Morgunblaðið - 25.10.1983, Side 31

Morgunblaðið - 25.10.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 31 Þráa hrossakjötið: „Kom ekki til minna kasta“ - segir Andrés Jóhannesson yfirkjötmatsmaður K-dagskefndin. F.v. Oddur Bjamason, læknir, Danfel Arason, Finnbjörn Gíslason, formaður K-dagskefndarinnar, Ásgeir Benediktsson, Gestur Geirsson, Aage Pétursson, Sigurður Pétursson og Tómas Helgason, læknir. Kiwanishreyfingin býður K-lykil til hjálpar geðsjúkum „ÞETTA kjöt kom ekki á neinn hátt til minna kasta, hvorki þegar það var flutt út né þegar það kom aftur inn í landið“, sagði Andrés Jóhann- esson, yfirkjötmatsmaður, í samtali við blm. Mbl. er hann var inntur eftir því hvort hans embætti hefði haft með að gera mat á hrossakjöt- inu, sem var sent til Noregs og síðar endursent vegna þráaskemmda og grunur leikur á að hafi farið hér á markað eins og sagt var frá f Mbl. á fimmtudag. Oddur Rúnar Hjartarson, fram- kvæmdastj óri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðisins, sagðist ekkert vita um þetta kjöt og það SKLITOGARINN Drangey seldi afla sinn í Cuxhaven í Vestur- Þýskalandi í gærmorgun, og fékkst fyrir aflann hæsta meðalverð, sem fengist hefur í íslenskum krónum í sölu íslensks fískiskipa erlendis til þessa. Jóhanna Hauksdóttir hjá LÍÚ sagði í samtali við blaðamenn Morgunblaðsins í gær, að ekki ekki komið til kasta Heilbrigðis- eftirlitsins þar sem engar kvart- anir hefðu borist þangað. Svein- björn Dagfinnsson, ráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu og formaður markaðsnefndar landbúnaðarins, sagði er hann var spurður hvort þetta mál hefði komið til umræðu í markaðsnefnd að svo hefði ekki verið en þar hefðu aftur á móti verið rætt um nauðsyn eftirlits með útfluttum vörum og reyndar vörum á inn- lendan markað einnig. Sagði hann að stöðugrar árvekni væri þörf í þessum efnum og mörg vítin að varast. væri þó um metsölu að ræða. Því áður hefði fengist hærra verð í þýskum mörkum. Drangey seldi 97,1 tonn af fiski, og fengust fyrir aflann tæpar þrjár milljónir króna; 2.958 krón- ur. Meðalverð var 30,46 krónur. Að sögn Jóhönnu munu þrír tog- arar til viðbótar landa í þýskum höfnum í vikunni, Snæfugl, Otur og Ýmir. Kiwanishreyfíngin gengst fyrir sölu á „K-lyklinum“ um næstu helgi undir yfírskriftinni „Gleymið ekki geðsjúkum". Er það í fjórða sinn sem Kiwanismenn selja lykilinn, en lyklasalan er sameiginlegt verkefni allra Kiwanisklúbbanna 39 á land- inu. Ágóði sölunnar rennur fyrst og fremst til uppbyggingar endurhæf- ingarheimilis fyrir geðsjúka að Álfa- landi 15 í Reykjavík en einnig til ýmissa verkefna víðs vegar um land- ið. Endurhæfingarheimilið er eink- um ætlað sjúklingum utan af landi sem ekki geta horfið aftur til síns heima strax. Á heimilinu rúmast 6—8 einstaklingar auk húsbænda og er rekið þannig að sjúklingar geti hjalpast að um heimilishaldið með stuðningi starfsfólks geðdeilda eða félags- málastofnana, án þess að sjúkl- ingarnir séu bundnir á staðnum. Þannig miðar endurhæfingin að félagslegu sjálfstæði sjúklinga. Kiwanishreyfingin stefnir að því að selja nú 75.000 lykla, en síð- ast voru seldir 60.000 lyklar. K-lykillinn var fyrst seldur árið 1974 og þriðja hvert ár þaðan í frá. Því fé sem safnaðist 1974 var varið til tækjakaupa fyrir Bergiðjuna, sem er verndaður vinnustaður við Kleppsspítalann. í Bergiðjunni hafa þær einingar sem endurhæf- ingarheimilið er byggt úr að mestu verið framleiddar. Er markmiðið að sá ágóði sem nú safnast nægi til að ljúka uppbygg- ingu heimilisins. Fundur med fulltrúum Heimsfrióar- ráðsins FJORIR fulltrúar Heimsfriðarráðs- ins eru nú staddir hér á landi og verða hér fram til 27. október nk. Þeir eru Romesh Chandra, for- seti ráðsins, Gus Newport frá Bandaríkjunum, en hann er einn af varaforsetum Heimsfriðarráðs- ins; Veronica Sieglin frá Þýska sambandslýðveldinu og Carl- Oscar Rosschou frá Danmörku, en hann er starfsmaður á skrifstofu Heimsfriðarráðsins í Helsinki og sér aðallega um tengsl skrifgtof- unnar við friðarhreyfingar á Norðurlöndum. Það er íslenska friðarhreyfingin sem stendur fyrir komu þessara gesta, en hún er þátttakandi í starfi Heimsfriðar- ráðsins. Meðan á dvöl fjórmenninganna hér á landi stendur munu þeir ræða við fulltrúa friðarsamtaka, stjórnmálamenn og heimsækja forseta íslands. Á morgun, 26. október, kl. 20.30 verður haldinn opinn fundur í sal Tannlæknafélagsins að Síðumúla 35. Á fundinum verður fjallað um stefnu og starfsemi Heimsfriðar- ráðsins og munu fjórmenningarn- ir svara fyrirspurnum um þau mál, auk þess sem þeir munu fjalla um starfsemi friðarhreyf- inganna á heimalöndum sínum. íí r frétutilkynningu) Leiðrétting SÚ villa slæddist inn í frétt Mbl., af breytingum á yfirstjóm Sam- bandsins, að Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri innflutningsdeildar SÍS, var ranglega sagður Hjalti Einarsson. Er beðizt velvirðingar á þessum mistökum. Drangey seldi í Cuxhaven: Hæsta meðalverð í íslenskum krónum “T/llafoss dagar 21. okt - 5. nói/ Tækninýjung - Verðbylting Við kynnum nýja gerð af gólfteppum Króný-gólfteppin Alullargólfteppi á aöeins 421 kr. pr. fermetra af rúllu eöa 663 kr. álögö meö gömlu handverksaðferðinni okkar. Aö leggja þófann (filtið) sér og teppið sér. Viö nýttum 25 ára reynslu okkar í framleiöslu og sölu gólfteppa viö hönnun þessara teppa. Gjörið svo vel aö líta inn í verslun okkar að Vesturgötu 2 og tryggið ykkur teppi í tíma. Góðir greiðsluskilmálar. búöi.. VésfurflöfiÆ / 7 / / 7 / / ./

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.