Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983
57
Tillitsleysi eda
hugsunarleysi?
Nokkur orð um umferðarmenningu
eftir Jóhannes
Tómasson
Umferðarmenning. Er hún til?
Kann að vera, en ekki í henni
Reykjavík. Það er lítil reisn yfir
umferðinni í höfuðstað íslands, og
kannski víðar. Hún er gjörsam-
lega laus við nokkuð sem kallað er
menning.
Hversu oft sjáum við ekki bíl
þjóta yfir gangbraut þegar aðrir
hafa verið stöðvaðir til að hleypa
yfir fólki? Hversu oft er ekki ruðst
fyrir okkur á aðalbraut, „svínað"?
Hversu oft sjáum við ekki að bíl-
um er lagt þvers og kruss á
gangstéttum og götum? Hversu
oft sjáum við ekki samferðamenn
okkar aka yfir gatnamót á
„bleiku" eða bara rauðu?
Við getum spurt frekar. Fært
þetta aðeins nær okkur sjalfum,
en það er kannski ögn óþægilegt:
Hvenær „svínaði" ég síðast?
Hvenær lagði ég síðast ólöglega —
uppi á gangstétt eða bíllinn hálfur
út í götuna? Hvenær ók ég síðast
yfir á hálf-rauðu?
Tillit — hugsun
Æði mörg okkar geta fundið hjá
sér einhverja sök ef við lítum
heiðarlega í eigin barm. Nei, það
er ekki umferðarmenningunni
fyrir að fara. Við erum iðulega
brýnd til að sýna tillitsemi í um-
ferðinni og þykir það góð latína.
Ekki skal ég lasta það. Eg held þó
að skortur sé öllu meiri á öðru:
Hugsun. Umferðin hér einkennist
af algjöru hugsunarleysi. Athug-
unarleysi.
Eitt ákvæði umferðarlaganna
segir að vegfarendur skuli ekki
tefja eða trufla umferð að óþörfu.
(Enginn segir neitt við bilunum og
óhöppum.) Ekkert ákvæði er eins
vanvirt og þetta. Menn eru að
skoða í búðarglugga, hleypa fólki
út úr og inn í bíla, éta undir stýri,
passa börn með annarri hendinni,
tala í talstöðvar og stilla hljóm-
flutningstækin. Og svo þegar
óhöppin verða þá er viðkvæðið:
„Ja, ég bara sá hann ekki“.
Nei, hugsunarleysið í umferð-
inni ríður ekki við einteyming.
Hin silalega og hæga umferð, sí-
felldar og óþarfar tafir og truflan-
ir leiða til þess að menn gerast
óþolinmóðir og grípa til sinna
ráða. Menn segja hámarkshrað-
ann glæfralega háan og nú hefur
hann verið lækkaður á nokkrum
götum í Reykjavík. Gott og vel. En
hann mætti að skaðlausu vera
hærri á tveggja akreina safn-
brautum, eins og þær heita á fag-
málinu. Hjarðarhagi, Álfheimar,
Safamýri, Nesvegur. Þetta eru allt
nokkuð breiðar og góðar götur. En
þar er ekið hratt. Og þar er of
sjaldan mældur ökuhraði. Því ekki
að mæla sjaldnar á Breiðholts*
braut, Kleppsvegi og Hringbraut
og beina kröftunum að hinum
fyrrnefndu götum eða þeim lík-
um?
Upphækkanir á þessum götum
sumum hafa þó dregið úr hraðan-
um, en þær eru ekki skemmtileg
lausn fyrir ökumenn. Við beygjum
okkur þó undir þá tilhögun ef hún
dregur úr slysum.
Meira öryggi
Menn verða að gera það upp við
sig hvort þeir eru kurteisir og til-
litsamir í umferðinni. En við verð-
um að krefjast þess skilyrðislaust
að menn hafi hugann við það sem
þeir eru að gera þegar þeir stjórna
ökutæki. Við krefjumst þess af
flugmönnum. Rífum hár okkar og
klæði þegar flugslysin verða. En
hvað með umferðarslysin? Við er-
um nærri hætt að taka eftir þeim.
Meðfylgjandi myndir tók ég
tvær morgunstundir í umferðinni
nýlega. Flestar sýna hvernig
mönnum getur dottið í hug að
leggja ólöglega. Á ökuferð um
miðborgina má taka myndir sem
þessar á örfáum mínútum. Um
leið varð ég vitni að fjölmörgum
ámælisverðum atvikum sem ekki
voru fest á filmu.
Aö lokum
Eflaust hefði ég getað átt í hlut
í öllum þessum dæmum. Auðvitað
hef ég líka leyft mér að túlka boð
og bönn eftir mínu höfði og stund-
um frjálslega. „Ég-þurfti-aðeins-
að-skreppa“-afsökunin. En ég
vona að við getum öll hugsað mál-
ið og bætt okkur í umferðinni.
Slíkt myndi bæta geð okkar, auka
á kurteisina, fækka óhöppum, lina
þjáningar og lækka kostnað í heil-
brigðiskerfinu.
Jóhannes Tómasson er blaðamað-
ur hjá Læknablaðinu.
Hugsunarleysi. Sendibfll byrgir útsýn til austurs eftir Tryggvagötu.
Bfll á gangstétt og sendibfll lokar annarri akreininni.
Hafnarstræti. Bflar með afturendann út í götuna og hinum megin staðnæmst
og umferðin trufluð.
Gangandi fólk á víða I erfiðleikum með að komast leiðar sinnar vegna bíla sem þannig er lagt. Hugsunar- og tillitsleysi. Lagt ólöglega beggja vegna Amtmannsstígs. Gangandi komast vart
leiðar sinnar, verða að fara út á götu og bflar geta ekki mæst. Truflar og tefur umferð.
Félag bókagerðarmanna:
Hvetur til órofa samstöðu
„Gítarskóli“
Eyþórs í
nýrri útgáfu
SKTBERG hefur endurútgefið Gít-
arskólann eftir Eyþór Þorláksson. í
bókinni eru öll undirstöðuatriði gftar-
leiks, svo og ásláttaræfingar við ýmis
létt lög.
Einnig er í bókinni svonefnd
stofntónatafla, en með góðum skiln-
ingi á henni geta nemendur svo lagt
í að æfa upp erfiðari verkefni. Með
hjálp þessarar kennslubókar á nem-
andinn að geta leikið einföld grip
með opnum strengjum, sem nota má
til undirleiks við söng eða annan
hljóðfæraleik, og þá einnig þvergrip
í dúr og moll með sjöundargripum,
dimgripum og stækkuðum fimm-
undargripum.
Höfundur Gltarskólans, Eyþór
Þorláksson, er einn af þekktustu
gítaristum landsins. Hann stundaði
nám í kontrabassaleik við Tónlist-
arskólann I Reykjavík og fram-
haldsnám við Royal Manchester
College of Music. Lagði stund á
hljómfræði og kontrapunkt hjá Dr.
Urbancic, Eyþór lagði síðan leið
sina til Spánar og stundaði þar gft-
arnám í nokkur ár hjá þekktum
kennurum.
Eyþór Þorláksson er nú starfandi
gítarkennari við Tónmenntaskóla
Reykjavíkur og Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar. (Frétutiikynning.)
Á FÉLAGSFIJNDI í Félagi bókagerð-
armanna, sem haldinn var 8. septem-
ber 1983 voru gerðar eftirfarandi sam-
þykktir:
Félagsfundur í Félagi bókagerð-
armanna, haldinn 8. september 1983
ályktar eftirfarandi:
Á undanförnum árum hafa stjórn-
völd í æ ríkara mæli skert lífskjörin
við stjórnun þjóðarbúsins. í stað
þess að takast á við vandamálin út
frá hagsmunum fjöldans hefur
verkafólki verið gert að greiða reikn-
inga óstjórnar. Verkalýðshreyfingin
hefur því miður látið kyrrt liggja í
stað þess að stöðva síendurteknar
árásir frá stjórnvöldum á lífskjör
verkafólks.
Nú er svo komið að stjórnvöld
telja sér allt leyfilegt í samskiptum
sínum við verkafólk og samtök þess.
Það eina sem þau eiga eftir að banna
er sjálf tilvist verkalýðsfélaga, búið
er að afnema i raun alla möguleika
þeirra til starfsemi — aðal tilgangur
þeirra hefur verið bannaður — þau
mega ekki semja um kaup og kjör.
Núverandi ríkisstjórn hefur fótum
troðið eina af grundvallarforsendum
lýðræðisins, félagafrelsið.
Ef ekki á enn ver að fara er nauð-
synlegt að verkafólk snúi bökum
saman og hrindi þessum árásum
stjórnvalda.
Með samstilltu átaki verkafólks og
allra samtaka þess er unnt að snúa
við blaðinu.
Félagsfundur FBM hvetur til
órofa samstöðu.
Afnemum bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar með aðgerðum, ef orð
ekki duga. Verkalýðshreyfingin setji
sér það mark að koma aftur á lýð-
ræði í landinu fyrir 1. nóvember
1983.
Félagsfundur í Félagi bókagerð-
armanna, haldinn 8. september 1983
felur stjórn félagsins að leita form-
lega eftir samstarfi við stjórnir ASÍ
og BSRB.
Samstarfið skal miða að því að
hnekkja bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar, endurheimta samn-
ingsréttinn og ná aftur því sem af
verkafólki hefur verið tekið. Sam-
starfi um að snúa vörn í sókn.
Félagsfundur FBM haldinn 8.
áeptember ’83 lýsir yfir fullum
stúðningi við stofnun samtaka til að
standa vörð um hagsmuni þeirra
sem eru að koma þaki yfir höfuðið.
Fundurinn samþykkir að styrkja
þessi samtök með 10 þúsund króna
framlagi.
Félagsfundur FBM haldinn 8.
september ’83 samþykkir að styrkja
Friðarhátíð ’83 með fimm þúsund
króna framlagi.
(KrétUtilkynninf;-)