Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983
Hið horftia „drauma-
land“ vatnsorkunnar
eftir Jónas Pétursson
Eftir að síðasta hækkunar-
„bomban" skall yfir, sérstaklega á
raforku, var viðtal í fréttatíma
sjónvarps við nokkra aðila al-
mannasamtaka og endað á for-
sætisráðherranum, Steingrími
Hermannssyni. Orðrétt endaði
hann umsögn sína þannig, 29. júlí
sl.:
„Ég get hins vegar ekki annað
en lýst áhyggjum af því, hve raf-
orkuverð hér er orðið hátt, og mik-
ið umhugsunaratriði. Og ég sé
ekki betur en að við séum óðum að
fjarlægjast það draumaland að
hafa hér ódýra raforku til að
byggja á framtíðaruppbyggingu."
Þetta er hreinskilnislega sagt og
karlmannlega, eins og Steingríms
var von og vísa. En ég hefi beðið
eftir því að sjá frá honum afsök-
unarbeiðni á þeirri afstöðu, sem
hann hefir haft og lýsti fyrir all-
mörgum árum, að með því að hafa
helzt eitt fyrirtæki í landinu til
raforkuöflunar væri tryggð for-
usta hæfustu manna í stjórnun
þessara mála. Ég tel þetta alranga
skoðun, alranga og hættulega af-
stöðu til byggðamála, til jafnvæg-
is í byggð landsins, vegna þess að
með því er frumkvæði, sköpunar-
gáfa og eldmóður fjölmargra at-
orkumanna og snillinga, sem eru
vítt og breitt um landið, lögð í
dróma, vegna þess að viðfangsefn-
in eru tekin af þeim. Það dylst
engum að einmitt atorkusömustu,
frjóustu og snjöllustu mennirnir
eru beinlínis geltir af því að valda-
borgin fær ein að ríkja í raforku-
málum með þeirri skipan, sem nú
er óðfluga stefnt að. Og ekki sízt
með atbeina Sjálfstæðisflokksins.
Flokksins, sem öðru hverju er há-
vær um ágæti einstaklingsins, um
frelsið og olnbogarýmið fyrir ein-
staklingana. Vonandi ekki aðeins
til að skara eld að sinni köku í því,
sem nefnt er bissness, heldur
einnig, og ég segi fyrst og fremst,
til að vinna samfélaginu gagn.
Með snjaliri framkvæmd í orku-
öflun í byggðarlögunum um allt
land. Ekki veit ég áhugaverðara
viðfangsefni fyrir tæknimenn
okkar en raforkuöflun og dreif-
ingu undir vernd réttar sem þeir
hafa til ákvarðana og fram-
kvæmda við lifandi stuðning
fólksins í byggðunum, sem skilur
að þarna er fólgin byggðanna
mesta framtíðartrygging. Hafa
menn gert sér grein fyrir afleið-
ingum einnar hópstjórnar orku-
öflunar? Valdinu! Hvert er ein-
kenni valds? Að tryggja sig! Að
koma í veg fyrir gagnrýni, alveg
sérstaklega skarplega og rök-
studda! Þess vegna annaðhvort að
veiða einn og einn inn í net sam-
tryggingar valdahópsins — ella að
útiloka eftir mætti að slíkir menn
fái aðstöðu. Rótin að þessari
ályktun minni er e.t.v. ljósust við
upphaf kristni! Heródes heyrði
sagt að nýr konungur Gyðinga
væri fæddur. Þá óttaðist hann um
vald sitt. Þess vegna gaf hann út
fyrirmæli að öll sveinbörn skyldu
deydd.
Láta ekki landið fara í eyði
Ummæli þau, sem ég hefi eftir
Steingrími Hermannssyni hér að
framan, eftir minni, um hag-
kvæmni einnar raforkustjórnar í
landinu, eru að ég held sögð
nokkru áður en Orkubú Vestfjarða
er stofnað. Ég veit ekki betur en
að Steingrímur Hermannsson
styðji þá skipan heilshugar og ber
það vott um að hann sjái a.m.k.
veilur í því, sem hann áður taldi
farsælast. En með því hafa Vest-
firðingar sýnt í verki skilninginn á
því að tölvubissnesssjónarmið ein-
valdssinna í orkumálunum er ill-
vígasta viðleitni til þess að brjóta
Jónas Pétursson
„Versti glæpurinn er að
hafa beinlínis hindrað
úrræðaöflin í öllum
byggðum að þau fái not-
ið sín — og því miður
hefir tekizt af valda-
sjúkum og yfirlátum öfl-
um í krafti „sérfræði“
að heilaþvo allt of stór-
an hóp fólksins í byggð-
unum, og ná þannig tök-
um á vilja þess og ráði.“
niður sjálfsbjargaranda byggðar-
laganna. Að heimamenn hafi ekki
sízt viðfangsefni í eigin höndum
til þess að fjölbreytni nútímalífs
og athafna sé á þeirra valdi og
þeirra ábyrgð. Þess vegna er
Orkubú Vestfjarða það fyrirbæri í
landinu, sem er áþreifanleg undir-
staða þess að láta ekki landið fara í
eyði! Viðleitni tölvubissnesslýðsins
er einmitt sú að veikja og slá und-
an sem flestum stoðum nútíma
mannlífs. Naga eins og rottur
meiðinn sem lífið byggist á: Trú á
framtíð, umráð og vald yfir ís-
lenzkum lífgildum, sem skapa og
treysta manndóminn, hæfileik-
ana, úrræðin, lífsgleðina, átthaga-
tryggðina.
Mannleg mistök, ekki
fátækt fósturjarðar
Já, Steingrímur komst þannig
að orði að ekki yrði betur séð en
við fjarlægðumst óðum „drauma-
land“ ódýru raforkunnar, í landi
fallvatnanna. Var þetta e.t.v. af
hyggindum orðað til að vekja at-
hygli á snilld þessa alsjáandi auga
í stjórn Landsvirkjunar, þar sem
hann áður hélt að toppur íslenzkra
hæfileika væri samansafnaður!
Eða dylst nokkrum að fjarlægð
draumalandsins valdi meir mann-
leg mistök en fátækt fóstur-
jarðarinnar?
Það er auðveld hagsýni hverjum
sæmilega skyggnum manni að
bregða upp í huganum stuttri sögu
raforkunotkunar frá vatnsorku í
byggðum íslands. Byrjað var að
virkja bæjarlækina. Um flestar
byggðir íslands losnuðu úr læðingi
hæfileikar, áræði og atorka, sem
framkvæmdi verkið. I stærri mæli
voru nærtæk vatnsföll við þéttbýli
virkjuð. Saga allra þessara virkj-
ana sannar svo áþreifanlega og
augljóst að allt tal okkar og sann-
færing um auðiegðina í vatnsork-
unni eru gullvæg sannindi. Raun-
sætt „draumaland"! Það eru
hvorki brigð fósturjarðar né
máttarvalda, sem eru farin að
skyggja á „draumalandið" heldur
mannleg mistök! Versti glæpurinn
er að hafa beinlínis hindrað úr-
ræðaöflin í öllum byggðum að þau
fá notið sín — og því miður hefir
tekizt af valdasjúkum og yfirlát-
um öflum í krafti „sérfræði" að
heilaþvo allt of stóran hóp fólks-
ins í byggðunum, og ná þannig
tökum á vilja þess og ráði. Afleið-
ingin blasir nú við í rafmagns-
reikningunum. Þeir segja í raun
við hvern mann — sérðu hvað þú
hefir gjört! En nú er hann í fjötr-
um! Eða er það ekki? Aðeins hægt
að iðrast í einrúmi og horfa á
orkuöflunarskilyrðin í nærtækum
vatnsföllum, draumalöndin, tár-
votum augum!
Samandregið, hugsýn mín
Hver er mín hugsýn? Mótuð að
liðinni tíð og farsælli framtíð:
1. Virkjun bæjarlækjanna fyrir
sveitabýlin og vatnsfalla í
nágrenni fyrir þéttbýlið færði
„draumalandið" inn á heimilin.
Framkvæmdir á valdi þeirra er
njóta áttu. Tryggði byggðir og
hagfelldustu vinnubrögð við
framkvæmdir. Á þessari
reynslu átti án tvímæla að
byggja framvindu orkufram-
kvæmdanna!
2. Illu heilli var frá þessu horfið
með raforkulöggjöf, sem þjóð-
nýtti orkuskilyrðin og þröngv-
aði undir einn hatt. Þá gerðist
glæpurinn. Og því miður: þeir
er sízt skyldu á þetta fallast,
strjálbýlisfólkið, var blindað
með blekkingum um þægileg-
heit og áhyggjuleysi um orku-
mál. Byggðirnar sviptar atgerv-
ismönnum til virkra átaka á
hverju svæði í sjálfsbjargar-
athöfnum, en þar er fólgin öll
trygging öruggrar búsetu um
allt land, sem er algjört skilyrði
íslenzkrar þjóðar.
3. Nú þarf að söðla um. Þessi
tvískipting á orkuöflun og
orkunotkun er fullkomið tilræði
við byggðirnar víðs vegar um
landið. „Draumaland" vatns-
orkunnar er það, að þaðan
streymir blóðið til byggðanna
og gefur lífsorkuna, jafnar þar
sem kostnaður við dreifingu til
smásölu er mikill. Þess vegna
Roðinn í austri — 11. grein
Rödd útlagans,
Solsénitsvn
— eftir dr. Sigurð
Pétusson
Utan fangabúðanna
Það var í nóvember árið 1982 að
Youri Andropov (f. 1914) kom til
æðstu valda í Sovétríkjunum, tók
við af Leonid Brésnef. í tilefni af
því birti tímaritið L’Express, með
einkarétti, grein eftir A. Solsén-
itsyn, þ. 17.12. 1982: „La Russia a
l’heure Andropov" (Rússland við
komu Audropovs). Er þar um að
ræða úttekt á Ráðstjórnarkerfinu
til þessa, og vikið er að framtíð-
arhorfum.
Solsénitsyn rifjar fyrst upp
nokkur atriði úr sögu byltingar-
innar, en tekur svo að lýsa aðkom-
unni, sem Andropov mætir, ásig-
komulagi þess þjóðfélags, er hinn
nýi húsbóndi á fyrir höndum að
stjórna. í augum „rétttrúaðra"
marxista ætti svona lýsing að geta
sýnt yfirburði stjórnarfarsins í
Ráðstjórnarríkjunum og verið
vísbending um það, sem koma
skal, bæði þar og í öðrum komm-
únistaríkjum. Þessi lýsing ætti að
geta sýnt „fyrirheitna landið" í
„Frjálst framtak er lam-
að í öllum greinum
framleiðslunnar, og ber
atvinnulífið þess glögg
merki. Sjálfsbjargarvið-
leitni fólksins er stöðn-
uð. Kerfið útilokar
frumkvæði og ábyrgð
einstaklingsins, allt er
fjötrað í boðum og
bönnum.“
allri sinni dýrð, enda gerð af
rússnesku nóbelskáldi. Að vísu
hröktu frá ættjörð sinni, eins og
Trotsky. En þó!? Hver veit?
Hér á eftir verður aðeins brugð-
ið upp nokkrum svipmyndum úr
hinni athyglisverðu lýsingu Sols-
énitsyn á þessu umdeilda þjóðfé-
lagskerfi. Undirfyrirsagnir eru
mínar.
Fyrirheitna landið
Vald kommúnistaflokksins er
fyrir öllu. Öllum öðrum stjórn-
málaflokkum hefur verið útrýmt,
ásamt hvers konar skipulögðum
samtökum þó hlutlaus væru, bæði
viðskiptalegum, þjóðlegum og trú-
arlegum. Ennfremur sérstaklega:
aðalsmönnum, herforingjum,
klerkum, kaupmönnum og iðnrek-
endum, yfirleitt öllum, sem eitt-
hvað báru af eða sýndu merki
frjálsrar hugsunar. Hefur þetta
korrtið harðast niður á forustuþjóð
Sovétríkjanna, Rússum, og hinni
austrænu katólsku kirkju.
Trúarleg uppfræðsla barna er
stranglega bönnuð. Hvers konar
trúarbrögð eru bæld niður. For-
eldrar í hvítasunnusöfnuðum
(pentacotista) og söfnuðum skír-
enda (baptista) eru t.d. sviptir um-
ráðum barna sinna, foreldrarnir
settir í fangelsi, börnin á uppeld-
isstofnanir. Enn þyngri refsing er
lögð á þá, sem láta í Ijósi þjóðern-
islegar tilhneigingar, andstæðar
Sovétríkjunum.
Landbúnaöurinn
Samyrkjubúskapurinn í Sovét-
ríkjunum er rekstrarlega óhag-
stæður, en þykir æskilegur stjórn-
arfarslega. Afkoman byggist á
því, að verkafólkið gefur mestan
ftluta vinnu sinnar, en því er ríku-
lega veitt af innrætingu um ágæti
heilaspuna þeirra Marx og Lenins.
Sú ferlega miðstýrða skrif-
finnska, sem gerir allar áætlanir,
hefur hvorki til að bera þekkingu
né framsýni varðandi landbúnað.
Hún hugsar ekki fyrir morgun-
deginum, heldur reynir að ná sem
mestum afrakstri upp úr jörðinni í
dag, eins og við þurfum ekki að
lifa á morgun. Áratugum saman
hafa verið gefnar út heimskulegar
og skaðræðislegar forskriftir á öll-
um sviðum landbúnaðarins. Fyrir-
skipanir, sem allir eru þvingaðir
til að hlýða. í tvo mánuði á ári eru
svo skólanemar og aðrir borgarbú-
ar þvingaðir út á samyrkjubúin að
hjálpa til við sveitastörfin, sem
þeir kunna ekkert til. Þar eyða
þeir til einskis gagns tíma, sem
þeim er greitt fyrir af ríkinu.
Bóndinn hefur ekki lengur frelsi
til þess að rækta jörðina af lífi og
sál, nema litla heimareitinn sinn,
sem hann annast um á kvöldin og
gefur af sér grænmeti, egg, mjólk
og kjöt, nægilegt handa fjölskyld-
unni og oft meira. Allan afrakstur
samyrkjubúanna hirðir ríkið fyrir
gjafverð. En ekkert dugar. Síðast-
liðin 10 ár hefur innflutningur á
matvælum til Sovétríkjanna fer-
tugfaldast, segir Solsénitsyn.
Efnahagur og tækni
Frjálst framtak er lamað í öll-
um greinum framleiðslunnar, og
ber atvinnulífið þess glögg merki.
Sjálfsbjargarviðleitni fólksins er
stöðnuð. Kerfið útilokar frum-
kvæði og ábyrgð einstaklingsins,
allt er fjötrað í boðum og bönnum.
Vinnuveitandinn á hverjum stað
hefur algert vald yfir verkafólk-
inu, en hann sækir vald sitt og
fyrirskipanir til valdhafanna í
Kreml. Laun verkafólksins eru
vesældarleg, aðeins lítill hluti af
verðmæti framlagðrar vinnu. All-
ur fjöldinn hefur lélegt og þröngt
húsnæði. í hverri íbúð eru jafnan
fleiri en ein fjölskylda. Þó þú
vinnir í tugi ára á sama stað, þá
hefur þú aldrei ráð á því að eign-
ast íbúð. Fólkinu er ætlað að lifa í
trúnni á byltingu öreiganna og
von um betri tíma seinna.
Þarfir hersins og valdaklíkunn-
ar ganga fyrir öllu. Háþróuð
tækni er keypt frá Vesturlöndum,
eða hennar er aflað þaðan með
njósnum. Hernaðartæknin þróast
með ágætum, og til geimferða er
varið ógrynni fjár. Útflutningur
svo auðvitað vodka, en af sölu þess
utanlands og innan fær ríkið 12%
af tekjum sínum. Erlendar skuldir
eru með ólíkindum miklar, af stór-
veldi að vera. Útgefnar efna-
hagsskýrslur eru marklausar,
uppblásnar af skrumi, til þess að
hylja raunveruleikann.
Náttúruspjöll
Risastórar virkjanir sökkva
stórum svæðum af byggðu og
ræktuðu landi undir vatn og eyði-
leggja um leið gjöfular fiskveiðiár
og vötn, án þess að nokkuð að
gagni sé ræktað upp í staðinn. Og
svo kemur auðvitað mengunin til
sögunnar, en mengun frá alls kon-
ar verksmiðjum safnast fyrir í
lygnum ám og stöðuvötnum.
Barnauppeldið
Börn lifandi foreldra vaxa upp
eins og munaðarleysingjar, laun