hendi,
þannig að þeir sem vilja halda
tónleika geti hagað tímasetn-
ingu þeirra í samræmi við það
sem þegar er á boðstólum,"
sagði Kristín. „Eins hefur það
komið i ljós við undirbúning
byggingar tónlistarhúss, að
upplýsingar vantar um tón-
leikafjölda, tegundir, aðsókn,
nýtingu húsnæðis og fleira —
upplýsingar sem koma til með
að verða mikilvægar þegar
ákvarðanir um stærð hússins,
hönnun þess og svo framvegis,
verða teknar. Úr þessu ætlum
við að reyna að bæta.
Við höfum ákveðið að hafa í
ÍSTÓNI, hjá FfH og á skrif-
stofu Tónlistarfélagsins í
Reykjavík, að Garðastræti 17,
töflur yfir tónleika vetrarins.
Jafnframt munum við senda í
upphafi hvers mánaðar
dagskrá mánaðarins eins og
hún liggur fyrir á þeirri stundu
til allra sem standa fyrir
hefðbundnu tónleikahaldi.
Þetta er tilraun til að veita
þjónustu, sem vonandi kemur
öllum tónlistarmönnum til
góða. En starf okkar byggist
auðvitað á því að þeir aðilar
sem standa fyrir tónleikum
sendi okkur upplýsingar jafn-
óðum. Síðan er ætlunin að
reyna að birta þessar upplýs-
ingar vikulega í fjölmiðlum til
þess að áheyrendur fái yfirlit
yfir það sem er á döfinni.
í sambandi við hinn megin-
tilgang fyrirtækisins, að
standa að undirbúningsvinnu
fyrir tónleika, er ekki ætlun
Tónverks að fjölga tónleikum
nema að mjög takmörkuðu
leyti. En við erum tilbúnar, að
beiðni flytjenda, að taka að
okkur tímafreka undirbún-
ingsvinnu sem óhjákvæmilega
fylgir tónleikahaldi. Til dæmis
að sjá um prentun efnisskrár,
fréttatilkynningar, auglýs-
ingar, miðasölu og svo fram-
vegis."
Tónverk sf. mun hafa aðset-
ur, til bráðabrigða a.m.k., í
skrifstofu Tónlistarfélagsins
að Garðastræti 17. Skrifstofan
verður opin á milli 14 og 17 alla
virka daga.
Bókaútgáfan Harpa:
lðnýjarbækur
Nýjar bækur frá Hörpuútgáfunni
eru fimmtán í ár. Fjórar þeirra eru
skáldsögur, ein íslensk eftir Ragnar
Þorsteinsson sem nefnist „Þess
bera menn sár“ og er saga ásta og
örlaga. Þá er skáldsaga Duncan
Kyle „Njósnahringurinn", „Fall-
hlífasveitin“ eftir norska rithöfund-
inn Asbjörn Öksendal og „Ham-
ingjuleiöin" eftir bresku skáldkon-
una Nettu Muskett. Þá verða einnig
Mývatnssveit:
Fundað um
stöðu og fram-
þróun um-
brota á Kröflu-
svæðinu
Mývalnssvfit, 7. október.
ALMANNAVARNIR ríkisins og al-
mannavarnanefnd Skútustaða-
hrepps boöuöu til fundar í gærkvöldi
um stööu og framþróun umbrota á
Kröflusvæðinu. Fundurinn var hald-
inn í Hótel Reynihlíð og hófst klukk-
an 21.
Ræðumenn voru Guðjón Peter-
sen, Axel Björnsson, Guðmundur
Sigvaldason, Páll Einarsson, Ey-
steinn Tryggvason og Arnaldur
Bjarnason, sveitarstjóri. Fundar-
stjóri var Helga Valborg Péturs-
dóttir, oddviti Skútustaðahrepps.
Gáfu ræðumenn góðar upplýs-
ingar um ástand og horfur á
Kröflusvæðinu og sýndu fundar-
mönnum myndir til frekari
glöggvunar. Ekki vildu þessir
ágætu jarðvísindamenn fullyrða
að þessum umbrotum væri að
ljúka eða lokið, enda hefur verið
nokkur skjálftavirkni á mælum að
undanförnu. Ennfremur hefur
land risið. Talið var sjálfsagt að
viðhalda áfram því viðvörunar-
kerfi, sem hér hefur verið, þó að
allir vonuðu að ekki kæmi til stór-
umbrota. Fundarmenn beindu
ýmsum spurningum til ræðu-
manna, sem þeir reyndu að svara
eftir beztu getu. Fundurinn fór vel
fram og voru fundarmenn nokkru
fróðari um eðli og sögu jarðeld-
anna á Kröflusvæðinu.
— Kristján
gefnar út ástarsögur eftir Bodil
Forsberg og Erling Poulsen.
„íslandsferð sumarið 1857“ er
ferðabók eftir Nils Olson Gadde
og var hún fyrst gefin út í Svíþjóð
árið 1976. Segir þar af leiðangri
fjögurra Svía til íslands árið 1957.
Var tilgangur ferðarinnar að
kanna náttúru landsins, Vatna-
jökul og skriðjökla hans. Bókin
byggir á minnisblöðum og sendi-
bréfum Gadde, en hann var einn
leiðangursmanna. Þorvaldur
Bragason landfræðingur hafði
umsjón með íslensku útgáfunni,
Gissur Ó. Erlingsson þýddi en dr.
Sigurður Þórarinsson fór yfir þýð-
inguna og gaf ábendingar.
„Frá heimabyggð og hernáms-
árum“ nefnist safn frásagnaþátta
eftir óskar Þórðarson frá Haga í
Skorradal, en hann hefur ritað
frásagnir í blöð og tímarit. Þá
kemur út sjöunda bindi Borg-
firskrar blöndu sem Bragi Þórð-
arson hefur safnað. Er efnið með
sama sniði og áður, þ.e. þjóðlífs-
þættir, persónuþættir og gam-
anmál. Síðara bindi bókarinnar
„Hver einn bær á sína sögu“ kem-
ur einnig út, en bókin fjallar
Ljáskóga, líf og störf á íslensku
sveitarheimili.
í bókaflokknum „Leiftur frá
liðnum árum“, sem séra Jón Kr.
ísfeld hefur safnað í og skráð, eru
komnar út tvær bækur og bætist
nú sú þriðja við. Meðal efnis er
frásögn af hrakningum Jóns Hall-
dórs Gunnarssonar frá Djúpavogi
í fárviðrinu 18. desember síðast-
liðinn. „HF. Skallagrímur 50 ára“
nefnist saga félagsins, sem Gils
Guðmundsson hefur ritað, en hún
er stór þáttur í sögu samgangna
við Faxaflóa frá upphafi.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
jARLiriN
Jarlinn er íslenska útgáfan af sænska herragarös-
ostinum. Hann er bragömikill og þéttur, og því mjög
hentugur i ostapinna, á ostabakkann og í alla
ofnbakaöa rétti. Sannkallaöur íslenskur jarl.
Bragögæöi ostsins njóta sín best sé hann látinn
standa utan kælis í 1—2 klst. fyrir neyslu.
rSll
Grétar Siguröarson er ostameistari MJólKursamlags öorgfirðinga
Borgarnesi. Hann lauk náml í iön sinni í Oanmörku árið 1977.