Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 „íslendingar stóðu manna best með mér“ sagði Karl Zingsheim sem dæmdur var úr keppni á Evrópu- mótinu í Roderath vegna meintrar lyfjamisnotkunar mótinu, en þegar ljóst var að Karl Zingsheim, sem hér sést í viðtali við þvskan sjónvarpsmann, yrði dæmdur úr leik, létu hvorki dagblöðin eða sjónvarp sig vanU. Ljóaœjndir V»ldim»r KrLstinason. Hestar Valdimar Kristinsson MIKIÐ fjaðrafok varð á Evrópu- móti fslandshestaeiganda þegar Karl Zingsheim sem keppti fyrir hönd Þýskalands á mótinu var dæmdur úr leik fyrir meinta lyfja- misnotkun. Til að fyrirbyggja mis- skilning skal það tekið fram að það var hestur hans sem talið var að væri undir áhrifum lyfja en ekki knapinn. Tildrög málsins voru þau að eftir að keppni í gæðingaskeiði lauk var hestur Zingsheim valinn af handahófi í lyfjapróf. Þegar hér var komið sagði Zingsheim að hestur hans hafi fengið ákveðið lyf hálfum mán- uði fyrir mótið sem hann vissi að væri óheimilt að nota en tók einnig fram að dýralæknar þeir sem meðhöndlað hafa hestinn sögðu að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur því þetta myndi hverfa úr blóðinu á tíu til tólf dögum. En eigi að síður var þetta mál tekið fyrir í aganefnd mótsins og endirinn varð sá að Zingsheim var dæmdur frá keppni og að sjálfsögðu var tekið blóð úr hestinum til efnagrein- ingar. Ákvörðun aganefndar grund- vallaðist á áliti dýralækna sem töldu að þetta lyf væri ekki farið úr blóðinu og hesturinn þar með ólöglegur í keppni. Ástæðan fyrir þessari lyfja- gjöf mun vera sú að hesturinn sem hér um ræðir er lungnaveik- ur og hefur meðal annars verið í meðferð á dýralæknaháskólan- um í Hannover vegna þessa sjúkdóms. Að sögn dýralækna mun þetta lyf sem hesturinn fékk einnig vera örvandi. Eins og gefur að skilja var þetta mikið áfall fyrir Zings- heim sem hefur lagt mikla vinnu í þjálfun hestsins undanfarin tvö ár. Þýskir fjölmiðlar höfðu mik- inn áhuga á þessum máli og var Zingsheim í stöðugum blaða- og sjónvarpsviðtölum eftir að aga- nefnd hafði kveðið upp úrskurð sinn. Um síðir tókst þó blaða- manni Mbl. að króa Zingsheim af og ræða þetta mál við hann. „Klárinn er með króniskt bronkitis sem lýsir sér í því að slímmyndun á sér stað í lungna- blöðrunum og er þetta lyf sem hann fékk til að koma í veg fyrir þessa slímmyndun. Ég hef farið alfarið eftir ráðleggingum dýra- lækna hvað varðar meðferð og lyfjagjafir. Honum var gefið þetta lyf fyrir hálfum mánuði og að sögn dýralækna sem hafa meðhöndlað hestinn átti lyfið að vera farið úr blóðinu þegar í keppnina væri komið. En þegar ákveðið er að taka blóð úr hest- inum í lyfjapróf segi ég þeim frá þessari lyfjagjöf og þá verður allt vitlaust. Dýralæknar móts- ins fullyrtu að þetta væri ekki farið úr blóðinu og er þetta mál lagt fyrir aganefnd mótsins sem í voru einn íslendingur, Austur- ríkismaður og þrír Þjóðverjar. Þessi nefnd hélt sig svo við úr- skurð dýralæknanna og dæma mig úr leik. Sjálfur er ég viss um að ekkert kemur út úr þessari efna- greiningu því dýralæknar þeir sem meðhöndlað hafa hestinn hafa miklu meiri þekkingu á þessum málum heldur en dýra- læknar mótsins. Ég tel að ég hefði sigrað í fimmgangi ef ég hefði fengið að vera með. Jafnvel þó hesturinn hjá Alla hafi skeiðað svona vel í úrslitunum. Fifi hefði ekki skeið- að mikið síður og ég hefði unnið á brokki og stökki og jafnvel tölti líka." Telur þú að eitthvað sé um lyfjanotkun í keppni hér í Þýskalandi? „Ég veit ekki til þess að slíkt sé gert vísvitandi í þeim tilgangi að ná meiri afköstum. Sam- kvæmt reglunum má fram- kvæma lyfjapróf ef grunur leik- ur á að um lyfjanotkun sé að ræða. Vafalaust mætti finna ein- hver tilfelli þar sem hestar hafa fengið einhver lyf vegna ein- hvers krankleika en ég hef ekki trú á að þetta sé gert vísvitandi í þeim tilgangi að örva hestana." Verður þú með Fifi áfram í keppni eftir það sem á undan er gengið? „Ég ætlaði mér að vinna sigra hér á þessu móti og átti það að vera lokapunkturinn á keppnis- ferli hans en það fór sem fór og mun ég því stefna ótrauður með Fifi á næsta Evrópumót." Fannst þér íslensku keppend- urnir líta á þetta sem kærkomna niðurstöðu? „Nei, það voru einmitt íslend- ingarnir sem stóðu manna best með mér og veittu mér bestan móralskan stuðning þó að þeir hefðu mestan ávinning af því að mér yrði bolað úr keppni á þenn- an hátt.“ Þess má geta að á meðan þetta mál var í hámæli hótuðu nokkr- ar þjóðir að hætta þátttöku ef Karl Zingsheim yrði leyft að keppa áfram og hefur það vafa- laust haft einhver áhrif á úr- skurð aganefndarinnar. Rétt er þó að taka það fram að fslend- ingar voru ekki þar á meðal. Þegar leitað var álits íslensku sveitarinnar kváðust þeir hafa fulla samúð með Zingsheim og hefðu þeir heldur kosið að keppa við hann og sigra í drengilegri keppni. Það mun hafa tekið um tvær til þrjár vikur að efnagreina blóðsýnin sem tekin voru á með- an á keppninni stóð og ættu því niðurstöður að vera kunnar þeg- ar þetta er skrifað en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá upplýsingar um þær. Þessi mynd er tekin af þeim Fifi og Zingsheim f forkeppni fimmgangs, en hann var mjög sigurstranglegur í þeirri grein. Sagnfræðistofnun Háskólans: Breytingar á högum nor- rænna kvenna á miðöldum Iðunn: Lokaæfing — nýtt leikrit Svövu Jakobsdóttur komið út í bók IÐUNN hefur gefið út leikritið Lokaæfingu eftir Svövu Jak- obsdóttur, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi 6. október. Fyrsta sýning leiksins var raunar í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum 31. ágúst, og var hon- um frábærlega vel tekið. Leik- ritið gerist í Reykjavík nú á tím- um og segir frá hjónum sem hafast við í kjarnorkubyrgi sem útbúið hefur verið til að bjarg- ast af eftir að kjarnorku- sprengjan springur. Lokaæafing er þriðja heils kvölds leikrit Svövu Jakobsdótt- ur. Hin voru Hvað er í blýhólk- num? og Æskuvinir, en auk þess hefur hún samið einn einþátt- ung fyrir svið og eitt útvarps- Svava Jakobsdóttir leikrit. Þá er Svava löngu kunn af sögum sínum og gaf Iðunn út í fyrra smásagnasafn hennar, Gefið hvort öðru. — Lokaæafing er fyrsta leikrit Svövu sem út er gefið í bók. Leikritið er í sex at- riðum, 67 blaðsíður. Oddi prent- aði. ÚT ER komið rit frá Sagnfræði- stofnun Háskólans, sem hefur að geyma níu erindi um breytingar á högum norrænna kvenna á mið- öldum, en meðal höfunda eru tvær íslenskar konur. í frétt um hið nýja rit segir svo raeðal annars: „Sagnfræðistofnun Háskóla íslands gefur út ritröðina Rit- safn Sagnfræðistofnunar en Sögu- félag annast sölu og dreifingu og í afgreiðslu þess er tekið við áskriftum. Út eru komin í rit- safninu handbækur og upp- flettirit sem gagnleg eru sagn- fræðingum og öðrum áhugasöm- um en líka hafa birst stuttar rit- gerðir um herstöðvamál, eign- arhald á afréttum og almenn- ingum, vinnuhjú á 19. öld og sauðagullið breska. Fyrsta ritið kom út árið 1979 en hið níunda í röðinni er ný- komið og nefnist: Förándringer í kvinnors villkor under medeltid- en. í því eru birt níu erindi um breytingar á högum norrænna kvenna á miðöldum. Af efni sem íslenskir lesendur munu hafa sérstakan áhuga á má nefna að Anna Sigurðardóttir ritar um þátt íslenskra kvenna í skírn og nafngift og Elsa E. Guðjónsson segir m.a. frá íslenskum konum, innan klaustra og utan, sem höfðu launaða atvinnu af út- saum. Þá ritar Else Mundal um hvernig konur munu hafa stuðl- að að munnlegri geymd og áhrif skriftarkunnáttu, þegar hún kom, á þetta hlutverk þeirra; Grethe Jacobsen ritar m.a. um þær breytingar sem urðu á stöðu íslenskra kvenna við kristnitöku og Birte Carlé at- hugar kynferðislegt hlutverk kvenna skv. heilagramannasög- um og ber saman við Islend- ingasögur. Helgi Þorláksson og Silja Að- alsteinsdóttir sáu um útgáfuna sem var styrkt af menntamála- ráðuneyti og Menningarsjóði Norðurlanda."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.