Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Heildverzlun Valgarðs Stefánssonar á Akureyri Af lagernum. Óðinn Árnason og Baldur Karlsson. n Úr lagernum Vöniverð í stórum dráttum híð sama og í Reykjavík — eftir Halldór Blöndal í sumar var heildverslun Val- garðs Stefánssonar á Akureyri hálfrar aldar gömul. Hún var stofnuð 15. júní 1933 og var fyrst til húsa á Strandgötu 29, í Snorra- húsinu svo nefnda. Til að byrja með vann Valgarður einn við verslunina. Fyrstu árin voru erfið, kreppan var í algieymingi, kaupmáttur rýr og atvinna stopul en heildsalar úr Reykjavík höfðu haslað sér völl hér nyrðra með þvi að setja upp útibú á Akureyri, á hinn bóginn var Valgarður vel undir átökin bú- inn, hann hafði lokið prófi úr Versiunarskóla íslands og farið utan til framhaldsnáms þar sem hann kynnti sér verslun og við- skiptahætti, þá hafði hann unnið hjá Eimskipafélagi íslands og hjá Johnson & Kaaber í Reykjavík. Kunnugleikar hans á strandlengj- unni og þó sérstaklega Norður- landi opnuðu honum möguieika sem aðrir sáu ekki. Með seiglu og dugnaði tókst honum að sigla fyrir kreppuskerin og byggja fyrirtækið upp svo það hefur jafnan notið al- menns trausts. í lok stríðsins fór hagur þess að vænkast verulega, og varð það brátt ein stærsta heildverslun utan Reykjavíkur og hefur verið síðan. Því má skjóta inn til gamans að árið 1946 fór vörubíll fyrirtækisins fyrstu verslunarferðina til Reykjavíkur, hann var af Austin-gerð með skjólborðum og seglum en bíl- stjóri var Adolf Gíslason. Uppistaðan í heildversluninni hefur frá öndverðu verið helstu nauðsynjavörur heimilanna og að- föng til skóla og sjúkrahúsa, hót- ela og veitingastaða. Að sögn Gísla J. Júiíussonar framkvæmda- stjóra hafa vandamálin verið hin sömu frá öndverðu: Fjariægðin við viðskiptavinina sem eru margir og smáir og hafa í sögu fyrirtækisins verið frá Patreksfirði til Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja. Þetta kostar mikla nákvæmni í birgðahaldi ekki síst nú þegar vextir eru orðnir svo háir en vöru- númerin eru um 2800 sá ég í tölvu- bókhaldinu. Þótt samgöngur hafi breyst er viðskiptasvæðið í stórum dráttum hið sama: frá Vestfjörð- um til Norður- og Austurlands að ógleymdri Reykjavík að sjálf- sögðu. Enginn vafi er á því að heild- verslunin á velgengni sína ekki síst því að þakka að þar hefur jafnan ríkt góður andi og verið valinn maður í hverju rúmi. Sumir hafa unnið þar svo áratugum skiptir eins og Þór Árnason, elsti starfsmaðurinn og stjórnarfor- maður. — Ég hef unnið hér í rúmlega 38 ár, sagði hann við mig, ég byrj- aði að vinna hérna 15 ára gamall mánudaginn 15. maí 1945. Val- garður var mikill dugnaðarmaður, velviljaður og réttsýnn. Ég reyndi alltaf að vinna vel að fyrirtækinu, þess vegna þykir mér vænt um það og er ekki sama hvað um það verð- ur né í hvers höndum það lendir. Valgarður Stefánsson Eins og áður segir var heild- verslunin til húsa í Snorrahúsinu við Strandgötu en fluttist brátt í Hafnarstræti 87 sunnan við kjöt- búðina sem þá var. Síðar í Hafn- arstræti 101 með vörugeymslur í Ryelhúsinu. Frá 1964 var það í gamla sláturhúsinu að Hafnar- stræti 19, gegnt Höefnershúsinu uns þau þáttaskil urðu árið 1977 að heildverslunin fluttist í nýtt og glæsiiegt verslunarhús að Hjalt- eyrargötu 12, — og mátti ekki seinna vera, sagði Gísli Jón Júlí- usson við mig. Eins og reikningar fyrirtækis- ins bera með sér er staða þess sterk en að sjálfsögðu stöðugur barningur að hafa nægilegt rekstrarfé í verðbólgu sem komst töluvert yfir 100% á sl. vori. 3. janúar 1967 var sú breyting gerð á rekstri þess að því var breytt í hlutafélag sem elstu starfsmenn- irnir eignuðust hlut í, ásamt Val- garði og fjölskyldu hans. Verka- skiptingu er nú svo háttað að Þór Árnason er stjórnarformaður en Gísli Jón Júlíusson framkvæmda- stjóri og hafa þeir annast daglega stjórn síðan Valgarður Stefánsson og Guðmundur Þorsteinsson féllu frá, nú vinna 13 manns við fyrir- tækið. Þegar ég spurði þá félaga um gildi sjálfstæðrar og sterkrar heildverslunar hér á Akureyri, sögðu þeir: Þetta er spurning um vöruverð, án hennar væri vöru- verð hærra hér en í Reykjavík en við viljum að það sé hið sama og hefur það tekist í stórum dráttum, enda kaupum við ekki af öðrum heiidsölum. Þannig eru t.d. inn- fluttar matvörur í sama verði hér og í Reykjavík og æ fleiri iðnfyr- irtæki syðra sjá sér hag í að bjóða vörur sínar hingað komnar á sama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.