Morgunblaðið - 14.10.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983 47 „Hvers vegna láta börnin svona?“ Aðstandendur dagskrárinnar voru önnum kafnir viö undirbúning frumsýningar innar, er Kristján Orn smellti þessari mynd í Félagsstofnun á þriöjudagskvöldið. ný dagskrá frumsýnd í Félagsstofnun stúdenta Leiklist Sigldur maöur, fundinn snillingur, atómskáld, Ijóöelsk kona, formfastur maöur ... Þetta eru nokkrar af þeim per- sónum sem fram koma f nýrri dagskrá Stúdenta- leikhússins sem frum- sýnd veröur á sunnu- dagskvöld. „Það erum viö Anton Helgi Jónsson sem höfum búió til þennan ieíkraena ramma utan um Ijóö þeirra sem kallaöir voru „módernistar“ á sínum tíma, og notið góörar aöstoöar stúdenta í bókmenntum við HÍ, þeirra Helga Grímssonar og Þóris Óskarssonar," sagöi Hlín Agnarsdóttir, en hún leikstýrir jafn- framt dagskránni. Og hún bætti viö, aö Stúd- entaleikhúaið hafi á þennan hátt reynt aö tengja starfiö inn í deild- ir Háskólans. „Dagskrá- in er sambland af leiklist og tónlist, við reynum að koma inn á umræðuna um hinn nýja skáld- skap, eins og hún var f blöðum og á mannamót- um á árunum 1950—1960. En eins og elstu menn muna, fengu hinir svo- kölluðu „módernistar" seinna á sig skammar- yrðið atómskáid, en þaö orð er nú notaö nokk- urnveginn skammlaust, þó ekki séu allir viö þaö sátt- ir. Þaö eru Ijóö og Ijóöa- þýöingar þeirra Sigfúsar Daöasonar, Hannesar Sig- fússonar, Jóns Óskars, og Einars Braga, sem veröa flutt á dagskránni, m.a þýöingar eftir skáldin Octavio Paz, Paul Eluard, brot úr „Skýl t buxum" eftir Majakovski, í Ijóöa- þýöingu Geirs Kristjáns- sonar, saga eftir Thor Vilhjálmsson, sem hann skrifaöi ungur, og seinni hluti dagskrárinnar er byggður upp á sögu eftir Ástu Siguröardóttur, en hún heitir „Gatan í rign- ingu". Sýningin er sett upp á fjórum litlum sviöum, viö reynum aö nýta salinn til fullnustu og flnna nýja og nýja möguleika í því sambandi," sagöi Hlín, en dagskráin veröur flutt í Fé- lagsstofnun stúdenta viö Hringbraut. Þaö eru 11 leikendur sem taka þátt í sýningunni, Egill Árnason sér um lýsingu, Sigríöur E. Siguröardóttir um búninga, og leikskrána hafa þau Jóhanna Sveins- dóttir, Helgi Grímsson og Þórir Óskarsson unniö. Hlín Agnarsdóttir kom heim úr námi í leikhús- fræöum fyrir tveim árum og leikstýrði m.a. Galdra-Lofti í Mennta- skólanum viö Sund í fyrra. Æfingar hafa staöiö yfir í 3 vikur. „Þetta hefur veriö mikil vinna, en gengiö hratt og vel, þaö má segja aö leiksýningin sé nokkurs konar Reykja- víkurblús atómskáld- anna, og nú á eftir aö koma í Ijós hvernig Stúd- entaleikhúsiö gengur i vetur eftir aö hin leikhús- in hafa tekiö til starfa, en sýningar okkar hafa geng- iö mjög vel í sumar," sagöi Hlín og bætti því viö aö önnur sýning væri fyrirhuguö á mánudags- kvöld, en alls veröa fimm sýningar á dagskránni. Spegill, spegill herm þú mér U Já, félag íslenskra snyrtifræðingal heldur sinn árlega fræðslu- og skemmtifund á Broadway nk. sunnudag 16. október milli kl. 2 og 6. Glæsileg dagskrá eins og venjulega: Snyrtistofur kynna nýjungar, öll helstu snyrtivörumerki með línurnar fyrir haustið og veturinn. Aerobic-leikfimi ogí dans. Bergþóra Árnadóttir. Hlutavelta. I Tískusýning og ýmsar fleiri uppákomur.I ' Miðasala við innganginn. * Félag íslenzkra snyrtifrœðinga Þakka af alhug audsýnda vináttu á 80 ára afmælisdag- inn minn. Jóhanna Svana Óladóttir. Lýsing í skammdeginu Framleiðum Ijósastaura til lýsingar á götum, bílastæðum, heimkeyrslum og göngustígum. Stærð frá 1,5—16 m Vélsmiöjan Stálver hf., Funahöfða 17, 110 R. Sími: 83444. ^BLA^rA v. .y Noiuti líJog Guiuia fá v Kjöns og blöðni eftir matinn Við leggjum okkur öll fram um að veita hraða þjónustu á Svörtu Pönnunni. En það þýðir ekki að matargestir okkar þurfi aðhraða sér. Þið getið auðveldlega öll slappað af yfir matnum. Á meðan þið drekkið kaffið, leika börnin sér í hornhúsinu, sæl með ísinn og blöðruna sína. Gæðaeftirlitið á hráefninu er innbyggtíkokkana. Þess vegna ermaturlnn alltafjafn góður. SVARTA PANNAIN Hraðrétta veitingastaður íhjarta borgarinnar O á horni v Tryggvagötu og Pösthússtrætis Sími 16480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.