Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 19 Björgunarmenn bera Ifk franska hermanns frá rústum byggingarinnar. Símamynd AP. Fjöldamorðin í Beirut: „Hvílíkar skepnur — hvílík geðveiki Bíirut, 23. október. AP. ^ FLESTIR BANDARÍSKU og frönsku friðargæsluliðanna voru í fastasvefni eldsnemma á sunnudagsmorguninn og framundan var rólegur dagur, að því er búist var við. Þó mátti kannski búast við því að leyniskyttur freistuðu þess að gera mönnum lífið leitt, en friðargæsluliðarnir eru hættir að kippa sér upp við þvíumlíkt. Það voru aðeins örfáir verðir á kreiki við byggingu bandarísku friðargæslusveitarinnar við al- þjóðaflugvöllinn í Beirut, um það leyti sem kokkarnir voru að fara á fætur. Skyndilega tók einn vörður eftir því að rauð vörubifreið ók rólega inn á flugvallarbílastæðin. Hann fylgdist með henni, en er hann var að hringja til stjórn- stöðvarinnar, ók bifreiðin skyndi- lega af stað á miklum hraða, tætti sundur tvö varðhlið og ók fram hjá því þriðja. Lauk ferðinni við sandpokahrúgu fyrir framan hina fjögurra hæða byggingu, þar sem 200 bandarískir hermenn sváfu. Þar sprengdi bílstjórinn farm vörubílsins, rúmlega 900 kíló- grömm af sprengiefni, með þeim afleiðingum að byggingin hrundi til grunna og brak þeyttist hundr- uð metra. Mörg hundruð metra frá húsinu rifnuðu allar hurðir af hjörum og rúður brotnuðu. Fljótlega dreif að margt hjálp- armanna, ítalskir og breskir frið- argæsluliðar, líbanskir hermenn og allmargir liðsmenn Amal- hreyfingar shita, sem hafa alloft skotið á Bandaríkjamennina síð- ustu vikurnar. Aðkoman var hræðileg, látnir og særðir menn eins og hráviði um allt og stunur og óp kváðu við úr rústunum. Fáeinum andartökum eftir árásina á bandarísku bygginguna nötraði allt einn ganginn enn, rúmum kílómetra í burtu hafði önnur sjálfsmorðsárás verið fram- in á byggingu þar sem um 100 franskir fallhlífarhermenn voru í fastasvefni. Minna var um varnir hjá Frökkunum og vörubílstjórinn ók bifreiðinni ofan í bílageymslu undir húsinu áður en hann framdi voðaverkið. „Hvílíkar skepnur, hvílík geðveiki," öskraði ungur franskur gæsluliði, sem blóði drif- inn hamaðist eins og berserkur við björgunarstörf í rústunum. „Það er ljóst, að árásarmaðurinn vissi mæta vel hvað hann var að gera, það er mjög erfitt að koma auga á innganginn að bílageymslunni frá götunni, en hann ók þangað rak- leiðis," sagði franskur gæsluliði. Sjá nánar frétt á forsíðu. VORUÞROUN-NYJAR FRAMLEIÐSUU HUGMYNDIR Samfara aukinni tækniþróun, styttist h'ftími hverrar vörutegundar stöðugt. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á gildi vöruþróunar sem stjórntækis og flallað um á hvern hátt stjórnendur geta nýtt sér nýjustu aðferðir við framkvæmd og stjómun vöruþróunarverkefna. MARKMIÐ: er að gera þátttakendur færa um að: - Finna nýjar framleiðsluhugmyndir. - Skilgreina þarfir og kröfur markaðarins. - Meta raunhæfar framleiðsluhugmyndir með hliðsjón af getu fyrir- tækisins. -. Hafa umsjón með og stjórna framkvæmd vöruþróunarverkefna. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er einkum ætlað framkvæmdastjórum fyrirtækja og þeim stjórnendum er bera ábyrgð á vöruþróun, framleiðslustjórnun og mark- aðsmálum. LEIÐBEINENDUR: Elías Gunnarsson, verk- fræðingur, próf í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í V- Berlín 1979, starfar sem sjálf- stæður ráðgjafi við hönnun og vöruþróun og stundakennari við Tækniskóla tslands og Háskóla íslands. Páll Kr. Pálsson, hagverkfræð- ingur, próf í hagverkfræði frá Tækniháskólanum i V-Berlín 1980, deildarstjóri tækni- deildar Félag íslenskra iðn- rekenda og stundakennari við Háskóla íslands. TIMI: 7.-10. nóvember 1983. Kl. 13.30-17.30. Samt. 16 klst. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 STXDRNUNARFÉIAG ÍSIANDS i»,23 Skellti á forsetann Au^unU, (ieorgia. 23. október. AP. CHARLES R. Harris, maöurinn sem braut sér leið inn á Augusta Nat- ional-golfklúbbinn og hélt fimm gísl- um um hríð, á yfir höfði sér ýmsar ákærur og langan fangelsisdóm. Treir gíslanna voru starfsmenn Hvíta hússins, en Harris heimtaði að fá samtal við Ronald Reagan. Reag- an hringdi nokkrum sinnura, en Harris skellti jafnan á, á þeirri for- sendu að samtalið ætti að vera undir fjögur augu. Fram kom í gær, að Harris muni vera ógæfumaður. Læknir nokkur, sem hefur haft með hann að gera, sagði að Harris hefði ný- lega verið í meðferð vegna áfeng- issýki og hefði verið mikið niðri fyrir nýlega eftir að hafa misst atvinnu og föður sinn. Lögreglu- maður á staðnum taldi Harris á að sleppa fjórum af gíslunum, en sá fimmti slapp eftir að hafa lofað því að færa Harris whiskey- dreitil. Lögregluvarðstjóri í Aug- usta sagði að útlitið væri ekki gott hjá Harris, hann ætti yfir höfði sér 15—20 ákærur, meðal annars mannrán og líkamsáraá. m m HERRAR ATHUGIÐ: shoynear framleiöir sérstakar úrvals snyrti- vörur fyrir herra, sem innihalda jurtaolíur og náttúruleg Collagen. m shoynear I FYRSTA SINN A ISLANDI shoynear lífrænu snyrtivörurnar frá Baden-Baden í V.-Þýskalandi Allar shoynear snyrtivörurnar eru búnar til úr dýrmætum náttúruefnum af vísindamönnum, lyfjafræðingum og læknum. Undir stöðugu eftirliti lækna, er nýjustu vísindum og rannsóknum beitt í þágu fegurðar og heilbrigöi. Mikió úrval af kremum, hreinsivörum og baövörum. Fyrir húö, sem krefst mikillar umhyggju, bjóöum við sérstaka „línu“, sem inniheldur náttúruleg Collagen. m shoynear shoynear snyrtivörurnar eru seldar í apótekunri; shoynear SNYRTIVÖRUR Pósthólf 7108 - 127 Reykjavík - Sími 24311

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.