Morgunblaðið - 14.10.1983, Side 6

Morgunblaðið - 14.10.1983, Side 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983 í bakhúsi einu viA Laugaveginn, nánar tiltekið bak viö hús númer 48, er Guðbrandur Josef Jezorski gullsmiöur með vinnustofu sína. Guöbrandur Josef lærði gullsmíði hér á landi á árunum 1959—1963, og var síöan viö framhaldsnám við Kunst und Werschule í Pforzheim í Þýskalandi frá 1963—1966. Frá þeim tíma hefur hann rekið eigin vinnnustofu í Reykjavík, fyrst í Aðalstræti 12, og síðan viö Laugaveginn. Guöbrandur hefur á undanförnum árum tekið þátt í nokkrum listhandverksýningum, og um þessar mundir á hann verk á sýningu í listasafninu í Hjerring á Jótlandi. Þar sýna listamenn frá Norðurlöndunum fimm verk sín, tveir frá hverju landi. Sýningin í Hjorring hófst laugardaginn 24. september og henni lýkur sunnudaginn 23. október. Það var forstöðumaöur listasafnsins, Hanne Pedersen, sem valdi þátttakendur á sýninguna, en auk Guöbrands á Hulda Jósefsdóttir textílhönnuöur verk á sýningunni. „Ég fékk bréf snemma í vor, þar sem mér var boöin þátttaka í þessari sýningu," sagöi Guöbrandur er viö litum inn á vinnustofu hans í síöustu viku. „Ég sendi svarbréf í hvelli, en heyröi svo ekkert frá þeim þar til í ágústbyrjun, en þá var mér sagt aö ég þyrftl aö vera búlnn aö senda mynd af mér fyrir miöjan ágúst, og hluti á sýninguna í septemberbyrjun." Og hann segist hafa sest niður og smíðað nokkra hluti, „íslenskir gullsmiöir eiga venjulega ekki sýningarmuni á lager li'kt og tíökast annars staöar í heiminum." Guöbrandur sagöi aö þaö væri ekki síöur nauösyniegt fyrir gullsmiöi aö geta komiö vöru sinni á framfæri en kunna réttu handtökin og reyndar gert of lítiö af því aö upplýsa nemendur hvernig þeir geti komist meö smíös- gripina á sýningar og þess háttar. „Ég sendi aö þessu sinni 6 hluti, þrjár nælur og þrjú hálsmen. Þaö er yfirleitt lögö meiri vinna og efni í sýn- ingargripi en þaö sem selt er i verslununum, þaö hefur a.m.k. þróast þannig hjá mér aö maður smíöar mest þaö sem til fellur og þaö sem islendingar vilja kaupa, efniö í þessa hluti er oröiö þaö dýrt aö fáir hafa efni á aö kaupa efnismikla hluti sem mikil vinna liggur í.“ — Smíöar þú yfirleitt aöeins einn hlut af hverju? „Yfirleitt smíða óg enga tvo hluti eins, en þaö kemur þó fyrir aö ég geri þaö til aö koma veröinu niöur." — Eru sýningar eins og þessar ekki mikilvægar til aö koma mununum á framfæri erlendis? „Jú, þaö má t.d. geta þess að eftlr sýninguna Scand- inavia Today ( Bandaríkjunum hafa margir haft samband viö mig og beöiö um aö fá hjá mér hluti. Markaöurinn hér er takmarkaður og þetta veröur því fljótt eins og hvert annað lifibrauö, hver önnur vinna." — Hvernig stóö á því aö þú lagðir fyrir þig gullsmíöar? „Ég var alltaf aö föndra þegar ég var lítill, og ætlaöi aö læra flug þegar ég stækkaöi, en þar sem ég er meö ónýta mjööm var það ekki hægt, og því fór ég út í þetta." Ein spurning aö lokum. Þú heltir nokkuö sérstæöu nafni, Josef Jezorski. Hvers vegna? „Nú, ég var skíröur þessu nafni," og Guöbrandur Josef Jezorski hlær dátt aö spurningunni. „Ég var á tímabili eða þegar ég var svona 12 ára aö velta því fyrir mér aö breyta nafninu mínu, en kerfiö er svo þungt í vöfum aö ég hef aldrei komiö því í gegn. En skýringin á nafninu er sú aö pabbi er þýskur og búinn aö vera hér á landi í yfir 50 ár, og þegar hann fókk íslenskan rikisborgararótt, þurftu út- lendingar ekki aö skipta um nafn eins og nú tíökast." Blaóburöarfólk óskast! Austurbær Laugavegur frá 101 — 171 Metsölubladá hverjwn degi! BORGARSPÍTALINN Frá geödeild Borgar- spítalans Arnarholti Á morgun, laugardag 15. október, frá kl. 10—18 veröur haldin sölusýning á handavinnu vistmanna Arnarholts. Sýningin verður á Hallveigarstöðum. Margt fallegra og góðra muna. Borgarspítalinn. íssniglar — fóöur- sniglar— mjölsnigiar Framleiöum snigla í öllum stæröum og geröum til flutnings á efni til sjávar og sveita. ‘ * J * ^ Vélsmiöjan Stálver hf., Funahöfða 17, 110 R. Sími 83444. Mabíti í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.