Morgunblaðið - 14.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983
37
Meöal viðskiptavina hans
hafa veriö krýnd höfuö
Belgíu og Thailands, her-
togafrúin af Windsor, Elizabeth
Taylor, Greta Garbo, Sophia Loren
og Maria Callas. i 25 ár var hann
einkahárgreiöslumeistari og trún-
aðarvinur furstaynjunnar af Món-
aco, og síöastliöiö ár sæmdi prins
Rainier hann riddarakrossi af oröu
heilags Karls í viöurkenningarskyni
fyrir þá þjónustu, sem hann haföi
látiö í té.
Alexandre, sem er glæsilegur en
ekki ýkja stórvaxinn herramaöur,
er ættaöur frá Flórens en hefur aö-
setur sitt í París. Hann starfar á
ósköp svipaöan hátt og hinir
fremstu tízkuhönnuöir, gerir upp-
drætti af mörg hundruö mismun-
andi hárgreiöslum fyrir tvær sýn-
ingar á ári.
Teikningar hans, eins og sú,
sem hér birtist, eru tízkumyndir í
örfáum dráttum, duttlungafullar
skýringarmyndir viö þá tízku, sem
efst er á baugi hverju sinni.
Ár hvert tekur hann sinn þátt í
yfirlitssýningum á nýjustu Parísar-
tízkunni, því hann sér um hár-
greiöslu sýningarstúlknanna fyrir
sinn gamla vin, Yves Saint Laur-
ent, einnig fyrir Lagerfeld, Dior,
Balmain og fleiri.
Hárgreiösla, sem hönnuö er af
Alexandre, líkist iistrænni and-
litsmynd gerö af meistaralegum
Ijósmyndara og endurspeglar
raunverulega persónuleika kon-
unnar á ósvikinn hátt. ,Þegar ég er
Þegar ég
er að íhuga
hárgreiðslu, virði ég
viðskiptavininn vand-
lega fyrir mér út frá
öllum sjónarhornum,
læt viðkomandi sitja,
rísa á fætur, velti fyrir
mér línunum í vanga-
svipnum, eyrunum,
hæð og þyngd, lífs-
háttum, starfssviði og
tómstundagamni ...
Allt skiptir þarna máli.
Það ætti ekki að vera
til neinn fastákveðinn
hárgreiðslustíll, heldur
einungis stíll, sem að-
lagaður er við hæfi
hverrar y. ^
konu út af ^ ^
fyrir sig ... w w
aö íhuga hárgreiöslu, viröi ég
viöskiptavininn vandlega fyrir mér
út frá öllum sjónarhornum, læt viö-
komandi sitja, rísa á fætur, velti
fyrir mér línunum í vangasvipnum,
eyrunum, hæö og þyngd, lífshátt-
um, starfssviöi og tómstunda-
gamni ... Allt skiptir þarna máli.
Þaö ætti ekki aö vera til neinn
fastákveöinn hárgreiöslustíll, held-
ur einungis stíll, sem aölagaöur er
viö hæfi hverrar konu út af fyrir
sig.“
Núna í sumar kýs hann bein-
sniöna klippingu á stutt og meðal-
sítt hár meö greinilegum áhrifum
frá þeirri hárgreiöslu, sem tíökaö-
ist á árunum milli 1930 og ’40. Sítt
hár er klippt meö ákveöinni lag-
skiptingu eöa sett í mjúkar bylgjur
og fest upp á nettan hátt í hnakk-
anum. í kvöldgreiðslur sínar notar
hann annaðhvort slétta hártoppa,
skreytta kömbum eða perlum eöa
þá, aö hann heldur hárinu slétt-
greiddu og lætur þaö falla í feiling-
um líkt og silki.
Sumarlitirnir hjá honum eru
meöal annarra karamelluljóst meö
gylltum strípum, dökk kastaníu-
brúnt og hlýr brúnn litur með Ijós-
ari strípum.
Mörg hárgreiöslulistaverkin
hans Alexandre hafa á sér blæ
leikræns glæsileika, sem gerir þær
líka aö eölilegum sýningargripum.
Draumur hans er aö koma á fót
hársnyrtisafni í París, og hann von-
ast jafnvel til þess, aö geta látiö
þennan draum sinn rætast núna á
þessu ári í „Maison des Nations".
Þrátt fyrir þá djúpu virðingu,
sem Aiexandre ber fyrir fortíöinni,
tilheyrir hárgreiöslulist hans al-
gjörlega nútímanum. í mörg ár
haföi hann aöalaösetur sitt í hinni
hátízkulegu glæsigötu Fauborg-
St.Honoré. En núna er hann fluttur
og búinn aö koma sér upp últra-
nýtízkulegum salon, sem klæddur
er speglum og meö appelsirvugult,
svart og hvítt sem ráöandi liti i inn-
réttingunum; heimilisfangiö er
núna 3 Avenue Matignon á horn-
inu viö Point Ronde, og snýr
snyrtisalur hans út aö hinum frægu
og fögru göröum meö gosbrunn-
unum.
Snyrtisalarkynni hans í Rue
Marbeuf býöur karlmönnum upp á
alla þá þjónustu, sem mestu
snyrtimenni þurfa á aö halda.
Alexandre feröast ennþá vítt og
breitt um heiminn og skýtur upp
kollinum í Bandaríkjunum eöa í
hinum fjarlægri Austur-Asíulönd-
um og hann hefur jafnvel skroppiö
alla leið til Úruguay.
En aöalbækistöövr hans eru
samt sem áöur París, þar sem
hann gegnir sams konar hlutverki
á sviöi hárgreiöslutízkunnar og
snyrtingu eins og Chanel í dragta-
saumi. Og hver annar en Alex-
andre hefur svo sem fengiö gull-
bikarinn sem verölaun fyrir franska
smekkvísi, bronzmedalíu fyrir lofs-
veröa frammistööu og framfarir í
sinni listiön og æöstu verðlaun
fyrir hárgreiðslulist sína.
Alexandre do Paría í hópi afkomenda Lóonarda,
hina konunglega hárgreiöalumeistara vió hirö-
ina í Versailles.
/
Undanfari krullujárnsins
og nútíma hárrúlla.
Meó listrænni hmfni
sinni hefur Alexandre
skapaö nákvmma eftiríík-
ingu af greiðslu Marie-
Antoinette drottningar.
Þessi matta
postulínsstytta
aýnir meiatara
Lóonard viö aö
greiöa drottn-
ingunni.
laut aö fáguðum glæsileika, fannst
aö sór væri ögraö í þessum efnum,
og hún geröi sér því lítiö fyrir og
réö Léonard í flýti sem einkahár-
greiöslumeistara sinn. Þær
íburöarmiklu og framúrskarandi
glæsilegu hárgreiöslur, sem Lóon-
ard skóp fyrir drottninguna, voru
alls staöar stældar eöa jafnvel
skrumskældar — þar voru Eng-
lendingar fremstir í flokkl — og
Léonard Autié var oröinn víö-
Nokkrar af þeim miamunandi hárgreiöslum, aem Lóonard tót aór
hugkvmmaat: Lokkarnir akreyttir fjöörum og ailkibðndum.
frægur maöur. Hann var fenginn til
aö annast hárgreiöslu krýndra
höföa úr öllum heimshornum. Þaö
var hann, sem ásamt bróöur sin-
um, hinum konunglega hárkollu-
meistara Pierre, réö tízkunni, og
hann tók aö reka sinn skóla fyrir
upprennandi hárgreiöslumeistara
þeirra tíma.
f tilefni af hirödansleik einum í
Versailles-höll skóp hann sér-
stæða og eftirminnilega hár-
greiöslu fyrir Marie-Antoinette
drottningu: Greiöslan var eftirlík-
ing af reglulegum skrautgaröi, þar
sem ilmandi blómum var hagan-
lega stungiö niöur í mjó vatnsrör,
sem falin voru í hári drottningar.
Töfragreiöslan
Léonard Autié sýndi frönsku
konungsfjölskyldunni alla tiö
fyllstu trúmennsku og hollustu,
einnig þegar mjög var tekiö aö
halla undan fæti fyrir henni og
veldissólin farin aö lækka. Þegar
konungsfjölskyldan varö aö flýja
frá Versailles til Varenne, var þaö
Léonard, sem annaðist flutninginn
á klæönaöi Lúövíks konungs.
Þetta var meöal annars ástæöan
fyrir því, aö byltingarmenn drógu
hann á höggstokkinn og líflétu
undir fallöxinni.
Alexandre de Paris hefur ræki-
lega kynnt sér þau skjöl, sem eru í
vörzlu Lelong-fjölskyldunnar og
varöa þetta timabil, og þarna hefur
honum tekizt aö viöa aö sér þýö-
ingarmiklum upplýsingum um hár-
greiöslulist þeirra tíma. Um svipaö
leyti fékk hann snjalla hugdettu.
„Hvernig fyndist þér,“ stakk hann
upp á viö Corinne, „ef ég reyndi aö
endurskapa hárgreiöslu Marie-
Antoinette meö þig sem módel?"
Þaö sem á eftir för var eins og
hreinasti draumur í augum Cor-
inne. Strax eftir aö Alexandre haföi
lokið viö meistaraverk sitt, var
Corinne Lelong Ijósmynduö fyrir
framan hús hins fræga ættmennis
síns, Léonards, í Versailles. Á
myndinni er Corinne umkringd af-
komendum Léonards Autiós. Fólk,
sem fyrir tilviljun átti leiö framhjá
húsinu, þegar allir höföu stillt sér
upp fyrir framan Ijósmyndarann,
átti bágt meó aó trúa sínum eigin
augum.
Á fáeinum klukkustundum haföi
Alexandre tekizt gera hreinasta
kraftaverk. Þetta var ekki lengur
hún Corinne Lelong, sem stóö
þarna í sólskininu, heldur sjálf
Marie-Antoinette drottning í eigin
persónu, sem eftir tvær aldir var
komin aftur á fornar slóöir til
Versailles og haföi gert ótrúlegan
draum ungu stúlkunnar Corinne
Lelongs aö veruleika.