Morgunblaðið - 14.10.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983
SJÓNVARP
___- . .———-—^^^—
SUNNUD4GUR
16. október
18.00 Sunnudagshugvekja.
Björgvin F. Magnússon flytur.
18.10 Stundin okkar.
Umsjónarmenn: Ása H. Ragn-
arsdóttir og Þorsteinn Marels-
son.
íslenska brúðuleikhúsið sýnir
leikrit sitt „Átján bama faðir í
Álfheimum“. Smjattpattar
skemmta og fluttur verður síð-
ari hluti teiknimyndasögunnar
„Krókópókó og hjálpsemin".
Fylgst er með barnahópi í fjöru-
ferð og fjórar stúlkur flytja leik-
þætti.
19.05 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
■ Umsjónarmaður Guðmundur
Ingi Kristjánsson.
20.50 Land í leynum.
Áströlsk heimildarmynd frá lítt
kunnu og afskekktu héraði á
suðvesturlandamærum Kína. Á
þeim slóðum er land fagurt og
frjósamt og veðursælt er með
afbrigðum. Hérað þetta byggir
sérstakur þjóðflokkur sem lifír í
sælli mótsögn við vestræna efn-
ishyggju.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Þulur Hallmar Sigurðsson.
21.45 Wagner.
4. þáttur.
Framhaldsmyndaflokkur í tíu
þáttum um ævi tónskáldsins
Richards Wagners. Efni 3. þátt-
ar: Heilsu Wagners hrakar og
hann leitar sér lækninga með
ýmsu móti í félagsskap góðra
vina. Hann dreymir stóra
drauma um framtíð tónlistar-
innar en þeir nægja honum ekki
til lífsviðurværis. Þá kynnist
hann auðugum silkikaupmanni,
Otto Wesendonck og Mathilde
konu hans. Það verður upphaf
að nýjum ástarævintýrum.
Wagner fær góða vinnuaðstöðu
og er örvaður til dáða á tónlist-
arsviðinu. En kynnin við Mat-
hilde bæta ekki slitrótt hjóna-
band Wagners og Minnu sem
sér ekki önnur ráð en láta til
skarar skríða.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
22.40 Dagskrárlok.
/MWUD4GUR
17. október
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Tommi og Jenni.
20.45 íþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
21.00 Já, ráðherra.
3. Gamall uppvakningur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur í sjö þáttum. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
21.50 Lítil þúfa
Endursýning
íslensk kvikmynd frá 1979.
Höfundur og leikstjóri Ág-
úst Guðmundsson.
Leikendur: Sigríður Atla-
dóttir, Gunnar Pálsson,
Edda Hólm, Magnús Ólafs-
son o.fl.
Kvikmyndun: Baldur
Hrafnkell Jónsson og Har-
aldur Friðriksson.
Það breytist raargt í lífi 16
ára stúlku þegar hún verður
barnshafandi. Jafnaldrar
hennar setjast á skólabekk
en hennar bíða móðurskyld-
ur og misjöfn viðbrögð full-
orðna fólksins.
Áður sýnd í Sjónvarpinu vor-
ið 1980.
22.55 Dagskrárlok.
Sjonvarp 22. oktober
„Viö byggjum leikhús“
Þáttur LR til stuðnings
byggingu Borgarleikhússins
ÞRIÐJUDAGUR
18. október
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Snúlli snigill og Alli álfur.
Teiknimynd ætluð börnum.
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Sögumaður Tinna
Gunnlaugsdóttir.
20.45 Tölvurnar
6. þáttur
Breskur fræðslumynda-
flokkur í tíu þáttum um ör-
tölvur, notkun þeirra og
áhrif.
Þýðandi Bogi Arnar Finn-
bogason.
21.10 Leyndardómar höggorms-
ins.
„Við byggjum leikhús“
nefnist söngva- og leik-
dagskrá sem veröur á skján-
um laugardaginn 22. október
kl. 21.05. Þáttinn gerðu tutt-
ugu leikarar í Leikfélagi
Reykjavíkur í þágu bygg-
ingarsjóös Borgarleikhússins.
Hópurinn syngur lög eftir
finnska leikhústónskáldiö Kai
Sidenius, eitt lag eftir Tómas
Einarsson og tvær syrpur úr
þekktum leikritum LR. Höf-
undar nýrra texta og leikat-
riöa eru Kjartan Ragnarsson,
Jón Hjartarson og Karl Ágúst
Úlfsson, en Siguröur Rúnar
Jónsson sá um útsetningu og
kórstjórn.
Umsjónarmaöur er Kjartan
Ragnarsson en stjórnandi
upptöku Viðar Víkingsson.
Edda Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Schram og Friðrik Stafáns-
son.
Sjónvarp 17. október
Lítil þúfa — endursýning
Sigrtður Atladóttir og
Gunnar Pálsson.
Kvikmynd Ágústs Guömundssonar, „Lítil
þúfa“, verður endursýnd í sjónvarpi mánu-
daginn 17. október. Myndin var áöur sýnd í
sjónvarpi árið 1980.
„Litil þúfa“ er saga af ungri, sextán ára
gamalli stúlku sem veröur barnshafandi.
Breytir þaö miklu í lífi hennar. Jafnaldrarnir
setjast á skólabekk, en hennar bíöa móöur-
skyldur og misjöfn viöbrögö fulloröinna.
Ágúst Guömundsson er höfundur og leik-
stjóri, en leikendur þau Sigríóur Atladóttir,
Gunnar Pálsson, Edda Hólm, Magnús Ólafs-
son og fleiri. Baldur Hrafnkell Jónsson og
Haraldur Friðriksson sáu um kvikmyndun.
Bresk náttúrulífsmynd um
höggorma og snákategundir
á Bretlandseyjum.
Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald.
21.40 Marlowe einkaspæjari
3. Blýanturinn
Breskur sakamálamynda-
flokkur í fímm þáttum sem
gerðir eru eftir smásögum
Raymond Chandlers.
Þýðandi Ellert Sigurbjörns-
son.
Myndin er ekki við hæfí
barna.
22.35 Dagskrárlok.
/HKMIKUDKGUR
19. október
18.00 Söguhornið
Strákurinn sem lék á tröllkarl-
inn.
Sögumaður Sigurður Jón
Ólafsson.
Umsjónarmaður Hrafnhildur
Hreinsdóttir.
18.10 Amma og átta krakkar.
9. þáttur.
Norskur framhaldsmyndaflokk-
ur gerður eftir barnabókum
Anne-Cath. Vestly.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið.)
18.30 Við vatnsbólið
Bresk náttúrulífsmynd um
fuglalífið við vatnsból í Afríku.
Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Horfínn heimur
Kwegú-ættflokkurinn í Eþíópíu.
Bresk heimildarmynd um fá-
mennan en sérstæðan ættfíokk
sem á heimkynni við Ómófljót í
Eþíópíu.
Þýðandi og þulur Bjarni Gunn-
arsson.
21.45 Dallas
Bandarískur framhaldsmynda-
flokkur.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.35 Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR
21. október
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Á döfínni.
l'msjónarmaður Sigurður
Grímsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.50 Stan Getz
Bandarískur djassþáttur.
21.20 Kastljós.
Þáttur um innlend og erlend
málefni.
Umsjónarmenn: Sigurveig
Jónsdóttir og Einar Sigurðs-
son, fréttamenn.
22.25 Fanginn
(La prisonniére)
Frönsk bíómynd frá 1967.
Leikstjóri Henry-Georges
ClouzoL
Aðalhlutverk: Laurent Terzi-
eff, Elisabeth Wiener og
Bernard Fresson.
Gift kona kemst í kynni við
listaverkasala nokkurn, sem
fæst við Ijósmyndun, og ger-
ist fyrirsæta hans. Kröfur
hans eru fyrirsætunni ógeð-
felldar í fyrstu en með tím-
anum verður hún æ háðari
þessum undarlega manni.
Þýðandi Ragna Ragnars.
00.15 Dagskrárlok.
L4UG4RD4GUR
22. október
16.30 íþróttir.
Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
18.30 Fyrirgefðu, elskan mín.
Finnsk unglingamynd um strák
og stelpu sem eru gjörólík en
líta þó hvort annað hýru auga.
Þýðandi Kristín Mántyla.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpið.)
19.00 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Tilhugalíf.
6. þáttur
Breskur gamanmyndaflokkur í
sjö þáttum.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
21.05 Vð byggjum leikhús.
Söng- og leikdagskrá sem unnin
var í þágu byggingarsjóðs Borg-
arleikhússins. Tuttugu leikarar
Leikfélags Reykjavíkur flytja
lög eftir fínnska leikhústón-
skáldið Kai Sidenius, eitt lag
eftir Tómas Einarsson og tvær
syrpur úr þekktum leikritum
LR. Höfundar nýrra texta og
leikatriða eru Kjartan Ragn-
arsson, Jón Hjartarson og Karl
Ágúst Úlfsson. Sigurður Rúnar
Jónsson annaðist útsetningar
og kórstjórn.
Umsjónarmaður Kjartan Ragn-
arsson.
Upptöku stjórnaði Viðar Vík-
ingsson.
21.50 Haltu um hausinn
(Don’t Lose Your Head)
Bresk gamanmynd með Áfram-
flokknum: Sidney James,
Kenneth Williams, Joan Sims,
Charles Hawtrey og Jim Dale.
Leikstjóri Peter Rogers.
Sögusviðið er franska stjórnar-
byltingin. Tveir breskir dánu-
menn bjarga mörgu göfugu
höfði undan fallöxinni og leggja
byltingarmenn mikið kapp á að
hafa hendur í hári þeirra.
Þýðandi Baldur Hólmgeirsson.
23.30 Dagskrárlok.
SUNNUD4GUR
23. október
18.00 Sunnudagshugvekja
Björgvin F. Magnússon flytur.
18.10 Stundin okkar.
Umsjónarmenn: Asa H. Ragn-
arsdóttir og Þorsteinn Marels-
son.
Herdís Egilsdóttir leiðbeinir um
fondur, börn úr Bjarkarási sýna
látbragðsleik, Geirlaug Þor-
valdsdóttir les Dimmalimm,
myndskreytt ævintýri eftir Guð-
mund Thorsteinsson. Smjatt-
pattar og Krókópókó eru einnig
með og apabrúða kemur i heim-
sókn.
19.05 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
Umsjónarmaður Magnús
Bjarnfreðsson.
21.00 Wagner
5. þáttur
Framhaldsmyndaflokkur í tiu
þáttum um ævi tónskáldsins
Richard Wagners.
Efni 4. þáttar: Wagner er í Fen-
eyjum, félaus og skuldugur,
þegar ákveðið er að sýna
„Tannháuser" í París að undir-
lagi keisarans. Þetta er mikill
heiður því að París var þá há-
borg tónlistarinnar. En hug-
myndir Wagners um óperu-
fíutning stangast á við venjur
og hann bakar sér óvild áhrifa-
manna.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
21.50 Líknarstörf óháð landamær-
um.
Bresk heimildarmynd um
læknasamtök sem franskur
læknir, Bernard Koutcher að
nafni, stofnaði eftir Bíafrastrfð-
ið. Læknar í þessum samtökum
vinna sjálfboðastörf hvar I
heiminum sem skjótrar hjálpar
er þörf vegna styrjaldar, hung-
ursneyðar eða annarra báginda.
Þýðandi Jón Q. Edwald.
22.40 Dagskrárlok.
Gudað á skjáinn
Litli rísinn
— i sjónvarpinu á næstunni
Það var fyrir 111 árum, held ég, þegar ég var tíu ára
gamall... Þannig byrjaði Jack Crabb æfisögu sína í
einni skemmtilegustu mynd sem ég hef sóð, Little Big
Man (Litli risinn) og áhorfendur grétu af hlátri. Síðan
hafa liðiö mörg ár (myndin er gerö 1970) og bráðlega
gefst manni kostur á að sjá hana aftur, og núna í sjón-
varpinu eitthvert laugardagskvöldið á næstunni.
Þaö er Dustin Hoffman sem
leikur Jack Crabb allt frá 121 árs
aldri og niður í tíu ára. Crabb er
forngripur úr villta vestrinu þegar
það var hvaö villtast og hann liföi
hinu fjölbreytilegasta lífi í kvik-
mynd sem gagnrýnendur hafa
lofaö í hástert og kallað meistara-
verk og annað þaöan af fallegra.
Crabb heldur því fram aö hann sé
mest gleymda hetja vestursins
eða er hann kannski bara lygari
af geöveikislegri stærðargráöu?
Hvort sem það er, er saga hans
öll hin furðulegasta.
Hann situr 121 árs gamall inni
á spítala og segir sína ótrúlegu
æfisögu sagnfræöingi nokkrum
sem heimsótt hefur hann til aö
taka við hann viðtal. Saga hans
hefst þegar hann er tíu ára. Hann
er á ferö yfir slétturnar meö fjöl-
skyldu sinni þegar Pawnees-
indjánar ráöast á þau, drepa for-
eldra hans og taka strákinn í
ættflokk sinn. Hann er alinn upp
meöal indjána og þeir gefa hon-
um nafniö, Little Big Man.
Hann yfirgefur indjánana 16
ára og eftir þaö opinberast okkur
hiö merkilega líf hans. Viö sjáum
hann sem svindlara, múlastjóra,
byssugæja, fyllibyttu, einsetu-
mann, fjölkvænismann og í til-
burðarmiklum hápunkti, manninn
sem reyndi aö drepa Custer
hershöföingja.
Þaö eru fleiri merkismenni en
Dustin Hoffman sem leika í
myndinni, þó hann auövitaö beri
höfuö og herðar yfir aöra í henni.
Þaö má nefna þá fögru Fay Dun-
away, Martin Balsam, Richard
Mulligan (úr Lööri segja fróöir
menn mér en hann leikur Custer
hershöföingja) og síöastan má
nefna Chief Dan George, sem út-
nefndur var til Óskarsverölauna á
sínum tíma fyrir leik í aukahlut-
verki í myndinni.
Dustin Hoffman þarf vart að
kynna öllu lengur, svo gerþekktur
er hann orðinn um víöa veröld.
Þaö sakar þó kannski ekki aö
rifja uþp aö þaö var í mynd Mike
Nichols, The Graduate (1967)
sem hann varö frægur fyrir leik
sinn. Næsta mynd var ekkert
minna meistarastykki, nefnilega
Mídnight Cowboy (1969) þar
sem hann lék þá eftirminnilegu
persónu, Ratso. í kjölfariö kom
Little Big Man, og þar á eftir Pap-
illon (1973) og þá Lenny (1974).
Síðan hefur stjarna þessa
skemmtilega leikara sífellt veriö á
uppleið og ekkert lát virðist þar á.
Svipmyndir úr mynd Arthur Penns, Little Big Man, sem
sjónvarpiö tekur til sýningar á næstunni.
Leikstjóri Little Big Man er
Arthur Penn og hann er engu
ómerkilegri leikstjóri en Hoffman
er leikari. Penn á að baki sér
myndir eins og Bonnie and
Clyde, The Missouri Breaks
(meö Brando og Nicholson) og
Four Friends. Á eftir Bonnie and
Clyde geröi hann Alice’s Rest-
aurant (1969) hryggöarmynd um
líf blómabarna hippahreyfingar-
innar. Þá kom Little Big Man.
Til gamans má líta á nokkrar
blaðaumsagnir um myndina frá
1970. Kvikmyndagagnrýnandi
The New York Times, Vincent
Canby, sagöi m.a. um hana að
hún væri „mikilvæg mynd gerö af
einum athyglisveröasta leikstjóra
sem viö eigum“. Hún er fallega
tekin sagöi hann og „Hoffman er
einn af okkar bestu skapgerðar-
leikurum af yngri kynslóðinni....
hann er frábær, eins og allir aörir
sem nálægt myndinni koma, þar
á meöal indjánarnir.”
Judith Crist, annar kvikmynda-
gagnrýnandi, sagði: „Dustin
Hoffman er stórkostlegur í hlut-
verki sínu ... Fay Dunaway er
einfaldlega frábær... Þessi
mynd er gerö af meisturum á sínu
sviði og listamönnum á sviöi
kvikmyndanna.
Því má kannski einnig bæta viö
aö sjö stærstu blöðin í Bandaríkj-
unum völdu Little Big Man eina af
tíu bestu myndum 1970.
Svo enginn sem á eftir aö
horfa á myndina ætti að vera
svikinn um góöa skemmtun.
— ai.
1 2
II
ae
— Q,
D
3
0)
o*
o
2
<2
«§ |
z y. %.
<
0) Q. o
-ð m
2 2 §
f i <
8 |'2
z; 3
< v>
I 1
(O
17 ' 00
Q
0)
5' E.
ií
f I
v>
•O
7C ©
0) 3
s P
i §
^ ® i
O
0)
(O
D
<
<2
>*■ -x
m zr
V> (0 'K
c 3<e-
2 ' |
oj ®
-i O °
I?1
s. S i.
o* o-
f l<8
I 2
— (Q
m
3
•<
3
Q.
• 2
ri
(O
—• <D
o p.
(5' w
C (D
§ -
3
(/>
8
D