Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Barnið og stillimyndin Framhaldshugleiðing um barnapólitík útvarpsráös Norrænt öryggi Bókmenntir Björn Bjarnason RIT UM stöðu öryggismála á Norð- urlöndunum öllum á líðandi stund eru ekki á hverju strái, þess vegna er ástæða tii að vekja athygli á rit- gerð sem Erling Bjöl, fyrrum pró- fessor í alþjóðamálum við Árósa- háskóla, hefur skrifað og ber heitið Norrænt öryggi. Alþjóðahermála- stofnunin í London, International Institute for Strategic Studies, gaf ritgerðina út fyrr á þessu ári í röð- inni Adelphi Papers og ber hún þar heitið Nordic Security, þá hefur rit- gerðin einnig birst á dönsku í ritröð Dan.sk Udenrigspolitisk Institut, DUPI-hæfte 1983/1, en þar ber hún heitið Nordens Sikkerhed í 1980’erne. í inngangi bendir Bjöl á að um- ræður um öryggismál hafi verið miklar á Norðurlöndum undanfar- in ár. Þar hafi komið fram efa- semdir um réttmæti þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið til þessa. Hinir hlutlausu Svíar hafi tekið varnarstefnu sína til endur- mats. í Danmörku, íslandi og Nor- egi, löndunum sem mynda nyrsta hluta NATO-svæðisins í Evrópu hafi menn rætt um gildi þátttök- unnar í bandalaginu. Eru norrænu NATO-ríkin að velta fyrir sér að taka upp hlutleysisstefnu að nýju? Hefur kannski tekist að „finnland- ísera" Svía, Dani og Norðmenn að einhverju leyti? Hvað er að gerast í Finnlandi eftir að Uhro Kekkon- en hvarf úr forsetaembættinu? Eru Finnar kannski að „af-finn- landíerast"? Þessum og mörgum fleiri spurn- ingum varpar Erling Bjöl fram í upphafi ritgerðarinnar og leitast við að svara þeim með því að kynna lesandanum í senn þróun stjórnmálaviðhorfa á Norðurlönd- unum og þær breytingar sem orðið hafa á stöðu þeirra vegna þróunar á hernaðarsviðinu frá lokum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Að ýmsu leyti standa Norður- löndin öll nú á sögulegum pólítfsk- um tímamótum, þegar litið er til öryggismála. Ljóst er að Mauno Koivisto, hinn nýi Finnlandsfor- seti, ætlar ekki að segja stjórn- málamönnum annars staðar á Norðurlöndunum fyrir verkum í öryggismálum eins og Kekkonen gerði meðal annars með óljósum yfirlýsingum um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndunum. Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, vill ná nýju frumkvæði í umræðunum um stríð og frið með tillögum um sameiginlegt öryggi. í Noregi og Danmörku hafa jafnað- armannaflokkarnir tekið til við að gagnrýna Atlantshafsbandalagið vegna Evrópueldflauganna, en stefnu bandalagsins í þeim málum áttu þessir flokkar þó þátt í að móta á meðan þeir áttu ráðherra í ríkisstjórn. Hér á landi hefur Al- þýðubandalagið setið í tveimur ríkisstjórnum án þess að setja það sem skilyrði að varnarsamstarf- inu við Bandaríkin væri slitið. Erling Bjöl gerir grein fyrir öll- um þessum hræringum í ritgerð sinni. Forvitnilegast þótti mér að kynnast lýsingu hans á þróuninni í Finnlandi. Frásögn hans af gangi mála hér á landi er stutt, en þar er drepið á höfuðatriði og skýrt frá þeirri staðreynd að dvöl banda- ríska varnarliðsins hér sé ekki eins mikið hitamál í stjórnmála- baráttunni og áður. Hvergi kemur fram sú skoðun að eðlisbreyting hafi orðið á starfsemi varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli eins og gjarnan er látið í veðri vaka af herstöðvaandstæðingum. Hins vegar sést af ritgerðinni að þær röksemdir hafa talsmenn her- stöðvaandstæðinga sótt til Nor- egs, þar sem gagnrýnendur norska varnarkerfisins hafa haldið á loft svipuðum sjónarmiðum vegna eft- Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Barniö og stillimyndin Framhaldshugleiðing um barna- pólitfk útvarpsráðs. Undirritaður ritaði grein í maí síðastliðnum, nánar tiltekið 12. maí — er hann nefndi: Barnið og stillimyndin. Auðvitað er sú grein löngu gleymd og grafin eins og flest það er birtist á síðum dag- blaða. Það er helst að maður muni snilldarlega ritaðar minn- ingargreinar einsog grein Dr. Gunnlaugs Þórðarsonar um Pét- ur Guðjónsson — en sleppum því. Til allrar hamingju er hægt að rifja upp í dagblaði dægurmál og freista þess þar með að forða umræðunni andartak frá kvörn tímans. Grein mín um barnið og stillimyndina var ætlað að vekja útvarpsráð til umhugsunar um hlut barnsins í sjónvarpsdag- skránni. Síðan hún var rituð hef- ur lítið sem ekkert verið gert til að rétta hlut þessa minnihluta- hóps ef frá er talin ágætis myndasaga um ömmu og barna- börn hennar sjö sem birtist á miðvikudögum. Stundin okkar hefur að vísu hafið göngu sína en slíkt telst nú vart til tíðinda. Ég hringdi niðrí sjónvarp um daginn að kvarta við Bjarna Fel- ixson yfir golf- og körfubolta- þáttum sem rifnir eru útúr dagskrá amerískrar sjónvarps- stöðvar og sýndir hér í óbreyttri mynd án texta eða athugasemda. Það er raunar einsog maður sé að horfa á amerískt sjónvarp þegar þessir þættir lóna á skján- um. Höfum við ekki smá ögn af sjálfsvirðingu? Mun skárra væri að senda út brot af þessum þátt- um með textum og/eða athuga- semdum á voru móðurmáli. Það væri gaman að sjá svipinn á frændum vorum á norðurlöndum ef sjönvarpið þar byði uppá slíkt efni Bjárni bar fyrir sig að ekki ynnist tími til að þýða þessa þætti og þeir nytu nokkurra vinsælda. Ég veit að það er ósköp notalegt fyrir stjórnanda íþróttaþáttarins að fá sér kaffi meðan bandarískir starfsbræður sjá um kynningar en við erum nú enn sjálfstæð þjóð og meðan svo ef eiga fyrrgreind vinnu- brögð í íslenskum fjölmiðli eng- an rétt á sér. Ég tel að með því að stytta þessa þætti og þar með íþrótta- þáttinn á laugardögum, væri hægt að koma ögn til móts við yngstu áhorfendurna, þá sem sennilega eru þakklátustu sjón- varpsgláparar þessa lands, ef undan er skilið gamla fólkið, en það hefir líka oft gaman af vönd- uðu barnaefni. Það ætti að vera næsta auðvelt að skjóta barna- efni í þá eyðu sem íþróttaþáttur- inn skilur eftir sig. Ég álít einnig að þetta þurfi ekki að þýða svo mikil aukaútgjöld fyrir sjón- varpið, því einsog ég sagði í fyrri grein minni um þetta mál: Af hverju safnar sjónvarpið ekki tilboðum frá þeim kvikmynda- félögum sem þegar hafa fest rætur hér á landi um gerð sjón- varpsefnis fyrir börn og ungl- inga? Það ætti ekki að vera svo ýkja kostnaðarsamt fyrir sjón- varpið okkar að senda út svo sem klukkutíma á dag — virka daga — efni sem bærist tilbúið frá kvikmyndaverunum. Það mætti hugsa sér að sjónvarpið borgaði ekkert fyrir þetta efni, heldur söfnuðu kvikmyndaverin auglýs- ingum er stæðu undir kostnaði." Er þetta svo vitlaus hugmynd? Ég man ekki betur en sjálfstæðir kvikmyndagerðarmenn væru að væla hér á dögunum í blöðum um verkefnaskort sem stafaði í og með af áhugaleysi sjónvarps- ins. Væri ekki skynsamlegt að nýta þá tæknikunnáttu og list- rænu hæfileika sem nú beinast í æ ríkara mæli inná svið auglýs- ingamennsku — við gerð mynd- efnis fyrir íslenska ^jónvarpið? Sjónvarpið er eign þjóðarinnar en ekki þeirra er þar starfa og ég er ekki alveg viss um að skatt- borgararnir vilji fremur horfa á þulinn góða Magnús Bjarn- freðsson stikla um í hraunjaðri en þann mikla kvikmyndasnill- ing Ósvald Knudsen. Til hvers að vera að rembast við að mynda efni sem þegar hefur verið gerð skil á filmu? Við eigum dugmik- ið kvikmyndagerðarfólk, bæði innan veggja sjónvarpsins og utan. Mikið væri gaman ef þetta fólk hittist á skjánum í umræðu- þætti er tæki fyrir tengsl ís- lenska ríkissjónvarpsins og sjálfstæðrar innlendrar kvik- myndaframleiðslu. Barnapólitík útvarpsráðs gæti hæglega komið inní þær umræður. Persónulega tel ég mig hafa lagt fram skerf kvikmyndagagnrýnandans til þessarar umræðu og læt þar við sitja. Annálar í nýjum Bókmenntir Erlendur Jónsson Anders Hansen: ÍSLENSKIR ANN- ÁLAR 1400—1449, 209 bls. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs. Reykjavík, 1983. »Fimmtánda öldin er af mörg- um talin hin myrka öld íslands- sögunnar, bæði vegna þess að til- tölulega lítið er til af heimildum frá henni, og einnig vegna þess að öldin er f hugum margra fyrst og fremst öld landfarsótta er tvívegis gengu og lögðu tugþúsundir í gröf- ina,« segir Anders Hansen f for- mála þessara íslensku annála. Og það er hverju orði sannara. A fimmtándu öld tók verulega að síga á ógæfuhliðina fyrir íslend- ingum. Loftslag fór kólnandi. fs- lendingar urðu æ vanmegnugri gagnvart sínum erlendu herrum. Óg svartidauðinn í aldarbyrjun brá skugga yfir alla öldina. Fram til þessa munu íslendingar hafa haldið nokkuð í við t.d. Norðmenn að mannfjölda. Giskað hefur verið á að á þjóðveldisöld hafi Norð- menn verið aðeins fimm sinnum fleiri en íslendingar og það hlut- fall hafi haldist óbreytt nokkuð lengi. Tel ég þá ágiskun vel geta staðist (nú munu þeir vera tuttugu sinnum fleiri). Á fimmtándu öld einangruðust fslendingar málfars- lega. Danir tóku upp ógrynni þýskra orða, renndu errinu niður í kok og felldu niður beygingarend- ingarnar. Sams konar málfars- þróun gerðist í Noregi og Svíþjóð — aðeins hægar. Áður höfðu fs- lendingar getað talað sína tungu hvar sem vár á Norðurlöndum og verið eins og heima hjá sér. Mál- einangrunin hafði fleiri og verri afleiðingar í för með sér en menn gera sér almennt ljóst, t.d. reynd- ist hún síður en svo meðal við vax- andi minnimáttarkennd. Tveim öldum áður höfðu íslendingar háð hér stórorustur, barist hver við annan — með sams konar vopnum og þá voru notuð í Evrópu. Nú var þjóðin að koðna niður í varnar- leysi. Því miður var ekki um ein- hliða afvopnun að ræða svo hermt sé eftir nútímaorðalagi. Furðu- lengi reyndu landsmenn þó að verjast erlendum óaldaflokkum og ribbaldalýð, en fimmtánda öldin einkenndist fremur af upplausn en harðstjórn. Og þá er komið að þeirri hnign- uninni sem varð nokkurs konar samnefnari fyrir afturför í flest- um greinum: hinni bókmennta- legu, menningarlegu. Raunar hófst hún strax á fjórtándu öld. Samanburðurinn á þrettándu öld- inni, sagnritunaröldinni, annars vegar, við fimmtándu öldina, ann- álaöldina, hins vegar, er hrika- legur. Á hinni fyrrnefndu voru fs- lendingasögur skráðar, á hinni síðartöldu annálar, og raunar tóku þeir við þegar söguritun lauk. Samanburðurinn er fimmtándu búningi Anders Hansen öldinni vægast sagt óhagstæður. Mikil var reisnin yfir þrettándu aldar íslandi þó eigi færi saman gæfa og gervileiki. Tveim öldum síðar er sem skuggi hafi fallið yfir land og þjóð. Heimildir þær, sem við höfum í höndum um fimmt- ándu öldina, eru einkum fáorðir og stundum miður áreiðanlegir ann- álar. Það er úr þeim fátæklega efnivið sem Anders Hansen hefur nú samið og sent frá sér þessa ágætu bók sína. Hann segir frá því í formála hvar og hvernig hug- myndin að þessum sérstæða ald- arspegli varð til. Upphaflega hugðist Steindór Steindórsson vinna þetta verk, enda hugmyndin S' I kínversku þorpi tuttugu árum síðar Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Margar og merkar greinar og stórar bækur hafa verið skrifaðar um þær breyting^r, sem eru að verða á kínversku samfélagi. Eftir að Mao formanni var þokað af guðastaili sínum hafa kínverskir leiðtogar verið önnum kafnir við að snúa eins og einum milljarði Kínverja frá villu síns vegar: guð- ið reyndist sennilega geðveikt þeg- ar á allt er litið. Að minnsta kosti síðustu æviárin og ekki má gleyma fjórmenningaklíkunni, sem nú sit- ur með á herðum sér allt sem af- laga fór — að dómi núverandi for- svarsmanna. Einn þeirra sem er að velta fyrir sér breytingum í Kína er sænski höfundurinn Jan Myrdal. Hann fór til Kína í fyrsta sinn árið 1962 og bjó þá alllengi í þorp- EN KINESISK LANDSBY 20AREFTER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.