Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Eru til kaupendur að ríkisfyrirtækjum , sem leggja fé í atvinnurekstur Illa farið með þá — eftir Pál V. Daníelsson Það er sannarlega hressandi andblær að maður í ráðherrastóli skuli hafa kjark til þess að koma fram með þá skoðun sína að selja beri ríkisfyrirtæki. En það vekur þá spurningu, hvort það sé raun- hæft? Eru kaupendur til? Hefur ekki verið búið þannig að atvinnu- rekstrinum og því fólki, sem lagt hefur fé í fyrirtæki, að erfitt verði að fá kaupendur? Að minnsta kosti getur áhugi á kaupum ekki byggst á arðsemi hlutafjár eigi að búa við ríkjandi skattalöggjöf, heldur hlyti hann að byggjast á atvinnumöguleikum, að geta tryggt sér völd, að hægt sé að sameina starfsemina öðrum rekstri og ná þannig aukinni hag- kvæmni o.fl. mætti telja. Lítið dæmi um skattalega meðferð hlutafjár Það getur verið gaman að eiga hlutafé í fyrirtæki ef ekki er hugs- að um að hagnast. Ég á hlutabréf í fyrirtæki að upphæð kr. 96.000.- miðað við ársbyrjun 1982. Ef fylgt hefði verið reglum um útgáfu jöfnunarhlutabréfa mætti ætla að upphæð hlutafjársins gæti verið um það bil fimmföld, eða 480.000.- kr. Eg fékk 10% arð á árinu 1982, eða 9.600.- kr. Hvernig er nú farið með þessa aura skattalega svo og hlutafjáreign mína? Ég þarf að greiða eignarskatt af hlutafénu, ég þarf að greiða útsvar af arðin- um, sjúkratryggingargjald og kirkjugarðsgjald. Hins vegar er upphæð arðsins svo lág, kr. 9.600.-, að ég þarf ekki að. greiða tekju- skatt, en arðgreiðsla af 10% af hlutafé er skattfrjáls hjá einstakl- ingi upp í 8.266.- kr. og hjá hjónum 16.530,- kr. Eftirfarandi útreikn- ingur á sköttum er byggður á því að ég næ 50% skattastiga. Álagðir skattar af 96.999.- kr. hlutafé og 9.600.- kr. arði verða þannig Útsvar 11,88% kr. 1.140.- Sjúkratryggingargjald kr 192,- Kirkjugarðsgjald kr. 17.- Eignarskattur kr. 1.152.- Samtals krónur 2.501.- Eftir eru þá kr. 7.099.- eða 7,38% af hlutafé. En þar með er eigendur! Varahlutirnir eru ódýrastir hjá okkur! Dæmi um verð: Kerti frá kr. 42.00 f Platínur — — 73.00 P á Kveikjulok — — 142.00 Á P Kveikjuhamar ... — — 42.00 P á Þéttar — — 80.00 Á Bensínsíur — — 90.00 P á Olíusíur — — 140.00 Á Loftsíur — — 163.00 P á Viftureimar — — 64.00 Á Kúplingsdiskar .. — — 668.00 p a Bremsuborðasett — — 476.00 a Bremsuklossasett — — 687.00 Notið eingöngu EKTA MAZDA VARAHLUTI eins og framleiðandinn mælir fyrir um. ÞAÐ MARGBORGAR SIG. BÍLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 812 99 ekki öll sagan sögð. Helmingur arðgreiðslunnar er tvískattlagður, þ.e. að fyrirtækið fær hann ekki dreginn frá rekstrartekjum, nema að hálfu leyti samkvæmt fram- kvæmd skattalaga. Fyrirtækið þarf því að borga tekjuskatt af arðinum hálfum eða kr. 2.340.- Þessi eign mín, 96.000.- kr. hlutafé og arðgreiðsla kr. 9.600.-, kostar mig og fyrirtækið kr. 4.841.-, í skatta til þess opinbera. Hiutaféð fimmfalt Hefði hlutaféð verið fimmfalt, kr. 480.000.- og greiddur 10% arð- ur, kr. 48.000.- færist nú aldeilis fjör í skattlagninguna. Þá liti dæmið þannig út: Útsvar 11,88% kr. 5.700.- Sjúkratryggingargjald kr. 960,- Kirkjug.gjald kr. 85.- Eignarskattur kr. 5.760.- Tekjuskattur kr. 15.735.- Samtals krónur 28.240.- Þá ætti ég eftir kr. 19.760.- en það eru 4,12% af hlutafé. Tekjuskattur, sem fyrirtækið þyrfti að greiða af helmingi arðs- ins væri kr. 11.700.-. Þá yrðu ég og fyrirtækið að greiða alls kr. 39.940.- í skatta sem er 83,2% af arðgreiðslunni. Hlutaféð bundið Gangi fyrirtæki sæmilega má „Að minnsta kosti getur áhugi á kaupum ekki byggst á arðsemi hlutafjár eigi að búa við ríkjandi skattalöggjöf, heldur hlyti hann að byggjast á at- vinnumöguleikum, að geta tryggt sér völd, að hægt sé að sameina starfsemina öðrum rekstri og ná þann- ig aukinni hagkvæmni o.fl. mætti telja.“ ætla að hlutaféð sé nokkurnveginn verðtryggt. En það er fast, ég get ekki fengið það til annarrar ráð- stöfunar, nema með því að selja það og þegar það gefur ekki meir arðsemi en að framan er getið eru litlar líkur á því að það seljist á nafnverði. Þetta sparifé mitt er því bæði fast og arðlítið. En nú er það svo að fyrirtæki geta orðið fyrir áföllum. Hlutaféð er því mik- ið áhættufé. Til þess að fólk leggi fé í fyrirtæki þarf ávöxtun slíks fjármagns að vera það góð að fólk taki þá áhættu, sem því fylgir að eiga fé sitt í atvinnurekstri. Hið sósíalíska bros Þeir menn og flokkar, sem kom- ið hafa einstaklingum og atvinnu- rekstri í þá skattafjötra, sem að framan er lýst brosa nú breitt og telja það öruggt, að fjármálaráð- herra komi ekki hugmyndum sín- um um sölu ríkisfyrirtækja í framkvæmd, einfaldlega af því að fólk hafi ekki hug á að kaupa hluti ríkisins. Og á því er sannarlega mikil hætta. Sósíalisminn hefur í vaxandi mæli á undanförnum ára- tugum tröllriðið þjóðfélaginu, öll- um til óþurftar og með þeim af- leiðingum að atvinnuvegirnir eru komnir á heljarþröm. Hér þarf því að taka til hendi og snúa áratuga þróun við, því hver sú þjóð, sem ekki býr þannig að atvinnulífi sínu, að þar gefi fjármunirnir bestan arð, er illa komin og lendir á vonarvöl með rýrnandi lífskjör- um og auknum opinberum afskipt- um og höftum í einni eða annarri mynd. Eitt fyrsta verkefni stjórn- valda þarf því að vera það, að höggva á skattafjötrana vilji menn í alvöru efla atvinnulífið og bæta lífskjörin. Páll V. Daníelsson er riðskipta- fræóingur að mennt og fyrnerandi fjármálastjóri Pósts og síma. ANÆGJULEG UTANFERÐ SAMKÓRS KÓPAVOGS eftir Steinunni Geirdal Þann 22. júní í vor lagði Samkór Kópavogs upp í ferðalag um Nor- eg, Svíþjóð og Finnland. Við flug- um til Þrándheims sem er vina- bær Kópavogs í Noregi, og stöldr- uðum þar við í tvo daga. Þar fór- um við í skoðunarferð um borgina með kór, sem kallar sig Tri-ton- us-koret. Síðan sátum við kvöld- verðarboð í boði borgarstjórnar, en daginn eftir sungum við á stærsta elliheimili Noregs þar í borg. Þá lá leiðin þvert yfir Noreg og Svíþjóð til Sundsvall sem er á austurströnd Svíþjóðar en þaðan gengur ferja yfir til Finnlands. í Sundsvall stönsuðum við einn- ig í tvo daga og sungum á Jóns- messuhátíð þeirra heimamanna. Þessa fyrstu daga ferðarinnar rigndi mestallan tímann, en nú rættist úr og fengum við heilan sólardag seinni daginn í Sunds- vall. Formaður Norræna fél. á staðnum fór með okkur í skoðun- arferð um borgina og nágrenni hennar og fræddi okkur um jarðfræði og sögu staðarins. Síðan tókum við ferjuna yfir til Finnlands við Vaasa, og ókum þaðan suður á bóginn til Tampere (Tammerfoss) sem er vinabær Kópavogs í Finnlandi. Þar fengum við hlýjar móttökur, bæði Nor- ræna félagsins og kórs sem þarna starfar. I Tampere stóð til að halda tvenna tónleika utan dyra, en vegna veðurs varð að aflýsa þeim. Við sungum því aðeins á nokkrum viðkomustöðum okkar í skoðunarferð um þessa fallegu og hreinlegu borg og svo í öndvegis- boði sem kórinn hélt okkur. Við skoðuðum ýmsar merkar byggingar í borginni og þar á með- al glæsilegt, nýbyggt ráðhús og fagra og nýtískulega kirkju. Þess- ar byggingar sýndu okkur hve frábæra arkitekta Finnar eiga. Frá Tampera lá leiðin norður hið skógi vaxna „Þúsund vatna land“ alla leið til Oulu-borgar. Þar tók á móti okkur starfsfólk Nor- ræna félagsins og sagði það okkur að þetta væri stærsti hópur ís- lendinga sem þar hefði komið, enda voru móttökurnar eftir því. I boði þeirra skoðuðum við borgina og meðal annars ráðhúsið, sem er eiginlega höll á okkar mælikvarða og var upphaflega byggt sem vertshús. Við sungum í anddyri nýbyggðs bókasafnshúss og einnig á markaðstorgi, þar sem Samar seldu varning sinn. Við lögðum af stað eldsnemma morguns og ókum norður með landamærum Svíþjóðar, alla leið norður fyrir Svíþjóð og að landa- mærum Noregs og þá aftur suður á bóginn til Sortland í Noregi. Þaðan kom kórinn Sortland korforening í heimsókn til okkar í fyrrasumar og var þessi ferð okkar að nokkru leyti ætluð til að endurgjalda þá heimsókn. Okkur var tekið tveim höndum og skipt niður á heimili kórfélaga. I Sort- land var einnig staddur Barnakór Kárnes- og Þingholtsskóla úr Kópavogi og urðu þar fagnaðar- fundir. Við héldum sameiginlega tónleika ásamt þremur öðrum kórum á staðnum. Síðan var slegið upp heijarmikilli veislu þar sem þessir fimm kórar komu saman ásamt gestum og hittust þar aftur kunningjar og gestgjafar frá heimsókn þeirra til okkar. Frá Sortland héldum við sæl og södd áleiðis til Þrándheims á ný, með viðkomu í Mo í Rana eina nótt. Þá rann upp kveðjustund, því bílstjórinn okkar, hann Arve, sem ók allan tímann með, hafði eignast góða félaga í hópnum og langaði helst að koma með til íslands. Þessi ferð var í alla staði mjög vel heppnuð og má það ekki síst þakka okkar ágæta fararstjóra, Sigurði Lyngdal, svo og stjórn kórsins og söngstjóranum, Ragn- ari Jónssyni. Samkórinn er nú að hefja vetr- arstarfið og eru nýir félagar vel- komnir. Þökk fyrir samfylgdina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.