Morgunblaðið - 14.10.1983, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983
Það liggur prammi við
akkeri á Signu, örfá
skref frá Place de la
Concorde; botn pramm-
ans er úr segldúki og myndar afar rúmgott fiskabúr,
þar sem stórir fiskar eru á sveimi. í þessari fljótandi
vinnustofu gerir arkitektinn Jacques Rougerie sér í
hugarlund líf þeirra íbúa, sem í framtíðinni munu
búa neðansjávar: Líffræðinga, verkfræðinga og sér-
fræðinga í ræktunarmálum, sem eru kvaddir til að
gera athuganir og stuðla að nýtingu hinna frábæru
auðlindaforðabúra meginlandanna neðansjávar. Auk
þessara manna sér hann fyrir sér annað fólk, sem af
fúsum og frjálsum vilja mun kjósa að búa neðansjávar.
aldarinnar
■ mafari viö „loftból“ (,,aquabulle“) á hafsbotni, en þar getur
hann dvaliö í nokkra klukkutíma í senn.
Nýir land-
vinningar á
hafsbotni
Verða búgaróar,
verksmiðjur
og jafnvel
heilu þorpin
í djúpum
heimshafanna?
W* orp framtíðarinnar á hafsbotni; þessi neðansjávarstöð er
hugsuð til þjálfunar fyrir geimfara og eins til að gera tilraunir í
búskap neöansjávar.
^R.an nsókn arstofa
neðansjávar
Rannsóknir á þessu umhverfi,
sem hingað til hefur veriö sveipað
dulúð og leyndardómum, hefur
tekiö stórstígum framförum. Þetta
ævintýri mannsins í hafdjúpunum
hófst aöeins fyrir tæpum manns-
aldri, þegar sérþjálfaðir frosk-
menn, útbúnir súrefniskútum, fóru
aö koma til sögunnar. Nú á dögum
eru Frakkar í broddi fylkingar aö
því er djúpköfun varöar. Áriö 1963
tókst 8 mönnum i neðansjávarleið-
angrinum „Précontinent lll“ undir
stjórn hins fræga leiöangursstjóra
Cousteau aö búa á 100 m dýpi í
heilan mánuö. Árið 1970 fóru þrír
kafarar, sem starfa viö frönsku
neöansjávarrannsóknastofnunina
COMEX meö aöstoö neöansjávar-
stöövarinnar Janus II niöur á 275
m dýpi og voru þar viö rann-
sóknarstörf í 34 klukkustundir. Ár-
iö 1974 tókst mönnum aö komast
ennþá miklu nær úthafsbotninum:
Janusi IV tókst aö komast niöur á
501 m dýpi á Cavalaire-flóa, þ.e.
a.s. alllangt úti á Miöjarðarhafi, og
var þetta nýtt met.
Fyrir þennan neöansjávarheim
hefur arkitektinn Jacques Roug-
erie, ásamt starfsmönnum CAM
(Centre d’Architecture de la Mer),
nú þegar hannaö og iátiö smíöa
bústaöi. Galathée, neðansjávar-
hýbýli og rannsóknarstofa í senn,
er stvöl í laginu, meö algjörlega
gagnsæ hvolfþök til endanna úr
sérstöku haröplasti. Hvolfþökun-
um er þannig fyrir komiö, að þau
eru höfö örlítiö hallandi til þess aö
liggja sem bezt viö sólarljósinu og
mynda um leiö sem gleiöast sjón-
arhorn til skoðunar á umhverfinu.
Á milli skoöunarhvolfanna tveggja
er sjávarhýsið umlukiö eins konar
brynhlíf, en undir þessum bryn-
vöröu veggjum eru svo sjálfar vist-
arverur áhafnarinnar: Hvíldarklefi,
vinnuklefi þeirra og svo lítiö eld-
hús. Galathée hefur nægilegan
foröa af lofti, fersku vatni og raf-
magni á geymum, svo aö mönnum
er kleift aö vera viö rannsóknar-
störf sín neöansjávar í 48 klukku-
stundir í senn, án þess aö þurfa að
leita á náöir móöurskipsins ofan-
sjávar.
Á 30 mínútum er hægt aö
sökkva Galathée — en núna er
sjávarhýsiö einmitt statt viö
strendur Japans •— niöur á 9—60
m dýpi, eftir því, sem þarfir rann-
sóknaáætlunarinnar krefjast. Sjáv-
arhýsiö Galathée gerir köfurum
kleift aö vinna viö mjöfl flóöar aö-
stæöur, sökum þess, hve örugg-
lega þaö heldur vatni utan dyra, og
eins vegna þess prýöilega tækja-
búnaöar, sem fyrir hendi er. Neö-
ansjávarhýsið er haft alveg snjó-
hvítt á lit, þannig aö þaö sjáist sem
bezt; þegar kafararnir þvi fara
eitthvaö lengra út frá Galathée,
reynist þeim alltaf auðvelt aö rata
til hýsisins aftur, og viö þaö koma
einnig mjúk, marglit plaströr aö
góöu gagni, sem eiga aö vísa
mönnum leiöina aö inngangsloku-
búnaöi hýsisins. Auk liffræöilegra
og fornleifafræöilegra rannsókna á
umhverfinu, á Galathée aö upplýsa
okkur um ýmislegt varöandi hegö-
un og viöbrögö mannsins neöan-
sjávar, um aðlögun likamsstarf-
seminnar svo og sálarlífsins aö
lífsháttum neöansjávar. Þessu
sjávarhýsi er raunar líka ætlaö aö
þjóna áhugamönnum almennt,
sem vilja svala feröalöngun sinni
og skoöunaráhuga neöansjávar,
segir Jacques Rougerie.
F iskeldisbúgarðar
Vatnadreki er farkostur tii rann-
sókna og athugana á hafinu og
hafsbotninum, sem var tekinn í
notkun á hafi úti í júní sl. Eitt helzta
verkefni þessa farkosts er aö gera
nákvæmari athuganir á lífsháttum
hvala í samvinnu við Greenpeace-
menn. Þessi nýstárlegi farkostur,
nýjasta afsprengi CAM-hönnuö-
anna, býr eiginlega jafnt yfir ýms-
um eiginleikum geimskips og báts.
Hann getur fariö yfir höfin og einn-
ig er hægt aö nota hann viö rann-
sóknir á þurru landi. Vatnadrekinn
er 20 m á lengd og 8,5 m á breidd
óg stjórnklefinn er alveg gagnsær.
Aö sögn Jacques Rougeries gerir
þetta farkostinn aö eins konar
„auga, sem opiö er allan sólar-
hringinn neöansjávar“ og veitir
mönnum möguleika aö auka og út-
víkka þekkingu okkar á umhverfi
og lífheiminum neöansjávar. í aug-
um Jacques Rougeries er þessi
farkostur aöeins fyrirrennari ann-
arra ennþá fullkomnari rannsókn-
arskipa til aö skoöa hafdjúpin frá
yfirboröi sjávar.
Sjálfur er sjórinn þegar tekinn
aö breyta um svip. Skipin eru ekki
lengur einustu mannvirkin, sem
ber fyrir augu á hafi úti. Nú oröiö
getur aö líta fljótandi búgaröa og
olíuborpalla, sem teknir eru aö
skjóta upp kollinum hér og þar, og
þeim mun ennþá fjöiga. Fiskveiöar
þær, sem stundaöar eru af nútíma
togurum, hafa í reynd verkaö gjör-
eyöandi er svo komiö, aö sumar
fisktegundir eru jafnvel í þann veg-
inn aö hverfa fyrir fullt og allt;
þetta hefur svo aftur á móti leitt til
þess, aö menn eru farnir aö gefa
mun meiri gaum aö þeim mögu-
leikum, sem eru á því aö rækta og
ala heiiu fiskitorfurnar í neöansjáv-
arbúgöröum eins og menn rækta
og ala húsdýr á þurru landi. Hug-
myndin er sem sagt aö fara út í
„sjávarbúskap", en það er þó eng-
an veginn vandalaust, sökum þess
hve flókiö og fjölþætt lífríki sjávar-
ins er.
í Japan, sem er brautryöjenda-
land í þessum efnum, dafna tún-
fiskar í afgirtum hólfum meö ágæt-
um undir kunnáttusamlegu eftirliti
fiskiræktarmanna, sem kafa niöur
í eldisstöövarnar. Eins konar klett-
ar, geröir af mannahöndum úr
stólpum, sem reknir eru niður úr
stórum steinsteyptum blokkum og
bílflökum hafa þann tilgang aö
laöa aö smáfiska og rækjur, sem
eru mataöar reglulega í þessum til-
búnu griöarstööum þeirra.
í héraðinu Languedoc-Roussill-
on í Frakklandi hafa samtök fiski-
manna, sem kalla sig „la Narval”,
hafiö sams konar ræktun. Vonir
standa til aö unnt veröi á þennan
hátt aö stórauka fiskmagniö í sjón-
um eins og tekizt hefur í ám og
fljótum og koma upp fiskítorfum af
verulegri stærð, sem sérþjálfaöir
höfrungar eiga síöan aö hafa gæt-
ur á eins og góöir smalar.
"Víðtæk þangrækt
Þaö er eindregiö álit sérfræöinga,
aö slíkur „sjávarbúskapur” muni
smátt og smátt gegna sífellt
stærra hlutverki í næringaröflun
manna. Þessir búgaröar hljóta aö
tvöfalda eöa jafnvel fimmfalda af-
köst sín á næsta áratug aö áliti
Matvæla- og landbúnaöarstofnun-
ar Sameinuöu þjóðanna, FAO. í
Frakklandi ríkir mikill áhugi á
ræktun í sjó, og beinist áhugi
manna auövitaö einkum aö rækt-
un ýmissa vinsælla fiskitegunda,
rækju og skelfisktegunda. Á svæöi
Hafrannsóknarstöövar Bretagne
(Centre Océanologique de Bret-
agne) í námunda viö Brest, fylgjast
um þaö bil fimmtán rannsóknar-
og tæknimenn meö viökomu flska,
sem lifa í ófrelsi innan girðingar. í
Noirmoutier eru heilu torfurnar af
skarkola aldar í sérstökum fiskeld-
isstöövum, sem lagt hefur verið útl
fyrir ströndinni. Viö noröurstrend-
ur Frakklands er lax ræktaöur á
sama hátt í sjó og viö Korsíku er
stunduð víötæk ræktun á vinsæl-
um matfisk, sem Frakkar kalla
loup, en þaö er suölægari stein-
bítstegund.
Á Thaiti og viö Nýju Kaledóníu
hefur mönnum tekizt vel viö rækt-
un krabba, sem hafa fjölgaö sér í
stórum stíl. Aö fenginni þessari
góöu reynslu hefur stofnunin, le
CNEXO (Centre National d’Ex-
ploitation des Océans), sem stuöl-
ar aö hagnýtingu sjávarafuröa og
aukinni ræktun, ákveöiö f sam-
vinnu viö útibú sitt, France Aqual-
culture, aö leggja höfuðáherzlu á
slíka krabbaræktun viö strendur
Frakklands.
Samhliöa áöurnefndum fiskeld-
isbúgöröum eru svo heilu akrarnir
af þangi, sem nytjaðir eru. I San
Clemente-flóa rækta Bandarikja-
menn eina þangtegund fyrir opnu
hafi, og vex hún afar hratt. Þangiö
er í þessu augnamiöi fest viö
stólpa, sem sökkt er niður á 20 m
dýpi og festir meö akkeri viö hafs-
botninn. Þegar hefur veriö reiknaö
út, aö einn hektari af þessu þangi
gæti séö 12—20 manns fyrir nægi-
legri næringu og einnig er hægt aö
framleiöa hitaorku úr þessu
þangmagni, sem nægöi þörfum
4—8 manna. Þaö er orka, sem
myndast í formi methangass, þeg-
ar þangiö rotnar. Vinnsla nær-
ingarefna og lyfja úr þanginu fer
fram þar á staðnum, ýmist ( verk-
smiöjuskipum eöa á pöllum, sem
liggja viö akkeri mitt úti á þang-
ræktarsvæöunum.
IVIálmar og
olía
lönaöurinn er líka tekinn aö
sýna nýtingu þeirra efna, sem finn-
ast í hafinu verulegan áhuga. Mikl-
ar vonir eru bundnar viö svokall-
aöar hnotur — en þaö eru fremur
litlar svartar kúlur úr málmsúrum
samböndum — sem mikið magn
hefur fundizt af. Þá bíöa málmar
eins og kopar, kóbalt og magnesi-
um á nokkurra hundruöa metra
dýpi eftir því aö veröa teknir til
vinnslu, en af þessum málmum
finnst einkar lítiö í Frakklandi. Það
krefst hins vegar mikils og fjöl-
þætts tæknilegs búnaöar og kunn-