Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 59 verða fyrirtæki landshlutanna að njóta hagnaðar orkuöflunar- innar. Að því áttu og eiga að vinna atgervismennirnir um allt land. Norðurlandið þarf ekki að verða úr leik, þrátt fyrir nýskeða harmsögu Laxárvirkj- unar. Kröfluvirkjun er f eins konar banni einvaldsherranna. Lærdómsríkt að bera saman vinnubrögð hjá Landsvirkjun annars vegar og þann hlut, sem Kröfluvirkjun er skammtaður. Öðrum augum hefur verið litið á lekalónið við Sigöldu en gufu- öflun fyrir Kröfluvirkjun. 4. „Byggðalínurnar" svonefndu eru óforsvaranleg axarsköft, en voru vísvitandi sölsun á valdi undir ákveðinn hóp. Orkubú Vestfjarða þurftí línu til Vest- fjarða og það er líka eina linan sem átti að koma. Byggðalín- urnar og Krafla — að jöfnu byrði á almannafé! En Krafla mun koma til þess að verða þáttur í draumalandi framtíð- ar. 5. Virkjanir hér, og virkjanir þar. Norðausturhornið til dæmis. Einn staur í Jökulsá í Axarfirði fellur og Norðausturlandið í skömmtun. Þar á auðvitað að virkja við hæfi. Að ekki sé talað um mesta orkusvæðið, Austur- land. Byggir á línum! Orkureikn- ingarnir! Þola má háa orkureikn- inga ef með því er myndaður höf- uðstóll í orkuveri í fjórðungnum sem er eign fólksins er þar býr! 6. Þetta verður að tryggja/í nýrri stjórnarskrá! Umráð og eign heimamanna á öllum verðmæt- um samfélagslegum þar með og ekki sízt vatnsorkan! Nóg er komið af þeim háværu röddum af Faxaflóasvæðinu að þar sé undirstaða þjóðlífs og í strjálbýlinu sé undirmálsfólk, óbeint á þeirri framfærslu! Ég vona að enginn óttist að sýna það í gegn um rétt og skyldu fjórðungaskipunar, — með rétti og skyldum að tala megi við hvern sem er án minnimáttar- kenndar og án yfirlætis, með öryggiskennd sannra íslend- inga, sem trúa á sjálfa sig, guð og landið. 28. sept. 1983. Jónas Pétursson. Jónas Pétursson rar alþingismaður SjálfsUeðistlokksins í Austurlands- kjördæmi 1959—1971. — eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Þessi grein er önnur í röð- inni í greinaflokki um áhrif lífshátta á neysluvenjur og heilsufar. Er þetta sú fyrri af tveim sem fjalla um streitu. í vélvæddri veröld hefur óboðinn gestur hreiðrað um sig. í vaxandi mæli rænir hann okkur lífslöngun, ham- ingju og heilsu. Við köllum hann því kurteislega nafni streita. Streita er hvorki ný af nál- inni né eitthvað eitt eða tvennt. Engu að síður hefur þekking okkar á fyrirbærinu vaxið eftir því sem það tekur á sig áþreifanlegri mynd. Æ fleiri teikn eru á lofti um að sú varanlega streita sem fylgir flóknu, tæknivæddu og sí- breytilegu samfélagi nútímans sé sú illskeyttasta sem mann- kynið hefur átt í höggi við. Því einmitt á tímum rót- tækra þjóðfélagsbreytinga drottnar streitan í öllu sínu veldi, þegar gamlir siðir úrelt- ast og óttaslegið fólk reynir að fóta sig í framandi heimi. Hvaö er streita? Streitu er e.t.v. best lýst sem samnefnara fyrir það andlega álag sem kaffærir í senn eðlis- lægt streituþol og hæfni okkar til að veita þessu álagi út í um- hverfið. Streituþoliö ræðst af mörg- um þáttum, þ.á m. vissri ást og öryggi í uppeldi, en vex að öðru leyti eftir því sem um- hverfið í uppvextinum er fjöl- breyttara og meira krefjandi. Hæfnin til að veita álaginu út í umhverfið fer m.a. eftir FÆDA OG HEILBRIGÐI „mórölskum stuðningi ætt- ingja og vina, hve auðvelt við eigum með að tjá eigin til- finningar o.s.frv. Alagið getur svo verið afar margbreytilegt, t.d. ótti við breytingar (ekki síst félags- legar), erill og þeytingur, yfir- vinna, hávaði, óregla, einsemd og kúgun. Mest er álagið á breyt- ingaskeiðum þegar heilum þjóðum er kastað inn í um- hverfi sem er svo framandi að forn gildi og viðmiðanir eiga ekki lengur við. En jafnframt upplifir hver einstaklingur sín breyt- ingaskeið. Mest er streitan eftir persónuleg áföll, t.d. ástvinamissi, skilnaði og í hernaði fjarri heimaslóðum. Afleiðingar streitu Streitan — fari hún yfir visst mark — getur lagt líf fólks í rúst á undraskömmum tíma: dregið úr lífslöngun, leitt til óreglu, vinnuslysa, jafnvel geðveiki og sjálfs- morða. Streita virðist vera orðin helsta orsök fjarvista á vinnu- - stöðum. Eru fyrirtæki um all- an heim að byrja að átta sig á þeim gífurlega kostnaði sem af þessu hlýst. Það segir líka sína sögu að í Bandaríkjunum eru það þrjú lyf sem seljast meira en öll önnur: (1) lyf við magasári, (2) lyf við háþrýstingi og (3) róandi lyf. Streita er alvarlegur áhættuþáttur fyrir fjölmarga sjúkdóma, þ.á m. hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýsting, magasár og starfræna melt- ingarsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Hitt kemur e.t.v. meira á óvart að streita getur veikt verulega ónæmiskerfi líkam- ans og þannig átt umtalsverð- an þátt í að ryðja krabbameini og smitsjúkdómum braut. Nýjustu rannsóknir eru sem sé smám saman að sanna það sem lengi hefur verið al- mannarómur: að streita á háu stigi getur leitt til heilsu- brests og ótímabærs dauð- daga. Lokaorð I þessari grein hefur stutt- lega verið fjallað um eðli streitu og helstu afleiðingar. í þeirri næstu verður fjallað um streitu á íslandi og tengsl streitu og mataræðis. mannsins eru alltaf ófullnægj- andi, svo að móðirin vinnur venju- lega úti. Milljónir barna byrja líf- ið á ungbarnaheimilum og barna- görðum, yfirfullum, og því í and- rúmslofti stöðugrar taugaspennu. Skortur á starfsfólki leyfir ekki goða gæslu, en hindrar þó aldrei hugtakslega innrætingu. Flest þessara barna eyða síðan æskuár- unum í heimavistarskólum við lé- leg skilyrði, síðan í iðnskólum og verksmiðjum. Drykkjuskapur og svall byrjar snemma. Húsbænd- urnir fara þarna með unglingana eins og þræla. Þeir eru arðrændir og missi þeir atvinnuna, fá þeir ekki að dvelja lengur í borginni þar sem þeir unnu. Staða konunnar Hvergi í heiminum vinnur svo mikill fjöldi kvenna erfiðisvinnu sem í Sovétríkjunum, segir Sols- énitsyn, og er þá átt við líkamlegt erfiði við örðug skilyrði og án hjálpar véla. Auk sinnar föstu vinnu verða svo sovéskar konur að eyða allt að 30 stundum á viku í biðröðum við innkaup til heimilis- ins. Harka lífsins, stöðugur vöru- skortur, þröngt húsnæði og tíma- hrak ræna konurnar öllu frelsi, til þess að ala upp sín börn. Fóstur- eyðingar eru mjög algengar hjá fólki af slavneskum uppruna, en tíðar fóstureyðingar valda ófrjó- semi og fósturlátum síðar. Við nálgumst það skeið, að vaxandi ófrjósemi kvenna á besta aldri stefnir í hættu slavneska kyn- þættinum í Rússlandi. Yfirstéttin Rússneska þjóðin er bæld niður Paul og Maurice Thorez flokksins og ríkisins (Party-Etat), sem að meðtöldum öryggis- og áróðurssveitum telja um 3 millj- ónir . manna. Þetta er yfirstétt, sem nýtur alls konar forréttinda: sérverslana með bestu vörum á lægsta verði, besta fáanlega hús- næðisins, læknisþjónustu bestu sérfræðinga og ókeypis dvalar á heilsuhælum. Gegn þessum hlunn- indum er krafist þrælslegrar und- irgefni þeirra, sem njóta, og fyrir minnstu yfirsjón er maður rekinn úr stéttinni. Yfir þessari valdastétt drottnar svo sjálf valdaklíka flokksins, Nómenklatúra (þeir útvöldu), og telur hún um 100 þúsund manns. Hlunnindum þeirrar klíku eru rsn m n t n I. K„l. nntt A keisaratimanum, að hirðinni með- talinni, upplifði aldrei aðra eins velmegun. Og börnin í þessari úr- valsstétt eru alin upp I hennar anda og við hennar lífskjör, svo að þau geti orðið arftakar að forrétt- indum hinnar nýju „hirðar" í Sov- étríkjunum. Hér er lokið frásögn af nokkrum eftirtektarverðum atriðum í grein A. Solsénitsyn, en þar er af miklu að taka, sem æskilegt er að sem flestir lesi. Enn um Nómcnklatúra Einn er Sá staður í Rússlandi, sem æðstu valdhafar þjóðarinnar, bæði á tímum keisaraveldisins og * Uty it*V<é*| i*u*t* ,V UllO. OCi ti* hvíldar og hressingar, en það er suðurströnd skagans Krím við Svartahafið norðanvert. Þar er m.a. sú sögufræga borg Yalta, og skammt þar frá hafnarborgin Sevastopol. __ Loftslag er þarna með eindæm- um gott og baðstrendur naegar. Keisararnir reistu sér þarna hall- ir, sem valdhafarnir í Nómen- klatúra eru nú fluttir inn í, auk þess sem þeir hafa líka reist sér þarna nýjar. Þeir síðartöldu hafa þó gengið lengra, því að þeir hafa reist þarna fimm-stjörnu hótel- hverfið Artek, sem hefur að geyma uppeldisstofnun og æfinga- búðir fyrir börn valdaklíkunnar, á aldrinum 10—15 ára. Erlendu heiðursfólki er oft boð- ið í þessa jarðnesku Paradís á Krím. Þannig dvaldi aðalritari franska kommúnistaflokksins, Maurice Thorez, þarna oft sem gestur Krúséfs. í fjögur skipti, á árunum 1950 — 55, fékk sonur Maurice, Paul Thorez, að dvelja í Artek, og er það hann, sem segir hér frá (L'Express 29/10 1982). Paul Thorez skrifar þarna grein- ina „Les enfants modéles de la Nomenklatura" (Fyrirmyndar- börnin í Nómenklatúra) í tilefni af útkomu bókar sinnar með sama heiti. Hér á eftir eru tekin upp fáein atriði úr greininni, til þess að gefa hugmynd um uppeldið í Artek. Fyrirmyndarbörnin Öll aðbúð, matur og drykkur voru þarna með ágætum. Mikil regla á öllum hlutum og agi strangur. Þarna voru svæði til iþiUuaitmaiia, iclAUdmiUöluu, svæði ætluð fyrir kvikmyndasýn- ingar og aðrar samkomur, og ein- stök garðhýsi til afnota fyrir hvers konar hópa áhugamanna. Þarna gátu dvalið samtímis yfir ingum og kvikmyndum var okkur veitt fræðsla um alls konar afrek sósíalismans, einkum í landbún- aði, en hann var rekinn í anda þeirra Michurins og Lysenkos. Hinir undursamlegu jurtakyn- blendingar, skapaðir af sovéskum búvísindamönnum, mundu leysa öll fæðuvandamál þjóðarinnar í framtíðinni og forða öllum þjóð- um heims frá hungursneyð. Ekki fengum við þó að koma út í sveit- irnar. Þó ungur væri, áttaði Paul Thorez sig á því, að þarna væri ekki allt sem sýndist, og síðar var hann fyrir miklum vonbrigðum varðandi marxismann í meðförum ráðstjórnarinnar. Kemur þetta fram í ofannefndri grein, er hann skrifar 42 ára gamall, og þó sér- staklega í því viðtali, sem grein- inni fylgir (l’Express s.st.). Spurð- ur um áhrif viðburðanna árið 1956, svarar Paul á þessa leið: „Hin leynilega skýrsla Krúséfs um glæpi Stalíns, októbermánuðurinn í Póllandi, síðan uppreisnin í Búdapest; þetta gjöreyðilagði það, sem ég hafði trúað á og reyndist mér nú vera ofsjónir, undirferli og hræsni.“ Aðspurður hvaða dag þessar tálvonir hans hefðu brugð- ist fyrir fullt og allt, svarar Paul Thorez: „Þann 21. ágúst 1968, þeg- ar sovésku skriðdrekarnir réðust inn í Tékkóslóvakíu. Ég hafði trú- að á Vorið í Prag og á sósíalisma, mannlegan á svip. Hrun þessa hvors tveggja staðfesti fráhvarf miu.iu tiugAjuu KUUl|UUItLSUt*Ulb.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.