Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 73 fólk í fréttum Iíavid Kennedy var djúpt sokkinn, Kobert Kennedy hefur veriö kærð- en er nú á batavegi. ur fyrir að hafa heróín í fórum sín- um. Joseph Kennedy olli alvarlegu slysi með glannaskap. Sitt er hvað — gæfa eða gjörvileiki -t- Ethel Kennedy, eiginkona Rob- erts heitins Kennedy, hefur reynt sitt af hverjum um ævina og það er eins og endir ætli að verða á erfið- leikunum. Það eru börnin hennar, sem gera sitt besta til þess, sum hver a.m.k., en alls áttu þau Robert 11 börn saman. Svartasti sauðurinn í fjölskyld- unni er Robert Kennedy yngri, sem er 29 ára gamall. Hann hefur opinberlega viðurkennt, að hann sé eiturlyfjaneytandi og er nú til meðferðar á sjúkrahúsi, en á ýmsu þurfti þó að ganga áður en hann þorði að horfast í augu við raunveruleikann. í síðasta mán- uði var hann um borð í flugvél á leið frá Minneapolis til Rapid City í Suður-Dakóta, þegar hann veiktist skyndilega og engdist sundur og saman af kvölum. Flugstjórinn gerði viðvart og bað um að sjúkrabíll yrði til taks þeg- ar lent væri, en Robert, sem var nokkuð farinn að jafna sig, vildi enga hjálp og fór burt af flugvell- inum með bíl, sem beið hans þar. Þegar leitað var í farangri Rob- erts fannst þar heróín, og á hann nú yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm. Hætt er við, að slíkur dómur gerði endanlega út um feril hans sem lögfræðings, en hann þótti mjög efnilegur og lauk námi á mjög skömmum tfma. Robert er nú á sjúkrahúsi eins og fyrr sagði og þaðan sendi hann frá sér yfirlýsingu, þar sem hann viðurkennir eiturlyfjanotk- unina og segist harma þá ógæfu, sem hann hafi leitt yfir fjöl- skyldu sína og það fólk, sem dáði föður hans. Robert er ekki sá eini í fjöl- skyldunni, sem komist hefur í kynni við eiturlyfin. Fyrir fjórum árum fannst yngri bróðir hans, David, í eiturlyfjavímu á hóteli nokkru í Harlem, alþekktu að- setri heróínneytenda, og hafði hann verið rændur og barinn sundur og saman. Hann var þá strax settur í meðferð, sem þykir hafa tekist vel. Þriðji bróðirinn, Joseph Kenn- edy, hefur einnig fengið sinn skammt. Hann hefur löngum þótt hinn mesti galopi og fyrir nokkr- um árum varð hann fyrir því að velta jeppa, sem hann ók, með þeim afleiðingum, að vinkona hans, Pamela Kelly, lamaðist fyrir lífstíð og verður bundin hjólastólnum það sem hún á eftir ólifað. Matthew, fjórði sonurinn og sá yngsti, hefur unnið sér það helst til frægðar að hafa verið rekinn úr þremur rándýrum einkaskól- um í Nýja Englandi. Þá er komið að dætrunum og þar kveður við dálítið annan tón. Þeim hefur nefnilega gengið flest í haginn og ekki annað að sjá en kvenfólkið þoli betur það álag, sem óhjákvæmilega fylgir því að hljóta bæði ríkidæmið og frægð- ina í vöggugjöf. Hollywood-leikstjórinn Martin Scorsese, sem m.a. gerði kvikmyndina „Taxi Driver“, er í dálítið vondum málum. Eiginkona hans númer eitt, leikkonan Julie Cameron, hefur nú krafist þess, að Scorsese borgi henni ríflegri framfærslueyri en hann hefur gert hingað til og auk þess hefur henni tekist að fá skiln- aðarmálið tekið fyrir aftur. Þau Julie og Scorsese skildu árið 1978 og seinna kvæntist hann Isa- bellu Rossellini, dóttur Ingrid Bergman. Á meðan hann bjó með Julie átti hann þó í alls konar ást- arævintýrum með þekktum leik- konum, t.d. Lizu Minelli, og nú heldur Julie því fram, að Scorsese hafi gefið Minelli skartgripi sem raunverulega hafi tilheyrt henni. „Maðurinn minn var orðinn kókaínneytandi og einu sinni kom það fyrir, að hann hvarf að heiman í marga daga. Þegar hann skaut upp kollinum aftur var hann pen- ingalaus og næstum klæðalaus líka og þá kom líka í ljós, að skartgrip- irnir mínir voru horfnir," segir Julie. Liza Minelli viðurkennir fúslega, að þau Scorsese hafi verið elskend- ur en hins vegar harðneitar hún að Martin Scorsese á köldum klaka hafa þegið af honum nokkurn skapaðan hlut, heldur hafi hún orðið að borga fyrir hann á veit- ingahúsum, á hótelum og meira að segja leigubílana líka. Hjónabandið milli þeirra Scor- sese og Isabellu entist ekki lengi og hann er nú ókvæntur. Sjálfur seg- ist hann bara líta á þessar ásakan- ir konunnar sinnar fyrrverandi sem grín. „Ég á ekki grænan eyri og ef Julie fer með þetta mál fyrir dómstólana á hún það á hættu að verða að borga með mér,“ segir Scorsese. íssniglar — fóðursniglar — mjölsniglar Framleiöum snigla í öllum stæröum og geröum til flutnings á efni til sjávar og sveita. Vélsmiöjan Stálver hf., Funahöfða 17,110 R. Sími 83444. Lýsing í skammdeginu Framleiöum Ijósastaura til lýsingar á götum, bílastæöum, heimkeyrslum og göngustígum. Stærö frá 1,5—16 m Vélsmiöjan Stálver hf., Funahöfða 17, 110 R. Sími: 83444. ÁnA 8 af helstu málningarvöru og innréttingaverslunum á höfuðborgarsvæðinu Ath. Málningin er á sama verði sem út úr verksmiðjum. TIL DAGLEGRA NOTA ■—MFA------------------------------------ Félagsmálaskóli alþýðu 1. önn 30. október til 12. nóvember. 1. önn verður haldin í Félagsmálaskóla alþýðu dagana 30. okt.—12. nóv. nk. í Ölfusborgum. Viðfangsefni annarinnar er einkum eftirfarandi: Félags- og fundarstörf, ræöumennska, framsögn, skipulag og starfshættir ASÍ, saga verkalýðshreyf- ingarinnar, vinnuréttur, stefnuyfirlýsing ASÍ, kjara- rannsóknir, og vísitölur, undirstööuatriöi félags- fræöi, vinnuvernd og hópefli (leiðbeining í hóp- vinnu). Námstafið fer fram í fyrirlestrum, hópvinnu og al- mennum umræöum. Flesta daga er unniö frá 08.30—19.00 meö hléum. Nokkur kvöld á meöan skólinn starfar veröa menningardagskrár, list- kynningar, upplestur og skemmtanir. Félagsmenn aöildarfélaga ASÍ eiga rétt á skólavist i Félagsmálaskólanum. Hámarksfjöldi á önninni er 25. Umsóknir um skólavist þurfa að berast skrif- stofu MFA fyrir 26. október. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA Grensásvegi 16, sími 84233. Minningar- og fræöslusamband alþýöu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.