Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 35
hann hafa notið góðs af fyrirlestr- um ýmissa esperantofræðara af mörgum þjóðum, en ötult sjálfs- nám með lestri og bréfaskiptum, en hann mun hafa skrifast á við fólk úr allt að þrjátíu þjóðlöndum, og síðar ritstörf, einkum þýðingar, munu ekki hvað síst hafa gert hann að hálærðum esperantista. Störf Ólafs í þágu esperanto- hreyfingarinnar voru svo marg- vísleg að hætt er við að það sem hér fer á eftir verði aðeins ófull- komin upptalning. Þegar ólafur hóf nám í esperanto mun hafa ver- ið hér starfandi „Esperantofélagið í Reykjavík", sem síðar lognaðist út af. Vildi hann ekki una því að hér væri ekkert félag esperantista starfandi og boðaði því til stofn- unar nýs félags þann 18. apríl 1944. Hlaut það nafnið „La Esper- antista Societo Auroro" og hefur starfað óslitið síðan. Var Ólafur formaður félagsins á árunum 1944-1949, 1955-1959 og 1963—1979. Hann var einnig í stjórn íslenska esperantosam- bandsins frá 1949. óiafur gaf út bréfanámskeið í esperanto árið 1944 og starfrækti það uns Bréfa- skóli Sambands íslenskra sam- vinnufélaga tók við rekstri þess, en ólafur annaðist kennsluna lengst af. Auk þess kenndi hann á ýmsum námskeiðum, í seinni tíð einkum framhaldsnámskeiðum. Hann samdi og gaf út íslenskt — esperanto-orðasafn handa nem- endum. Ólafur var hvatamaður þess, að íslenskir esperantistar hófu að gefa út blaðið „Voco de Islando" og var ritstjóri þess ásamt öðrum. Birtist í því blaði nokkuð af því sem hann þýddi úr íslenskum bókmenntum. Þá var Ólafur í nefnd á vegum íslenska esperantosambandsins, sem unnið hefur að undirbúningi sýnisbókar úr íslenskum bókmenntum (Is- landa Antologio) og munu ýmsar þýðingar hans, einkum úr forn- bókmenntum, birtast þegar þeirr- ar bókar verður útkomu auðið. Þýðingar ólafs bera vott um vand- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1983 35 virkni og vald hans á alþjóðlegum stíl á esperanto. Þó að störf ólafs að málefnum esperantos væru flest unnin í þágu íslensku hreyfingarinnar starfaði hann einnig í þágu Alþjóðlega esp- erantosambandsins. Var fulltrúi þess hér í allmörg ár og sótti nokkur þing þess i ýmsum lönd- um. Hann var ritari undirbún- ingsnefndar 62. Alþjóðlegs þings esperantista sem haldið var í Reykjavík 1977. Ólafur var kennari að mennt, lauk kennaraprófi 1939. Svo vildi til að þessi fyrrverandi kennari minn og ég áttum eftir að verða bekkjarbræður er við stunduðum báðir nám í framhaldsdeild Kenh- araskóla íslands 1970—1971. Minnist ég góðs samstarfs við ólaf þá eins og endranær. ólafur átti með vissum hætti heimilishamingju sína esperanto að þakka. Hann og kona hans, Gerda Harmina (fædd Leussink) frá Lochem í Hollandi kynntust vegna kunnáttu beggja í alþjóða- málinu. Börn þeirra tvö, Margrét Sólveig og Einar, ásamt tengda- börnum og barnabörnum, eru nú Gerðu til styrktar á erfiðum stundum. Islenskir esperantistar, sem notið hafa samstarfs við heið- urshjónin, Gerðu og Ólaf, og gestrisni á heimili þeirra, bera fram þakkir á þessari stundu. Daginn áður en ólafur lést fékkst hann við að þýða 36. kafl- ann í Njáls sögu. Þar er stórt höggvið eins og víðar í þeirri bók. Nú hefur stórt skarð verið höggvið í raðir íslenskra esperantista og verður vandfyllt. En ólafs S. Magnússonar verður ekki minnst á verðugri hátt en með öflugu starfi hreyfingar okkar. Gerðu, börnum hennar, tengda- börnum og barnabörnum vottum við dýpstu samúð. Hallgrímur Sæmundsson, form. íslenska esperanto- sambandsins. Áhugafólk um friðar- og afvopnunarmál Heimsfriðarráðið Stefna þess og starf Fundur verður haldinn nk. miðvikudag, 26. október, kl. 20.30 í fundarsal Tannlækna- félagsins að Síðumúla 35. Á fundinn mæta og ræða starf og stefnu Heimsfriðarráðs- ins og starfsemi friðarhreyfinga í heimalöndum sínum Romesh Chandra, forseti Heimsfriðarráðsins, Gus Newport, varaforseti Heimsfriðarráðsins (frá Bandaríkjun- um), Veronica Sieglin frá Þýska sambandslýðveldinu, Carl-Oscar Rosschou, starfs- maður Heimsfriðarráðsins (frá Danmörku). Fundurinn er öllum opinn og eru allir áhugamenn um friðar- og afvopnunarmál hvattir til að mæta á fundinn og kynnast starfsemi og stefnu stærstu og viðamestu friðar- samtaka sem starfa í heiminum í dag. íslenska friðarnefndin í verðbólguþjóðfélagi ríkir lögmál hraðans. Sá sem lengi liggur með fé undir koddanum vaknar einn góðan veðurdag við vondan draum - verðbólgan hefur étið peningana upp til agna. Það er vegna þessa sem hraði í viðskiptum er ómetanlegur. Sérstaklega í bíla- og fasteignaviðskiptum, þar sem miklar fjárhæðir skipta um eigendur. Þeir sem undirbúa húsbyggingu vita hve mikilvægt er að koma peningunum fyrir um leið og gamla íbúðin er seld. En því miður reynist allt of oft nauðsynlegt að selja gömlu íbúðina löngu áður en nýja húsið er fullbúið vegna byggingarkostnaðarins. Og þá þarf jafnvel að leita út á óöruggan leigumarkaðinn, meðan beðið er eftir að byggingunni Ijúki. í raun er þetta samt auðleystur vandi sem enginn ÞARF að hafa áhyggjur af. Afhendingartími Aspar-einingahúsanna getur verið innan við þrír mánuðir. Já, - þrem mánuðum eftir að þú pantar húsið ertu fluttur inn og farinn að vinna í lóðinni. Húsið er nefnilega afhent fullklárað ef þess er óskað. Engar áhyggjur vegna verðbólgubálsins, hvað þá húsaleigu. Og greiðsluskilmál- arnir eru eftirtektarverðir. Verðhugmynd: Tilbúið 138 m2 einbýlishús, án innréttinga l.012.797.- Afgreiðslufrestur: 3 mán. Afhendist: a) Fokhelt b) Með loftklæðningu og einangrun c) Með milliveggjum og hljóðeinangrun d) Eða fullklárað með öllum innréttingum Viðbætur: Bílskúrar, dyraskyggni, skjólveggir, sorpgeymslur o.fl. Sveigjanleiki: Fjöldi teikninga, möguleikar á breytingum á þeim, t.d. á gluggum og milliveggjum. Sérteiknum einingahús fyrir þá sem þess óska. Söluaðili í Reykjavík: Kaupþing hf., Húsi verslunarinnar. - Sími 86988 Aspar-hús Ef hraði skiptir þig máli Stykkishólmi Símar: 93-8225 og 93-8307

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.