Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 Hér má sjá reit þann sem Eimskip og Völundur standa nú á, en á myndinni er búið að setja inn byggingu sem þar á að rísa, samkvæmt tillögu Gylfa Guðjónssonar arkitekts. Aukin byggð við Skúlagötu styrkir þá sem fyrir er Töluverður skriður er nú kominn á skipulagsmál gamla miðbæjarins, en á næstu árum munu nokkur rótgróin fyrirtæki flytja burt starf- semi sína af svæðinu við Skúlagötu í Reykjavík. Er þetta varð Ijóst töldu borgaryfirvöld nauðsynlegt að snúa við blaðinu hvað Skúlagötuna varð- ar, enda er það mat manna að Skúla- götumyndin sé heldur óaðlaðandi andlit Reykjavíkur til norðurs. Talið er hagkvæmt, almennt séð, að þétta byggð á miðbæjarsvæðinu vegna þess að þar eru flestar lagnir fyrir hendi, ásamt verslunum og þjónustu og strætisvagnakerfi. Þar með sparast fé við uppbyggingu þjónustu, en við uppbyggingu nýrra borgarhverfa er slíkur kostnaður mikill. Einnig myndi aukin byggð við Skúlagötu styrkja þá byggð sem fyrir er á svæðinu og þá þjónustu- starfsemi sem fyrir er á svæðinu. Einnig er talið að margir vilji búa nálægt miðbæjarkjarnanum og þá ekki síst vegna atvinnu sinnar. Það er mat skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar að með skipu- lagðri uppbyggingu Skúlagötu- svæðisins megi leysa að hluta bílastæðavandamál Hverfisgöt- unnar og Laugavegarins, en áformað er að bílastæði fyrir íbúðarsvæðið verði einkum neð- anjarðar. Athugun á framtíð Skúlagötu- svæðisins hefur lengi farið fram á vegum borgarinnar; hjá skipulags- nefnd og Borgarskipulagi. Einkum hefur mikil vinna verið lögð í mál- ið undanfarna mánuði og í júní sl. voru tvær arkitektastofur fengnar til að gera tillögur um og úttekt á afmörkuðum reit, Eimskips- og Völundarreitnum, með tilliti til nýtingar og byggðar, en sú vinna er undanfari eiginlegrar skipu- lagsvinnu., Gildandi aðalskipulag Reykja- víkur 1962—1983 sýnir landnotk- un á Skúlagötusvæðinu fyrir iðnað og vörugeymslur með þeirri und- antekningu þó að tveir reitir sýna opinbera starfsemi og miðbæj- arstarfsemi en þar eru Lands- bókasafnið, Þjóðleikhúsið, Arn- arhvoll og hús Hæstaréttar og að- alskrifstofur SÍS. Hámarks nýt- ingarhlutfail á reitum þessa svæð- is er nokkuð mismunandi skv. að- alskipulaginu ’62—’83 en liggur á milli 0,5—1,5. Með samþykki borgarstjórnar 1977 á aðalskipulagi '75—’95 voru gerðar veigamiklar breytingar á AR ’62—’83 m.a. um svæðið norð- an Hverfisgötu. Er þar um verulegar breytingar að ræða á nýtingu og landnotkun og er þar að talsverðu leyti horfið frá því að á svæðinu verði iðnaður og vörugeymslur ríkjandi, en mið- að við að þar verði miðbæjarstarf- semi ýmiskonar og íbúðir ásamt opinberum stofnunum. Með þeirri breytingu sem nú hefur verið gerð er hlutur íbúða enn aukinn. Jafnframt var hluti svæðisins skilgreindur sem framkvæmda- svæði þar sem æskilegt er talið að veruleg uppbygging ætti sér stað á skipulagstímabilinu og inn á svæðið kæmi íbúðarhúsnæði í auknum mæli. { AR ’75—’95 er nýtingarhlut- fall ákveðið á framkvæmdasvæð- um 1,5. Ennfremur segir svo í bók- un skipulagsnefndar um fram- kvæmdasvæði: „Skipulagsnefnd álítur að ákvæði og nýtingarhlutfall verði einungis notað til viðmiðunar og séu látin gilda fyrir hverja lóð á skipulagssvæðinu. Skipulagsyfir- völdum er heimilt að hækka þetta nýtingarhlutfall ef um samein- ingu á lóðum er að ræða eða meiri- háttar uppbyggingu, sem stuðlar að bættu umhverfi að mati skipu- lagsyfirvalda, einnig ef um er að ræða að byggt sé upp í skörð og ef rótgróin fyrirtæki óska stækkunar á svæðinu. Einnig getur nýting íbúðarbygginga á framkvæmda- svæðum hækkað um allt að 1,0 ef um er að ræða þinglýsta kvöð um þá notkun." Síðastnefnda setningin í ofan- greindri bókun þýðir í raun að nýting á nokkrum reitum hefði getað farið allt upp í 2,5 en í ný- iegri samþykkt borgarstjórnar um nýtingu á sömu svæðum segir „að nýting geti orðið allt að 2,0“. Samþykkt borgarstjórnar nú nýverið um svæðið norðan Hverf- isgötu fjallar eingöngu um breyt- ingu á landnotkun og landnýtingu, þ.e. nýtingarhlutfalli. Engar ákvarðanir hafa enn ver- ið teknar um deiliskipulag Skúla- götusvæðisins. Skipulagsnefnd samþykkti í júní sl. að fá tvær arkitektastofur til að leiða í ljós þá hámarksnýt- ingu íbúðarhúsnæðis, sem þær teidu mögulega með tilliti til ákveðinna umhverfisþátta, s.s. leiksvæða, birtu, skuggamyndunar o.fl. Tillagan miðaðist við reitinn sem afmarkast af Klapparstíg, Lindargötu, Vatnsstíg og Skúla- götu. Sýndu báðar tillögurnar nýt- ingu upp á tæpa tvo. Tillögur þeirra taka ekki af- stöðu til félagslegrar þjónustu á svæðinu í heild. I greinargerð með tillögu meirihlutans segir að borg- arsjóður sé eigandi tveggja I ðbyggðra lóða, þ.e. lóðar Færeyska ■ sjómannaheimilisins og Vitatorgs og verði þeim lóðum ekki ráðstaf- að fyrr en séð verður hver upp- bygging svæðisins verður. Borg- arsjóður er einnig eigandi að Lindargötuskólanum og Bjarnar- borg. Ennfremur er ljóst, að ein- staka félagslega þætti má leysa í sjálfri íbúðarbyggðinni, s.s. dag- vist og heilsugæslu. Nokkuð hefur verið rætt um varðveislugildi einstaka húsa á Skúlagötusvæðinu, en það má ljóst vera að ef takast á að auka íbúðabyggð á svæðinu verða ein- hver eldri hús að víkja. í því efni verður ekki bæði sleppt og haldið. Þess má geta að þegar unnið var að aðalskipulaginu 1975 var gerð á því könnun hvert varðveislugildi húsa á svæðinu væri, og voru þá ekki þau þrjú hús, sem nú er rætt um að varðveitt verði, Eimskipa- félagsskemman, Völundarhúsið og hluti byggingar S.S., nefnd á nafn. Nokkuð hefur verið gagnrýnt að með því að samþykkja nýtingu á ákveðnum svæðum við Skúlagötu allt að 2,0, því hefur verið svarað til að algengt sé-að nýting sé því hærri sem nær dregur borgar- miðju. í þeim tveimur tillögum sem arkitektastofur Gylfa Guðjónssonar annarsvegar og Ólafs Sigurðssonar og Guðmundar Kr. Guðmundssonar hinsvegar, er gert ráð fyrir nýtingunni tæpir 2,0, en samkvæmt þeim tillögum er gert ráð fyrir að eitthvað af gömlum húsum stándi áfram. Þá er einnig á það bent að engin goð- gá sé að hafa þessa nýtingu á viss- um svæðum við Skúlagötuna og er á það bent að nýting er svipuð á einstaka lóðum sem nú eru að byggjast í borginni. Auk þess er auðveldara að ná upp hærri nýt- ingu, þegar bílageymslur eru hafð- ar neðanjarðar og um jaðarsvæði er að ræða, eins og í þessu tilfelli. Varðandi gagnrýnisraddir um vöntun á félagslegri þjónustu á svæðinu, er á það bent að borgin á fjórar lóðir á þessu svæði og væri þar hægt að sinna hinum félags- ' legu þáttum og einnig er það nefnt að leiksvæði skv. annarri tillög- unni sé um 4.500 fermetrar. Tillagan um breytta landnýt- ingu og landnotkun sem samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur nýlega, var áður samþykkt með ágreiningi í skipulagsnefnd borg- arinnar. Var þar lögð fram með tillögunni greinargerð, og er hún birt hér á eftir: Á undanförnum misserum hafa orðið töluverðar umræður um framtíðarskipulag þess svæðis sen» tillagan fjallar um, einkum í ljósi þess að ýmis stórfyrirtæki sem hafa verið með starfsemi sína á svæðinu hafa fengið úthlutað lóðum annars staðar í borginni undir rekstur sinn. Má í því sam- bandi nefna Völund hf., Eimskipa- félag fslands hf., Sláturfélag Suð- urlands og Landssmiðjuna. Enn- fremur hefur starfsemi Hafnar- bíós verið lögð niður og húsnæði þess rifið. Tillagan gerir ráð fyrir veru- legri breytingu á landnotkun frá Vinstrí flokkarnir: Andvígir nýtingarhlutfalli VINSTRI flokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur hafa með einum eða öðrum hætti lýst sig andvíga þeim skipulagshugmyndum sem fram hafa komið við umræður um Skúla- götubyggð. Hér á eftir fara sýnis- horn af bókunum þessara aðila, þar sem afstaða þeirra kemur fram. Kvennaframboð og 'Vlþýðubandalag Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að nú skuli vera uppi hugmyndir um að auka íbúðabyggð á svaéðinu neðan Hverfisgötu. En það er ekki sama hvernig að slíkri uppbygg- ingu er staðið. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur kynnt skipulagshugmynd sem sýnir glöggt hvernig tryggja megi gæði svæðisins sem íbúða- byggðar. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar lagt fram lítt rök- studda tillögu sem gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall verði allt að 2,0 á stórum hluta svæðisins. Ljóst er m.a. af tiliögum „óháðra“ aðila að uppbyggingu á reit Völundar og Eimskipafélags- ins, að svo hátt nýtingarhlutfail mun koma verulega niður á gæð- um byggðarinnar. Svæðið verður ofbyggt og lítið sem ekkert svig- rúm verður til að uppfylla þær kröfur sem gera verður til íbúða- byggðar á þessum stað t.d. hvað varðar 1) skjólmyndun, en háhýsi auka hættuna á sviptivindum. 2) útsýni, því háhýsi eða sam- felldur veggur við Skúlagötuna rænir aðra íbúa hverfisins út- sýni yfir eyjar og sund. 3) hávaðamengun frá Sætúni sem verður veruleg í húsum sem fara yfir 3—4 hæðir. 4) útivistarsvæði, en þau eru af mjög skornum skammti í þess- um bæjarhluta. 5) eðlileg tengsl milli eldri og nýrri byggðar, en þau hljóta að rofna þegar háhýsi rísa í hverfi sem einkennist af smágerðri byggð timburhúsa. 6) varðveislu bygginga sem nýt- anlegar eru og hafa gildi fyrir borgina í heild. Verður því varla séð að borgin eða íbúar hennar hafi hag af svo hárri nýtingu enda hefur borgar- stjóri ekki fært fyrir því nein marktæk rök þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. í ljósi alls þessa hljótum við því að greiða atkvæði gegn þeirri tillögu sjálfstæð- ismanna sem hér liggur fyrir. Að lokum áteljum við að engin almenn kynning skuli fara fram á þessum tillögum áður en þær eru endanlega afgreiddar í borgar- stjórn. íbúar í Skuggahverfinu eiga hagsmuna að gæta í þessu máli ekki síður en þau stórfyrir- tæki sem borgarstjórn og menn í umboði hennar hafa átt viðræður við. Framsóknarflokkur Við erum meðmælt því að land- notkun verði breytt og íbúðabyggð aukin á reitunum milli Hverfis- götu og Skúlagötu. Hins vegar er- um við andvíg svo miklu bygg- ingarmagni á lóðum stórfyrir- tækjanna meðfram Skúlagötunni, sem tillaga meirihluta skipulags- nefndar gerir ráð fyrir, það er, að heimilað verði að byggja 2 m* í - y*JrT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.