Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 55 tíma viðhorfa. Biskupinn er orð- inn „byrokrat" að hætti verald- legra embættismanna. Hann fer ekki í stríð, en fjarskinn við sam- félag hinna trúuðu í daglegu lífi þeirra og önn kann að vera hinn sami. Endurskipulagning á ver- aldlegum rekstrarformum kirkj- unnar hefur auðvitað verið nauð- synleg, og sjálfur tel ég að hún mætti ganga hraðar, en í öllu þessu hefur hitt því miður gerzt, að biskupar hafa verið hlaðnir flóknum stjórnunar- og fésýslu- störfum, sem aðrir menn gætu unnið. Þannig er þess krafizt af þeim, að þeir séu hæfir fram- kvæmdastjórar og um leið frjóir trúarlegir leiðtogar. Getan til þess getur búið með sama manni, þó að ekki sé sjálfgefið að svo sé og enn ólíklegast, að sami maður hafi þrek til að njóta sín vel í hvoru tveggja í senn. Reyndin er líka sú, að mikið er talað um, að biskupsþjónustu skorti við söfnuð- ina sjálfa. Allmikið af starfsorku biskupa fer í að sinna skyldum, sem felast í því að vera fulltrúar kirkjunnar út á við. Á þetta bæði við um samskipti við aðrar kirkjur og við það, sem kalla mætti um- hverfi kirkjunnar, ýmsar verald- legar stofnanir. Að því vík ég síð- ar, en tel nóg sagt til að sýna fram á, að ef spurt er um hvað biskupar gera, þá er vandalaust að lýsa því, að þeir eru önnur kafnir menn. Annað mál er svo, hvort þeir eru ávallt uppteknir við það, sem kirkjunni ríður mest á að þeir geri. í hverju ætti biskups- þjónustan að vera fólgin? Ég hef nú hvað eftir annað talað um biskupsþjónustu sem þjónustu við söfnuð Krists, samfélag hinna trúuðu. Vil ég nú gera nokkuð nánari grein fyrir því hvað í þessu felst að mínu mati. Einingartákn Einhvern tímann var sagt að biskup ætti að vera sá, sem færir söfnuðinum heim sanninn um hvað kirkjan raunverulega er. Biskupar eru oft nefndir eining- artákn kirkjunnar og starf þeirra er einingarstarf með tvennu móti. Annars vegar eiga þeir að tengja saman söfnuðina í biskupsdæmi sínu, og hins vegar að tengja bisk- upsdæmið öðrum biskupsdæmum eða kirkjunni í heiminum. Að varðveita einingu í einu biskupsdæmi er að nokkru leyti hið sama og að halda saman deildaskiptu iðnfyrirtæki eða fé- lagi eins og slysavarnafélagi. En það er líka miklu meira, því að söfnuður, sem lítur aðeins á sig sem deild í félagslegu fyrirbæri sem heitir kirkja, er ekki lengur eins og hann á að vera. Hann er með því móti fallinn út úr heild þess kærleikssamfélags, sem kirkja Krists í eðli sínu er. Slíkur söfnuður hefur t.d. ógjarnan áhuga á kristniboði eða líknar- störfum annars staðar. Þess hátt- ar söfnuður getur átt hæfa leið- toga til að reka deildina, halda við kirkjuhúsi og skaffa ungum sem öldnum uppbyggilega afþreyingu. Hann getur samt skort það sem mest á ríður í kristnum söfnuði, sem er að í honum vaki tilfinning- in fyrir samhengi sínu við kirkj- una um alla jörð og samfélag heil- agra, svo að hann viti sig varð- veita og boða það orð, sem heimin- um gefur líf. Jesús sagði, að hvar sem tveir eða þrír væru saman komnir í hans nafni, þar væri hann mitt á meðal þeirra. Þetta fyrirheit gefur samkomu safnað- arins brennandi mikilvægi. Það er ekki gefið einungis til þess að hugga fámennan hóp í hálftómri kirkju svo að smæðin verði bæri- legri. Þetta segir okkur aftur á móti ákveðinn hlut um það hvers eðlis atburðurinn er, þegar söfn- uðurinn, stór eða smár, kemur saman í nafni Jesú. Fyrir þann, sem trúir á hinn krossfesta og upprisna frelsara, hefur það meg- inþýðingu hvar Jesús er. Það hef- ur raunar þýðingu, sem varðar all- an heiminn og lífsgrundvöll manna hvar hann er, sá sem allt vald er gefið á himni og jörðu. Þannig hefur það og „universal" þýðingu þegar söfnuðurinn kemur Frá Skálholti. að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna öðrum. Starf biskupa og presta er nefnt hirðisstarf í sömu andrá og þeir eru nefndir leiðtog- ar og þjónustumenn. Þeir eru því leiðtogar með þeim sérstaka hætti, sem fyrirmyndaður er af Jesú sjálfum. Hirðirinn er sá sem heldur hjörðinni til haga. Slíkt felur ekki fyrst og fremst í sér að reka hjörðina á undan sér, heldur er meginvandi þessa starfs að finna hið hagkvæmasta haglendi og meta rétt hvenær beitin er þrotin á hverjum stað. Sálnahirðir leitar þeirra kringumstæðna, er gera þurfandi mönnum fært að meðtaka fagnaðarerindið. Biskup- inn er leiðtogi prestanna í þeim skilningi, að hann leiðir þá í sam- eiginlegri viðleitni þeirra til að finna hið hagkvæma haglendi. Forn er sú fullyrðing, að hið eina áreiðanlega í þessum heimi sé, að allt sé að breytast. Við lifum nú þá tíma, að þessi fullyrðing hefur fengið nyjan og sannfær- andi hljóm fyrir mörgum. Sá er nú háttur margra kirkjunnar manna að harma þróun nútímans, og það hvernig ótal hindranir virðast hafa hlaðist upp á leið fagnaðarer- indisins að hjarta mannsins. Hin- ir eru einnig til, sem vilja líta breytingar með opnari huga og telja þær fela í sér ný tækifæri. Svo er enn sagt, að kirkjan hafi í aðferðafræði sinni orðið aftur úr og haldi því hjörðinni ekki að nýju og hagkvæmara haglendi, að lind- ir hjálpræðisins séu of mörgum lokaðar vegna þess að þeim sé ekki beint þangað. Ekki ætla ég að fara lengra út í Hólar í Hjaltadai. saman. Þar er fylling kirkju Krists, og þar sameinast hún á fullkomnastan hátt, sem biskup- inn leiðir söfnuðinn í tilbeiðslu og þakkargjörð við Guðs borð. Nær- vera hans minnir á nærveru Krists. Þannig er það hlutverk biskupsins gagnvart söfnuðinum að tjá honum samhengi sitt við líkama Krists, sem er samfélag hinna trúuðu um alla jörð. Þetta verður ekki tjáð með uppörvandi umburðarbréfum einum saman, heldur aðeins með því, að biskup- inn leiði söfnuði sína í helgri þjón- ustu. Þá fyrst verður hann áþreif- anlegt tákn einingarinnar, er hann hefur um hönd áþreifanleg efni sakramentanna meðal þeirra, er hann að öðru leyti hefur vikið að í kærleika. Þessi þjónusta verð- ur ekki af hendi leyst úr fjarska, fremur en leysa megi allan hjú- skaparvanda fólks með fjarskipt- um. Þjónusta biskups er þannig náin persónubundin þjónusta við söfnuðinn. Vanræksla hennar leið- ir til auðnar og uppblásturs í kirkjulífinu. Annar þáttur í einingarstarfi biskupa er, eins og áður er á minnst, fólginn í því að gæta ein- ingar við aðra kristna menn. Slíkt fer fram með samráði og sam- fundum biskupa og fleiri. Bisk- upafundir, þjjóta ,að yera .iperkar samkundur að því ieyti, að þar hittast upplýstir og lífsreyndir menn og ræða þá hluti, sem kirkju og kristni varða. Ekki hafa bisk- upar þó miklu að miðla hver öðr- um til lengdar, sem vera mætti til raunverulegrar uppbyggingar í störfum þeirra, nema að þeir miðli hver öðrum af þeim kirkjulega raunveruleika, sem fyrir hendi er í hverju biskupsdæmi. Þannig hafa þeir fyrst og fremst raunveruleika safnaðar síns fram að færa. Það sem þeir hafa fyrst og fremst með sér heim og verða má til uppbygg- ingar þar og til einingar, er aukin þekking og skilningur á lífi og stríði annarra kirkna. Leiðtogar prestanna Gjarnan er það haft á orði, eins og það liggi í augum uppi, að bisk- up sé leiðtogi og yfirmaður prest- anna. Ekki erum við alltaf jafn- skýrmælt um hvað í þessu geti fal- izt. Auðvitað er biskup leiðtogi, en það eru prestar líka, hver í sínum söfnuði. Við játum að einn sé Drottinn og herra kirkjunnar, Jes- ús Kristur. Við sjáum af guð- spjöllunum, að slíkur er hann, og að sjálfur vill hann vera okkur leiðtogi. Hann sagðist sjálfur vera góði hirðirinn. Hann sagði einnig að hann væri ekki kominn til þess þetta að sinni, en fullyrði hins vegar, að leita þurfi nýrra leiða á hverjum stað og tíma. Nútíminn er ekki fyrirbæri, sem alls staðar horfir eins við. Hvert biskups- dæmi á sinn sérstaka vanda og sín sérstöku tækifæri. Biskup á að vera leiðtogi prestanna í bróður- legu eða „kollegial" vinnubrögðum þeirra við að skilgreina ástand samfélags og kirkju í biskups- dæminu í guðfræðilegu samhengi, til þess að finna þær leiðir, sem færastar eru að hjörtum fólksins með fagnaðarerindið. Þannig verður biskup til að samhæfa störf prestanna og viðleitni alla. I þessu tel ég að leiðtogahlutverk biskups gagnvart prestum sé fólgið. Sam- félag prests og biskups á að vera trúarsamfélag í þjónustu við aðra, við söfnuðinn. Allt tal um að biskup eigi að vera sálusorgari presta eða eftir- litsmaður með daglegum störfum þeirra, tel ég orka tvímælis, eins og kirkjuagi allur er ekkert sér- stakt viðfangsefni biskupa. Þó að biskup beri að áminna bróðurlega, þá á kirkjuaginn rætur sínar og ramma í söfnuðinum. Hann sprettur af gróðurlegu samþykki þar, en kemur ekki að ofan. Vel tel ég að líta megi svo á, að biskupar hafi aldrei í sögunni beitt kirkju- aga til nokkurs áyangyrs, nerp^ að. því leyti, sem söfnuðirnir með samþykki sínu um einhverjar við- miðanir hafa falið þeim og ‘’. 'list á. Öll venjuleg agasemi biskupa er því út í hött, nema hún sé í ein- hverju samræmi við sjálfsaga safnaðanna og í samræmi við þann aga, sem kann að vera byggður inn í kirkjuskipanina sjálfa á hverjum stað og tíma. Biskup er því að mínu mati leið- togi presta í því sem beint varðar boðun fagnaðarerindisins og leiðir þá til einingar í þeirri boðun. I því starfi áminnir hann bróðurlega um hina postullegu trú og kirkju- legar hefðir. Þetta hlutverk bisk- ups, að varðveita hina postullegu trú, veldur því, að hlutverk hans í hópi presta er ekki alveg það sama og lýðræðislega kjörins nefndar- formanns. Hann ber með sér inn t þann hóp þá viðmiðun, sem ekki er hægt að semja neitt um, og er hin postullega trú, sem í kirkjunni býr fyrir vitnisburð postulanna og þeirra sem á eftir þeim hafa kom- ið. Þessari viðmiðun deilir hann bróðurlega með því sem kallað hefur verið kollegial samstarf. Skipulags- og stjórn- unarstörf Eins og ég vék að áður, hafa skipulags- og stjórnunarstörf orð- ið æ ríkari þáttur í störfum flestra biskupa. Kirkjan þarf á því að halda, að slík störf séu unnin af kunnáttu og þrótti. Hitt er svo til umræðu, hversu mjög þau eigi að hvíla á herðum biskupa. Haft er eftir grísk-kaþólskum manni, sem sagði við trúbróður sinn í vestur- Evrópu, að í vesturkirkjunni væru biskupar látnir vinna störf, sem þeim í austurkirkjunni dytti ekki í hug að bjóða prestvígðum manni upp á. Átti hann þar við þrotlaus- ar fundasetur og þátttöku í smá- vægilegum ákvörðunum. Eflaust hafði hann nokkuð til síns máls, en biskupar geta þó ekki undan því vikizt að taka þátt í slíkum störfum að einhverju marki. Skipulags- og stjórnunarstörf í kirkju hafa sína trúarlegu og guð- fræðilegu hlið, og það er einmitt biskupsins að sjá til þess, að það gleymist aldrei í biskupsdæmi hans. Biskup þarf að vera sá, sem yfirsýn hefur og ábyrgð ber á þessum störfum. Það getur hann aðeins með því móti að hafa frum- kvæði að stefnumótun á þessu sviði. Ef hann einarðlega tekur sér þetta frumkvæði og heildarstefn- an verður skýr, getur hann falið öðrum framkvæmd þessara hluta að mjög verulegu leyti. Þannig þarf það líka að vera, svo að tími biskups fari ekki í að afla sér tæknilegrar rekstrarþekkingar, sem nú er í hraðri þróun. Að koma fram sem fulltrúi kirkjunnar Ríkisvald og veraldlegar stofn- anir líta gjarnan á biskupa sem fulltrúa kirkjunnar í einu og öllu. Til þeirra er gjarnan leitað, er menn vilja vita afstöðu kirkjunn- ar til ákveðinna mála. Á tímum örra tjáskipa hefur þetta oft sett biskupa í verulegan vanda. Þeir hafa reynt að gefa svör um ólík- ustu efni, án þess að tími hafi gef- izt til samráðs. Útkoman hefur orðið sú, að stundum valda þessi svör deilum innan kirkjunnar og einstakra safnaða. Háværar radd- ir hafa komið upp um að biskupar geti ekki talað eins og þeir séu rödd kirkjunnar. Þessi vandi er fyrst og fremst fólginn í því, hve biskupsdæmi eru stór og biskupar oft fjarri söfnuðum sínum og jafn- vel prestum. Rödd kirkjunnar get- ur aldrei orðið til við skrifborð einstaklings, heldur verður hún til, er söfnuður Krists svarar nýrri þörf í ljósi fagnaðarerindisins. Biskupinn er svo auðvitað sá, sem falið er að tjá þetta fyrir þeim, sem utan kirkju standa, að því leyti sem þeir ekki skynja svörin í því að sjá og skoða starf safnað- anna. Biskupinn hefur einnig það einstæða hlutverk í því að móta þessi svör, að gagnvart söfnuðin- um túlkar hann og boðar postul- lega trú og nemur andsvar safnað- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.