Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983
Frá Prestastefnu aö Hólum í Hjaltadal.
Um framtíð biskups-
embætta í kirkjunni
Einingartákn til að þjóna þörfum kirkjunnar — Fyrri grein
eftir séra Sigurð
Sigurðarson
Á undanförnum tveimur árum
hafa nýir menn verið kjörnir til
allra þriggja biskupsembætta
Þjóðkirkjunnar. Þetta er óvenju
mikil breyting á skömmum tíma. í
sambandi við kjör þessara manna
hefur ekki farið hjá því, að til uin-
ræðu kæmi um þessi embætti og
þá einnig um þá einstaklinga, sem
til greina hafa komið. Þegar kjör
stendur fyrir dyrum, er erfitt að
aðgreina skýrt umræður um ein-
staklinga og embætti. í kosning-
um verða ávallt einhver átök og
flokkadrættir. Kirkjan kemst ekki
hjá þessu, enda er hún háð ýmsum
veikleikum mannlegs skipulags í
öllu starfi sínu. íslenzkir kjósend-
ur þekkja vel, hversu óskemmti-
legt það getur orðið að taka þátt í
kosningum, sem snúast miklu
fremur um menn en nokkur mál-
efni. Kann þá jafnvel að falla í
skuggann hvað það er, sem við
ætlumst til af viðkomandi ein-
staklingum í framtíðinni. Bisk-
upskosningar verða þannig einnig
erfiðari, eftir því sem hugmyndir
okkar um hlutverk biskupa eru
óljósari. í umræðum þeim, sem
upp hafa sprottið vegna nýlegra
biskupskjöra, virðist mér einmitt
hafa komið í ljós, að hugmyndir
okkar um embætti biskupa séu
nokkuð á refki. Því sýnist mér
frekari umræðna vera þörf. Ein-
mitt nú ætti einnig að vera hag-
kvæm tíð til slíkra umræðna, þar
sem slíkar kosningar standa ekki
fyrirsjáanlega fyrir dyrum í ná-
inni framtíð. Umræður um bisk-
upsembætti nú ættu því að geta
fjallað um framtíð þessara emb-
ætta, án þess að snúast að neinu
leyti um þá einstaklinga, sem nú
gegna biskupsembættum. í því,
sem hér kemur á eftir, ætla ég að
setja fram nokkur atriði, sem mér
sjálfum finnst eiga erindi inn í
slíkar umræður.
Nú má enginn skilja orð mín
svo, að biskupsembætti Þjóðkirkj-
unnar séu í einhverjum sérstökum
vanda, heldur er óviss framtíð
þeirra í flestu tilliti eins og er um
þessi embætti í kristninni yfir-
leitt. Mikið hefur. verið ritað og
rætt um framtíð biskupsembætta
víða um heim á síðustu áratugum.
Verksvið þeirra hefur tekið nokkr-
um breytingum í nútímanum.
Mörgum finnst, að þessar breyt-
ingar hafi ekki að öllu leyti orðið í
þá átt, að best þjóni þörfum kirkj-
unnar. Þannig tala menn jafnvel
um, að nútíma verksvið biskups-
þjónustu sé óljóst. Til að átta sig á
þessu, er gott að líta til nokkurra
þátta í sögu biskupsþjónustunnar.
Píslarvottar og
valdstjórnarmenn
í Postulasögunni og bréfum
postulanna er lítt fengist við að
lýsa skipulagi hinna fyrstu
kristnu safnaða eða skipan emb-
ætta. Því er það, að þó þar sé
minnst á biskupa, þá geta menn
deiit um hvers konar þjónustu þar
sé átt við. Erfikenning kirkjunnar
er hins vegar eindregin í þessu
efni, og þegar við lok annarrar
aldar er biskupsþjónustan orðin
mótuð og viðtekin um alla kirkj-
una. Samkvæmt hinni kirkjulegu
hefð eru biskupar eins konar eftir-
menn postulanna, a.m.k. að því
leyti, að þeim er öðrum fremur
treyst til að varðveita postullega
trú og kenningu. Hvað sem segja
má um þessa þjónustu, þá verður
ekki um það deilt, að hlutverk
biskupa var frá fyrstu tíð að vera
leiðtogar helgihaldsins og boðend-
ur hinnar postullegu trúar.
Hversu miklir leiðtogar eða for-
ystumenn þeir að öðru leyti voru,
er óljósara. Sumir fræðimenn
hafa haldið því fram, að biskupar
hafi ekki tekið við af postulum, en
að embætti þeirra hafi orðið til
seinna. Raunar eru sterkar líkur
til þess, að á sumum stöðum hafi
ekki verið biskupar frá upphafi í
þeim skilningi, að einn biskup
væri leiðtogi kristinna manna í
ákveðinni borg eða landsvæði
(monepiskopacy). Hins vegar er
ómögulegt að afsanna sterka hefð,
sem hnígur að því, að svo hafi ver-
ið á öðrum stöðum allt frá því að
postularnir féllu frá. Hvað sem
upprunanum líður, urðu biskupar
leiðtogar allrar kristninnar mjög
fljótlega og hafa verið það síðan
að langmestu leyti.
Séra Siguröur Siguröarson
Eins og fyrr er getið, hefur það
örugglega verið hlutverk biskupa
að leiða helgihaldið, sem nær há-
marki sínu í kvöldmáltíðinni, og
að boða og varðveita postullega
trú. Það er jafnljóst, að fleiri leið-
togar voru í söfnuðinum, og höfðu
þeir forystu á öðrum sviðum. Ekki
er unnt að fullyrða, að hlutverk
biskups hafi verið að öllu leyti
tignara í augum safnaðarins,
heldur en t.d. hlutverk öldunga og
djákna. Samt var þjónusta þeirra
ómissandi og það var þjónusta
hinna einnig. Varla hafa hinir
fyrstu biskupar verið neinir tign-
armenn í augum heimsins, þó að
einstaka þeirra yrðu jafnvel eins
konar átrúnaðargoð í augum heið-
ins almúga vegna fagurs lífernis,
vizku og góðra verka. Með breyttri
stöðu kirkjunnar hefur þetta emb-
ætti tekið breytingum. Þegar
kristnin varð ríkistrú í Rómaveldi,
voru kirkjunni falin ýmis verald-
leg umsvif og völd. Biskupar fóru
gjarnan með þessi völd í umboði
safnaða sinna og voru tilkvaddir
að vera leiðtogar þessara umsvifa.
Þá hættu biskupar um hríð að líða
píslarvætti, eins og algengt hafði
verið, og upphófst sú þróun, sem
leiddi til þess að biskupar urðu
veraldlegir valdsmenn, ráðgjafar
konunga, diplómatar og jafnvel
hershöfðingjar. Flestir biskupar
höfðu talsverða fésýslu með hönd-
um. Með þessari þróun fór bisk-
upsþjónustu í söfnuðum mjög aft-
ur. Ur því var seinna bætt með
ýmsum ráðum, eins og t.d. með því
að vígja munka biskupsvígslu og
kalla þá úr klaustrum sínum þeg-
ar þurfa þótti. Biskupar urðu
þannig veraldlegir valdsmenn og
voldugir höfðingjar, en gætum
þess, að þetta vald bjó ekki í titli
þeirra upphaflega, heldur í miklu
valdi safnaðanna í þjóðlífinu öllu,
safnaða, sem fólu biskupum sínum
að fara með völd sín og veraldar-
auð. Þessi þróun var ekki óslitin.
Fall rómverska ríkisins svipti
kirkjuna veraldlegri aðstöðu sinni,
og aftur liðu biskupar píslarvætti
á þeim miklu upplausnartímum.
Hins vegar urðu kirkjunnar menn
með tímanum meðal leiðtoga
þeirra, sem grundvölluðu nýja
skipan Evrópu, og mesta vald-
stjórnartímabil biskupa fór í hönd
eftir það. Ekki ætla ég að reyna að
lýsa flókinni þátttöku biskupa og
kirkjuvalds í atburðarás Evrópu-
sögunnar, þó að það sé merkileg
saga og athygliverð.
Margt má nefna til að útskýra
hnignun þá, sem varð á veraldleg-
um ítökum kirkjunnar, allt frá
lokum miðalda og til þessa dags.
Þar ber hæst Endurreisnartíma-
bilið, Siðbótatímann, Frönsku
stjórnarbyltinguna og svonefnda
sekuleriseringu (heimsgjörningu),
sem ekki sér enn fyrir endann á.
Hugtakið sekulerisering var fyrst
notað um það, er kirkjueignir
komust undir vald veraldlegra yf-
irvalda. Síðan hefur þetta verið
notað um þróun, er kirkjunni er
ýtt til hliðar á ýmsum þeim svið-
um mannlífsins, sem áður þótti
sjálfsagt að hún fjallaði um. Dugir
í því sambandi að nefna til dæmis
fjölskyldu- og sifjamál í nútíman-
um. Margvísleg hugmyndafræði
hefur náð langt í því að gera trú-
mál að einkamáli manna. Slík
sjónarmið eru enn mjög ríkjandi á
Vesturlöndum, þó að þeim fari
fjölgandi, sem telja það veikleika
vestrænnar menningar, að afneita
því í raun, að enginn sá hlutur sé
til undir sólunni, að hann hafi
ekki einhverja táknræna, andlega
og trúarlega merkingu. Áhrif
kristinna sjónarmiða í alþjóðlegri
stefnumótun og ákvarðanatöku
eru þverrandi, og svo er og um
stefnumótun einstakra kristinna
þjóða. Við vitum t.d., að margir
þeir, sem nú á dögum tala fagur-
lega um réttlætið meðal manna,
eru að fjalla um framgang sinna
eigin hugmynda um það hvernig
beita eigi valdi til að ná ákveðnum
markmiðum í skiptingu auðsins
eða tryggingu mannréttinda. Þeir
eru ekki endilega að tala um afl
kærleikans, sem er hið eina afl, er
leiðir til réttlætis Guðs ríkis, þar
sem ekkert vald er til í venju-
legum mannlegum skilningi því að
vald Guðs er ekki hið sama og vald
heimsins. Þrátt fyrir að áhrif
kristinna sjónarmiða séu þannig
þverrandi, bregður svo kynlega
við, að margir tengja embætti
biskupa enn veraldlegu valdi í
huga sínum. Erum við þá komin
að hinu mótsagnakennda í stöðu
biskupa í nútímanum.
Hvað gera biskupar?
Þannig spyrja fermingarbörnin
þrátt fyrir að þau telja sig vita að
biskup íslands sé einn af æðstu
embættismönnum þjóðarinnar og
viti flest hvað hann heitir. Þegar
biskup visiteraði prestakall mitt
fyrir ári síðan, varð ég þess var að
sama spurningin vaknaði í hugum
margra ábyrgðarmanna safnað-
anna og í mínum eigin huga um,
hvað stæði nú til, hvað fælist
raunverulega í biskupsvisitatiu.
Þá kom sér vel að til voru þeir í
okkar hópi, sem mundu síðustu
visitatiu biskups tuttugu árum
fyrr. Visitatian var um margt
ánægjuleg og uppbyggileg, en
óneitanlega þóttist ég skynja í
kringum hana nokkurn fjarska
milli safnaðanna og þessa æðsta
leiðtoga þeirra. Trúlega er þessi
fjarski þó minni hér en víða er-
lendis. Þar eru biskupsdæmi oft
mörgum sinnum stærri og bein
snerting biskupa við söfnuði
hverfandi.
Meðal merktra húsa í gömlum
borgum Evrópu eru gjarnan
íburðarmiklar hallir, sem byggðar
voru fyrr á öldum til að hýsa bisk-
upa og hirðir þeirra. Embætt-
isskrúði sumra biskupa felur í sér
tákn virðingar og veraldarvalda,
valda, sem nú eru úr sögunni.
Þessir hlutir, með fleiru, stuðla að
því, að í augum margra eru þeir
tákn úrelts kirkjuskilnings og
jafnvel heimsmyndar. Ofríki og
afturhald eru hugtök, sem því
miður tengjast biskupum í hugum
fjölda fólks nú á dögum. Mönnum
kann jafnvel að finnast þeir eins
konar ögrun við frjálsa hugsun og
nútímaleg viðhorf, án þess að þeir
gefi nokkuð tilefni til. Þetta er
auðvitað ekki jákvætt eða upp-
byggilegt fyrir neinn, og því alvar-
legra er þetta, sem biskupar eru
eins konar ásjóna kirkjunnar í
augum þeirra, sem utan kirkju
standa. Því miður virðist og á
stundum nokkurs misskilnings og
tímaskekkju gæta í röðum kirkj-
unnar manna um biskupsembætti.
Þar á ég við tilhneigingu sumra til
að upphefja þessi embætti óhóf-
lega og reyna að varðveita í þeim
einhverja gamla hefð og valda-
aðstöðu, sem ekki er lengur eign
kirkjunnar í heild. Þá eru þessi
embætti notuð sem verkfæri til að
varðveita aðstöðu og hagsmuni,
sem aðeins geta nýtzt einstakling-
um og afmörkuðum klíkum. .
Þó að ímynd biskupa sé í
margra augum afskaplega gam-
aldags og óraunhæf, þá fer því
fjarri, að biskupar hafi ekki
brugðizt við breyttum tímum. Þau
viðbrögð virðast hins vegar oftast
hafa verið með því móti, að þau
hafa ekki náð verulega út til safn-
aðanna og út í menningu þjóð-
anna. Fornar biskupahallir eru
sumar enn setnar biskupum. Það
er hins vegar ekki lengur hirð í
hinni fyrri merkingu. Fægðir
skildir, sem þar hanga, eru aðeins
til minja og biskupinn er hættur
að ráða her og fríðu föruneyti. Nú
stjórnar hann e.t.v. tölvuvæddu
skrifstofuhaldi biskupsdæmis
síns, svo önnum kafinn, að hann
messar jafnvel ekki á sunnudög-
um. Skipulagsmál biskupsdæma
hafa verið endurskoðað í ljósi nú-