Morgunblaðið - 25.10.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.10.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 Harður árekstur á Elliðavogi |Wmmrt i>- JPf íM HARÐUR árekstur varö á gatna- mótum Elliðavogs og Holtavegar laust fyrir klukkan sex á laugar- dag. I»ar skullu saman af miklu afli Saab-bifreið og Galant-bifreið. Ökumenn beggja bifreiöanna voru fluttir í slysadeild, en annar fékk að fara heim skömmu síðar. Atvik eru þau að ökumaður Saab-bifreiðarinnar ók norður Elliðavog. Hann hugðist beygja inn Holtaveg, en ók þá í veg fyrir Galant-bifreiðina, sem ekið var suður Elliðavog. Vitni bera að Galant-bifreiðinni hafi verið ek- ið á miklum hraða. Ökumaður Saab-bifreiðarinnar kastaðist út úr bifeiðinni. Hann skarst á höfði og hlaut áverka á fótlegg. Báðar bifreiðirnar eru ónýtar. MorgunblaAiA/Júlfus. Borgarlæknirinn í Reykjavík: Lús mun útbreidd- ari en undanfarin ár - Flatlúsartilfellum fjölgar einnig „MJÖG mikið hefur borið á lús nú í haust, miklu meira en í fyrra og und- anfarin ár,“ sagði Skúli Johnsen borgarlæknir í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. Sagði hann ekki gott að segja um ástæður þess að útbreiðsla lúsar færðist nú í vöxt, en eðli málsins gerðist slíkt hraðar, þegar eftir að nokkur út- breiðsla væri orðin, og væri um sömu þróun að ræða hér á landi sem í nágrannalöndunum. Það auðveld- aði lúsinni einnig að breiðast út, að oft liöi nokkur tími frá smiti uns fólk uppgötvaði að það gengi með óværuna, enda ætti það alls ekki von á að fá lús nú á dögum. Skúli Johnsen sagöi, að lúsin LÁTINN er í Reykjavík eftir lang- varandi veikindi, Runólfur Péturs- son fyrrum varaborgarfulltrúi og formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks. Kunólfur fæddist í Reykjavík Runólfur Pétursson. fyndist um alla Reykjavík, væri ekki bundin við neitt hverfi, ald- ursflokk eða starfshóp. Algengast væri þó að hennar yrði vart á haustin, á dagheimilum, leikskól- um og grunnskólum, er börn kæmu saman eftir sumarleyfi. Aðrar tegundir óværu, svo sem kláðamaur, sagðist borgarlæknir ekki telja að breiddust út, en flat- lús væri þó örugglega nokkuð al- geng, og virtist sem útbreiðsla hennar væri vaxandi eins og lús- arinnar, væntanlega vegna aukins frjálsræðis í kynferðismálum. Borgarlæknir dreifði í gær svo- hljóðandi fréttatilkynningu vegna hinn 1. desember árið 1935. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðfinna Ar- mannsdóttir og Pétur Runólfsson tollstarfsmaður. Runólfur fór ungur til sjós, en kom síðar í land og vann við ýmis störf uns hann hóf störf hjá Iðju árið 1969, en þá hafði hann í all- mörg ár tekið virkan þátt í störf- um launþegahreyfingarinnar. Formaður Iðju var Runólfur síðan frá 1970 til 1976. Eftir að hann lét af formennsku rak hann um skeið verslun í Reykjavík, og vann auk þess ýmis störf eftir þvl sem veik- indi hans leyfðu. Runólfur átti sæti í Verkalýðs- ráði Sjálfstæðisflokksins, hann var varaborgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík 1966 til 1970, átti sæti í stjórn Iðnþróun- arstofnunar 1974 til 1978 og var endurskoðandi Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis frá 1967 til dauðadags. Eiginkona Runólfs er Rut Sör- ensen og lifir hún mann sinn ásamt þremur börnum þeirra. óvenju margra lúsatilfella undan- farið. „Á þessu hausti mun hafa borið venju fremur mikið á lús í grunnskólum borgarinnar, leik- skólum og dagheimilum. Óværa þessi er eins og kunnugt er smit- andi og breiðist auðveldlega út við nánar samvistir. Dæmi: Heimilisfólk á sama heimili, sessunautar halla saman höfðum við lestur bókar, fatnaður lagður frá sér eða hengdur upp saman á íþrótta- og sundstöðum, búningsherbergjum o.s.frv. Tiltölulega auðvelt er að eyða lúsinni. Lyf sem drepa hana fást í öllum lyfjabúðum ásamt notkun- arreglum. Frekari upplýsingar getur fólk aflað sér hjá heimilis- lækni, skólalækni og skólahjúkr- unarfræðingum. Æðrist ekki. Vandið til verks. Losið ykkur við lúsina." íþróttahöllin, Akureyri: Leikfimikennsla felld niður vegna leka Akureyri 24. október. íþróttakennsla t nýju fþrótta- höllinni hér á Akureyri var felld niður vegna leka í dag, og ólíklegt er að kennt verði á morgun, þriðjudag. Borið hefur á leka í hinni miklu fþróttahöll, sem byggð er með hvolfþaki, allt frá því húsið var tekið í notkun. f morgun kvað hins vegar svo rammt að lekanum að kennarar ákváðu í samráði við skólayfirvöld að fella kennslu niður. Nú er verið að kanna á hvern hátt megi komast yfir lekann, svo kennsla geti hafist á ný, en í íþróttahöllinni fá nemendur Menntaskólans, Gagnfræðaskól- ans og Iðnskólans alla sína leikfimikennslu. — G. Berg. Runólfur Pét- ursson látinn Tillaga til þingsályktunar: Framkvæmdir stödvaðar við nýjan Seðlabanka „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita ákvæði 3. máls- greinar 1. greinar laga um skipan opinberra framkvæmda, nr. 63/1970, og stöðva nú þegar þær framkvæmdir við byggingu Seðla- banka íslands sem ekki hefur þegar verið samið um við verktaka." Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar sem Guðrún Helgadótt- ir (Abl) lagði fram á Alþingi í gær. í greinargerð vitnar flutn- ingsmaður til ákvæðis I lögum um opinberar framkvæmdir, svohljóð- andi: „Ríkisstjórnin getur ákveðið, að lög þessi taki, eftir því sem við á, til framkvæmda á vegum ríkis- stofnana, er hafa sjálfstæðan fjár- hag og því ekki háðar fjárveit- ingaákvörðunum Alþingis." Ennfremur vísar flutningsmað- ur til þjóðhagsáætlunar ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 1984, þar sem tíunduð séu markmið í efna- hagsmálum, m.a. það að „beina fjárfestingu fyrst og fremst í arðbær verkefni". „Flutningsmað- ur telur byggingu Seðlabanka ekki arðbært verkefni. Þau verkefni ein eru arðbær," segir hann, „sem landsmenn sjálfir hafa ávinning af, og hið nýja hús Seðlabankans er ekki eitt þeirra." Þrír lögreglumenn á ísafirði leystir frá störfum: Einn viðurkennir hinir neita aðild ÞREMUR lögreglumönnum á ísa- firói hefur verið veitt lausn frá störf- um um stundarsakir vegna meints brots í opinberu starfi. Einn þeirra hefur viðurkennt aö hafa þann 1. september síðastliðinn farið í toll- birgðir kaupskipsins ísbergsins frá ísafirði og hafa tekið þar tvo kassa af bjór og tvær áfengisflöskur. Hinir tveir viðurkenna ekki þátttöku í verknaðinum. Farið var til heimilis eins þeirra og áfengið drukkið þar. Rétt er að taka fram, að þetta var utan vinnutíma. Starfsfélagi þeirra komst að þessu og kærði lögreglumennina fyrir meint brot í starfi. Isbergið lét úr höfn að kvöldi 1. september. Við komuna til Hafnarfjarðar, var gengið úr skugga um að innsiglið hafði verið rofið og að það vantaði 2 kassa af bjór og 2 áfengisflöskur. Málið var þá sent ríkissaksóknara til umsagnar. Ólafsvík: Heilsufar allgott Óursvik, 24. oklóber. FLUTNINGASKIPIÐ Saga lestar hér í dag tvö hundruð tonnum af saltfiski, og fyrir helgina lestaði ms. Keflavík 240 tonnum. Danskt skip tók hér 240 tonn af beina- mjöli í síðustu viku. Heilsufar er all gott og elur fólk í brjósti von um góðan vetur. — Helgi Fyrirspum á Kirkjuþingi: Verður Hallgrímskirkja dómkirkja Islendinga? í DAG verður tekin fyrir á Kirkju- þingi fyrirspurn frá sr. Hreini Hjart- arsyni um það hvort gert sé ráð fyrir að í framtíöinni verði Hallgríms- kirkja í Reykjavík hin nýja dóm- kirkja íslendinga. Tilefni fyrirspurnarinnar er að í handbók um kirkjumálefni á Norðurlöndum er sagt í frásögn af gjöfum til Sigurbjarnar Einars- sonar, fyrrverandi biskups ís- lands, er hann lét af biskupsemb- ætti, að gjafirnar eigi að ganga til prédikunarstóls í Hallgríms- kirkju, hinni nýju dómkirkju ís- lendinga eins og það er orðað þar. Fertugur maður lenti í skrúfu flugvélar og lést FERTUGUR maöur, Olafur Torfa- son, til heimilis að Miðhúsum í Garði, lést þegar hann lenti í skrúfu flugvélar klukkan 17.45 á laugardag. Hann var fæddur 7. október 1943. Ólafur heitinn var að koma frá Reyðarfirði ásamt skipsfélögum. Tveggja hreyfla flugvél frá Flug- skóla Helga Jónssonar sótti þá til Egilsstaða, 10 talsins. Ólafur heitinn opnaði hurð vél- arinnar og sté út þegar flugvélin nam staðar á Reykjavíkurflugvelli en hreyflar hennar höfðu ekki stöðvast. Hann gekk fram með vélinni og lenti í skrúfunni án þess að nokkur fengi að gert. Hann lést samstundis. Ólafur heitinn var ókvæntur en lætur eftir sig son. Ólafur Torfason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.