Morgunblaðið - 14.10.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.10.1983, Blaðsíða 19
Þroskadur rokkari — þroskud plata Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Robert Plant The Principle of Moments Atlantic/ Steinar hf. Er Plant gaf út fyrstu sóló- plötu sina á síðasta ári voru Zeppelin-áhrifin yfirþyrmandi. Skyldi enda engan undra. Það hefði verið bæði illvinnandi og óraunhæft á skera á líftaug hans við hinn raunverulega aðdáenda- hóp sinn, þ.e. gamla Zeppelin- gengið. Sá hópur fékk því mikið fyrir sinn snúð á Pictures At El- even. Ég er ekki viss um að gamli aðdáendahópurinn sé jafn sáttur við þetta nýja sköpunarverk Plants jafn frábært og mér finnst það nú vera. Hér kveður við nokkuð annan tón án þess að um byltingu af einhverju tagi sé að ræða. Það er á öllu greinilegt, að Plant er smám saman að reyna að losna úr Zeppelin- hamnum, sem fylgt hefur honum í gegnum þykkt og þunnt. Plant er gáfumaður og fer sér í engu óðslega. Heldur enn í Zep-lín- una, en linar tökin hægt og ró- lega. Sama lið aðstoðarmanna er Plant innan handar við gerð þessarar plötu og Pictures At Eleven, nema hvað Barrimore Bariow (fyrrum m.a. í Jethro Tull) tekur við af Cozy Powell i hlutverki 2. trommara. Góð skipti það. Annars mæðir mest á Phil Collins í trommuleiknum og hann kemst snilldarlega frá sínu þrátt fyrir að vökunóttunum við hlið Annifrid Lyngstad (Abba- dísinni) fari fjölgandi að sögn erlendra slúðurdálka. Jezz Woodroffe sér um hljómborðin, Paul Martinez um bassann og Robbie Blunt um gítarleikinn. Plant leggur svo til það sem máli skiptir, sjálfan sönginn. The Principle Of Moments er líklegast einhvert rólegasta safn laga, sem Plant hefur átt aðild að á öllum ferli sínum. Þó er kannski ekki með öilu rétt að segja að yfirbragðið sé rólegt því flest laganna leyna stórlega á sér, hljóðfærin spretta fram úr fylgsni sínu eins og varúlfar þeg- ar minnst varir og rífa lögin upp á frábæran hátt. TPOM er tekin uppí sama stúdíói og PAE og upptökum og „pródúsjón“ er stýrt af Plant sjálfum. Hann er frábær á þessu sviði sem öðru og útkoman er geysilega heilsteypt plata. Hún hefur ekki að geyma nein „hit“- lög, en vinnur stöðugt á. „Ég trúi hvort eð er ekki á plötur, sem slá í gegn við fyrstu hlustun. Þær verða manni aldrei verulega kærar,“ segir Plant sjálfur. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1983 51 Veitingahúsið Glæsibæ Opið í kvöld 10—3. Hljómsveitin Glæsir Diskótek í Stjörnusal Pottþétt diskóprógramm. Big Foot. Aðgangseyrir kr. 70. Boröapantanir í síma 86220 og 85660. Diskótekiö í Glæsibæ Stjörnusal Það verður „klór-stuð“ í Glæsibæ. Big Foot nýkominn til landsins með nýjustu plöturnar og live scratching. Pottþétt stuð. Aldurstakmark 20 ár. Aögangseyrir kr. 70. Opnaö kl. 11.00. i kvöld leikur Stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar ásamt söngvurunum Eddu Borg, Sverri Guöjónssyni og Pálma Gunn- arssyni af sinni alkunnu snilld. Þaö veröur andi Bítlatímabilsins sem svífur yfir Broadway og dansarar frá Dansstúdíói Sóleyjar dansa dansinn Vatnsfalliö eftir Sóley. Aö loknu Bítlaæöinu er verö aögöngumiöa aðeins 150. Veriö velkomið, velklædd í Broadway. E BREIÐHOLTSBLÓM BJARGVEIÐIHATIÐ 83 Eyjakvöld að Hótel Loftleiðum laugardaginn 15. október Fyrsta átthagagleði Hótels Loftleiða verður tileinkuð bjargveiðimönnum og öðrum Vestmannaeyingum. Hátíðinni stjómar Árni Johnsen, en honum til liðsinnis verða m.a. þeir Ási í Bæ og Sigurgeir Jónsson frá Þórlaugargerði. Kjami matseðilsins verða kræsingar sem aldrei hafa sést í veitingasölum áður. Hlaðborðið kemur til með að svigna undir heitum og köldum Eyjaréttum s.s. reyttir, steiktir, marineraðir og reyktir lundar, létt- reyktar og nýjar súlur, lundakjötseyði með eyjaberj- um, o.fl. Auk þess verður auðvitað gimilegt úrval af salötum, rófustappa, asíur, agúrkur og ýmsir meginlandsávextir. Valdir bjargveiðimenn verða matreiðslu- mönnum hótelsins til halds og trausts við matargerðina. Nú mæta allir bjargveiðisinnaðir íslendingar föstudags- eða laugardagskvöldið. Sumir koma jafnvel bæði kvöldin. VERff) VELKOMIN1 HÓTELLO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.