Morgunblaðið - 14.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.10.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983 Ást er ... ... að grenna sig til að komast í kjólinn sem hann keypti. TM Reg U.S Pat Otf.-all rights reserved e 1980 Los Angeles Times Syndicate Jú, það var óboðinn gestur, sem ég talaði nokkur vel valin orð við! I»ví ferðu ekki í einhvern bank- ann, þar er miklu meira að hafa? HÖGNI HREKKVÍSI Svona gerir ekki góður ökumaður Gísli Jónsson prófessor hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég las í morgun ágæta grein eftir Jóhannes Tómasson (Mbl. miðv. 12. okt.), um umferðarmál. Með greininni fylgdu margar góðar myndir, m.a. af bílum sem lagt hafði verið uppi á gangstétt og á öðrum slíkum stöðum. En það var krassað yfir númer þeirra bíla, sem þannig hafði verið lagt ólög- lega, ekki hinna. Þetta finnst mér hin mesta fá- sinna. Ég leyfi mér að skora á blaðamenn að gera ekki svona hluti. Þarna er verið að halda hlífiskildi yfir lögbrjótunum. Mönnum sem geta lagt bílunum sínum ólöglega frammi fyrir al- þjóð, t.d. uppi á gangstéttum, ætti varla að bregða, þó að það sæist mynd af ökutæki þeirra í blöðun- um. Og ég sé enga ástæðu til að hlífa þeim, nema síður sé. Blöð ættu frekar að gera að fastri venju að birta slíkar myndir til þess að gera almenningi ljóst, hverjir þetta eru. Og mig langar til að koma þeirri hugmynd á framfæri, að t.d. Morgunblaðið birti með vissu millibili myndir af bílum, sem lagt hefur verið illa eða ólöglega, þann- ig að skrásetningarnúmer sjáist greinilega, undir fyrirsögninni: Svona gerir ekki góður ökumaður. Þannig gætu þeir, sem sýna sam- borgurum sínum tillitsleysi á þennan hátt, átt von á smá hirt- ingu. Heill þessu fallega starfi í Arelíus skrifar: „Klukkan 11 síðastliðinn sunnu- dag var ég við fjölskyldumessu í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hún var mjög ánægjuleg og öðrum til fyrirmyndar hjá unga prestinum þar. Hann hélt sig raunar hvorki við altari né í prédikunarstól. Hann var mitt á meðal lærisveinanna eins og meistarinn forðum. Meðan hann sagði söguna um Zakkeus, litla tollheimtumanninn, sem langaði svo til að sjá Jesúm, að hann klifraði upp í tré, sýndi hann myndir með frásögn sinni á lítilli töflu og börnin sátu á gólf- inu við fætur hans og í tröppunum upp í kórinn. Hvert orð hans heyrðist skýrt. Mikið var sungið og leikið undir Fríkirkjunni á píanó, en presturinn stjórnaði söngnum gangandi um gólfið. Allir fylgdust með öllu, ekki síst í bæn og söng. Samt var nokkuð margt fólk. Mér fannst bara alltof fáar ömmur. Líklega enginn afi. Þau ættu svo sannarlega að koma næst með krökkunum, gætu litið eftir þeim yngstu og hjálpað til. Heill þessu fallega starfi í Frí- kirkjunni. Þar var sannarlega frjálslegt og laust við alla mærð í orði, söng, bæn og starfi. Hjartans þakkir." Þessir hringdu . . . Karlrembu- svínsleg auglýsing Soffía Vala Tryggradóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma því á fram- færi til ferðaskrifstofanna, sem standa fyrir Kanaríklúbbsauglýs- ingunni (áreiðanlega karlmenn sem ráða þar ferðinni), að hún er afar ósmekkleg að minum dómi og karlrembusvínsleg. Mér finnst það mesta móðgun gagnvart kvenfólki að nota kvenlíkamann svona i áróðursskyni og skil ekki gagn- semina með því. Verið getur að þessi auglýsing höfði til karl- manna, en ég sé ekki, að henni sé ætlað að laða að kvenfólk, ég tala nú ekki um fullorðnar konur. Ég hef búið í Bandaríkjunum í mörg ár og þrátt fyrir að karlremba sé meiri þar en gengur og gerist, er verið að berjast á móti svona aug- lýsingum þar í landi, þ.e. þar sem kvenlíkaminn er notaður án til- gangs eða án þess að vera í beinu sambandi við það sem verið er að auglýsa. Ég tala nú ekki um svona djarflega eins og gert var í auglýs- ingunni frá Kanaríklúbbnum. Ég var mjög sár að sjá þessa auglýs- ingu í stærsta dagblaði landsins. Ef þið hefðuð verið menn með mönnum, áttuð þið að neita að birta þessa mynd í auglýsingunni. Tillitsleysi og aftur tillitsleysi KrLstján Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er mikið rætt um umferðarmál þessa dagana, en það er ekki nóg að tala, ef hugur fylgir ekki máli. Það verður að sjást í framkvæmd- inni, ef menn vilja taka sig á og gera öðrum það kleift einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.