Morgunblaðið - 14.10.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983
55
nm? _
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Einhver mesta bölv-
un málfræðinnar
Rósa B. Blöndals skrifar:
„Þessi orð eru tekin upp úr einni
af. ferðabókum Jóhanns Briem
listmálara. Hann skrifar einhvern
fegursta stíl aldarinnar.
Tölva er fagurt nýyrði. Fegursta
nýyrði yfir tæknilega nýjung í síð-
astliðin 20—30 ár.
Ég fortek ekki, að bestu rithöf-
undar hafi komið með einhver fal-
leg nýyrði í skáldsögu eða kvæði á
þeim tíma.
Tölva er orð yfir mjög sérstæða
vél. Gengur því sífellt í frásögn og
umsögn. Það er því gleðilegt, hve
fallegt það er og gott nafn á þeirri
tæknilegu nýjung, sem tölvan er.
Tölva er líklega síðasta nýyrði
Sigurðar Nordals prófessors. Aður
hugkvæmdist Sigurði Nordal orðið
útvarp. Það sigraði á sinni tíð önn-
ur heiti yfir þá nýjung, sem var
mest á þeim tíma f tæknilegri
framvindu, að ætla má. Tækni,
sem olli straumhvörfum þá, eins
og tölvan nú.
Það verður, held ég, að teljast
einhver mesta bölvun málfræð-
innar þegar sjónvarpið olli „hljóð-
varpi" á útvarpinu. Útvarp er
miklu skemmtilegra orð heldur en
hljóðvarp.
Mér brá í brún, eins og oft er
sagt í sambandi við mannslát,
þegar ég heyrði málfræðifyrir-
brigðið hljóðvarp í fyrsta skipti
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaöeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eöa hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki viö að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisfong
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
Dæmi: Ég ek heiman að frá mér
úr Vogunum, fer Réttarholtsveg
út að Miklubraut, tek hægri
beygju og ek Miklubrautina til
vesturs. Akvörðunarstaður minn
er Hafnarfjörður og ætlunin því
að aka Miklubraut að Kringlu-
mýrarbraut og síðan suður úr. En
hvora akreinina valdi ég þegar ek-
ið var til hægri af Réttarholtsvegi
inn á Miklubrautina? Eðlilegast
og réttast hefði verið að velja
hægri akreinina og skipta svo yfir
á hina vinstri timanlega áður en
komið yrði að Kringlumýrarbraut.
En þessi leið er lokuð: Eg kæmist
aldrei inn á vinstri akreinina, ef
ég væri einu sinni kominn yfir á
hina hægri. A.m.k. er þetta svo
þegar umferðarþunginn er að ein-
hverju marki. Það er alveg sama
þótt maður gefi stefnuljós til
merkis um að maður þurfi að
skipta um akrein. Menn setja bara
undir sig hausinn og láta sem þeir
sjái það ekki, gefa i og þétta bilið
yfir í næsta bíl. Þarna er umferð-
armenning okkar lifandi komin:
tillitsleysi og aftur tillitsleysi. Þar
með er útilokað fyrir mig að velja
vinstri akreinina í upphafi, eins og
þó væri réttast samkvæmt reglun-
um.
„Tölva er fagurt nýyrði, fegursta ný-
yrði yfir tæknilega nýjung síðastliðin
20—30 ár.“
notað sem heiti á því tæki, sem ég
heyrði frá fyrstu tíð hér á landi
kallað útvarp. Útvarp Reykjavík
o.s.frv.
Þá kom Þorsteinn ö. Stephen-
sen og sagði fréttir. Ef sjónvarpið
hefði slíka fréttaþuli nú, þá þyrfti
ekki að óttast dauða fslenskrar
tungu í bráð. Nefna má Axel
Thorsteinsson og Pétur Pétursson
einnig.
Þar sem hljóðvarp er sérstakt
málfræðilegt heiti eru þessi
nafnaskipti þeim mun afkáralegri.
Það er afar einkennilegt, að
hljóðvarp skuli vera orðið að lík-
amningi, sem hægt er að þreifa á.
Þetta minnir á ungan pilt, sem
flaug yfir miðjarðarlínuna og vildi
fá að sjá línuna, rauða strikið á
hnattlikaninu.
Það gekk ekki eins vel að lofa
honum að sjá rauðu línuna eins og
að leyfa fslendingum að þreifa á
hljóðvarpinu. Mér er ómögulegt að
sjá, hvernig nafnið hljóðvarp
greinir sig betur frá sjónvarpi
heldur en útvarp.
Því að ekki þegir sjónvarpið.
Hvort tveggja varpar frá sér
hljóði. Hvort tveggja er útvarp.
Sjónvarp er nóg aðgreining. Sjón-
varp varpar frá sér myndum, því
sem sýnilegt er.
Ég leyfi mér að leggja það til, að
íslensk tunga fái að halda báðum
þessum nýyrðum Sigurðar Nor-
dals yfir tvær merkilegar tækni-
nýjungar, orðunum útvarp og
tölva. Heiðrið Sigurð Nordal með
því og leyfið málfræðiheitinu
hljóðvarp að vera eitt um sitt
nafn.
Slysavarnafélag íslands vekur athygli á því að á morgun, 15.
okt., er alþjóðadagur hvíta stafsins. Hvíti stafurinn er blind-
um og sjóndöprum lífsnauðsynlegt hjálpartæki, auk þess sem
hann er auðkenni þeirra og forgangsmerki í umferð.
Þeir félagsmenn sem enn eru meö hesta sína í
sumarhögum félagsins verða tafarlaust að hafa
samband við skrifstofu félagsins og panta fyrir
hesta sína hagbeit eigi síöar en 17. október ella
verða hrossin fjarlægð á kostnað eigenda og
verða eigendur þá að leysa út hesta sína með
áföllnum kostnaði og dráttarvöxtum.
Dansleikur — Sviöaveisla —
verður haldinn í Félagsheimilinu 22. október og
hefst kl. 20.30. Miðasala verður á skrifstofu félags-
ins fimmtudaginn 20. október.
Skemmtinefndin.
Vetrarfóörun
Þeir félagsmenn sem ekki eru búnir að panta
báspláss fyrir hesta sína á vetri komanda ath. ef
ekki verður gengiö frá pöntun nú þegar verða
básarnir leigðir öðrum.
Félagsgjöld
Muniö að greiöa heimsenda gíróseðla.
Hestamannafélagið Fákur.
Reykjavíkurvegi 62 (næg bilastæöi),
Hafnarfiröi, sími 54255.