Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 7-,jAttu e'inhve^ önnur mc^rviðeLa-' bref en (»ett«. fnsL lifwi mtóur þinni T" ást er... ... blik í augum. TM Raa. U.S. Pat Off.-all rtghts resarvad e 1981 Los Angales Times Syndicate l.altn oins og þú sért ekki systir mín. því mi(> langar art gera hana þarna alTirvílisama. I.á(tu ekki skotiú i>eiga! Gangstéttargerð við Sogaveginn lýkur í vikunni Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri skrifar 10. október: „í dálkum „Velvakanda" í gær kvarta íbúar við Sogaveg yfir seinagangi við gangstéttargerð. Sakir mikilla anna hefir þetta verk dregist, en væntanlega verð- ur þessum framkvæmdum lokið nú í vikunni. Virðingarfyllst." Rokktónlist allt of lítil skil gerð GKA og HMH skrifa: „Kæri Velvakandi. Við erum hér tveir rokkaðdá- endur og okkur finnst rokktónlist- inni vera allt of lítil skil gerð í sjónvarpinu. Við skorum því á forráðamenn sjónvarpsins að sýna tónleika með þekktum rokkhljómsveitum. Svo finnst okkur að þátturinn Skon- rokk eigi tvímælalaust að vera á dagskrá einu sinni í viku. Bless, bless, með fyrirfram þökk fyrir birtinguna." Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfóng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Ferð með ms. Eddu sept. ’83: Vona að maður fái svona tækifæri oftar 1410—9765 skrifar: „Velvakandi. Þessi Gullfossferð með ms. Eddu í sept. ’83 var í alla staði mjög ánægjuleg, veðrið hagstætt og oftast hægt að trimma uppi á A-dekki. Margir hafa allt á hornum sér, gæti ég trúað að hinar dýrlegu veigar, sem fólki standa til boða ómælt, auki ekki alltaf á ánægj- una eftir á. Það sem mér fannst vanta voru sérhannaðir „æludall- ar“, sem á stæði eitthvað uppörv- andi s.s.: „Þetta líður hjá“ eða „Þetta venst af þér“. Svo vantaði íslenskt öl. t.d. frá Sanitas, og sælgæti. Islenska sælgætið er miklu ferskara og betra en það erlenda. Ég, sem þetta skrifa, fór tvær ferðir með ms. Eddu, enda er ég dálítið kunnugur ferðum með far- þegaskipum. Ég ferðaðist fyrst með es. Sterling, þá krakki, svo flestum farþegaskipum ríkisins, auk þess með ms. Dronning Alex- andra árið 1939 til kóngsins Kaup- mannahafnar. Sumir setja út á bakpokafólkið. Ég hafði ánægju að taka eftir því, og hvað það var lagið við að koma sér vel fyrir. Svo hafði það ýmislegt með sér til dægrastyttingar, sem það dundaði sér við. Þegar líða fór á nóttina og framundir morgun voru margir landar að verða eins og beljur á svelli, þótt veðrið væri óaðfinnan- legt. Hitann og loftræstinguna í klef- anum gat maður stillt sjálfur og var það mjög auðvelt, rauður og blár takki. í borðsölum var loft- ræsting mjög góð. í samkomusöl- um var mikið reykt, en aldrei varð ég var við óþægindi, en ég reyki ekki sjálfur og finn fljótt fyrir því ef mikill reykur er. Ég vona að maður fái svona tækifæri oftar með ms. Eddu.“ Um nokkra píslarvotta landsins og hundamálin HÖGNI HREKKVÍSI „ HANN FÓK. í ÞeSSA ATT ! Guðrún Jakobsen rithöfundur skrifar 3. október. „Velvakandi sæll. Ef það er ekki orðið of seint, langar mig að leggja orð í belg hvað varðar nokkra píslarvotta landsins og hundamálin; áður en nashyrningarnir koma. Fyrst er þá til að taka, að það þyrfti að skipta um nokkrar manneskjur í borgarstjórn; láta þær víkja sem vilja algjört hundabann líkt og áfengisbannið forðum með tilheyrandi afleið- ingum, ólöglegri framleiðslu á viðbjóðslegu gruggi í öllum landshornum; og einnig hinar sem vilja takmarkað hundahald, en með ströngum skilyrðum. Það var nú það. Nú langar mig að spyrja þá háttvirtu borgarráðs- menn, sem hér eiga hlut að máli, og þann stóra hópi ediksdýrk- enda sem fylgir þeim um eftir- farandi: Hvernig myndi yður geðjast það, fyrir nú utan allt hitt „Sittu, stattu, heilsaðu, þegiðu“, að vera skikkaðir í sprautu eða geldingu til að lama í yður náttúruna, að ég minnist ekki á að vera árlega „traktéraðir" á tveggja daga svelti ásamt meðfylgjandi ræki- legri laxeringu, líkt og góði dát- inn Sveik í fyrri heimsstyrjöld- inni, útaf ímynduðum ormum í rassinum? Hvað póstberana snertir, sem ku vera bitnir í bak og fyrir af rökkunum í hinum ýmsu hrepp- um innan borgarmarkanna, geta þeir í flestum tilfellum sjálfum sér um kennt, sér í lagi þeir sem kunna vart að lesa utan á hús, því undantekningarlítið eru þeir skíthræddir við hunda, sem hvert tveggja ára ókunnugt barn getur óhikað leitt sér við hönd niður að tjörn. Eða hafið þér nokkru sinni heyrt póst bjóða heimilishundi og húsverði „góðan daginn, heillakallinn", þegar þeir koma með reikninga ríkisins? P.s. Ég þóttist aldeilis heppin þeg- ar ég kom einum hvolpinum hennar fósturdóttur minnar í blessaða sveitasæluna í Bolunga- vík. Eigi alls fyrir löngu voru all- ir hundar þar aflífaðir á einu bretti. Er þjóðin tilbúin til að láta straffast fyrir einn þegn sem brýtur af sér? Okkur vantar ekki fleiri tröllheimska ráða- menn! Með þökk fyrir birtinguna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.