Morgunblaðið - 14.10.1983, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.10.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983 41 áttu aö geta hafiö fulla nýtingu þessara auölinda á 300—600 m dýpi, en undirbúningur er þegar vel á veg kominn, aö því er þessa vinnslu varöar. Til þess aö geta hafiö slíka málmvinnslu af fullum krafti, hafa verið hugmyndir uppi um notkun sérstakra sjálfvirkra neöansjáv- artrilla, vélmenna og auk þess þarf svo kafara til starfa niöri á hafs- botninum. Þær ofgnóttir af málm- um, sem þessar kúlur á hafsbotni hafa aö geyma, munu aö áliti sér- fróöra manna fullnægja vel þörfum alls heimsins á kopar í 6000 ár og á nikkel í 150.000 ár. Þarna er sem sagt ekki um nein smáræöis verö- mæti aö ræöa, og því mjög mikiö í húfi, aö vel takist til um nýtingu þessara feiknalegu auölinda. Til þess aö nýta sem bezt öll þessi gífurlegu auðævi hafsins, sem til- heyra mannkyninu öllu, munu all- mörg lönd, þeirra á meðal Frakk- land, innan skamms undirrita sér- stakan hafréttarsáttmála Samein- uöu þjóöanna varöandi nýtingu hafsbotnsins og sjávarins. Viö er- um nú þegar búnir aö afmarka og gera athuganir á mjög svo athygl- isverðu hafsvæöi, um þaö bil 450.000 ferkílómetra aö stærö, á noröanveröu Kyrrahafi. Viö þessar athuganir hefur veriö beitt fjöl- þættum mælingum meö hljóð- dýptar-mæliútbúnaöi rann- sóknarskipsins „Jean Charcot", en þessar mælingar hafa gert okkur kleift aö teikna kort af hafs- botninum á þessu svæði. Sam- hliða þessu hefur svo neöansjáv- ar-farkosturinn „Raie“ unnlö stanzlaust aö Ijósmyndun hafs- botnsins á þessum slóöum. Hafiö er líka risastór olíugeymir. „Þaö er mikil nauösyn, aö hin öfl- ugri olíufélög fari aö nýta aö fullu þau auöævi, sem liggja falin undir höfunum, og fer mikilvægi þess stööugt vaxandi. Nú þegar koma um 21% af olíuframleiðslu heims- ins af hafsbotni. Eins og sakir standa er olíumagnið í neöansjáv- ar olíulindum álitiö vera um 23 milljaröar tonna, en þaö samsvar- ar um fjóröungi allra þekktra olíu- birgöa heimsins," segir í nýjustu útgáíu hinnar frægu frönsku alfræöioröabókar Larousse i kafla þeim, sem fjallar um hafiö. ^Búseta manna neðansjávar Þá eru einnig uppi enn aörar hugmyndir um nýtingu sjávarins. Þarna er t.d. um flóöorku sjáv- arins aö ræða; ein raforkustöö viö mynni fljótsins la Rance er nú þeg- ar drifin meö þessari orku. Þá er líka fyrir hendi hitaorka hafsins, sem er raunar vindafliö, ummynd- aö meö hjálp vindaflstööva, sem staösettar veröa á hafi úti. í því skyni aö safna saman öllum fáanlegum upplýsingum um haf- svæöin og allt, sem þeim viðkem- ur, ásamt öllum uppfinningum, uppgötvunum og yfirliti um fram- kvæmdir, hefur Jacques Rougerie 1 hyggju að stofna sérstakan „heimsbanka sjávargagna", eins konar háskólastofnun, sem komiö yröi upp um borö í skipi, er væri 500 metra breitt. En hvernig verða svo lífshættir þeirra manna, sem í framtíöinni veröur falið þaö hlutverk aö vinna viö nýtingu auölinda hins „bláa meginlands“, auölinda, sem án nokkurs vafa eiga eftir að reynast enn fleiri en menn vita um núna? Þeir munu sennilega búa í húsum, sem hönnuö veröa eftir lifandi fyrir myndum: marglittum, kröbbum og skeldýrum. „Bústaðirnir munu veröa festir viö klappir og kletta neöansjávar meö eins konar klóm úr trefjagleri, og þau munu horfa á mig meö sínum útstandandi hálf- hvolfs-gluggum,“ segir Jacques Rougerie, þegar hann er aö útmála útlit þessara húsa. Bústaöirnir veröa örugglega geröir úr sérstakri sveigjanlegri steypu og úr mjúku plasti, sem hefur mikla aölögunar- eiginleika. í þessum þorpum munu menn geta séö börn aö leik viö tamda kolkrabba, sjávarbændur á leið heim frá ökrunum undir leiö- sögn höfrungs, sem er gjörkunn- ugur leiðinni heim til sjávarbýlisins. í staöinn fyrir bifreiö munu sjáv- arbúar nota hávaöalausa „vatns- þotu“, sem þaö verður „stórt hvolf- laga farartæki, bláleitt, gyllt eöa bleikt á lit, sem gengur fyrir vatns- orku“. Á þennan hátt komast menn allra sinna leiöa á neöan- sjávarbrautunum. Enn eru þetta ekkert nema draumsýnir, en spurningin er bara, hve lengi? manngerð Maöurinn mun smátt og smátt taka aö aölagast lífsskilyröunum í þessu nýstárlega umhverfi. Brjóstkassi hans mun þróast og aöhæfa sig ööru vísi aöstæöum. Þaö verður þannig unnt fyrir manninn aö halda sig lengur á miklu dýpi en áöur og vinna bug á þeim vanda, sem ofkæling felur í sér. Sama máli gegnir um þau vandamál, sem eru samfara af- þrýstingi; á þeim mun einnig finn- ast örugg lausn. Þannig mun maö- urinn fara af þurru landi ofan í haf- iö og aftur upp á land, án þess aö bíöa skaöa á nokkurn hátt. I því sambandi er til dæmis einkar at- hyglisvert aö sjá, hvernig þeir menn, sem hafa atvinnu sína af því aö safna svömpum af hafsbotni, viröast aö staöaldri geta kafaö niöur á 70 m dýpi, án sýnilegra öröugleika og án þess aö bíöa heilsutjón af. Eins og málum er háttaö núna, er algengt, aö fólk sé gagntekiö vanlíöan neðansjávar, sem gerir þaö aö verkum, aö þaö getur ekki haldið sig ýkja lengi undir yfirboröi sjávar í senn. „Þegar maöurinn hefur endan- lega sigrast á þessari hræöslutil- finningu, fer hann aö njóta lífsins í hafinu í ríkum mæli,“ er álit Jacqu- es Rougeries. Þessir „sjávarbúar" veröa ham- ingjusamar mannverur, sem óhik- aö hafa fasta búsetu í sjónum og hafa líka þá kunnáttu til aö bera, aö sjávarumhverfi þeirra veröur haldiö ómenguöu. Þetta fólk verö- ur laust viö alla streitu og mun hafa fullt vald á líkama sínum neö- ansjávar og geta hreyft sig næst- um því fullkomlega eölilega, miöaö viö þá, sem búa á þurru landi. Þaö má jafnvel gera ráö fyrir því, aö skynjun mannsins og við- brögö veröi skýrari í hinu vota um- hverfi. Þegar horft er enn lengra til framtiöarinnar, þá getur vart talizt nokkur vafi á því, aö maöurinn muni síöar taka stökkbreytingum neöansjávar, alveg eins og reyndin er meö dýr, sem aölagast nýjum aöstæöum, þegar þau hafa fyrir löngu verið tekin úr sinu eðlilega umhverfi. ^Böm að leik neðansjávar Þótt þessa veruleika sé enn langt aö bíða, hafa samt nokkur börn fengiö aö leika sjávarbúa um stund. I Porticcio viö Miöjaröarhaf fengu börnin svolitla nasasjón af neöansjávarlífi áriö 1981. Þau dvöldu í eins konar risavöxnum kúlum úr gagnsæju plasti, loftfyllt- um, og voru kúlurnar festar viö hafsbotninn á þriggja metra dýpi, og hægt að tengja þær saman þrjár og þrjár. Eftir aö börnin voru komin inn fyrir lokubúnaöinn á kúl- unum og síöan áfram inn í kúlurnar sjálfar, tóku þau af sér grímurnar og losuöu sig viö súrefniskútana. Þau boröuöu matinn sinn, sem þau höföu komiö meö í hitabrúsum, röbbuðu saman, léku sér um stund og hlustuöu á „söng hvalanna" eins og var við hæfi umhverfisins. Utan viö kúlurnar fengust þau viö ræktun sjávargróöurs, fóöruöu fiskana og börnunum tókst jafnvel aö gera þá hænda að sér og temja aö nokkru leyti. „Tilraun sem þessi, sem fram fer á ekki meira dýpi, er eiginlega al- gjörlega hættulaus. Hún var gerö til þess eins aö kanna sálfræöileg áhrif þessa umhverfis á börnin en engan veginn hin líkamlegu áhrif,“ segir Jacques Rougerie. Þessir ungu, eldheitu áhugamenn viö að læra neðansjávarlífsháttu eru reiöubúnir til að halda tilraunum sem þessum áfram siöar; þaö er enginn vafi á, að þessi börn gera sér fulla grein fyrir þvi, aö þau eru frumherjar í stóru ævintýri. Þýtt úr franska tímaritinu Maria Franca. Vantar milliveggi í heila blokk? — Kannski klæðningar líka í loft eða á veggi? Gerum efnis- og kostnaðaráætlun. M4Tf VERKSMIÐJULAGER ÁRMÚLA 7 SÍMAR 31600-31700 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. RADIAL stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA # — c. •é -• af Fer inn á lang flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.